Leita í fréttum mbl.is

Fyrirgefðu þitt auma svín

Stundum finnst mér fólk vera svo plebbalegt að það veldur á endanum öflugu krúttkasti.

Þannig líður mér stundum gagnvart Árna Johnsen.

Sko, það má til sanns vegar færa að Árni er sérstakur náungi.

Þegar ég iðrast einhvers þá fer ég alveg í djúpa eftirsjá og verð miður mín.  Lýt jafnvel höfði, eldrauð í framan og gæti átt til að henda mér á fjóra, ef tilefni iðrunarinnar væri mjög alvarlegt.

Þegar Árni segist iðrast þá eru það aðallega tæknileg misstök sem ullu bömmernum, hafði ekki svo mikið með hann að gera.

Ergó: Árni Johnsen iðrast öðruvísi en ég og þeir fjölmörgu sem ég þekki.

(Já ég veit það, voða mikið af iðrandi syndaselum í kringum mig.)

Ef ég fyrirgef þá reyni ég að gera það án þess að segja EN á eftir. Ég reyni líka að láta ekki fúkyrðaflaum og skammir fylgja beiðninni af því það á ekki við saman.  Ekki frekar en stórköflóttar buxur og þverröndóttur jakki kalla fram öflug húrrahróp þeirra sem fyrir sjónmenguninni verða.

 Fyrirgefningar eru mikilvægar til að gera upp hluti, það finnst voða mörgum held ég.

En þegar Árni Johnsen fyrirgefur þá gerir hann það svona:

"Undirritaður ætlar að fyrirgefa Agnesi Bragadóttur ósmekklegt orðaval í minn garð. Agnes hefur m.a. kallað mig stórslys, en það er svo sem vægt til orða tekið um mig og nánast hrósyrði úr einstöku fúkyrðasafni hennar. Maður á ekki að elta ólar við fólk sem hefur yndi af illmælgi.

Agnes hefur alltaf verið mjög linfróm í mannasiðum og hefði þess vegna, jafnvel með dómsorði, haft gott af því að vera minnt á að hún er aðeins jafningi meðal jafningja.

Agnes hefur klárlega brotið lög með orðbragði sínu og skíthroða í minn garð. Svona er innræti Agnesar en við erum gamlir starfsfélagar og ég veit ekki um neitt illt á milli okkar frá þeim tíma,enda varði ég hana oft. Hún á nógu erfitt með sjálfa sig þó ég fari ekki að þyngja þá bagga. Agnes á mjög brjóstgóða takta þannig að hennar svið er vítt og vinalegt á margan hátt þótt slíkt sé alltaf afstætt í stærðum. Þökk sé Einari Huga Bjarnasyni hdl. fyrir vandaðan undirbúning stefnu og fróðlegt væri að láta reyna á þau lög sem banna umfjöllun um málsatvik hjá fólki sem hefur gert upp að fullu við dómskerfið og hlotið uppreist æru, banna umfjöllun að viðlögðum sektum eða fangelsi.

Í ljósi þess að mér finnst skemmtilegra að skemmta fólki en skrattanum þá geri ég allt sem í mínu valdi stendur til þess að komast hjá því að hitta Agnesi Bragadóttur og fell því frá boðaðri stefnu um meiðyrði um leið og ég bið henni alls góðs og varúðar í munnhálkunni því það er skreypt á skötunni frá kjafti og afturúr.

Árni Johnsen"

Eða á jenísku:

"Ég fyrirgef þér þú auma svín, þín vesæla og andfúla padda sem kannt þig ekki í mannheimum og ert alls staðar til ama og leiðinda.

Ég fyrirgef þér fíflið þitt af því þú ert svo vitlaus að þú veist ekki betur."

Það var nefnilega það börnin góð.

Ætti maður að prufa þennan við fyrsta tækifæri?

Svo má ekki gleyma því að Agnes bað Áddnan aldrei fyrirgefningar.

Æi hvað skil ég svosem.

Fávís konan.

ÞorríBlush


mbl.is Árni fellur frá málssókn á hendur Agnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér gengur miklu betur að skilja Jenískuna heldur er Árnískuna, stundum er einmitt betra að fólk bara orði hlutina eins og þeir eru! Jenískan er snilld...veit þó ekki með Árna.....vil þó ekki segja neitt sem gæti endað í málferlum !

Sunna Dóra Möller, 9.9.2008 kl. 16:16

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér er það greyið hann Árni Johnsen. Hann treður sér alls staðar og maður er hvergi óhultur fyrir honum. Eina Þjóðhátíðin sem ég hefði getað hugsað mér að fara á var þegar hann sat inni og var að kafna úr hneykslan fyrir að vera ekki fluttur sérstaklega úr fangelsinu með þyrlu til að stjórna brekkusöng.

Helga Magnúsdóttir, 9.9.2008 kl. 16:33

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Maðurinn á bágt

Heiða B. Heiðars, 9.9.2008 kl. 16:57

4 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Árni er snillingur.

Gunnar Gunnarsson, 9.9.2008 kl. 17:10

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Nú man ég eftir þér Jenný. Við strákarnir á frökturunum forðum daga fengum alltaf Lesbók Moggans til að stutta okkur stundir eða aldur eða hvort tveggja.

Getur ekki verið að þú hafir skrifað í Lesbókina fyrir úff mörgum árum?

Síðan máttu gjarnan hóa í mig ef þú verður einmana á kvöldin, siggisigg@gmail.com minnir mig.

Sigurður Sigurðsson, 9.9.2008 kl. 17:17

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir að koma til mín þegar ég var að drepast úr kvíða.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.9.2008 kl. 17:26

7 identicon

 maðurinn er auðvitað einstakur í sinni röð.Ætli Kári vilji klóna hann?Dásamleg færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 17:37

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Árni er séní og var þetta gott hjá honum.

Annars hef ég gaman af forarkjaftinum í Agnesi..kanski er hún viðhaldið hans Árna núna..

það væri nú enn meira gaman..

Óskar Arnórsson, 9.9.2008 kl. 17:51

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óskar: Ekki vera með svona subbuskap um sambönd fólks hér inni. 

Sigurður: Jú ég skrifaði oft í Lesbókina áður fyrr.  En ég kíkti á bloggið þitt og þú ert algjör klámkjaftur.  Er í lagi?  Svo finnst mér svona "húmor" sem þú ert með í kommentinu dónlegur og ég kæri mig ekki um hann.

Takk öll fyrir álit.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2008 kl. 18:00

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það eru allir hér að giska á eitthvað Jenny! Og ég giskaði á þetta. Það er ekkert subbulegt að hafa viðhald..bara skemmtilegt..

Óskar Arnórsson, 9.9.2008 kl. 18:06

11 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Noh - svo þetta er fyrirgefningin svokallaða.  Ef ég á von á svona fyrirgefningu þegar ég kem til himnaríkis þá held ég að ég segi bara pass.  Annars má nú gera gott úr þessu og fara með fyrirgefninguna beint í lögsókn ha.  Það væri það fyrsta sem mundi skoppa upp í hausnum á mér - enda illa innrætt og hefnigjörn með eindæmum .

Frábær túlkun hjá þér.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.9.2008 kl. 18:07

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er sennilega einhvernvegin svona;

Árni minn, heyrðu ég hef nú farið yfir stöðina, og ég verð að tilkynna þér að þetta mál verður erfitt.

Ertu að tala sem lögfræðingurinn minn ?

 já Árni minn, þetta er lögfræðilegt mat.

Nú, en ég ætla að kæra gæruna, hún hefur skitið mig svo mikið út.  Ég á þetta ekki skilið.

Nei satt er það Árni minn, en málið er, að flest af því sem hún segir, hefur hún tekið annar staðar frá. 

Annarstaðar frá ? ég hlusta ekki á svona, þetta er bara bullshit.

Já en Árni minn, svo ég segi það bara hreint út, að þú færð ekki mikið út úr þessari kæru.  Það væri nær fyrir þig að senda sætt bréf og fyrirgefa henni, þá verður litið svo á, að þú sért höfðingi, og góður maður.

Huh.... Í alvöru, heldurðu að ég tapi þessu ?

Já, ég er eiginlega alveg viss Árni minn.

Nú jæja þá, ég skal svo sem skrifa afsökunarbréf.  Þú heldur að það fallið í kramið hjá fólki ?

Já það gerir það hjá flestum. 

Ókey. 

Kæra Agnes ég hef ákveðið að fyrirgefa þér....................................  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2008 kl. 18:09

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásthildur: Þú ert brilljant.

Lísa: Þú líka. Hahahaha.

Óskar: Sleppi þér með þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2008 kl. 18:16

14 Smámynd: Gulli litli

árni er bara ekki minn tebolli og hann er stórslys í samfélaginu...fyrirgefðu árni ég er bara svona vitlaus já og ég skrifa árni með litlum staf viljandi því þar fer pínulítill kall...

Gulli litli, 9.9.2008 kl. 18:19

15 Smámynd: Gulli litli

Gleymdi að segja .....Góð færsla.....takk

Gulli litli, 9.9.2008 kl. 18:20

16 Smámynd: Þröstur Unnar

Skiptir stærðin þá máli, gulli litli?

Leiðinlegt að lesa skítkast um fólk.

Þröstur Unnar, 9.9.2008 kl. 18:47

17 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Stærðin skiptir öllu máli. Það eru gömul sannindi og ný, sama hvað hver tautar og raular.

Sigurður Sigurðsson, 9.9.2008 kl. 19:33

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður: Þú ert subbulegur í tali.  Vertu á þinni síðu.

Hallgerður: Árni er ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir stjórnmálamenn.  Svo verður maður að geta séð skóginn fyrir trjánum.  Algjör óþarfi að vera að láta eins og maður sé að ráðast gegn persónu hans bara upp úr þurri.  Maðurinn er stöðugt í fréttum.

Svo vil ég mælast til að fólk sé kurteist hérna í kommentakerfinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2008 kl. 19:57

19 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þetta er bara fyndið.

Að skryppla á skötunni, hann þekkir það blessaður.

Algjör komedía. Það verður ekki af Árna skafið að hann getur skrifað.

Einar Örn Einarsson, 9.9.2008 kl. 20:08

20 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Haha, nú skil ég þig, og mér finnst styttingin þín á bréfi Árna mikið betri og skilningsríkri....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.9.2008 kl. 20:10

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj hvað ég hef saknað þín kjéddling!

Sagði ég við Jenný Önnu og ekki orð um það meir!

Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 20:15

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin heim dúllan mín.

Róslín: Ég sagði það, þetta kemur.

Einar Örn: Hann er skrautlegur í það minnsta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2008 kl. 20:36

23 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það vantar alla auðmýkt í Árna og það er ástæðan fyrir því að margir þola hann ekki...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.9.2008 kl. 20:53

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krumma: Nákvæmlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2008 kl. 20:57

25 identicon

Árni og Agnes hæfa hvort öðru.

Rómverji (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 21:32

26 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehehe

Jóna Á. Gísladóttir, 9.9.2008 kl. 22:41

27 Smámynd: Víðir Benediktsson

Árni Johnsen fann flösku í fjörunni í Vestmannaeyjum. Hann opnaði flöskuna og upp úr henni steig andi.

   -Ég hef verið lokaður í þessari flösku í 2000 á en nú hefur þú frelsað mig svo þú færð eina ósk að launum-

   -Göng ekki spurning, göng milli lands og eyja-

-heyrðu Árni minn, getur þú ekki verið aðeins hógværari. Þó ég bjóði þér eina ósk er óþarfi að heimta nánast allan heiminn-

  -Ókey þá. Ég hef verið að gutla á gítar og reyna að syngja en gengur ekki vel að halda lagi, getur þú gert eitthvað við því?-

Andinn hugsar sig lengi um en svarar svo.

-Hvað viltu hafa margar akreinar í þessum fjandans föngum þínum?-

Víðir Benediktsson, 9.9.2008 kl. 22:57

28 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Árni er ekki í uppáhaldi já mér, ..reyndar ekki Agnes heldur en ég hefði búist við því af Árna að hann væri nú kominn með skráp í pólitíkina og það sem henni fylgir - orðinn eldri en tvævetur á þeim vettvangi karluglan.

Marta B Helgadóttir, 9.9.2008 kl. 23:54

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Víðir kapteinn er algjörlega með þetta! Góður þessi!:)

Óskar Arnórsson, 10.9.2008 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband