Færsluflokkur: Ferðalög
Miðvikudagur, 9. júlí 2008
Hysja upp um sig
Í dag verður kært til ráðherra í máli Paul Ramses.
Eins og málið horfir við mér er ríkið að klóra yfir fádæma léleg vinnubrögð í þessu máli og tugum annarra líka.
Atli Gísla bendir á að það sé verið að þverbrjóta hina og þessa samninga með því að huga ekki að réttindum barnsins.
Ég vil svo beina því til þerra sem málið varðar að skoða brottvísanir þeirra einstaklinga sem ekki hafa fengið mál sín tekin fyrir að hefja rannsókn á vinnuferlinu hjá Útlendingastofnun.
Ég gef mér að alsherjarnefnd beiti sér í máli fjölskyldu Pauls Ramses og grípi inn í ef þörf krefur. Þeir hafa sýnt að það er hægt að gera allskonar tilhliðranir ef vilji er fyrir hendi.
Svo finnst mér, nú þegar það liggur fyrir að mál Pauls verði kært í dag, að stjórnvöld gefi grænt ljós á að kona hans og barn fái að vera hér á meðan en verði ekki flutt úr landi á sama hátt og eiginmaðurinn.
Rosemary hefur þurft að leita læknis vegna kvíða og vanlíðunar og ég er ekki hissa.
Slík og þvílík hefur framkoma íslenska ríkisins verið við þessa litlu fjölskyldu.
Nú er komið að því að stjórnvöld hysji upp um sig hvað varðar viðhorf og framkomu við hælisleitendur.
Skrifið ykkur á listann þið sem ekki eruð búin að því.
Og svo eru mótmælin í gangi í hádeginu niðri í Skuggasundi.
![]() |
Kært til ráðherra í dag vegna máls Paul Ramses |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Álverið Össur Skarpéðinsson
Frábært að skíra skolphreinsistöð í hausinn á umhverfissóðanum Gerorg Búska.
Og svo má taka þetta eitthvað áfram svona lókal og finna fyrirtæki fyrir íslenska stjórnmálamenn þegar við, í næstu kosningum, segjum þeim upp störfum.
Bara svona í förbífarten dettur mér í hug fyrirtæki, kúrsar og önnur þjónusta fyrir hetjurnar okkar:
1. Álverið Össur Skaprhéðinsson, Bakka Húsavík.
2. Námskeið í fjölmiðlaframkomu, fyrirlesari Geir Hilmar Haarde.
3. Hreingerningarfyrirtækið Landhreinsun Björns Bjarnasonar ehf.
3. Á Ísbjarnarslóðum, fararstjóri Þórunn Sveinbjarnardóttir.
4. Flísagerð Árna Johnsen.
5. Skófluleiga Björgvins G. Sigurðssonar.
7. Hreppaflutningar - hraðþjónusta - Búið heima og að heiman- Árni Mathiesen, sölufulltrúi.
Tillögur?
Komasvo.
![]() |
George W. Bush skolphreinsistöðin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Gítarar með fyrirkomulagi
Hver er fréttin?
Að Björn Jörundur hafi gleymt gítarnum sínum, atvinnutækinu, sjálfri gígjunni? Að það sé eitthvað sem ég og aðrir þurfi að henda reiður á?
Ég skiletteggi.
Sumir hafa farið með ruslapoka heimilisins með sér í vinnuna og skilið vinnupappírana eftir heima, jájá og það þótti ekki fréttnæmt þrátt fyrir að það hafi orðið heljarinnar uppnám á vinnustað vegna lyktar úr pokahelvíti.
Sumir tónlistarmenn sem ég þekki, og ég nefni ekki nöfn, hafa farið til Köben í staðinn fyrir út á Umferðarmiðstöð til að ná sér í kjamma eftir djamm, óvart, en með gítarinn og það kom ekki stafur um það í blöðunum, enda dálítið langt síðan.
"Fréttirnar" á sumrin geta verið svo hryllilega mikið uppfyllingarefni að það er nánast ekki fyndið.
Er verið að segja manni eitthvað hérna? Er verið að læða að manni kjaftasögu um ástand gítareigandans Hvert er markmiðið með þessari frásögn?
Burtséð frá því þá er ég ekkert viss um að það sé algengt að menn gleymi hljóðfærunum sínum hér og þar.
Á þessu heimili eru þeir hafðir í sérstöku herbergi, þeir eru teknir út að ganga (ok ekki alveg) og það er farið með þá eins og gull og þeir heita framandi nöfnum eins og t.d. The Mitchigan og Gretch New Yorker. Eða eitthvað sollis.
Hvernig getur maður gleymt þannig fyrirkomulagi?
En að gleyma sjálfum sér er allt annað mál.
Það skiljum við hér á kærleiksheimilinu.
Lalalala, haldið ykkur á mottunni addna.
P.s. Myndin er af New Yorkernum gott fólk.
Björn Jörundur snæddu hjarta.
![]() |
Björn Jörundur gleymdi gítarnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 6. júlí 2008
Endurtakið stöntið frá í fyrra - takk
Nú jæja ég var að lesa á RÚV að þingflokkur Vinstri grænna hafi óskað eftir því að alsherjarnefnd Alþingis verði kölluð saman til að fjalla um mál Keníamannsins Paul Ramses.
Það var eins gott að eitthvað kom frá VG um málið, ég var farin að örvænta.
Björn Bjarnason, ráðherranefnan með stálhjartað heldur áfram að blogga um hversu rétt og sjálfsagt þetta mál Paul Ramses sé, farið að lögum og reglum, jájá en ekki hvað og nú eru meira að segja heimildir um að Paul Ramses sé bara ekki í nokkurri hættu í heimalandinu. Hvað, tertubiti fyrir Paul að verða sendur heim, tertubiti fyrir Björn að þvo hendur sínar af málinu.
Og Haukur mannvinur Útlendingastofnunarforstjóri óskar þess auðvitað að það væri hægt að bjóða manninum hæli, en svona eru reglurnar, því miður elskurnar mínar.
Ef reglur eru heilagri en fólk, paragröf vega þyngra en mannlegir harmleikir þá breytið því og það strax.
En ég hef sagt það áður, þegar mannúðina skortir og samkenndin er ekki til staðar þá er tilvalið að veifa regluverkinu og væna fólk um tilfinningasemi og móðursýki ef ekki vill betur.
Við erum þá bara móðursjúkur hópur við sem viljum að mál Paul Ramses verði skoðað og hann kallaður heim á meðan. En við viljum mikið meira en það, við erum bara að hita okkur upp hérna. Við viljum að fólk sem leitar hér hælis fái mannúðlega meðferð sem væri ágætis tilbreyting svona til að byrja með.
Hvernig væri að láta Paul Ramses verða annan í röðinni til að fá pólitískt hæli á Íslendi.?
Þessi eini tekur sig tæplega vel út á skýrslu.
En what the fuck. Höldum fólki úti.
Nema auðvitað þeim sem tengast inn í íslenska forréttindastétt.
Allsherjarnefnd, vinsamlega endurtakið stöntið frá í fyrra. Fyrsti stafurinn í þeirri umsókn, minni rmig að hafi verið Jónína Bjartmarz.
Komasho.
![]() |
Dublinarákvæðið mikið notað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 5. júlí 2008
Dagar hvað?
Ég er að drepast úr leti í dag. Enda hef ég eytt stórum hluta dagsins í að bíða eftir veðrinu. Góða veðrinu þið vitið, hitabylgjunni sem ekki hefur látið sjá sig hérna ennþá.
Loksins þegar ég er komin í stuð, langar að liggja í sólbaði drekka appelsínudrykki með litlum regnhlífum út í, vera með Channelinn (eftirlíkinguna) á nebbanum og svona, þá er gula fíflið falið á bak við ský. Svona getur lífið sökkað. Vandamál lífs míns eru stórkostleg og óleysanleg.
Búhú.
Erill dreif sig úr borginni í morgun og var á Akranesi í nótt, hann er ekki orðinn 23 ára karlinn, má því ekki tjalda og mun hann gera heimamönnum lífð óbærilegt ásamt vinum sínum og bræðrum og syngja Bláhiminn fyrir framan verkamannsins kofa í alla nótt.
Það eru harmonikkudagar, írskir dagar, humardagar, hundadagar, drykkjudagar og bílaumboðsdagar og ég veit ekki hvað og hvað núna um helgina. Fólk er að daga uppi ég sverða allir á taugum yfir framboðinu. Hvert skal halda?
Ég ætla ekki rassgat nema út á vídeóleigu og leigja mér einhvern mergjaðan klassíker. Eru uppástingur um mynd á meðal yðar?
Ég vil ekki nýlegar myndir. Þeir eru hættir að framleiða almennilegar kvikmyndir, amk. nú um stundir.
Undanfarið hef ég horft á Guðföðurinn I, II og III. Báðar Kill Bill og Goodfellas. Miðað við að ég er algjörlega laus við ofbeldislöngun og dedd á móti ofbeldi í öllu formi þá er það merkilegur andskoti að á meðal minna uppáhalds kvikmynda skuli blóðið renna frá upphafi til enda, en ég játa að ég loka augunum ansi oft. Það eru þessu örfáu samtöl í ofannefndum kvikmyndum sem höfða svona svakalega til mín.
Hvaða illyrmi eru það sem velja sjónvarpsefni á laugardagskvöldum á sjónvarpsstöðvunum? Það er eins og það sé verið að kremja úr manni líftóruna ef maður er svo óheppinn að eiga hvorki friggings sumarbústað eða tjald.
Farin að gera eitthvað. ..og á meðan ég man, hafið þið tekið eftir því að allir "dagarnir" hafa í för með sér stórkostlegt næturfokk? Ég legg til að við köllum skóflu skóflu og setjum nætur í staðinn.
Írskar nætur, Humarnætur, Harmónikkunætur o.s.frv.
Dagar hvað?
![]() |
Róleg nótt þrátt fyrir hátíðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 4. júlí 2008
Viðhorf sem sökka
Nú sendir Útlendingastofnun frá sér yfirlýsingu sem tilraun til að klóra yfir skítinn sinn.
Ekkert kemur fram í yfirlýsingunni sem segir mér að rétt hafi verið að senda Paul Ramses úr landi.
Sjónarmiðin eru skýr, við berum ekki ábyrgð.
En það er nákvæmlega það sem við almenningur viljum sjá gerast.að gert. Við viljum að Íslendingar taki ábyrgð á því fólki sem hingað leitar sem pólitískir flóttamenn og fjalli um umsóknir þess.
Við viljum sjá mannúð, ekki eitthvað andskotans yfirklór og reglugerðafargan.
Það viðraði vel til mótmæla í dag og hópurinn var þó nokkuð stór miðað við stuttan fyrirvara. Liðlega 100 manns eða svo.
Ég hvet fólk til að skrifa sig á undirskriftalistann og bloggarar haldið málinu gangandi.
Við megum ekki springa á limminu.
Og mikið rosalega var þetta flottur og samstilltur hópur sem þarna stóð í dag.
Ég sá 2 þingmenn, Álfheiði Inga og Paul Nikolov, VG, ég ángæð með það en þar með var það upp talið nema að mér sé farin að förlast sjón og athyglin að skerðast.
![]() |
Útlendingastofnun: Ramses var ekki handtekinn á heimili sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Bannað að tjalda í Hálfvitalundi
Ég er nokkrum sinnum búin að fara hamförum á þessari síðu vegna mannréttindabrota á tjaldstæðum víða um land.
Ef þú ert ekki orðin 30 ára eða búin að eignast börn geturðu til fjandans farið.
Sumstaðar er aldurstakmarkið eitthvað lægra, mér er nokk sama. Fullorðið fólk á að eiga sama rétt og aðgang að tjaldstæðum, án tillits til aldurs eða barneigna. Fólk verður lögráða 18 ára. Verða sér út um lágmarks upplýsingar um réttindi fólks.
Og nú var 28 ára gamalli konu bannað að tjalda um síðustu helgi.
Kona mátti tjalda ef hún væri með börn í farangri en ekki ef hún ætlaði sér að búa til börn á viðkomandi tjaldstæði, sagði húmoristinn tjaldvörður.
En...
það sem er að pirra mig núna er fyrirsögnin á þessu martraðarkennda ævintýri konunnar.
Lyfjafræðingi bannað að tjalda!
Hvaða andskotans máli skiptir hvort hún er lyfjafræðingur, ræstitæknir eða afgreiðslumaður á plani?
Verður það næsta regluverk á tjaldstæðunum? Þ.e. Enginn sem ekki er búinn að ljúka stúdentsprófi, er ljóshærður og yfir kjörþyngd getur fengið að tjalda í Hálfvitalundi.
Vinsamlegast hafið samband við vitavörð.
Er alþjóðlegur hálfvitadagur í dag án þess að ég hafi tekið eftir því?
Súmítoðefokkingbón
Úje
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Solla búin að svara
Utanríkisráðherra var fljót að svara meili frá mér og fleirum.
Hið sama verður ekki sagt um Skuggaráðherrann Björn Bjarnason sem hefur lögsögu í máli mannsins frá Kenía.
Höldum áfram að senda honum póst. Krefjumst þess að Paul Ramses fái að koma hingað aftur og að umsókn hans um pólitískt hæli á Íslandi verði afgreidd af stjórnvöldum.
Hér er viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu á eyjunni.is
Lesið fréttina í heild sinni.
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Ekki lúkas, hvað þá heldur björn!
Í morgun hef ég lúslesið netmiðlana og hvergi hef ég fundið staf um mál Keníamannsins og nauðarflutninga íslenska ríkisins á honum úr landi. Hvorki í Mogga né Visi.
Ekki eina einustu bloggfærslu hef ég séð um málið, þrátt fyrir að umfjöllunin í fréttum beggja sjónvarpsstöðvanna hafi verið ítarleg og sjokkerandi í gærkvöldi.
Nú spyr ég?
Hvar eru allir lúkasarnir og birnirnir? Þessir sem hrópuðu hvað hæst yfir örlögum dýranna, ekki að ég sé að gera lítið úr því. Engin viðbrögð við að senda lifandi fólk í yfirvofandi dauða?
Hér er maður sem er tekin frá konu og nýfæddu barni og sendur úr landi, umsókn hans um pólitískt hæli ekki einu sinni svarað og hann látinn dúsa í fangelsi í nótt.
Ég vil hvetja ykkur til að blogga um þetta og senda bréf á utanríkis- og dómsmálaráðuneytið.
Hvar er Solla?
Ég á svo erfitt með að sætta mig við að svona geti gerst með félagshyggjuflokk við stjórnvölinn.
Hér er fyrri færslan mín um málið og hér er umfjöllun RÚV um manninn í gærkvöldi. Sjáið líka hér.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (50)
Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Ekki flýja til Íslands nema þið viljið hafa verra af
Ég ætlaði ekki að blogga meira í kvöld, enda upptekin af skemmtilegum hlutum í raunheimum.
En ég get ekki látið hjá líðast að blogga um mál Keníamannsins sem sótti hér um pólitískt hæli og hefur verið hér síðan um áramót ásamt konu sinni og nú 3 vikna gömlu barni.
Maðurinn hefur verið settur á aftökulista stjórnvalda í heimalandinu.
Umsókn mannsins hefur ekki verið heiðruð með svari en lögreglan kom heim til hans í morgun og setti hann í fangelsi á löggustöðinni á Hlemmi og þar má hann dúsa eins og glæpamaður þangað til hann verður sendur úr landi í fyrramálið.
Konan og barnið verða eftir.
Íslensk stjórnvöld taka þetta á tæknilega atriðinu, maðurinn flaug frá Kenía til Ítalíu og svo hingað. Þess vegna geta þeir sent hann þaðan sem hann kom helvítis hugleysingjarnir og varmennin.
Hverslags þjóð erum við inni við beinið við Íslendingar?
Fyrirgefið orðbragðið ég myndi vilja hafa þetta miklu safaríkara.
Við erum ótrúlegir Íslendingar. Í seinni heimstyrjöld létum við okkur hafa það að senda gyðingadreng í dauðann sem hér hafði leitað skjóls.
Og enn skortir okkur dug og getu til að standa með fólki sem þó hefur lagt okkur lið eins og þessi Keníabúi sem vann á vegum ABC barnahjálpar.
Ég er ekki að ýkja þegar ég segist miður mín yfir þessu. En málið er að það er líklega ekkert hægt að gera til að hjálpa þessum manni, þó mig langi til að fara út í öflugar aðgerðir til að stöðva þetta. Fyrirvarinn er enginn.
Og í fyrramálið verður hann gerður brottrækur héðan.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (60)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr