Leita í fréttum mbl.is

Lítið ljós

Ég sat grenjandi yfir Kastljósi áðan þegar talað var við hana Linu sem komin er með börnin sín til Íslands, upp á Skaga úr skelfilegum aðstæðum flóttamannabúðanna.

Reyndar er ég búin að vera hálf vælandi í allan dag - hvað get ég sagt?

Litla stelpan hennar Linu, þessi þriggja ára dúlla sem svaf í fangi móður sinnar fór alveg með það.

Litla krúttið er á svipuðum aldri og hún Jenný Una og tilhugsunin um hvað þetta litla skott er búið að upplifa gerði mig óendanlega hrygga.

En nú er þessi telpa, bræður hennar og mamma loksins komin í öryggi.

Ég er svo innilega glöð með það og vill að við höldum áfram á þessari braut.

En hún saknaði ömmu sinnar og afa sú litla, en þau urðu eftir í búðunum.

Úff.

Sjá viðtal hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: halkatla

Ó já, þetta er rosalega gott - vonandi heldur það áfram

halkatla, 9.9.2008 kl. 21:13

3 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 9.9.2008 kl. 21:18

4 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Agnes Ólöf Thorarensen, 9.9.2008 kl. 21:18

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það nístir inn að beini að vita til þess hvað margir þjást þarna ennþá, við eigum að sjá sóma okkar í að taka á móti miklu fleira flóttafólki. Ég varð klökk og hrærð yfir viðtalinu við Linu og hugsaði einmitt um barnabörnin mín, það sem skilur á milli mín og þessarar konu er bara heppni, ég fæddist hér en hún annarsstaðar, ég get orðið brjáluð yfir því þegar fólk sér ofsjónum yfir því að hjálpa einhverjum öðrum en " Íslendingum" hér fá Íslendingar þúsund sinnum fleiri tækifæri heldur en t.d. þetta flóttafólk en margir samlanda minna nýta því miður ekki tækifærin og svo er bara allt flokkað sem sjúkdómar í dag sem gerir það að verkum að alltof margir bera ekki ábyrgð á gjörðum sínum og leggja litla rækt við mannkosti sína.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.9.2008 kl. 21:26

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 9.9.2008 kl. 21:27

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.9.2008 kl. 21:31

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Edda Agnarsdóttir, 9.9.2008 kl. 21:41

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Jebb ofurviðkvæmni hér líka yfir kastljósi. Bara ná í gamla settið út líka, engin spurning, nóg pláss.

Þröstur Unnar, 9.9.2008 kl. 21:59

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ó hvað ég held að þetta verði ''tough on them'' eins og Bretinn orðaði það. Kúltúrinn, tungumálið og allt það.

Samt hef ég tröllatrú á fólkinu á Skaganum. fyrir utan það er þetta sennilega tittlingaskítur sem ég er að hafa áhyggjur af á miðað við hryllinginn sem þetta fólk hefur þegar gengið í gegnum.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.9.2008 kl. 22:43

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Auðvitað verður þetta smá erfitt en miðað við úr hverju þau koma hlýtur léttirinn að vera mikill eins og Lina reyndar sagði í Kastljósinu, ég er búin að tryggja framtíð barnanna minna. 

Takk öll.

Krumma: Arg hvað ég er sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2008 kl. 23:48

12 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 10.9.2008 kl. 01:30

13 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 10.9.2008 kl. 06:27

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 10.9.2008 kl. 07:51

15 Smámynd: Helga Dóra

Úff, já þetta eru sorglegar sögur....

Helga Dóra, 10.9.2008 kl. 08:07

16 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Anna Margrét Bragadóttir, 10.9.2008 kl. 08:12

17 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 10.9.2008 kl. 08:25

18 Smámynd: Ragnheiður

Djö er ég sammála Þresti ! Bara ná í afann og ömmuna líka !

Fullvissan um að þau fái gott atlæti á skaganum var glaðleg tilfinning

Ragnheiður , 10.9.2008 kl. 08:43

19 Smámynd: Tína

 Ég samgleðst þessu fólki af öllu mínu hjarta og bind ég miklar vonir við að allsstaðar verði þeim vel tekið.

Sakna fótspora þinna krútta.

Farðu annars vel með þig og hafðu yndislegan dag.

Tína, 10.9.2008 kl. 09:31

20 Smámynd: Laufey B Waage

Innilega sammála. Vona að jafn vel takist til og á Ísafirði um árið, - og að við höldum áfram á sömu braut. Já er ekki bara hægt að senda eftir ömmunni og afanum líka?

Laufey B Waage, 10.9.2008 kl. 09:38

21 Smámynd: Gulli litli

en fallegt..

Gulli litli, 10.9.2008 kl. 10:29

22 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Nóg er plássið og þörfin er svo mikil hjá þessu fólki.  Vona að þetta starf haldi áfram.

Elísabet Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 11:15

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er og verður alltaf sorgleg mál, því það er eins víst og að ég sit hér, að við getum aldrei tekið á móti öllum sem þess þurfa.  Eða hvað haldið þið ?  Vonandi líður þessu fólki vel hjá okkur, og fellur inn í samfélagið.  En ef maður tekur mið af öðrum gjörðum útlendingastofu, þá eru hvorki afar, ömmur, eða aðrir ættingjar hátt skrifaðir á þeim bænum.  Og hvað ætli hópurinn yrði orðin stór, þegar það blessað fólk væri allt komið.   Stundum verður skynsemin að ráða en ekki hjartað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2008 kl. 11:33

24 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vonandi gengur þeim allt í haginn, það getur allavega ekki versnað frá því sem var.

Helga Magnúsdóttir, 10.9.2008 kl. 11:38

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við höfum pláss og ég sé ekki ógnina sem felst í því að fá fleira fólk til landsins.  Þá er ég að tala um hundruði manna ekki tugþúsundir.

Fyrirstaðan er oft í höfðinu.

Þess vegna hallast ég að hjartanu.

Knús á ykkur öll og takk fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 11:50

26 identicon

Það sem sló mig persónulega mest í þessu viðtali var þegar konan talaði um allt það veika, fatlaða og gamla fólk sem er í búðunum og býr við þessar ömurlegu aðstæður sem eru nógu erfiðar fyrir fullfrískt og ungt fólk þó ekki bætist við verkir, orkuleysi, stirðleiki og allt það líkamlega og andlega álag sem fylgir erfiðum veikindum og elli. Þeir sem eru í þessum sporum hljóta að eiga alveg skelfilega erfitt og öll mín samúð er með þeim. Ég sé ekki að nokkur þjóð sé tilbúin til að taka við veiku og gömlu fólki sem flestum öðrum fremur þyrfti hjálp að mínu mati, en kemur líklegast aldrei til með að fá hana af því að það er ekki þjóðhagslega hagkvæmt að taka við fólki sem þannig er ástatt um. ÞAÐ finnst mér virkilega sorgleg hugsun.

Þorgerður (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 17:57

27 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég heimsótti Línu í dag og sú litla var svolítið ergileg á köflum, saknar einmitt afa og ömmu svo mikið. Fæstar konurnar eiga einhverja ættingja á lífi og ég held að Lína sé sú af flóttakonunum sem þurfti að fórna mestu fyrir að koma hingað í öryggið. Strákarnir eru að springa úr gleði og spenningi og finnst allt svo æðislegt. Gaman að sjá hvað þeir eru vel uppaldir og hjálplegir við mömmu sína, samt ekkert of ábyrgir, bara venjulegir fjörugir strákar.

Guðríður Haraldsdóttir, 10.9.2008 kl. 20:13

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

...   Fallegt....

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.9.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband