Leita í fréttum mbl.is

Dagar hvað?

 tropical-drink-with-umbrella-and-fruit-garnish-~-200169699-001

Ég er að drepast úr leti í dag.  Enda hef ég eytt stórum hluta dagsins í að bíða eftir veðrinu.  Góða veðrinu þið vitið, hitabylgjunni sem ekki hefur látið sjá sig hérna ennþá.

Loksins þegar ég er komin í stuð, langar að liggja í sólbaði drekka appelsínudrykki með litlum regnhlífum út í, vera með Channelinn (eftirlíkinguna) á nebbanum og svona, þá er gula fíflið falið á bak við ský.  Svona getur lífið sökkað.  Vandamál lífs míns eru stórkostleg og óleysanleg.

Búhú.

Erill dreif sig úr borginni í morgun og var á Akranesi í nótt, hann er ekki orðinn 23 ára karlinn, má því ekki tjalda og mun hann gera heimamönnum lífð óbærilegt ásamt vinum sínum og bræðrum og syngja Bláhiminn fyrir framan verkamannsins kofa í alla nótt.

Það eru harmonikkudagar, írskir dagar, humardagar, hundadagar, drykkjudagar og bílaumboðsdagar og ég veit ekki hvað og hvað núna um helgina.  Fólk er að daga uppi ég sverða allir á taugum yfir framboðinu.  Hvert skal halda?

Ég ætla ekki rassgat nema út á vídeóleigu og leigja mér einhvern mergjaðan klassíker.  Eru uppástingur um mynd á meðal yðar? 

Ég vil ekki nýlegar myndir.  Þeir eru hættir að framleiða almennilegar kvikmyndir, amk. nú um stundir. 

Undanfarið hef ég horft á Guðföðurinn I, II og III.  Báðar Kill Bill og Goodfellas.  Miðað við að ég er algjörlega laus við ofbeldislöngun og dedd á móti ofbeldi í öllu formi þá er það merkilegur andskoti að á meðal minna uppáhalds kvikmynda skuli blóðið renna frá upphafi til enda, en ég játa að ég loka augunum ansi oft. Það eru þessu örfáu samtöl í ofannefndum kvikmyndum sem höfða svona svakalega til mínHalo.

Hvaða illyrmi eru það sem velja sjónvarpsefni á laugardagskvöldum á sjónvarpsstöðvunum?  Það er eins og það sé verið að kremja úr manni líftóruna ef maður er svo óheppinn að eiga hvorki friggings sumarbústað eða tjald.

Farin að gera eitthvað. ..og á meðan ég man, hafið þið tekið eftir því að allir "dagarnir" hafa í för með sér stórkostlegt næturfokk?  Ég legg til að við köllum skóflu skóflu og setjum nætur í staðinn.

Írskar nætur, Humarnætur, Harmónikkunætur o.s.frv.

Dagar hvað?

 


mbl.is Róleg nótt þrátt fyrir hátíðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Ég er sammál þér með sjónvarpið á laugardagskvöldum, ég væri búin að segja þessu upp ef ég gæti. En er ekki flugdrekahlauparinn kominn á DVD? Ég mundi taka hana.

Rósa Harðardóttir, 5.7.2008 kl. 18:05

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tékka á hlauparanum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2008 kl. 18:07

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

NÚUUUUUUUUU ég var líka að horfa á Guðföðurinn  1 ég er svo heppinn að eiga þær allar 3

Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Sá ekki Eril. En kannski heyrist í honum í kvöld, sem mér finnst mun líklegra.

Við förum snemma í rúmið með eyrnatappa.

Þröstur Unnar, 5.7.2008 kl. 18:22

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég greindi enga humarnæturöfund í þezzari lífstíls-, kvikmynda- & ferðalaga gagnrýni.  Onei, heldnúzíðari, nema lítt, aldeilis sérdeilis ekki.

Steingrímur Helgason, 5.7.2008 kl. 18:32

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Er eitthvað hægt að "skemmta" sér án áfengis ?Ég get það að vísu, en ég er líka eitthvað klikkuð, sjálfsagt....

Jónína Dúadóttir, 5.7.2008 kl. 18:47

7 identicon

Hér eru nú bara týpískir Færeyskir dagar, og nokk betri en venjulega. Sólin hefur skinið hér í allann dag, og erum við fjölskyldan sólbrennd fyrir vikið.

En er ekki Forrest Gump alltaf klassísk ?  Æ lof þatt múvý.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 18:55

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvernig væri að horfa á Fuglamyndina hans Hitscock. Góða skemmtun

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 20:04

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já veistu þetta er heimslægur andskoti.  Ég held ég sé með hundruði stöðva en laugardagskvöld getur maður bara afbókað sem afþreyingakvöld fyrir framan Imbann. 

Er sjálfsagt orðin of sein að koma með tillegg en mæli líka með The Birds með Pippy Hedren.  Get horft á þá mynd aftur og aftur, snilld!

Takk fyrir að svara fyrir mig á síðunni minni ég lá eins og slitti í dag helvítis ofnæmið var alveg að fara með mig.  Er öll að koma til enda komið kvöld.    Góða helgarrest Jenný mín.

Ía Jóhannsdóttir, 5.7.2008 kl. 20:34

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sjónvarpsdagskráin á laugardagskvöldum er óskiljanleg með öllu.

Rosalega hafa verið stór ský í Breiðholtinu í dag krúslan mín. Þú hefðir ekki annað en þurft að skríða yfir hæðina og kíkja í garðinn til mín til að sjá gula fíflið.

Þú hittir naglann á höfuðið með daga og nætur hehe (á samt ekki við lagið með Bó og Röggu Gísla)

Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2008 kl. 20:59

11 Smámynd: Ragnheiður

Huvlans vesen er þetta kona ! Get ekkert ráðlagt með myndir, fátt leiðinlegra en að góna á sjónvarpið í hálfan annan tíma og reyna að átta sig á einhverri snilld sem enginn skilur, í fortíð og nútíð.

Ég sá ekkert gula fíflið í dag, saknaði hennar heilmikið ....nennti ekki á harmónikuhumarhundaírskar nætur.

Ragnheiður , 5.7.2008 kl. 21:43

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ekki man ég eftir neinum góðum myndum í auganblikinu enda hringsnúast bara föt í hausnum á mér þessa dagana! en ég þarf greinilega að fara að skella mér á vídeóleiguna og fá mér eina góða (gamla). Gula graftarkýlið (orðalag eiginmannsins) skein glatt hér í allan dag, þú hefðir bara átt að skella þér norður í sólbað

Huld S. Ringsted, 5.7.2008 kl. 21:59

13 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Æ letidagar eru ágætir. Átti sjálf einn slíkan í dag. Ég get voða lítið ráðlagt þér með myndir - hef ekki horft á margar undanfarið. Horfði reyndar á Juno um daginn. Hún var krúttleg og skemmtileg og fékk mig meira að segja til að grenja í lokin.

Björg K. Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 22:34

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Rétt hjá Huld, alltaf sól fyrir norðan, ef ekki á himni þá í sinni!

Og þetta er nú svoddans sjónvarpsfjas finnst mér, ef Látúnsbarkinn þinn er ekki heima, þá áttu bara að gera flest annað en hanga yfir Imbanum, fara til dæmis í kvöldgöngu eða kíkja á vini!

Ljósanótt er nú í Reykjanesbænum, heillar helgar partý er það ekki? Og fleiri nætur eru held ég einhvers staðar líka.

En ekki harmonikunætur, jafnvel þótt þær séu nú bjartar um þessar mundir!

En einmitt, "Bjartar nætur" eru heiti á einhverju fyrirbæri, en man ekki hvar.

Og með afþreyingu, hvernig væri kannski bara að hlusta á útvarpið? Fullt af fínu efni þar.

Lesa bækur?

SAuma?

Leggja kapal?

Eða það sem mér finnst til dæmis skemmtilegt með kaffidrykkju, spila músík!?

Magnús Geir Guðmundsson, 5.7.2008 kl. 22:37

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mæli með ,,Keeping mum" .. jafnvel þó það sé á morgun, hún er ferleg fyndin.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 23:37

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sá frábæra mynd sem heitir "Things we lost in the fire" með Benicio Del Toro og Halle Berry.  Dúndur mynd.  Kíki á listann ykkar næst.

Takk fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2008 kl. 23:49

17 identicon

Georgia rule: Geggjuð nýleg mynd með góðum leikurum, æði konumynd :) mæli með henni.

alva (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 00:18

18 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 6.7.2008 kl. 00:27

19 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Rambo var nokkuð góð, nýja myndin sko. Kom mér á óvart. En ég myndi samt hlæja rosalega ef ég frétti af þér einni heima að horfa á Rambo. Þú ert miklu meiri dama en ég. Hehehehhe!

Gula fíflið var í Borgarfirðinum í dag ... ekki á Skaganum.

Knús í bæinn.

Guðríður Haraldsdóttir, 6.7.2008 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2985799

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.