Færsluflokkur: Ferðalög
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
GELGJUR
Oft hugsaði ég um það hérna í denn, þegar stelpurnar mínar voru á gelgjuskeiðinu, hvað það væri ofsalega freistandi að láta þær út úr bílnum og skilja þær eftir.... í smá stund, svo þær áttuðu sig. Það var þó aldrei nema hugsunin ein og varla það og engin alvara fylgdi máli. Ég hef stundum furðað mig á þolinmæðinni sem maður er gæddur, og sem ekki hefur látið á sér kræla við aðrar aðstæður, þegar börnin manns eru annars vegar. Stundum rifust stelpurnar mínar heiftarlega í aftursætinu, bara svona til að láta tímann líða. Það gat verið út af sælgæti, háralit, skóm eða litnum á himninum. Atgangurinn var ógurlegur og sjaldan í samræmi við tilefnið.
Svo les maður þetta. Strákur bara skilinn eftir í Frakklandi og foreldrarnir brumma áfram til Englands.
Það á að krefjast prófskírteinis á foreldra.
Ójá.
![]() |
Yfirgefinn af foreldrum í ókunnu landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
FAMILÍAN LONDRES
Jæja langþráðar myndir frá Spánarferð Londres-fjölskyldunnar eru komnar í hús. Brúðkaup Hebu og Tom fór fram með miklum myndarbrag og svo var haldið til Benidorm með Oliver.
Gjörið svo vel:
Barnið er nottla svo mikið dúllubarn að amman segir ekki orð um það meir.
Úje
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 23. júlí 2007
FRAMHALDSAGAN ÓGURLEGA..
..heldur áfram. Á maður að þora að hafa álit á nýjustu þróun í "hávamálinu"? Hm..
Er ekki sniðugt að gera eins og SVFR stingur upp á og halda kúrsa fyrir alla útlendinga um lax- og silungsveiðar á landinu?
Svo má kynna fyrir þeim kvótakerfið.
Það má kenna þeim um sláturgerð (hugsið ykkur þeir gætu farið að fokka upp íslenskri sláturgerð)
Svo þegar búið er að kynna þeim fjallgöngur á íslenskum fjöllum þannig að sómi sé að, þá.....
má kenna þeim íslensku.
Ég er farin til fjalla.
![]() |
Framkvæmdastjóri Alþjóðahúss svarar bréfi formanns SVFR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. júlí 2007
HVAÐ SAGÐI ÉG EKKI HÉRNA ÁÐAN
..í flugdólgsfærslunni minni? Er það nema von að maður sé hræddur? Stjarnfræðilegar líkur á að eitthvað komi fyrir, minn afturendi.
Ég er farin á námskeið bara strax eftir helgi til að takast á við flughræðsluna. Spurning hvort það gagnast að vera ekki flughræddur því ef eitthvað kemur svo fyrir í alvörunni verður maður auðvitað skíthræddur hvort sem er. Ég sleppi námskeiðinu og geng brött á vit örlaga minna.
Vandlifað...
Þeinkpósitívlí.
![]() |
Eldingu laust í þotu Iceland Express |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 22. júlí 2007
Á EKKI AÐ TAKA ÓLAF BARA...
..og slá honum utan í vegg fyrir að taka 20 flóttamenn frá Líbýu og flytja fólkið til Möltu? Nú er búið að gefa út handtökuskipun á Ólaf Ragnarsson skipstjóra en hann er staddur á Möltu. Um að gera að skella honum í járn fyrir glæpi gegn mannkyninu, sko mannkyninu sem við forréttindafólkið tilheyrum.
Algjör ósvífni að vera að koma flóttamönnum til hjálpar. Í greininn stendur m.a.
"Flóttamennirnir voru frá Líbýu og kröfðust þarlend yfirvöld að farið yrði með fólkið aftur þangað og undir þá kröfu tóku yfirvöld á Möltu. Útgerð Eyborgar harðneitaði þessu og á því byggist handtökuskipunin, samkvæmt vef RÚV."
Getið þið ímyndað ykkur hvað bíður þessa fólks ef það verður flutt nauðungarflutningum til heimalandsins?
Ég tek ofan fyrir skipstjóranum á Eyborgu og útgerðinni líka.
Súmíifjúder.
![]() |
Handtökuskipun gefin út á hendur skipstjóra Eyborgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 22. júlí 2007
FLUGDÓLGUR Á FERÐ OG FLUGI
Ég er flughrædd kona. Ég hef ekki alltaf verið það en eftir að stelpurnar mínar fæddust byrjaði ég að reikna út líkur á hinu og þessu, stórbiluð eins og ég er, og varð hræddari og hræddari með hverju árinu sem leið. Sem betur fer hafa dætur mínar ekki orðið fyrir yfirfærslu á þessari fóbíu minni svo ég get andað léttar yfir því.
Ég held að hluti að minni flughræðslu eigi að einhverju leyti, uppruna sinn að rekja til innilokunarkenndar sem ég státa af líka. Ég verð svo meðvituð um það þegar ég flýg, að ég er lokuð inni í vindlahylkinu, kemst hvorki lönd né strönd og þegar flugfreyjurnar fylla út í ganginn á milli sæta með stálvagninum ógurlega, þrengist að hálsinum á mér og mig langar að öskra.
Ég hef haft martraðir um flugdólga. Hef reyndar aldrei lent í einum, enda sæti ég þá varla hér og skrifaði um flughræðslu. Ég hef hins vegar lesið um þá og ég veit hvernig ofurölvi fólk með attitjúd getur verið gjörsamlega óþolandi, dómgreindarlaust og bilað. Afleiðingarnar geta orðið skelfilegar. Talandi um hryðjuverk!
Af hverju er fólki undir áhrifum hleypt um borð í vélar? Nú eru takmörk fyrir því hversu mikið áfengi má selja um borð, en það dugir tæpast ef viðkomandi er kominn á skallann áður en farið er í loftið. Ég er á leið til London innan skamms. Plís geriði eitthvað í þessu.
Öpptædandvörríd.
![]() |
Lét ófriðlega í flugi og veittist að lögreglumönnum við handtöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 22. júlí 2007
SORGLEGT EN SATT..
..að það er allt fullt af fíflum úti í umferðinni, sem setja almenning í stórhættu, ógna bæði lífi og limum. Þeir eru ekki allir ungir. Þessi ökumaður, karl á fertugsaldri var tekinn á tæplega 200 km. hraða á Reykjanesbrautinni í dag.
Hann var sviptur á staðnum til bráðabirgða! Til bráðabirgða, halló? Er ekki mælirinn fullur þegar fólk keyrir svona hratt?
Ég hefði haldið það. Burt með skírteinið.
Súmí.
![]() |
Tekinn á tæplega 200 km hraða á Reykjanesbrautinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 22. júlí 2007
HÚN FRÆNKA MÍN....
..utan að landi, auðvitað, stendur fyrir stóru búi og er með milljón hesta og eitthvað af meme. Hún á engan mann og á ekki heimangengt frá búskapnum til að krækja sér í einn. Hún frétti af einkamálum.is og þar væru margir mætir menn á sveimi og vel brúklegir til undaneldis. Hún setti in auglýsingu þar sem hún tíundaði kosti sína, eignir og útlit. Það gekk ekki nógu vel, allir voru giftir, nýlega fráskildir eða öðruvísi uppteknir. Frænkan úr sveitinni gafst ekki upp, hún fattaði að í einkamálum gildir öfugmæla aðferðin. Eftirfarandi auglýsing var sett inn og nú fær hún ekki frið fyrir eðlilegum mönnum.
Kyn: | Kvenkyns | |
Aldur: | 39 ára | |
Landshluti: | Landið og miðin | |
Kynhneigð: | Gagnkynhneigð(ur) | |
Flokkur: | Vinátta / Spjall | |
Hæð: | 171 cm. | |
Þyngd: | 65-70 kg. | |
Augnlitur: | Óuppgefið | |
Hárlitur: | Óuppgefið | |
Auglýsing skoðuð: | 1534 sinnum | |
Síðast tengd: | 22. júlí 2007 | |
Klukkan: | 14:47 | |
Óska eftir að kynnast ófríðum, subbulegum, giftum mönnum í verulegri yfirþyngd sem standa í forræðisdeilum (við konu nr. 2 en eru núna með konu nr. 4)) og eru óheiðarlegir, heimskir, gjaldþrota og með fullt af beinagrindum inni í skáp. Best væri svo ef þú ert líka á vondum stað í lífinu. | ||
Til að senda þessum notanda skilaboð þarftu að skrá þig inn hér til hliðar eða nýskrá þig. |
Þessu vildi ég deila með ykkur elskurnar mínar.
Æmsósjokkd.

Föstudagur, 20. júlí 2007
FREKJA OG HROKI STANGAVEIÐIFÉLAGS RVK
Nú get ég bara ekki orða bundist. Aðgerðir Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafa tekið á sig mynd öfgafullra ofsókna á hendur Pólverjum sem félagið segir í tugavís stunda veiðiþjófnað í íslenskum ám. Félagar eru hvattir til að stöðva þá og halda þeim á meðan beðið er eftir lögreglu og taka af þeim myndir ef kostur er. Þetta bendir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss á m.a. í þessari frétt.
Rosalega yrðum við Íslendingar glaðir ef einhverjir legðu okkur svona í einelti.
Pólverjar eru 2% þjóðarinnar. Sumir Íslendingar ættu að skammast sín, það er á hreinu.
![]() |
Umræðan um veiðiþjófnað öfgafull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. júlí 2007
BÚHÚ-FÆRSLA
Ég er í fýlu, mér finnst ég eiga bágt. Búhú, búhú, snökt, snökt. Það er ekki gott að vera í löngu fýlukasti en svona er það núna. Ég er arfafúl. Út í aðstæður sko. Ég sakna Maysunnar minnar, Olivers og Robba. Ég vil fá þau heim. NÚNA! Þau voru að koma heim til London frá Spáni í dag og þar eru þau búin að vera s.l. hálfan mánuð. Ég hef ekki séð þau síðan í maí.
Maysan, komdu heim! Bara í tvo daga, ágúst er of langt burtu í tíma. Ég vil heyra Oliver telja upp að 10 og segja "noine" á sinni yndislegu ensku og knúsa hann í rúsínu.
Á morgun verður familíugrillpartý með krökkunum okkar hér við hirðina. Ekki Maysu og þeim auðvitað.
Búhú ég á svo bágt.
Dem
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2987761
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr