Leita í fréttum mbl.is

Hysja upp um sig

Í dag verður kært til ráðherra í máli Paul Ramses.

Eins og málið horfir við mér er ríkið að klóra yfir fádæma léleg vinnubrögð í þessu máli og tugum annarra líka.

Atli Gísla bendir á að það sé verið að þverbrjóta hina og þessa samninga með því að huga ekki að réttindum barnsins. 

Ég vil svo beina því til þerra sem málið varðar að skoða brottvísanir þeirra einstaklinga sem ekki hafa fengið mál sín tekin fyrir að hefja rannsókn á vinnuferlinu hjá Útlendingastofnun.

Ég gef mér að alsherjarnefnd beiti sér í máli fjölskyldu Pauls Ramses og grípi inn í ef þörf krefur.  Þeir hafa sýnt að það er hægt að gera allskonar tilhliðranir ef vilji er fyrir hendi.

Svo finnst mér, nú þegar það liggur fyrir að mál Pauls verði kært í dag, að stjórnvöld gefi grænt ljós á að kona hans og barn fái að vera hér á meðan en verði ekki flutt úr landi á sama hátt og eiginmaðurinn.

Rosemary hefur þurft að leita læknis vegna kvíða og vanlíðunar og ég er ekki hissa. 

Slík og þvílík hefur framkoma íslenska ríkisins verið við þessa litlu fjölskyldu.

Nú er komið að því að stjórnvöld hysji upp um sig hvað varðar viðhorf og framkomu við hælisleitendur.

Skrifið ykkur á listann þið sem ekki eruð búin að því.

Og svo eru mótmælin í gangi í hádeginu niðri í Skuggasundi.

UNDIRSKRIFTALISTI


mbl.is Kært til ráðherra í dag vegna máls Paul Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Atli sagði líka að Ramses hefði verið illa upplýstur um sín réttindi.

Er ef til vill allt þetta klúður Katrínu lögfræðinga að kenna?

GK (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 10:17

2 identicon

Hverslags rugl er þetta að ráðast á lögmanninn. Eins og fram kom í Kastljósi á mánudaginn höfðu bæði lögmaðurinn og Paul fulla ástæðu til að halda að málið væri í vinnslu hjá Útlendingastofnun og að þeim yrði tilkynnt niðurstaða með lögmætum hætti og fengju þá ráðrúm til að svara fyrir sig. Það sem þau ekki vissu var að Útlendingastofnun hafði fyrir löngu tekið ákvörðun (í apríl)  um að senda Paul úr landi en stofnunin lét bara engan vita af þeirri ákvörðun, sem er með eindæmum ámælisverð stjórnsýsla. Með þessu brutu íslensk stjórnvöld ákvæði mannréttindasáttmála um grundvallarmannréttindi, og stjórnsýslulög sem gera ráð fyrir því að einstaklingar eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, þ.m.t. andmælarétti þegar skerða á réttindi þeirra.

Bjarnveig Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2985731

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband