Leita í fréttum mbl.is

FREKJA OG HROKI STANGAVEIÐIFÉLAGS RVK

 

Nú get ég bara ekki orða bundist.  Aðgerðir Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafa tekið á sig mynd öfgafullra ofsókna á hendur Pólverjum sem félagið segir í tugavís stunda veiðiþjófnað í íslenskum ám.  Félagar eru hvattir til að stöðva þá og halda þeim á meðan beðið er eftir lögreglu og taka af þeim myndir ef kostur er.  Þetta bendir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss á m.a. í þessari frétt.

Rosalega yrðum við Íslendingar glaðir ef einhverjir legðu okkur svona í einelti.

Pólverjar eru 2% þjóðarinnar.  Sumir Íslendingar ættu að skammast sín, það er á hreinu.


mbl.is Umræðan um veiðiþjófnað öfgafull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get nú ekki séð hvernig frekja, hroki og fordómar koma inn í þetta mál.  Ég las í einhverju blaðinu um daginn að í öllum upplýstum málum (30 ) af þessum toga hafi verið pólskir karlmenn.  Þeir mega veiða gjaldfrjálst í vötnum og ám í sínu heimalandi og finnst mér ekkert athugavert að koma skilaboðum til þeirra að það sé litið alvarlegum augum hér á landi.  Mér finnst heldur ekkert athugavert að reyna að handsama fólk sem brýtur lög - mér þætti alvarlegra að gera það ekki.  Þetta er nú barasta ekkert smá mál þegar tekið er tillit til hvers konar fjárhæðir menn eru að greiða fyrir leyfin í þessum ám.  Það virðist alltaf vera sama sagan.  Um leið og minnst er á útlendinga þá byrjar einhver að hrópa "fordómar".  

Ra (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 18:49

2 identicon

Mér finnst nú pólskar kvennaveiðar alltaf skemmtilegustu veiðarnar en það verður sjálfsagt settur kvóti á þær bráðum. Sem minnir mig á að ég þarf að láta líta á veiðistöngina mína í kveld.

Hákarla-Jörundur (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 18:52

3 identicon

Þarf fólk bara að tjá sig um allt hérna, ég spyr nú bara ert þú Jenný eitthvað inn í veiði á þessu landi?

Nei það efast ég! Og þar sem þú veiðir ekki sjálf þá getur þú rétt svo ýmindað þér hversu pirrandi það er að vera búinn að borga tugi ef ekki hundruði þúsunda fyrir að fá að renna fyrir lax og þegar komið er við bakkann þá sérðu menn vera að eyðileggja hylinn sem þú ætlaðir að veiða!

Staðreyndin er að allir þessir menn 30 talsins voru Pólverjar og þeir vita greinilega upp á sig sökina þegar þeir reyna að hlaupa í burtu og henda veiðafærum frá sér. Í heimalandi þeirra er greinilega allt í lagi að veiða sér í soðið hvar sem er, en það er það sko alls ekki hérlendis, það er sko á hreinu.

Núllari (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 19:39

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er ekki inni í veiði í þessu landi.  Ég hef heldur ekki neinn sérstakan áhuga á að setja mig inn í þau mál.  Verið þið bara í því strákar.  Ég er einfaldlega að benda á að það er ekki sæmandi að fullorðið fólk sé að flykkja sér saman um að ráðast á hóp fólks af einu þjóðerni.  Hvað er að fræðslu?  Þetta er hættuleg aðferð, nóg er af kynþáttafordómunum hér á landi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 19:55

5 Smámynd: Toggi

Þetta snýst ekki um kynþáttafordoma heldur Staðreyndir. 

Annars eru borgaralegar handtökur ekkert slæmar. Þetta er ekkert nema þjófnaður. Hvað gerir þú ef þú kemur að einhverjum að vera stela úr þinu heimili eða fyrirtæki? Myndiru bara leyfa honum að fara með þýfið því að þetta er (eitthvað þjóðerni) og það má í heimalandinu hans? Því þetta er ekkert nema þjófnaður.

Toggi, 20.7.2007 kl. 20:05

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragnar Örn rólegur á fullyrðingunum.  "ef maður hefur einhverja aðra skoðun en þessi frjálslyndu fífl sem eru að eyðileggja þjóðfélagið okkar með taumlausum innflutningi á útlendingum???" Veistu að við ástundum mjög manneskjufjandsamlega innflytjendapólitík?  Kynntu þér málið áður en þú ferð að gapa á bloggsíðum kallinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 21:21

7 Smámynd: Eiríkur Stefán Eiríksson

Hroki og hleypidómar.

Er ekki í lagi með höfund þessarar síðu? Eru glæpir réttlætanlegir vegna þess að þjóðerni brotamannanna hefur verið nefnt? Er ekki kominn tími til að (jarð)tengja?

Eiríkur Stefán Eiríksson, 20.7.2007 kl. 21:29

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sæll Eiríkur Stefán, ég kannast við nafnið þitt.  Mér líður ágætlega takk fyrir og ég er ekki að halda því fram að glæpir séu nokkurn tímann réttlætanlegir.  Ég er einfaldlega að gera athugasemd við aðferðina sem SR vill beita.  Ég tek ekki að árásir á þjóðarbrot séu mannvinsamlegar aðgerðir né vænlegar til árangurs.

Kveðja

Höfundur síðunnar og skámamma Ástrósar Evu, Einars Vilberg og Stefáns Vilberg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 21:34

9 Smámynd: Haraldur Eiríksson

Komdu sæl Jenný.

Ef það er einhver sem á að biðjast afsökunar ert það þú sem kemur fram með sleggjudóma án þess einu sinni að vita um innihald umrædds bréfs. Ég spyr mig hver á inni afsökunarbeiðni hjá hverjum miðað við ummæli þín. Plaggið var á Íslensku, ensku og pólsku. Hvað er að því? Hvar er móðgunin spyr ég?

Hér sérðu umrætt bréf og ég furða mig á ummælum þínum Jenný og tel að blogggleði þín hafi í þetta sinn vikið fyrir þeirri staðreynd að betra er að kynna sér efnið áður en fjallað er um það.

Og hananú!

Haraldur Eiríksson, 20.7.2007 kl. 21:56

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nákvæmlega rétt Beta.  Bréf hvað?  Merkilegt hvað sullast inn á bloggsíðuna mína fullt af karlmönnum sem hundskamma mig fyrir að vera á móti ögrandi aðgerðum SR gagnvart Pólverjum.  Er sem sagt ekki að gagnrýna bréf Haraldur og vísa aöl í það sem hún Beta vinkona mín segir hér fyrir ofan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 22:41

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

BTW er ekki nokkur kjaftur sem hefur látið sér detta í hug kyrfilegar merkingar á mörgum tungumálum? 

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 22:43

12 identicon

Þetta eru auðvitað alltaf Pólskir veiðiþjófar, fullir á stolnum bíl, búnir að misnota heimasætuna á nálægum sveitabæ, og búsmalann líka.  Svo þegar Jón Feiti af Arnarnesi, kemur á nýja Range Rovernum með "Gold Diamond" stöngina sína, er þá ekki eitthvað hyski af óæðri kynþætti, á Lödu Samara, búið að renna í ána, og menga hana, SVEI !  Þetta verður að stöðva !!!

Jónas Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 23:33

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jónas er í kasti, you said it, I didn´t

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2007 kl. 01:14

14 Smámynd: Haraldur Eiríksson

En bíðið við. Á hverju á SVFR þá að biðjast afsökunar ef ekki því eina sem félagið hefur sent frá sér? Á það að biðjast afsökunar á því að þylja upp viðurlög hegningarlaga við veiðiþjófnaði í sjónvarpinu? Nú eða greina frá því hverjir eru að brjóta þau lög?

Haraldur Eiríksson, 21.7.2007 kl. 09:18

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Haraldur, þú ert enginn kjáni og láta þannig.  Ég er ekki að tala um neina afsökunarbeiðni í minni færslu (en auðvitað væri það SVFR til sóma ef þeir bæðust afsökunar á fljótfærninni).  Mér finnst ekki sæmandi fyrir ykkur sem í félaginu eru að fara fram með þessum hætti.  Að halda fólki og hvetja til þess er bara lélegur stíll og ekki má þetta þjóðfélag við miklu þegar minnihlutahópar eru annars vegar.  Það fylgir fréttinni hérna að skoðanakönnun hafi verið gerð í Vinnuskóla Reykjavíkur um viðhorf unglinga til Pólverja og það kom á óvart hversu neikvæðir krakkarnir voru gagnvart þeim.  Ég merki þetta líka í samtölum mínum við fólk.  Þess vegna eru svona aðgerðir hættulegar og það ber að stíga varlega til jarðar.

Ég er ekki að gera lítið úr veiðiþjófnaði alls ekki.  Bara þessum aðferðum sem verið er að beita.

Takk fyrir góða umræðu öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2007 kl. 10:40

16 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Ef ég kæmi að húsinu mínu og það væri verið að ræna það myndi ég að sjálfsögðu gera það sem ég gæti til að stöðva  ránið, hringja í lögguna, framkvæma borgaralega handtöku, eða hvað annað sem mér kæmi í hug til að stöðva athæfið.  Sérstaklega ef að þetta væri í þrítugasta skiptið sem húsið mitt væri rænt. Ef það væri svo raunin að það værui alltaf pólverjar sem stunduðu þessi rán þá er ekki ólíklegt að ég beindi varnaraðgerðum mínum gegn því þjóðarbroti sérstaklega.  Það kemur ekki fordómum eða kynáttahyggju á nokkurn hátt við. Einfaldlega er SVFR að beina aðgerðum sínum að upphafi vandamálsins. Ef þú ert svona ósátt við hvernig SVFR kemur fram í þessu máli, þá væri gaman að heyra hvernig þú myndir leysa þetta vandamál. En það er yfirleitt auðveldara að benda á hvað er að heldur en finna lausnir á vandamálunum.

Ólafur Jóhannsson, 21.7.2007 kl. 16:38

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er búin að benda á að merkja kyrfilega á mörgum tungumálum að veiðar séu bannaðar.  Er það ekki flott byrjun?

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2007 kl. 16:48

18 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Heldur þú að þeir sem hafa verið teknir fyrir veiðiþjófnað undanfarið viti ekki að það má ekki veiða?  Það er heldur ekki fallegt í hinni óspilltu náttúru landsins, að raða skiltum niður með ánum.  Og tillaga þín leysir ekki heldur það vandamál, hvað á að gera þegar komið er að veiðiþjófi.  Vandamálið liggur í menningarmun þessara þjóða, íslendinga og pólverja og ég fæ ekki séð að það sé neitt að aðferðum SVFR til að reyna að eyða þeim mun.. Eða hvað gera þeir annars rangt?

Ólafur Jóhannsson, 21.7.2007 kl. 19:35

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veistu nú nenni ég ekki nr. 11 að byrja upp á nýtt.  Lestu færsluna og kommentin hér að ofan.  Þessar aðgerðir eru hreinlega mannfjandsamlegar og fullorðnu fólki ekki til framdráttar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2007 kl. 19:46

20 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Það er undarlegt að þú nennir ekki að svara mér, eins dugleg og þú ert nú við að hafa skoðanir á öllu og öllum hér á blogginu þínu. Kannski vegna þess að þú getur ekki viðurkennt að aðgerðir SVFR snúast um að stöðva veiðiþjófnað úr ám, en ekki ofsóknir gegn minnihlutahópum. Eða heldur þú að þeir hvetji félagsmenn sína aðeins til að halda pólverjum sem þeir koma að við veiðiþjófnað en ekki fólki af öðru þjóðerni.  Eða viltu hafa það þannigt að það eigi að láta alla útlendinga sem brjóta lögin vera?  Þeir eru vissulega í minnihluta hér á landi og því hægt að túlka allar aðgerðir gegn þeim sem kynþáttamismunun.

Ólafur Jóhannsson, 21.7.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband