Færsluflokkur: Lífstíll
Þriðjudagur, 9. september 2008
Dansandi tauklemmur eftir hádegi
Mér finnst þetta voða sæt stórfrétt. Ég hélt að það værum bara við íslenskar konur sem ríghéldum í meydóminn fram að hjónabandi.
En nú virðist þessi aldagamla hefð og vani okkar íslensku kvennanna vera að ryðja sér til rúms í Ameríku.
Það er auðvitað ekkert nema stórkostlegt við það að giftast blindandi. Fyrir bæði kynin. Strákarnir ættu að prufa þetta líka.
Að giftast með þessum hætti er jafn spennandi og vænlegt til árangurs og að vera ákveðin í að láta íslenska getspá sjá fyrir heimilinu um alla framtíð.
Og undir innlendum fréttum á Mogganum í dag er sagt frá því að Eva Mendez sé farin að framleiða eigin sængurföt. Hún byrjar á svefndæminu af því að hún elskar að sofa. Hún er ofsalegur stílbrjótur hún Eva - elskar svefn - á tímum sem allir hata að sofa.
Ég hnýtti eina átta músastiga í gær og ég reikna með að sú frétt verði látin undir liðinn "erlendar fréttir" á Mogga.
Svo eru einhverjar milljónir að geispa golunni úti í heimi, börn að deyja úr hungri og sjúkdómum en það er auðvitað skiljanlegt að það sé ekki verið að skrifa um það daglegar fréttir því það er gömul saga þó hún sé alltaf ný.
En það er ekki á hverjum degi sem konur taka upp miðaldastefnu í hjónabandsmálum né heldur er Eva Mendez á leiðinni að framleiða eitthvað merkilegt eins og sængurföt mjög oft og reglulega.
En ég er farin í mín mikilvægu verkefni. Ég þarf að harðangra og klaustra nokkra kaffidúka fyrir hádegið og svo ætla ég að finna upp dansandi tauklemmur seinnipartinn.
Aldrei friður, alltaf brjálað að gera.
Súmí.
![]() |
Ekkert kynlíf fyrir hjónaband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 8. september 2008
Þættir úr hjónabandi
Í mér takast á öflugar andstæður, plúsar og mínusar á hverjum degi. Jájá, ég held ekkert að ég sé svona rosalega sérstök og öðruvísi ég er bara að tala um hvernig ég upplifi sjálfa mig.
Sko ég er ekki munasjúk. Ég þarf ekki að eiga alla hluti, mér líður vel með mitt tiltölulega fábrotna líf og nú sé ég alveg fyrir mér herbergi með hvítum kalveggjum, trébekk og kolli með einu lásí kerti á borðinu og ég að hrynja niður úr næringarskorti en æi þið vitið hvað ég meina.
En ég hef skrifað um svarta veikleikann minn áður. Fötin mín, hópinn af þeim sem fylla fataskápinn og eru, eftir því sem minn heittelskaði heldur fram, öll eins en úr mismunandi efnum.
Í dag réðst ég sem sagt á þau helgu vé sem fataskáparnir eru og dagsskipun mín frá mér til mín var að láta frá mér allt sem ég hef ekki notað í svona eitt ár.
Ef hægt væri að sjá hégómagirndina og fatasýkina berum augum þá hefði blætt úr báðum. Þetta var hreinlega alveg helvíti erfitt.
Ég grandskoðaði gamlar svartar dragtir og aðeins nýrri dragtir og ég skildi að í augum leikmanns eins og húsbands þá er þetta allt eins - en við sérfræðingarnir sjáum stóran mun.
En mér tókst ætlunarverkið og nú verður afreksturinn látinn áfram til þeirra sem eru með tóma fataskápa. Húsband brosti sínu breiðasta yfir hrúgunni á gólfinu þegar hann kom heim.
Er þetta gámahrúgan?
Ég: Nei, þetta er skápahrúgan á bara eftir að hengja upp aftur (var að ljúga sko).
Hann (skelfingarsvipur): Ha, hvar er gámahrúgan?
Ég (benti á tvo aumingjalega boli sem lágu á hjónarúminu og ég var að fara að þvo): Þarna.
Hann: Ha????
Ég: Já - og???
Hann stundi: Já ég get svo sem alveg haldið áfram að geyma fötin mín í íþróttatöskunni.
Þarna var ég búin að missa húmorinn, hann í kasti og ég rótaði gámahrúgunni frekjulega ofan í nokkra poka, límdi fyrir og henti út á svalir og ég fann til í hjartanu. Fötin mín, sem ég nota ekki, vekja með mér öryggiskennd og ég veit að það er smáborgaralegt og allt það en þegar klæði eru annars vegar þá blómstra brestirnir mínir. Ég átti verulega bágt þarna.
Hann bauðst til að kveikja á kerti og spurði mig hvort ég vildi fylgja pokunum síðasta spölinn - svo rétti hann mér tissjú.
Hmrpf....
Mánudagur, 8. september 2008
Gerilsneydd lífsgredda
Ég sá að Petafólkið var að mótmæla á tískusýningunni hjá DKNY í New York. Af því Donna, sem er frábær hönnuður, notar pelsa eða er í einum slíkum sjálf væntanlega. Gó görlí segi ég.
Ég er á móti illri meðferð á dýrum auðvitað en ég skil ekki þessa móðursýki.
Sama og með hvalina. Fólkið úti í heimi, margt af því sem aldrei hefur nálægt sjó komið er í huglægu ástarsambandi við hvali. Ekki misskilja mig ég er á móti hvalveiðum en bara af því að það er glatað Péerr að veiða þá. Ég myndi ekki borða hval þó ég væri búin að gefa upp öndina.
Það er eins og hellingur af fólki hafi eitthvað skelfilega mikið á móti eðlilegri hringrás náttúrunnar.
Fólk er bara með grimmt attitjúd á fæðupíramídann. Kommonn.
Hvað hefur haldið lífi í íslensku þjóðinni fram að þessu? Nákvæmlega inn- og útmatur. Þið vitið hvað ég meina.
Ekki borða kjöt það er ljótt, þú ert að borða á þig slæmt karma og ladídadída.
Mér finnst lömb á fæti sæt, en sætust eru þau í neytendapakkningum á leiðinni á mína pönnu og hana nú.
Annars dauðlangar mig í pels.
Pelsar eru flottir. Amma mín átti mink alveg rosalega flottan. Svoleiðis pels langar mig í.
Einu sinni eða tvisvar á hippó þá keypti ég mér tvo notaða pelsa á Portobello Road markaðnum í Londres. Haldið þið ekki að kvikindin hafi bæði verið mölétin og enn er ég pelslaus kona.
Það er eins og mig minni að allt frá Nihanderthalsmanni og konu hafi fólk hlaupið um í dýrahúðum. Ég vil gera það áfram. Nýta það sem nýtilegt er enda endar allt í moldinni hvort sem er.
Ég vil forgangsraða mannúðarmálunum og á meðan erum við miskunnsöm í slátruninni og sonna en auðvitað borðum við áfram kjöt, því þar er lífsorkan mín, allaveganna. Grænmeti og ávextir eru bráðnauðsynlegir líka en ég lifi ekki á baunaspírum klíði einu saman.
Það verður orðið svo vandlifað í pólitískri rétthugsun að fólk verður orðið að vakúmpökkuðum englum og það verður búið að gerilsneyða úr okkur öllum lífsgredduna ef heldur fram sem horfir.
Við byrjum á að útrýma fátækt, hungri og sjúkdómum og við skiptum réttlátlega á milli okkur af nægtaborði jarðarinnar og okkur getur öllum liðið vel.
Ég skal leggja mitt lóð á vogarskálarnar.
En ég er til í að gera það í pels.
Aðlaðandi er konan ánægð. Ég las það í bók.
Later!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Mánudagur, 8. september 2008
Hendingadagur
Ég rak upp stór augu þegar ég sá þessa frétt núna áðan þar sem ég vafraði um í rólegheitunum með kaffibollan minn nývöknuð.
Vá hugsaði ég, hvert er þetta þjóðfélag að fara eiginlega? Núna eru dagmæðurnar farnar að týna börnum í stórum stíl.
Nei, nei, fréttin fjallar um samdrátt í greininnni sem hlýtur að þýða að það er auðveldara að fá leikskólapláss nú um stundir eða það vona ég.
Ef þið vinir mínir lítið út um gluggann á þessum mánudagsmorgni þá sjáið þið væntanlega og sannfærist um að haustið er komið. Eða hvað?
Ég ætla að eyða deginum í hendingar.
Það þýðir einfaldlega að ég ætla að losa mig við alla þá hluti sem ég er löngu hætt að nota.
Ég er eins og laumusankari ég sver það. Sífellt geymandi allskonar - ef ég mögulega þyrfti á því að halda.
Mér hefur verið sagt að það þurfi að grisja í kringum sig reglulega, til að hleypa að nýju stöffi sko, hvort sem það er marktæk speki eður ei.
Því mun ég búa til tvær hrúgur (í huganum) og setja hendingar í aðra og dýrgripi í hina.
Ég held að þetta sé nauðsynleg grisjun.
Nokkurs konar rýmingarsala á andlegu nótunum með áþreifanlegu ívafi.
Þetta verður merkileg upplifun hjá mér skal ég segja ykkur.
En í dag eru enn hundraðogeitthvað dagar til jóla.
Góð.
Later.
![]() |
Dagforeldrar lýsa eftir börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 7. september 2008
Kjaftasaga
Einu sinni fannst mér gaman af kjaftasögum, þá var ég tuttuguogeitthvað og í mótun. Hvað get ég sagt, við höfum öll þetta element en við viljum ekki öll kannast við það, það er heila málið.
Svo varð ég fyrir barðinu á sömu sögum og það var ekki skemmtileg upplifun, engin leið að leiðrétta það sem öðrum er sagt í trúnaði og segja enn öðrum í trúnaði og biðja þann að fara ekki lengra með það og Gróa á Leiti er á þessu stigi máls farin að fá raðfullnægingar. Náið þið ferlinu?
Eftir að hafa upplifað kjaftasögurnar á eigin skinni lærðist mér að taka öllu með fyrirvara sem ég heyri um náungann.
Helvíti vont að þurfa að rata í ógöngur sjálfur til að fatta.
En þessi færsla er ekki endilega um það. Hún er um löngunina til að kjafta frá.
Mig dauðlangar nefnilega að blaðra því sem er í gangi í kringum mig en ég ætla ekki að gera það. Ekki strax og kannski aldrei. Fer eftir flóði og fjöru.
Róleg þetta eru ekki stórmál - þetta er líka færsla um að kunna að þegja.
(Engin skítakomment um það ég kunni ekki að halda kjafti, sé bloggandi um allt út í eitt. Það er heilagur sannleikur en ég er ekki með skúbb blæti aularnir ykkar).
Aftur að kjaftasögunum. Á milli fyrsta eldheita ástarsambands milli mín og húsbands sem átti sér stað sjötíuogeitthvað og fram að því næsta sem hófst nítíuogeittvað og stendur enn, fékk ég reglulega fréttir af honum úr hringiðunni sem. eins og allir vita, er pottþéttur fréttamiðill. Hehemm.
Hringiðan sagði:
Alls konar lygasögur, krassandi og hrollvekjandi. Næstum allar ósannar en sjaldan reykur án elds.
Eða hvað?
Sá spekingur sem það sagði hefur greinilega aldrei í gufubað komið.
Og þið sem hélduð að hér væri eitthvað bitastætt að finna eruð illa svikin og tekin í bælinu.
En öll ljótu leyndarmálin getið þið lesið um í sameiginlegri ævisögu minnar og húsbands sem kemur von bráðar.
Vinnuheiti þeirrar sögu eru tvö.
"Brothers in arms" og "Partners in crime". Útgefandi verður forleggjarinn hjá Con.Art.Unlimiited.
Lalallala.
Skammistykkar villingar snillingar.
Farin að huga að leyndarmálinu. Á að vera mætt fjörgur sjarp.
Vá hvað það er gaman að lifa. Það búbblar í mér lífsgleðin
Örugglega af því ég er edrú.
Nananabúbú.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Laugardagur, 6. september 2008
Pappírsmorðinginn Jenný Anna
Ég er ekki sammála úlfunum í þessu máli.
Þá er það frá og bara að dýfa sér í djúpu og taka á viðfangsefni dagsins næst á eftir G-bletti.
Sko, undanfarna daga hef ég þurft að út- og innrétta alveg hellinga í ýmsum stofnunum og fyrirtækjum. Gegnum síma auðvitað. Svo sem ekki í frásögur færandi, ég er hrinumanneskja og tek allt í stórum skömmtum, eins og áfengið á meðan ég var í því. Jájá.
Í nánast öllum símum sem ég hef hringt í hefur komið símsvaramaður eða kona sem segir mér að símtalið sé tekið upp.
Það er ekki að spyrja að því ég fer öll í vörn.
Ég hugsa; reikna þeir með því að maður ætli að segja hernaðarleyndamál, áreita starfsmennina kynferðislega eða játa á sig fjöldamorð?
Af hverju er verið að taka upp símtöl nema af því að það er beinlínis búist við því að það þurfi að færa sönnur á það sem viðkomandi lætur út úr sér fyrir rétti eða í lögregluyfirheyrslu?
Góðan daginn, eigið þið til húsgagnaolíu?
Svar: Já þrjár gerðir, kosta sóandsó. Hvað ætlarðu að gera við hana?
Ég ætla að olíubera rekkverkið á rúminu mínu.
Svar: Nú jæja, voða er það eitthvað grunsamlegt? (Hugsar; eins gott að þetta er til á bandi).
Ég hringdi í OR til að athuga með ástand mála á þeim bæ varðandi reikninginn sem tekinn er af greiðslukorti heimilisins.
"Orkuveitan góðan daginn. Athugið að öll símtöl eru tekin upp".
Ég ætlaði bara að biðja um afrit af rafmagnsreikningum ársins, kannski gæti ég játað svona í förbífartin að ég ætli að brytja niður allt Seljahverfið með afritunum?
Pappírsmorðinginn Jenný Anna? Úje.
En svo fór ég að pæla, burtséð frá fíflaskapnum, hvað er gert við allar upptökurnar?
Verður hægt að fara á Landsbókasafnið eftir 100 ár og hlusta á mig ræða við skattinn um þessar 14.325 krónur sem ég skulda þeim?
Sjitt.
Heppin ég að vera svo kurteis að ég heilsa hundum. Uppeldið á eftir að redda mér, ég segi það satt.
![]() |
Úlfar kjósa heldur lax en villibráð |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Laugardagur, 6. september 2008
Er G-bletturinn til?
Eigið þið ykkur fullnægingarfortíð? Ef svo er þá er að leita sér hjálpar. Fullnægingar eiga væntanlega að vera í nútíð til að skipta máli í lífi fullnægingarþegans.
Meira andskotans ruglið.
Er heimurinn einhverju bættari með því að vita að ef kona steðjar áfram, skreflöng og einbeitt á göngu þá hefur hún fullnægingarsögu upp á G-blett á enninu?
Eða ef þú silast áfram skref fyrir skref með leggi samanklemmda að þá er G-bletturinn að detta niður úr leggöngum þínum og stórslys í fullnægingardeildinni yfirvofandi?
Alveg er mér sama hvar minn G-blettur er eða hvort hann er til staðar yfirhöfuð.
G-bletturinn er eitthvað sem þú ert ekkert að láta taka myndir af ef þú færð það ekki. Þú hendist ekki til kvensjúkdómalæknis og biður hann að athuga hvort G-bletturinn sé bólginn eða á flakki upp undir brisi af því að þú fékkst það ekki í gærkvöldi, er það?
Þú ert ekki að úti að borða í góðri líðan og rýkur svo allt í einu á fætur og tekur tilhlaup að útidyrunum, farin heim á innsoginu bara af því að G-bletturinn er að drepast úr þreytu. Ég held ekki.
Sko konur fengu langar-, stakar-, öflugar-, örar-, stuttar-, vart merkjanlegar- og raðfullnægingar löngu fyrir uppgötvun G-blettsins. Hvað er að?
Svo koma núna einhverjir rannsóknarperrar sem fá kynferðislega út úr því að gægjast á konur labba (ekki versta blæti í heimi, viðurkenni það) og gera úr því rannsókn sem þeir geta falið sig á bak við.
Leim.
Ekki það að mér sé ekki slétt sama um þennan blett þarna, eða þessa rannsókn yfirhöfuð en mig langaði bara svo rosalega að blogga um G-blettinn.
Það er svo kyn-legt.
Súmí.
![]() |
Göngulagið kemur upp um G-blettinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 5. september 2008
Gáfurnar að drepa mig
Það verður "Freaky Friday" í síðasta skipti í dag á hárgreiðslustofunni Gel en hún er að hætta.
FF þýðir að þú sest í stólinn, gefur engar vísbendingar um hvernig þú villt láta klippa þig og voila: þú gengur út einhvern veginn um hárið.
Ég er með hárvandamál. Ég hef átt slæma hárdaga í allt sumar. Hvers vegna spyrð þú krúttið mitt og ég skal segja þér það. Ég get ekki með nokkru móti gert það upp við mig hvernig ég vil hafa hárið á mér klippt og á litinn.
Statusinn í dag er að það er orðið alltof sítt og undarlega röndótt á litinn. Eins og það geti ekki gert það upp við sig hvort kastaníurauði liturinn verði ofan á eða þessi nánast svarti sem kemur frá frönsku duggurunum ættingjum mínum.
Ég á vinkonu sem heitir Dúa og er hættuleg með skæri og rakvél. Hún fær reglulega kast á hárið á sér og tekur það af, nánast allt ef þannig liggur á henni.
Ég held að ég yrði skelfileg krúnurökuð enda með rúsínuhaus. Allt of lítið kvikindi. Mér finnst það skrýtið að þessar stórkostlegu gáfur mínar og ÖLL vitneskjan sem ég hef viðað að mér komist fyrir í þessu höfði af möndlustærð. (Ýkin, ég? Ekki að ræða það!) Ætli það sé þess vegna sem mig svimar oft og er að drepast úr hausverk? Gáfurnar að flæða út bara? Það mætti segja mér það.
Kannski á eftir að standa í minningargreininni; hjá henni fór allt í vaskinn! Það væri þá að minnsta kosti satt. Þetta sem mun standa um hannyrðirnar og fórnfýsina mun hins vegar verða tóm friggings lygi.
En... ég ætla ekki að láta hvatvísa og örlynda hárlistamenn komast í hárið á mér í dag, né aðra daga.
Ég ætla að halda áfram að hugsa um hvernig ég vilji hafa hárið.
Á meðan hef ég það í hnút eða tagli. Hnútur - tagl - tek hnútinn, það er gáfulegra svona þegar ég steðja út á meðal fólks.
Er á leiðinni heim eftir hálfs mánaðar dvöl í vesturbænum.
Úff, nú sé ég tvöfalt.
Gáfurnar eru hreinlega að drepa mig!
![]() |
Síðasti Freaky Friday dagurinn hjá Gel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 4. september 2008
Gleymdu börnin í Breiðavík
Ég hef þekkt til tveggja Breiðavíkurstráka um ævina.
Annar fyrirfór sér ungur að árum, hinn lést úr alkóhólisma fullorðinn maður.
Ég ætla ekki að fullyrða að dvöllinni í Breiðavík sé um að kenna en eftir að ofbeldið sem þar var ástundað í öllum sínum myndum kom í ljós, finnst mér það ekki ólíklegt.
Mér fannst ömurlegt að sjáforsætisráðherra vera í heví fýlu í fréttunum í kvöld vegna þess að Breiðavíkursamtökin leyfðu sér að fara með upplýsingar um gang mála í fjölmiðla.
Er ekki nóg komið af leyndarmálum?
Mér finnst enn ömurlegra að sjá þessar snautlegu upphæði nefndar og sárt til þess að hugsa að draga eigi þessa menn fyrir nefndir þar sem á að meta þjáningu þeirra upp á nýtt.
Sönnunarbyrðin er enn einu sinni lögð á hendur þeirra manna sem voru sem börn settir þarna út í einskismannsland þar sem þeim var þrælað út, þeim misþyrmt á allan hugsamlegan máta.
Ef einhverntíma hafa verið til gleymd börn á Íslandi þá voru það drengirnir í Breiðavík.
Íslenska ríkið er ber þá ábyrgð og á að láta hér með staðar numið.
Það hlýtur að vera hægt að gera upp málin við þá sem eftir lifa á þann máta að þeir fái að halda reisn.
Nógu andskotans mikið eru þeir búnir að þurfa að ganga í gegnum.
![]() |
Harma framgöngu forsætisráðuneytisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 5.9.2008 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 4. september 2008
Áfram stelpur
Ég hef bloggað um það áður hvað mér finnst orðið ljósmóðir fallegt. Ég held svei mér þá að það sé fallegasta orðið á íslensku. Man að minnsta kosti ekki eftir neinu fallegra í augnablikinu.
Ljósmæðurnar sem ég hef hitt í lífinu og fengið þjónustu hjá hafa allar eignast sess í hjarta mínu.
Líka þessar tvær sem sigldu eins og júfertur um ganga Fæðingarheimilisins og sögðu gerðu svona, ekki svona, ætlarðu að missa krakkann stelpa?!! Jájá. Þær voru í minnihluta og tilheyrðu gömlu stéttinni og þær voru börn sinnar tíðar. Það fór ekki fram hjá okkur stelpunum að þær vildu okkur vel.
Ég hef verið afskaplega vond við nokkrar ljósmæður. Þær tóku því vel.
Ég lét henda einni út úr fæðingastofunni á Fæðó þegar ég átti hana Mayu mína. Mér fannst konan með svo kaldar hendur. En svona dómaskapur á það til að grípa um sig hjá konum sem eru að drepast úr fæðingaverkjum. Þær brosa bara ljósmæðurnar.
Eins og segulbandsspólan með Huldu Jens á Fæðó, þessi sem átti að fá mann til að slappa af, hún var æðislega ljúf röddin hennar Huldu en þegar sársaukinn var kominn yfir ákveðin þolmörk þá langaði manni til að henda segulbandinu eins og það lagði sig í vegginn og gera Huldu arflausa, atvinnulausa og landlausa.
Ljósmæðurnar sem hafa sinnt dætrum mínum eru allar englar í mannsmynd.
Það er eins og þær verði betri og betri með árunum, ljúfari, skilningsríkari og svo finnst mér þær allar með tölu svo fallegar.
Það er auðvitað ekki skrýtið vegna þess að þær taka þátt í hamingjusömustu stundum okkar í lífinu.
Og að þessu sögðu þá ætlast ég til að dýralæknirinn og íslensk stjórnvöld kippi launum ljósmæðra í liðinn og það strax.
Þetta þjóðfélag er með svo undarlega forgangsröðun að ég næ ekki upp í nefið á mér.
Ég dáist að ykkur stelpur og held með ykkur alla leið.
Áfram, áfram
Lára Hanna var að klippa þetta myndband um kjarabaráttu stelpnanna.
.
![]() |
Eitt barn fæddist á LSH í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 2988478
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr