Færsluflokkur: Lífstíll
Miðvikudagur, 15. október 2008
Fordyr hvelvítis stækkaðar?
Þvílíkur dagur og ég er lifandi.
Var að klára að rýma geymsluna á gamla heimilinu. Tók mánuð að hafa mig í það, ég er með frestunaráráttu dauðans.
Það var varla að ég gæti slitið mig frá miðlunum. Hvað ef eitthvað/einhver rúllaði á meðan?
En...
Ég er ennþá bálill. Jafn ill og í morgun. Ekkert hefur orðið til þess að slökkva í mér og það er komið kvöld.
Nú er byrjað að manga um stækkun Álferlíkisins í Straumsvík. Stækkum, stækkum segja þeir sem vilja fá þessar fordyr helvítis stækkaðar, þrátt fyrir að Hafnfirðingar hafi hafnað því í lýðræðislegri íbúakosningu.
Á ekki að nauðga náttúrunni bara?
Djöflast á hverri sprænu, virkja hvern bæjarlæk sem finnst á landinu?
Sökkva fjöllum og dölum, eitra andrúmsloftið?
Ha, það eru nú meiri skammsýnissjónarmiðin sem eru að hrjá stóriðjuaðdáendurna, virkjanasinnana og áfram veginn í vagninum ek ég.
Ég hef þetta fólk grunað um að klökkna af hrifningu þegar það kemur auga á álver.
Tárast, verða orðlaust vegna fegurðarinnar sem er að finna í rauðköflóttu strompunum.
Ég er ekki að grínast enda geðbrigðin ekki í gleðifasanum.
Iss, farin að sparka í veggi, bíla og ruslatunnur.
Lalalalala.
![]() |
Niðurstaða íbúakosninga verði virt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 14. október 2008
Mín viðkvæmu móment
Nú tala ráðamenn um að við þurfum öll að standa saman. Öll sem eitt, að við séum í sama bát.
Fíflið ég átti viðkvæmt móment í síðustu viku og féll fyrir hjalinu í körlunum í væmnikasti og er síðan búin að vera eins og hinir, apandi þetta blaður um samstöðu í fleiri daga í röð.
Mín viðkvæmu móment eru hættuleg. Þegar þau slá mig í höfuðið missi ég rökhugsun og fell fyrir kylliflöt fyrir blekkingum.
Dæmi: Einu sinni var ég á markaði á Spáni, þar var sölumaður með sjónhverfingar og sýndi merkilegan eldhúshníf sem spændi upp agúrkur og lauka í dásamlegar jafnþykkar sneiðar.
Mómentið sló mig í hausinn ég keypti hnífinn og það eina sem ég spændi upp var góður hluti af fingrinum á mér.
Það er þetta sem ég á við þegar ég tala um viðkvæm móment. Þau hafa verið nokkuð blóðug í mínu tilfelli.
Ég held að það hafi verið Björgvin G. sem seldi mér samstöðuboðskapinn í viðtali við einhvern í síðustu viku.
Í morgun tók ég síðan upp á því að hugsa af eigin hvötum og ég spurði sjálfa mig; hvað meina þeir með þessu sífellda tuði um að við eigum að standa saman sem einn maður? Að við séum öll í sama bát?
Jú ég náði því loksins. Þetta er auðvitað blekkingarbrilljans. Í sama bát? Halló, eigum við að taka eins og eina umræðu um launamun minn og þinn Björgvin G? Þú getur trútt um talað með þokkalega hátt kaup og þó nokkuð atvinnuöryggi til fjögurra ára í senn. Svo ég gleymi ekki hinu spikfeita og gegnumspillta eftirlaunafrumvarp sem þú og kollegarnir hafið í bakhöndinni.
Ég er hins vegar á lífeyri úr mínum lífeyrissjóði nú um stundir, ég er ekki að kvarta, kemst þokkalega af en nú er meira en mögulegt að hann verði skertur á næsta ári.
Ég tek þetta litla dæmi til að sýna fram á að það er himinn og haf milli mín og urmuls af fólki og svo þeirra sem hrópa um það á torgum að við þurfum að snúa bökum saman.
Gússífokkinggúss.
Ég myndi skilgreina þetta öðruvísi. Jakkafötin eru á nokkuð góðu fleyi, með káetum, klói og sturtu ásamt sjónvarpi og farsíma.
Ég er hins vegar á einhverjum hriplekum hliðarfleka með tertugaffla í árastað.
Cut the crap strákar.
Capíss?
![]() |
Landsbankinn: Engar reglur voru brotnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 14. október 2008
Hvítvín-rauðvín-bjór (raðist eftir þörfum)
Ég hélt að Russel Crowe væri einn af þessum selebbum sem væru búnir að fara í meðferð.
Ónei, en hvernig á kona að henda reiður á öllu þessu þekkta fólki?
Guð, gæti mér verið meira sama? Tæpast.
En ástæðan fyrir því að ég er að blogga um þessa frétt er einföld; ég stenst ekki mátið þegar alkar í svona bullandi afneitun setja það í heimsfréttirnar.
Sko Russel vinurinn er orðinn pabbi. Þess vegna hefur hann dregið úr neyslu áfengra drykkja.
Vel að merkja dregið úr neyslu.
Það sem kom mér til að skella uppúr, þó tilefnið sé í sjálfu sér sorglegt er að leikarinn segist ekki geta drukkið dökkt áfengi.
Vodkað og Tequilað eru enn að gera sig hjá honum, hitt fer skelfing illa í hann.
Það var einu sinni sálfræðingur sem var með námskeið fyrir fólk hér á landi um hvernig mætti læra að drekka.
Og nei, þetta var ekki á nítjándu öld, námskeiðin riðu hér húsum á tíunda áratug síðustu aldar.
Vó, hvað ég held að margir alkar hafi stokkið til. Alveg: Þarna er eitthvað fyrir mig, mig skortir kunnáttu í drykkjumennsku. Það hlaut að vera. Farinn á námskeið.
Ég eins og fleiri alkar hef staðið í tegundaskiptum blá í framan trúandi því að ef ég drykki minni bjór og rauðvín á móti þá myndi ég ná alsælu þeirri sem Bakkus boðar.
Nú eða hvítvín/rauðvín/bjór (raðist eftir þörfum).
Niðurstaða: Ég var sama gluggatjaldafyllibyttan án tillits til hvað ég drakk.
En mér persónulega gæti ekki staðið meira á sama um hvað Russel karlinn drekkur eða drekkur ekki. Ég sá bara ágætis tækifæri til að spinna út frá þessari frétt um minn eigin alkóhólisma.
Minna mig á og svona.
Mikið djöfulli er gott að vera edrú.
![]() |
Russel Crowe dregur úr drykkju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þriðjudagur, 14. október 2008
Hvað sagði Davíð?
Hvað sagði Davíð spyr Mogginn undrandi?
Síðan tíundar hann Kastljósviðtalið við kóng okkar allra.
En í Englandi spyrja menn þá væntanlega; What did this Davidperson actually say to make the P.M. go bonkers?
Svarið er komið.
Klikkið í hægra hornið til að fá enska textann.
Enginn þarf að vera hissa á því sem eftir kom.
Eða hvað?
P.s. Þetta myndband fer eins og eldur í sinu um víða velli netheimsins.
![]() |
Hvað sagði Davíð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 13. október 2008
Ólétt einn ganginn enn
Upp úr miðri síðustu öld þegar ég var að vaxa úr grasi var farið með kynferðismál eins og mannsmorð.
Skilaboðin voru misvísandi svo ekki sé meira sagt.
Vitanlega kom að því að vitneskjan um blóm- og býflugnahegðun manna og kvenna yrði manni ljós - úr munni götustráka á Hringbrautarróló sko - ekki eftir löglegum leiðum.
Við þá vitneskju varð okkur í alvörunni óglatt stelpunum. Þvílíkur viðbjóður! Svona gerði ekki siðað fólk, amk. ekki foreldrar okkar. Allt saman góðir og gegnir þjóðfélagsþegnar sem voru reglusamir og heiðarlegir í hvívetna.
En ég fór að horfa á foreldra mína með grunsemdaraugum samt. Gat verið.....? Í rúminu á kvöldin..? Í sömu íbúð og saklaus börnin sem þar sváfu..? Ónei, það var útilokað.
En þetta leitaði samt á mann af og til og þar sem mömmurnar voru oft með barni þá voru útþandir magar þeirra stöðug áminning um þennan viðbjóðslega möguleika sem strákhelvítin höfðu hvíslað að okkur úti á róló. Þeir hvæstu illkvittnislega í eyrað á okkur: Allir gera hitt. Líka mömmur og pabbar.
Ómægodd.
Svo var sagt að börn væru yndisleg og ávallt velkomin.
En amma mín sem ól mig upp sagði við mömmu mína í símann í hvert skipti sem ég átti von á systkini: Anna Björg ertu að segja mér að þú sért ólétt einn ganginn enn? Hvað á þetta að þýða? Hvernig á hann Baldur að koma öllum þessum börnum á legg?
Ég alveg: Hugs, guð setur inn barnið, biður mamma mín um það og það í trássi við pabba minn?
Nei ég varð að endurskoða afstöðu mína og ég komst að því að fullorðið fólk kunni ekki að skammast sín.
Það hegðaði sér eins og ótýnt pakk utanað landi (sorrí það voru fordómar í gangi á þessum árum).
En nú kemur kjarni málsins, í dag er árið 2008.
18 ára pilturinn Levi Johnston, tilvonandi tengdasonur Söru Palin (guð hjálpi honum) hefur ekki orðið fyrir þrýstingi frá kvensniftinni Söru, að giftast dótturinni sem á von á barni með honum. Jájá og tunglið er úr gulli. En það sem nánast grætir mig hérna er að hann heldur því fram að þungun kærustunnar hafi komið mjög á óvart!
Ég neyðist því til að draga þá ályktun að um tvennt sé að ræða í stöðunni.
A) Pilturinn trúir sama búllsjittinu og ég forðum, hann heldur að guð hafi sett í hana barnið og hann er smá sár yfir að almættið skuli ekki hafa haft hann með í ráðum.
B) Þarna er meyfæðing yfirvofandi og hann er að reyna að lifa af áfallið, eins og Jósep forðum.
Ég var með minn misskilning á tilurð barna árið 1957 sirkabát.
Levi krúttið er að vafra um í fáfræðiþokunni bara í þessum skrifuðum orðum.
Blessað barn farðu á bókasafnið.
Úff.
![]() |
Tilvonandi tengdasonur ekki þvingaður til neins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 13. október 2008
Hlátur í boði hússins
Merkilegt að fólk skuli vera að birgja sig upp af mat.
Trúir enginn Geir? Hann segir að gjaldeyrisviðskipti séu að komast í eðlilegt horf.
Stórundarleg þessi vantrú á manninum.
Ég ætla ekki að hamstra mat. Það er á hreinu.
Það hlýtur að vera til eitthvað innlent sem ég troðið í andlitið á mér ef í harðbakka slær og nei ég er ekki að tala um innmat og annan svoleiðis perrahátt í matarinntökum.
En ég er alltaf að tala við fólk. Fólk sem hefur á því ýmsar skoðanir hverjum sé um að kenna, þ.e. allt þetta hörmungarástand.
Flestir ef ekki allir eru þó sammála mér um eitt, en það er að eftir þessi ósköp sem nú halda okkur í heljargreipum ótta og óöryggis þá verði eitthvað nýtt að taka við.
Ný hugsun, annar forgangur.
Ég hef heldur ekki talað við einn einasta mann sem treystir stjórnvöldum til að klára þetta mál á farsælan hátt.
Fyrir mig sem átti ekkert til að tapa er óöryggið verst. Að finnast ég engum geta treyst og það er þá sem manni fer að líða illa.
Hjálparleysi er vond tilfinning, ég veit ekki hversu lengi maður getur búið við þetta ástand án þess að það fari að koma í alvörunni niður á manni.
Svo finn ég svo innilega til með öllu því fólki sem hefur lagt sparnaðinn sinn í hendur bankanna og situr nú með sárt ennið.
Ég vil sjá samfélagið breytast.
Þetta rugl á ekki að geta endurtekið sig ef ábyrgt fólk stjórnar þessu landi.
Í morgun var ég í þörf fyrir að hlægja. Auðvitað náði ég mér í tæki og tól til þess.
Þessi er gamall en hann stendur alltaf fyrir sínu.
Hlátur í boði hússins.
Eða þetta.
Farin í bili, en kem aftur.. ég kem alltaf aftur.
![]() |
Íslendingar birgja sig upp af mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 13. október 2008
Að hugsa um kynlíf í sunnudagsmessu
Ég er ein af þeim sem rýk ekki af stað þegar tilboðsdagar, Kringluköst og svoleiðis stöff er auglýst.
Ég er ónæm fyrir þess háttar, bæði í upp- og niðursveiflu.
Ég hef fordóma gagnvart útsölum.
Í denn voru útsölur nefnilega plat og prump. Þá var verið að selja eldgamalt drasl af lager og það var á þeim árum sem ég kom mér upp ofnæmi fyrir innihaldslausum gylliboðum.
Útsölur í útlöndum hafa hins vegar haft aðdráttarafl sem hefur dregið mig að eins og segul um langan veg, milli borga og landshluta þess vegna. Það er svo gaman að skoða og kaupa á svoleiðis fyrirkomulögum.
En að raunveruleikanum. Í viðtengdri frétt er talað um að fjöldi manna hafi lagt leið sína á tilboðsdaga í Kringlunni um helgina.
Við erum misjafnar manneskjurnar. Þessa dagana er ég eins og vopnaður vörður í Fort Knox, vei þeim sem ætlar að hafa af mér aur úr heimilisbuddunni.
Að steðja í búðir er álíka æsandi tilhugsun fyrir mig nú um stundir eins og fyrir hina siðprúðu húsmóður í Vesturbænum að hugsa um kynlíf í sunnudagsmessunni.
Búðarráp er eiginlega "the ultimate turnoff" þessa dagana.
Einhver sagði mér að við yrðum að eyða til að halda hjólunum gangandi.
Þrátt fyrir þekkta aðdáun mína á samfélagslegri þátttöku þá verð ég að vera stikkfrí að þessu leyti.
Ég verð að vera helvítið hún Fía í Djöflaeyjunni með péningana sína.
Þegar lítið er til skiptanna þá verður að forgangsraða.
En ég lofa ekki algjörum árangri í nýjum lifnaðarháttum.
Það koma bráðum jól og það er eins og ég finni smá titring í mér sem myndi mælast á jólamælinum.
Ég skal hundur heita ef ég tek ekki nokkur (kringlu)köst í aðdraganda jólanna.
En á hverjum morgni þessa dagana byrsti ég mig við sjálfan mig í spegilinn.
Ég beinlínis hvæsi á eyðslusegginn sem starir á mig trylltum kaupgleðiaugum úr speglinum.
Og ég segi ískaldri röddu, röddu þess sem meinar það sem hann segir;
Jenný Anna ég fyrirbýð þér að koma nálægt glingurbúðum í dag.
Og ég hlýði eins og barinn hundur.
Var einhver að segja að ég tæki mér fullmikið skáldaleyfi fyrir hádeg? Ha?
Ég hélt ekki.
Farin að drekka nokkur köff til að hressa mig við.
![]() |
Kreppuskjól í Kringlunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 12. október 2008
Knús á fokkings línuna
Ég er að bregðast við kreppunni.
Í kvöld hef ég legið yfir uppskriftum hér enda eins gott að elda mismunandi rétti úr þessum örfáu kjöttuttlum sem munu verða á boðstólnum hér á kærleiks, búhú.
En ég festist yfir uppskriftum af jólasteikum eins og kalkúnum, fasönum, bömbum og króódílum (ókei mínus kókófílinn) og fleiru slíku. Ég hef alltaf verið mjög misheppnuð í sparnaði. En ég gefst ekki upp.
En án gamans þá kvíðir mig fyrir morgundeginum.
Ég veit ekkert hvað dynur yfir á morgun, kannski verður búið að þjóðnýta Sparisjóðina í skóli náttmyrkurs.
Síðan ég hætti að drekka hefur mig ekki kviðið fyrir mánudögum. Ég tek þeim fagnandi.
Nema þessar vikur auðvitað. Engum er að treysta, allir ljúgandi og ástandið á mér er eins og hjá flestum öðrum, ég er í áfalli, síendurteknu reyndar og spurningin er hvenær maður fer að grenja.
Það er mikið talað um að við verðum að styðja hvert annað, að við séum öll í sama báti. Biskup, forseti, forsetisráðherra, allir, leggja áherslu á þetta.
Ég er sammála.
En samt er púkinn í mér glottandi út í annað (þegar enginn sér). Ég hugsa; vá hvað gengið á manneskjulegheitum, náungakærleika og umhyggju hefur snarhækkað í kreppunni. Allt í einu erum við metnaðarlausu hippalufsurnar með hugmyndafræði sem er verðmæt. Það var aldrei.
Samkennd með náunganum og svoleiðis kjéddlinga og hommavæl hefur heldur betur ekki átt upp á pallborðið hjá jakkafatasamfélaginu á jeppunum.
Þar hefur hin ryðgaða regla; hver er sjálfum sér næstur verið einkunnarorð í verki og huga.
Ég hef stundum kallað peninga- og græðgisorkuna rakvélablaðsorku því það hefur á stundum verið beinlínis sársaukafullt að anda henni að sér.
En nú eru nýjir tímar.
Og ég ætla að faðma alla í klessu. Alveg ókeypis.
Knús á fokkings línuna segi ég og óska ykkur góðrar vinnuviku.
Djöfull elska ég ykkur.
![]() |
Þóra er formaður Nýs Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 13.10.2008 kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Sunnudagur, 12. október 2008
Ég er ekki að tala við þig - heldur er ég að tala við þig
Jenný Una Eriksdóttir litaði á borðið í gær og sagði aðspurð að hún hefði ekki gert það. Það hafi verið önnur Jenný Una Eriksdóttir, mjög óþekk slík, sem gerði það en hún væri farin.
Jennýju má segja til málsbóta að hún er þriggjaoghálfs árs og með afskaplega líflegt ímyndunarafl.
Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórn Landsbankans, frábað sér að vera kallaður óreiðumaður á flokkráðsfundi í gær en takið eftir hann var ekki að vísa til Davíðs Oddsonar.
Samt er ekki vitað um að neinn annar hafi látið þessi orð falla um forsvarsmenn bankanna annar en téður Davíð, þó leitað sé með logandi ljósi.
Kjartan Gunnarsson, kt. sósósó-sósó, til heimilis að Sóandsó nr. sóandsó; ég trúi ekki orði af því sem þú segir, ég held að þú sért svona skelfilega hræddur við Föðurinn.
En ég er ekki að tala við þig, ég er að tala við Kjartan Gunnarsson með sömu kennitölu og sama heimilisfang.
Meikar það ekki sens kallinn minn?
Jújú erþaeggibara?
![]() |
Tár felld á flokksráðsfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 12. október 2008
Lygimál
Þegar ég var stelpa var stundum logið (skrökvað) að mér til að vernda mig frá sjálfri mér.
Ég vildi klippa marsípanstangirnar mínar niður í búta og var sagt að ef maður klippti mat hætti maður að vaxa.
Þetta með klipperíið hafði þær afleiðingar að enn get ég ekki klippt svo mikið sem persillu ofan á mat.
Mér var líka sagt að börnin væru sett inn í maga móðurinn af guði og svo kæmu þau út um naflann. Þessu var reyndar logið um allan Vesturbæ og víðar. Ég setti reyndar spurningamerki við þessa speki, fannst móðir mín þá illa elskuð af almættinu því hún var ansi oft með barni og svo fannst mér þessi millivegur í móðurkvið algjör óþarfi fyrst guð væri hinn gefandi aðili. Skildi ekki af hverju hann setti ekki ungabarnið beint í vögguna almáttugur eins og hann var.
Þarna var auðvitað verið að ljúga að mér til að vernda mig frá þeim hroðalega sannleika að fólk hefur samfarir oft og reglulega án þess að skammast sín og með þessum líka afleiðingunum.
Skelfilegt.
En ég fullorðnaðist á endanum og hef leitast við að ljúga ekki að börnunum mínum, þó auðvitað hafi ég dottið út af beinu reglulega af því ég er ekki fullkomin (já ég veit, þið eruð standandi hlessa).
En það eru greinilega menn í landstjórninni og á öðrum merkilegum póstum sem halda að við fullorðna fólkið þolum illa sannleikann.
Það er logið á hverjum degi. Engin hætta á ferðum, við erum komin yfir erfiðasta hjallann, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ekki inn í myndinni fyrir okkar hönd, nei, nei, þeir eru hérna í ráðleggingum bara.
Allar lygar undanfarinna vikna hafa gert það að verkum að ég treysti ekki kjafti sem opnar á sér þverrifuna í fjölmiðlum, þ.e. þeim sem halda um stjórnartaumana í skelfilegri kreppunni sem hér ríkir.
Það sem mér finnst þó skelfilegast er að það er orðið eðlilegur framgangsmáti að segja ósatt og þegar sannleikurinn kemur í ljós þá er lygin varin með því að málið hafi verið svo viðkvæmt að ekkert hafi mátt láta uppi um það.
Ég hef bloggað um það áður og ég geri það enn og aftur, ef fólk getur ekki sagt sannleikann þá á það að halda sér frá fjölmiðlum. Segja ekki neitt.
Ég hef aldrei upplifað það að vera í eins lausu lofti og núna.
Vont að treysta engum.
Ég reyni að vona það besta en reikna með því versta.
Svo geta Sjálfstæðismenn grenjað og hangið í stuðningssleik á lokuðum fundum sem samt eru ekki lokaðir.
Ég veit bara eitt, að þeir eru hvors annars en ekki mínir menn.
Samfylkingin ekki heldur og það er sárara. Þeir voru nú einu sinni gamlir samherjar mínir í pólitík.
Fjárinn sjálfur.
![]() |
IMF lýsir vilja til að aðstoða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr