Færsluflokkur: Lífstíll
Föstudagur, 12. september 2008
Naut í flagi
Árni fjármálaráðherra og heilbrigðisstarfsmaður úr dýrageiranum leggur auðvitað sitt af mörkum til lausnar í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið.
Svo er boðaður sáttafundur á morgun.
Alveg er ég viss um að þetta nýjasta framlag ráðherrans til málanna gerir það að verkum að nú verða ljósmæður til að skrifa undir hvað sem er.
Takk Árni, hvað gerðum við án þín?
Myndband frá Láru Hönnu.
![]() |
Ljósmæður: Uppsagnir löglegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Fimmtudagur, 11. september 2008
Prinsessumál
Jenný Una kom í heimsókn í gær.
Hún er á kafi í prinsessufaraldrinum og ég held að hann sé að ná hámarki þessa dagana.
Jenný neitar að fara í buxur, bara pilsa og kjóla. Reyndar keypti mamma hennar á hana kuldagalla, bleikan á lit og fékk hann til að samþykkja hann með því að benda henni á að hann væri prinsessugalli. Það small.
Nú byrjar hún á því þegar hún kemur heim af leikskólanum að klæða sig í 3-4 kjóla hvorn yfir annan. Það finnst Jennýju Unu alveg extra prinsessulegt. Mamma hennar fór með hana ofan í bæ í gær í prjónapilsi sem náði niður á ökkla, stutt gallapils, leggings og peysu. Barnið var eins og niðursetningur sagði mamman en ekki ætlar hún að kæfa sköpunargleði barns og frumleika með því að banna henni að fá hugmyndir.
Ég sagði við mömmuna að þetta væri á mörkunum. Barn liti út eins og gömul farandsölukona, en ákaflega krúttleg slík með fléttur og bros frá eyra til eyra.
Svo kom hún í gærkvöldi og lék sér mikið og vasaðist bæði í einu og öðru.
Síðan var komið að lúlli og hún burstaði og þvoði eins og vera ber.
Yfir náttkjólinn klæddi hún sig í gallapilsið.
Amman: Jenný mín maður sefur ekki í pilsinu (af hverju ekki hugsaði ég svo, ofsalegar reglur setur maður sér og öðrum í kringum sig).
Jenný: Júbb, éggeriða og líka prinsessunar í bókunum. Þær sofa alltaf í prinsessufötunum sínum, það má ekki vera bara í náttkjól. (Hér skrökvaði sú stutta án þess að hika, frjósemi þriggja ára huga eru ekki takmörk sett).
Og svo sofnaði hún í prinsessuátfittinu sem amma tók hana úr þegar hún var komin í draumaheima.
Í morgun byrjaði sú stutta á að tilkynna eftirfarandi.
Ég fer á leikskóla mín í fínum kjól og ekki í úlpu. Ér prinsessa og verð að vera mjög fín.
Amman reyndi að hjálpa henni við að fara í fötin.
Sú stutta sagði blíðlega þegar amman lenti í basli með hnappa á kjól: Amma þú ert alveg vonlaus ég geriettabara sjálf.
Mamma barns harðneitar að hafa notað orðið "vonlaus" um nokkurn hlut í návist barnsins.
Þá eru það fóstrurnar á Njálsborg.
Skamm.
Hehe.
Fimmtudagur, 11. september 2008
Frétt?
Halló, er búið að sannreyna þessa sögu?
Ég persónulega, efast stórlega um það.
Vóff.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 11. september 2008
Úr sóandsó yfir í sóandsó
Samkvæmt þessari frétt þá muna drykkjumenn góðu stundirnar en gleyma þeim vondu og það er sagt vegna þess hversu valkvæð minningin um síðasta drykkjutúr er.
Valkvæð, smalkvæð, fínt skal það vera. Á jennísku heitir þetta einfaldlega afneitun. Ef alkinn væri t.d. að velta sér sífellt upp úr óminninu sem fylgir fylleríum margra nú eða öllum skandalíseringunum þá væru allir sem þyldu ekki áfengi bláedrú, Vogur væri ekki til og Þórarinn Tyrfingsson í allt öðru.
Einhver fróður maður sagði mér að alkinn væri sífellt að berjast við að reyna að endurtaka fyrsta fylleríið.
Það getur auðvitað verið satt - en hvað mig varðar þá man ég ekki til þess. Hehe ekki mikið á minnið að stóla hjá mér sko, alltaf bryðjandi pillur ofan í búsið.
Svo eru það réttlætingarnar hjá þeim sem detta illa í það en vilja samt halda áfram.
Hafiði heyrt þennan:
Æi ég drakk ofan á fastandandi maga? Eða..
ég var svo lítið búin að sofa, var dauðþreytt, glorsoltin og hálfdösuð.
Nú eða..
merkilegt að ég skuli ekki geta drukkið sóandsótegundina. Ég verð alltaf stórskrítin af þessu áfengi. Ég ætla bara að skipta yfir í sóandsótegundina og annað hvort glas verður vatn og ég borða vel áður en ég fer á djammið.
Og áfram er haldið.
Ég ætti að vita þetta með reynslu í keppnisgreininni alkóhólisma.
En svo merkilegt sem það nú er þá man ég aðeins eftir hinu vonda, að minnsta kosti eftir að ég fór í meðferð.
Góðu stundirnar á fylleríi voru fátíðar þarna í lokinn og ég hefði þurft að fara ansi langt aftur til að kalla fram skemmtilegar minningar sem tengjast áfengi.
Allir edrú í boðinu. Amk. ég.
Jájá - börnin góð. Ég er farin að týna köngla.
Ók, ók, ók, ég er aktjúallí að þvo þvott.
![]() |
Drykkjufólk man góðu stundirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 11. september 2008
Kveðjur frá alkanum
Þegar stelpurnar mínar voru litlar var ég með þá vitneskju múr- og naglfasta í höfðinu að eyranpinnar væru ekki ætlaðir til nota í eyru.
Fyrir mér er það stór furðulegt að nú í dag skuli komi frétt um að bandarískir læknar hafi komist að þeirri niðurstöðu að þeir geri ógagn.
En halló - hr. læknismaður - ekki að ræða það að ég trúi að ekki eigi að fjarlægja eyrnamerg hjá börnum.
Ég er ekki að meina að maður eigi að skafa úr eyrum barna - eða fullorðinna, en eyrnamergur sem vellur út úr eyrum er hvorki heilsusamlegur vegna þess að viðkomandi er á jaðri heyrnarleysis þegar þar er komið sögu, fyrir utan það hversu ógeðslegt það er að sjá heiðgulan massann kíkja út í sólina.
Hafið þið verið svo óheppin að fá að bragða þessa líkamsafurð? Ég státa af þeirri reynslu. Fékk óvart upp í mig örlítið í einhverjum hamangangi og voila bragðið er eins og af Campari.
Svo gerist þetta æ undarlega. Haldið ekki að Caparíið bragðist eins og eyrnamergur?
Jabb. Satt.
Hér á árum áður þegar ég vildi vera í stíl þá drakk ég stundum Campari af því ég átti kjól í þessum rauða lit. Mér var sagt að bragðið myndi venjast. Ég reyndi og henti svo kjóldruslunni.
Já og svo drakk ég twentívonn í stíl við eitthvað, minnir að það hafi verið fjólublár fínflauelskjóll.
Svo fór ég að vera eingöngu í svörtu.
Þið vitið að svart gengur við allt.
Nema hvað - auðvitað endaði ég í meðferð.
Allt fatasmekknum að kenna.
Kveðjur.
Alkinn.
![]() |
Bómullarpinnar gera meira ógagn en gagn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Miðvikudagur, 10. september 2008
Hver ber ábyrgðina?
Fyrirkomulagi á reynslulausnum dæmdra manna á Íslandi er greinilega mikið ábótavant.
Ég sé ekkert fengið með að menn séu eins og hundelt dýr út um allar jarðir en það er alveg fáránlegt að maður sem er dæmdur kynferðisofbeldismaður og á reynslulausn fái leyfi til að vippa sér í nám til útlanda sí svona.
Og hver er tilgangurinn með því að hann komi reglulega í viðtal sérfræðinga til Íslands? Halda þessir menn að það sé trygging fyrir því að hann haldi sér réttu meginn við strikið?
Það er eins og það sé einhver afneitun í kerfinu. Eins og það sé hægt að segja við svona menn eitthvað á þá leið af ef þeir hagi sér ekki þá séu þeir í vondum málum.
Bara ef málið væri svona einfalt.
Ég er ekki búin að gleyma Kompásþættinum þar sem fjallað var um þennan tiltekna brotamann sem virðist fá endalaus tækifæri hjá fangelsismálayfirvöldum.
Kommon ,maðurinn var inni á Vernd á reynslulausn þegar hann sýndi einbeittan brotavilja til að komast í tæri við 13 ára stúlku þegar Kompás lagði fyrir hann beitu. Hann var líka með klám í tölvunni.
Núna er hann í biblíuskóla. Það er gott og blessað fyrir hann - en - hann er ekki búinn að sitja af sér dóminn.
Hvernig væri að þeir sem eiga að sjá um eftirlit og meðferðir með kynferðisglæpamönnum færu að horfa á hlutina út frá raunveruleikanum í staðinn fyrir að gefa endalaus tækifæri og það auðvitað á kostnað barnanna ef illa fer.
Mig langar ekki til að taka þátt í neinum galdraofsóknum á hendur þessum manni, enda geri ég hann ekki ábyrgan fyrir ástandinu sem er uppi núna.
Þar eru það íslensk fangelsisyfirvöld sem spila þarna rússneska rúllettu og leggja möguleg fórnarlömb undir.
Ábyrgðin er alfarið þeirra.
Sveiattann.
![]() |
Fjallað um Íslending á reynslulausn í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 10. september 2008
Halló Alþingi!
Halló Alþingi!
Hvar er eftirlaunafrumvarpið statt?
Átti ekki að kippa þessu í liðinn strax eftir sumarfrí?
Annars er ég með áhyggjur af ljósmæðrum eða réttara sagt hversu illa gengur fyrir ríkið að skilja að það þarf að ganga að sanngjörnum kröfum þeirra.
Ég bíð spennt.
Hehemm.
![]() |
Þingmannamál lúta lægra haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 10. september 2008
Pilsmaður - eða sokkabuxnanörd?
Ég er alltaf pælandi í fötum. Jájá, það vita þeir sem hér lesa.
Og nú hef ég af gefnu tilefni lagst í rannsóknir á skotapilsum.
Ég játa það hér með og skammast mín ekki afturenda fyrir að vera svag fyrir mönnum í pilsum.
Þegar ég nefndi þetta við húsbandið í gær var hann dálítið hissa á þessum smekk mínum og vildi vita hvað væri aðlaðandi við háruga karlmannsleggi í pilsi.
Ég átti ekki erfitt með að segja honum það. Ég er nefnilega á því að það sé smá ertandi þegar karlmenn sveipa sig hefðbundnu kvennaklæði eins og pilsið óneitanlega er - EN - án þess að vera að klæða sig til konu.
Þegar konur fóru að klæða sig í jakkaföt (Frida Khalo og Cocco Channel) þá gengu þær algjörlega á skjön við ríkjandi tísku og hugmyndir manna um hvernig konur ættu að vera til fara. Auðvitað slógu þær í gegn kerlurnar.
Menn í sokkabuxum eru hins vegar algjört törnoff (nema í ballett og það telst ekki með. Maður er ekki að fiska í balletttjörninni skiljið þið).
Fötin eru ógeðslega stór hluti af ímynd fólks. Þá er ég ekki að meina að allir þurfi að vera uppstrílaðir í merkjafötum, heldur er ég að meina svona mun eins og á gráum útþvegnum joggingbuxum - versus gallabuxum.
Einu sinni voru sokkabuxur í tísku hjá körlunum. Það má vel vera að Hinrik VIII og félagar hans hafi verið að skora feitt í sokkabuxunum en ímyndið ykkur eftirfarandi:
Geir Haarde að hundskamma Sindra í Markaðnum fyrir framan stjórnarráðið í hvítum sokkabuxum.
Árni dýralæknir með attitjút í Kastljósinu í grænum sokkabuxum með krosslagða fætur, alveg bálillur og ábúðarfullur.
Egill Helga á vappi við tjörnina í bláum tæturum og í jakkanum og bindinu. Hm..
An on and on and on.
Ég er biluð - á alls ekki að vera að upplýsa fólk um ömurlega fánýtar hugsanir mínar á meðan heimurinn er að fara til helvítis.
Sorrí - hraðallinn splundraði ekki jarðarkringlunni.
Farið með þessa færslu eins og mannsmorð.
Halló Hafnarfjörður hvað þið eruð miklar dúllur.
Fyrir mér eru Skotarnir beisíklí búnir að vinna - út af pilsunum sko.
En - áfram Ísland.
Úje.
![]() |
Allt klárt fyrir Skotaleikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 9. september 2008
Lítið ljós
Ég sat grenjandi yfir Kastljósi áðan þegar talað var við hana Linu sem komin er með börnin sín til Íslands, upp á Skaga úr skelfilegum aðstæðum flóttamannabúðanna.
Reyndar er ég búin að vera hálf vælandi í allan dag - hvað get ég sagt?
Litla stelpan hennar Linu, þessi þriggja ára dúlla sem svaf í fangi móður sinnar fór alveg með það.
Litla krúttið er á svipuðum aldri og hún Jenný Una og tilhugsunin um hvað þetta litla skott er búið að upplifa gerði mig óendanlega hrygga.
En nú er þessi telpa, bræður hennar og mamma loksins komin í öryggi.
Ég er svo innilega glöð með það og vill að við höldum áfram á þessari braut.
En hún saknaði ömmu sinnar og afa sú litla, en þau urðu eftir í búðunum.
Úff.
Sjá viðtal hér.
Þriðjudagur, 9. september 2008
Fyrirgefðu þitt auma svín
Stundum finnst mér fólk vera svo plebbalegt að það veldur á endanum öflugu krúttkasti.
Þannig líður mér stundum gagnvart Árna Johnsen.
Sko, það má til sanns vegar færa að Árni er sérstakur náungi.
Þegar ég iðrast einhvers þá fer ég alveg í djúpa eftirsjá og verð miður mín. Lýt jafnvel höfði, eldrauð í framan og gæti átt til að henda mér á fjóra, ef tilefni iðrunarinnar væri mjög alvarlegt.
Þegar Árni segist iðrast þá eru það aðallega tæknileg misstök sem ullu bömmernum, hafði ekki svo mikið með hann að gera.
Ergó: Árni Johnsen iðrast öðruvísi en ég og þeir fjölmörgu sem ég þekki.
(Já ég veit það, voða mikið af iðrandi syndaselum í kringum mig.)
Ef ég fyrirgef þá reyni ég að gera það án þess að segja EN á eftir. Ég reyni líka að láta ekki fúkyrðaflaum og skammir fylgja beiðninni af því það á ekki við saman. Ekki frekar en stórköflóttar buxur og þverröndóttur jakki kalla fram öflug húrrahróp þeirra sem fyrir sjónmenguninni verða.
Fyrirgefningar eru mikilvægar til að gera upp hluti, það finnst voða mörgum held ég.
En þegar Árni Johnsen fyrirgefur þá gerir hann það svona:
"Undirritaður ætlar að fyrirgefa Agnesi Bragadóttur ósmekklegt orðaval í minn garð. Agnes hefur m.a. kallað mig stórslys, en það er svo sem vægt til orða tekið um mig og nánast hrósyrði úr einstöku fúkyrðasafni hennar. Maður á ekki að elta ólar við fólk sem hefur yndi af illmælgi.
Agnes hefur alltaf verið mjög linfróm í mannasiðum og hefði þess vegna, jafnvel með dómsorði, haft gott af því að vera minnt á að hún er aðeins jafningi meðal jafningja.
Agnes hefur klárlega brotið lög með orðbragði sínu og skíthroða í minn garð. Svona er innræti Agnesar en við erum gamlir starfsfélagar og ég veit ekki um neitt illt á milli okkar frá þeim tíma,enda varði ég hana oft. Hún á nógu erfitt með sjálfa sig þó ég fari ekki að þyngja þá bagga. Agnes á mjög brjóstgóða takta þannig að hennar svið er vítt og vinalegt á margan hátt þótt slíkt sé alltaf afstætt í stærðum. Þökk sé Einari Huga Bjarnasyni hdl. fyrir vandaðan undirbúning stefnu og fróðlegt væri að láta reyna á þau lög sem banna umfjöllun um málsatvik hjá fólki sem hefur gert upp að fullu við dómskerfið og hlotið uppreist æru, banna umfjöllun að viðlögðum sektum eða fangelsi.
Í ljósi þess að mér finnst skemmtilegra að skemmta fólki en skrattanum þá geri ég allt sem í mínu valdi stendur til þess að komast hjá því að hitta Agnesi Bragadóttur og fell því frá boðaðri stefnu um meiðyrði um leið og ég bið henni alls góðs og varúðar í munnhálkunni því það er skreypt á skötunni frá kjafti og afturúr.
Árni Johnsen"
Eða á jenísku:
"Ég fyrirgef þér þú auma svín, þín vesæla og andfúla padda sem kannt þig ekki í mannheimum og ert alls staðar til ama og leiðinda.
Ég fyrirgef þér fíflið þitt af því þú ert svo vitlaus að þú veist ekki betur."
Það var nefnilega það börnin góð.
Ætti maður að prufa þennan við fyrsta tækifæri?
Svo má ekki gleyma því að Agnes bað Áddnan aldrei fyrirgefningar.
Æi hvað skil ég svosem.
Fávís konan.
Þorrí
![]() |
Árni fellur frá málssókn á hendur Agnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr