Færsluflokkur: Lífstíll
Laugardagur, 11. október 2008
Amma Póló, afi Pilsner og barnahatari í peysufötum
Íslendingar eru þrjóskir og ósveigjanlegir segir Hattersley, fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands. Hann segir að málstaður Breta í þorskastríðinu hafi verið réttmætur og í nýja stríðinu sem nú geysar sé málstaðurinn það einnig.
Ég man eftir þessu þorskastríði jájá og mér fannst við ferlega flott þá og mér finnst það enn.
Ég man eftir Ólafi Ragnari Pres, með viðtalsþætti á ensku þar sem hann stóð sig alveg þræl vel.
Hjartað barðist í brjóstinu með málstað litla Íslands á móti andskotans Bretunum. Það var svart-hvítt dæmi, við vorum réttu megin við strikið. Algjörlega spikk og span.
En núna er ég ekki svo viss. Auðvitað hefur Gordon Brown verið að nýta sér þessa stöðu Íslands til eigin vinsælda en ég vil ekki trúa því að óreyndu að þeir hafi gert sér það að leik að ljúga upp samtölum við íslenska ráðamenn. Ef svo er þá eru þeir ótýnt pakk. En bíðum aðeins.
Ísland á auðvitað ekki að láta bjóða sér þessa framkomu sama hvað er. Þessi djöfulgangur í Bretanum hefur þegar skaðað okkur biggtæm.
En að kjarna málsins. Hehe.
Ég var að hugsa um gildi íslensku krónunnar og auðvitað fleygði það mér í nostalgíu.
Ég bloggaði um litabókina fyrr í vikunni sem ég keypti á rétt tæpan níuhundruð kall og gaf mér nánast hjartastopp.
Ég man nefnilega eftir því þegar ég fór í Möggubúð á horninu á Ásvalla og Hofsvalla og keypti kúlur á 1 aur stykkið. Þær voru í fánalitunum og Magga geðvonda sem var líka barnahatari í peysufötum, bjó til kramarhús úr umbúðapappír og taldi kúlurnar í það. Svo sagði hún okkur að andskotast út með varninginn um leið og hún tók við peningunum. Þjónustulundin í hámarki hjá helvítis kerlingunni, guð blessi hana.
Það voru til fimm aura stykki. Rauður haltukjafti brjóssykur kostaði krónu. Líka Bazúkatyggjó.
Og Pan tyggjóið var keypt í lausu eða í litlum kössum, kostaði kúk og kanil.
Á sunnudögum fékk ég rauðan tíkall í bíó. Brúnn fimmkall fór í bíómiða í almenn og afgangur í nammi. Poppkornið var poppað heima og tekið með í brúnum bréfpoka sem myndaði fitubletti af heitu poppkorninu.
Og svo fór mig að langa í ískalda Póló úr svona Kókassa á gólfi, (það varð svo mátulega kall) þegar ég bloggaði. Ég fékk vatn í munninn.
Rosalega var Póló góður drykkur og Ananas með dansandi Hawaymeyju íklæddri strápilsi á miðanum.
Ótrúlegt hvað lífið var einfalt.
Svo voru rauðar pylsur í matinn á laugardögum. Með bræddu smjöri og kartöflum.
Ég finn bónlyktina úr sameigninni á Hringbraut 84 þegar ég skrifa þetta.
Á laugardögum var nefnilega allt skúrað út í hörgul.
Nostalgía je,je, je!
![]() |
Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Laugardagur, 11. október 2008
Upptekin í þágu vísindanna
Merkilegur dagur þessi í gær. Föstudagurinn 10. október.
Ég áttaði mig á því í fyrsta sinn til fullnustu hversu smá þjóð við Íslendingar erum.
Þetta gerðist eftir að ég sá:
Guslu systur mína í hóp faðmlagi við kollega sína fyrir utan Glitni í fréttatímum beggja sjónvarpsstöðva.
Erik tengdason minn með Hrafn Óla í Kastljósinu, þar sem hann var spurður út í kreppuna.
Robba tengdason minn í sama Kastljósþætti undir umfjöllun um Iceland Airways hvar hann sat og talaði í síma, enda mikið að gera hjá Airways mönnum.
(Það má svo bæta því við að í fimmtudagskastljósinu sat Guðjón Magnússon læknir fyrir svörum og hann er bróðir míns heittelskaða. Hvar endar þetta?).
Þegar minni litlu fjölskyldu ber fyrir í fréttamiðlum þrisvar sama daginn þá verð ég að horfast í augu við þá staðreynda að við Íslendingar erum örkrúttaþjóð. Míkró, eins og lítið hverfi í stórborg.
Ég er búin að vera (og er enn) í einhverskonar kreppuástandi undanfarið.
Sú staðreynd að við römbum hér á barmi þjóðargjaldþrots og erum komin í stríð við Bretann ásamt öllu sem því fylgir, síast auðvitað inn í vitundina í skömmtum. Sem betur fer.
Í Kastljósi í gærkvöldsins sagði Egill Helga eitthvað á þá leið að hann vonaði að hér myndi gefast tækifæri til að mynda nýtt íslenskt samfélag og að honum þætti það spennandi.
Þetta er einmitt tilfinningin sem ég og fleiri höfum haft undanfarið. Að nú sé lag til að breyta. Fyrst svona fór, eins skelfilegt og það nú er, væri auðvitað frábært ef á rústunum gæti risið ný tegund samfélags. Með nýju verðmætamati. Þar sem manneskjan og náttúran er í fyrirrúmi.
Sjáið þið til, hin glerharða og mannfjandsamlega stefna kapítalismans gengur ekki upp. Hún hefur beðið skipbrot.
Ég er ekki reið út í Jón Ásgeir og þá Bónusmenn.
Ég er eitthvað pissed út í Björgúlfsfeðga, verð að játa það, enda þeir hvergi nærri til að taka þátt í reddingunum og til að þrífa upp eftir sig.
Ég er hins vegar haldinn háheilbrigðri og tærri reiði út í landstjórnina og stofnanir sem undir hana heyra.
Hrein og tær reiði sem beint er út í stað inn er afskaplega góð orka til að nýta til góðra verka.
Það vekur nefnilega öryggisleysi með mér að sjá þá ráðamenn rúlla um eins og stjórnlausa valtara dag eftir dag, alsendis ófæra til að taka á málinu.
En fyrst og fremst er ég með von í hjarta.
Ég vona svo innilega að við nýtum þessa skelfilegu atburði til að læra af reynslunni og byggja eitthvað nýtt og betra á rústum þess gamla.
Við erum nefnilega forrík, af mannauði. Við eigum sand af honum.
Later.
P.s. Ég ætlaði að steðja á Arnarhól og mótmæla í gær en gat það ekki vegna þess að ég var að svara spurningum í rannsókn sem ég er að taka þátt í um alkóhólisma. Ég var því löglega afsökuð, ég var að fórna mér í þágu vísindanna.
Mér varð hins vegar ekki um sel þegar ég sá í fréttum að það var verið að nota þetta tækifæri til að boða kommúnisma og syngja Nallann.
Halló, hoppið inn í nútíðina.
![]() |
Aleigan í 2 Bónuspokum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Blindfullur og útúrsýrður brjálæðingur?
Dæmigerð heppni Jennýjar Önnu.
Um leið og ég sný í alvörunni við blaðinu og fer að versla alfarið í lágvöruverslunum þá kemur Bónus út með mestu hækkunina á milli kannana hjá ASÍ.
Ekki þar fyrir að ég fékk kostnaðarhamingjuraðfullnægingar þegar ég kom með vikuinnkaupin að kassanum í Bónus í dag. Ég slapp með ellefuþúsund krónur fyrir heillrar viku vistir. Ég bara mala af gleði.
Gússígússí.
En svo þurfti ég að stökkva inn á minn gamla vinnustað Eymundsson til að kaupa bókina Alkasamfélagið eftir Orra Harðarson vin okkar hér á kærleiks.
Hún kostaði auðvitað sitt, en ég ætla ekki að kvarta yfir því, það var annað sem sló mig algjörlega út af laginu, gerði mig næstum orðlausa, sem hefði út af fyrir sig glatt minn heittelskaða enda ég afskaplega málglöð kona þegar vel liggur á mér. Honum varð því miður ekki að ósk sinni að þessu sinni.
Þar sem ég var með fulltrúa breska heimsveldisins hann Oliver Einar barnabarnið mitt og hana Jennýju Unu sem telst þá fulltrúi lýðveldisins Íslands, hér í pössun, greip ég til þess ráðs að kippa með aumingjalegri litabók fyrir börnin. Það gerði ég til þess að ekki færi allt í háaloft milli þessara ríkja sem eyddu hérna dagsstund hjá ömmu sinni, þ.e. enn frekar en orðið er. Var hrædd um að Oliver myndi beita hryðjuverkalögunum til að þagga niður í Jenný Unu og hún þá á móti tala niður leikskólann hans í Londresborg.
Nema hvað. Þegar ég kem út í bíl í góðum djassi, svona miðað við allt og allt, þá verður mér litið á verðmiðann.
Litabókarræksnið sem taldi um fimmtíu blaðsíður kostaði 890 krónur!
Hver er að verðleggja á þessu landi?
Er það einhver blindfullur eða útúrsýrður brjálæðingur?
Með besta vilja er ekki hægt að fá svona lítið kvikindi upp í fimmhundruð kallinn nema að hafa til þess dass af siðblindu, hvað þá þetta verð.
Svo vildu þessar tvær þjóðir ekkert með litabókina hafa þegar allt kom til alls.
Og þau léku sér prúðmannlega og fallega og voru mun þroskaðri í samskiptum en sumir fulltrúar þeirra þjóða hvar þau ertu búsett.
Gordon Brown og Davíð Oddsson, snæðið þið nýru og lifur bara.
Ég mun að sjálfsögðu ramma inn friggings litabókina. Það er á tæru börnin góð.
Defenetly later.
![]() |
Verð hækkaði mest í Bónus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Hvar er sóandsó?
Ég get bloggað mig niður í rætur lyklaborðsins um ástandið í efnahagsmálum en það mun engu breyta.
Ég skil eiginlega minna og minna eftir því sem ég les fleiri fréttir.
Það eina sem ég átta mig almennilega á að þessir karlar sem ráðið hafa ferðinni í peningamálum þjóðarinnar hafa ekki verið að hugsa um hag hennar amk. hefur sá hagur ekki verið í efsta sæti.
En nóg um það.
Ég fæ engu breytt um þetta hörmungarástand. En ég ræð algjörlega ferðinni í mínu lífi og þess vegna ætla ég að einbeita mér að því.
Ég hef lært að gleðjast yfir litlu hlutunum eftir að ég varð edrú. Í uppsveiflunni títtræddu sem ég reyndar tók ekki þátt í voru það litlu hlutirnir sem gáfu mér lífsfyllingu. Í niðursveiflunni er boðið upp á sama.
Einfaldleikinn klikkar ekki börnin góð, ég er að fullyrða það.
Ég kveiki á kertum um leið og það tekur að rökkva, ég les bækur og ég er með fólkinu mínu.
Ég bloggaði aðeins um bækur í morgun en ég get ekki nógsamlega undirstrikað hversu frábær leið frá þunglyndi og amstri þessa grófa og miskunnarlausa peningaheims bækur eru.
Það er sama á hverju gengur, ég finn alltaf fróun í bókinni. Enda er ég algjörlega ekki til viðræðna á meðan ég les.
Dætur mínar elskuðu bókalestur móður sinnar í uppvexti sínum. Af eftirfarandi ástæðu.
Mamma: Má ég kaupa gallabuxur á sóandsóbilljónir?
Ég: Jájá.
Þær: Er það?
Ég pirruð: Jááááááá, í guðanna bænum látið þið mig í friði börn.
Önnur dæmi sem má nota eftir þörfum:
Má ég fara á diskó?
Má ég vera úti til miðnættis?
Má ég hætta í skólanum?
Má ég myrða nágrannann?
Ók, ekki alveg kannski en þið skiljið vandamálið.
Núna er það hins vegar Hljómsveitin sem verður smá pirraður þegar hann spyr;
Hvar er sóandsóeinhverandskotinnsemliggurbeintfyrirframannefiðáhonumenhannkemur ekkiaugaá?
Ég: Jájá.
Hann: Ha, ertu ekki að hlusta? Hvar er sóandsóogsvoframvegis?
Ég pirruð: Jájájájájájájájájá!
Hann : ARG villtu leggja bókina frá þér.
Ég: Ha! Varstu að segja eitthvað?
Svona er lífið börnin góð.
Engar hamingjupillur eða vökvar á flöskum komast í hálfkvisti við lestur góðrar bókar.
Farið á bókasafnið eða í bókabúðina.
Þar er kreppujöfnunina að finna.
Yfir og út í bili.
![]() |
Nýi Landsbanki tekur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 8. október 2008
Landstjórnin í Kastljósi
Þessa dagana vakna ég með örlítinn sting í maganum á hverjum morgni.
Hvað hefur gerst frá því ég lagði mig?
Í morgun var búið að taka Glitni á sama hátt og Landsbankann.
Heimurinn er að ganga í gegnum miklar breytingar. Græðgipólitíkin hefur beðið skipbrot.
Ég hef á tilfinningunni að ofvöxturinn á þjóðarlíkamanum sé sprunginn, sárið opið en heilunin er hafinn og það svíður helling.
Með illu skal illt út reka.
Svo var "landstjórnin" samankomin í einum manni í Kastljósinu í gær.
í Davíð Oddssyni myndbirtist hin mannfjandsamlega pólitík undanfarinn áratug eða lengur.
Mér fannst Sigmar standa sig ágætlega í að tala við Davíð, þó auðvitað hefði ég viljað dýpri spurningar sumstaðar. En ég dáist að Sigmari. Ég myndi ekki þora að anda upp úr mér orði við Doddson, hann er svo áktoríter eitthvað. Enda hleypti hann spyrlinum sjaldan að.
Ég hef fylgst með DO frá því hann var í borginni og í gegnum landspólitíkina og mér virðist, guð fyrirgefi mér, að enn hafi hann töglin og hagldirnar.
Nú þegar ruglið í peningadrengjunum sem lengi vel hafa verið þjóðarhetjur á lystisnekkjum hefur keyrt okkur í það ástand sem við nú búum við finnst mér tími til kominn að skipta um fólk í brúnni.
Það er ekkert persónulegt, það er einfaldlega kommon sens.
Mitt eigið kommon sens segir mér að Davíð Oddson sé ekki fórnarlamb aðstæðna.
Að þetta peningarugl hafi verið mögulegt vegna hans þátttöku og þá meina ég ekki Davíð einan og sér heldur pólitíkina sem hann og félagar hans hafa rekið hér undanfarin áratug eða lengur.
Það hlakkar ekki í mér vegna ástandsins, svo sannarlega ekki enda erum við þessa dagana öll í sama bát.
En ég vil breytingar. Fólk verður að taka ábyrgð og þar sem ég sá ekki betur í Kastljósinu (og undananfarið reyndar) þá er Davíð sá sem ræður og þá væri lag að byrja á að fá inn mann fyrir hann.
Svo koll af kolli.
Ég hins vegar er nokkuð jákvæð á að nú getum við íslenskur almenningur brett um ermarnar og tekið á.
Við höfum gert það áður. Við erum töff í mótlæti.
Amen að eilífu.
Og að gefnu tilefni. Hér hefur verið sett inn linkur í kommentakerfið þar sem hvatt er til undirskriftar um hvatningu á að DO segi af sér. Erum við á leikskóla? Þetta er ömurlegur gjörningur sem mér skilst að líti ekki fallega út á prenti.
Ekki agítera fyrir svona hallærisgjörningi á minni síðu.
![]() |
FME tekur Glitni yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Þriðjudagur, 7. október 2008
Aðþrengdur kynlífsfíkill?
Ég verð að játa á mig algjöra vanþekkingu á vandamáli David Duchovny.
Ég veit ekkert hvernig ég á að taka á svona hrútleiðinlegu fólki með lágmarks leikhæfileika sem alltaf er að trana sér í sjónvarp og bíómyndir.
Ókei, við reynum aftur.
Ég veit ekkert hvað það inniber að vera kynlífsfíkill. Ég hef greinilega fordóma gagnvart þessari fíkn því ég glotti alltaf með sjálfri mér þegar ég les um hana og hugsa alveg: Góður þessi, fullkomin réttlæting til að eyða lífinu í láréttri stöðu með einhvern ofaná/undir/uppá eða bakatil.
Ég er kynlífsfíkill. Ég ræð ekkert við gredduna. Halló, en ég á erfitt með að skilja þetta. Súmí.
Ég viðurkenni hér með að ég er á tíuára stiginu þegar þessa "fíkn" ber á góma.
Alltaf þegar talað er um fíkn sperri ég eyrun. Er sjálf óvirkur áfengis- og lyfjafíkill og máta þá aðrar fíknir við mína eigin reynslu.
Mín fíkn er konkret. Hún felst í inntöku hugbreytandi efna sem ráðast á ákveðnar stöðvar í heilanum og misþyrma þeim. Ergo: Vandamálið er áþreifanlegt.
Spilafíkn skil ég, vegna þess að ég hef lesið um hana og ég hef talað við fólk sem hefur verið haldið henni.
En kynlífsfíkn? Hvernig virkar hún? Þ.e. þegar viðkomandi er ekki á fullu í "neyslu"?
Alveg: Ég verð að fá að r.... ég er svo bullandi veikur eitthvað?
Eru til leynifélög sem styðja við bakið á kynlífsjúku fólki?
Ég játa mig algjörlega úti að svamla í drullupolli.
Já og ég veit að þetta er ekki hlægilegt. Sjáið Davíð hann er greinilega alveg búinn á því karlinn.
Best ég fari að kynna mér sexaddiction.
Sko strax eftir að ég er búin að kynna mér muninn á rússnesku og pólsku prentmáli.
Þetta er dagur afhjúpunar hvað mig varðar.
Ég er illa upplýstur pöbull í eintölu.
Fjandinn sjálfur.
Úje
![]() |
Duchovny kominn úr meðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 7. október 2008
Fokkmerkið
Það hlýtur að vera sárt fyrir þá sem hafa trúað því inn að innstu hjartans rótum að Bandaríkjamenn væru vinir Íslands.
Það hlakkar alls ekki í mér, svo langt því frá, að annað hefur komið á daginn.
Mér hefur reyndar alltaf fundist að vinátta Kana sé algjörlega í réttu hlutfalli við notagildi "vinanna".
Ég sá Össur bálreiðan í viðtali í Stöð 2 þar sem hann segir að Bandaríkjamenn hafi sent Íslandi fingurinn. Því til áréttingar sýndi ráðherrann okkur fingurinn, sár og dapur.
Ég held að svipað megi segja um Rússa og vináttu. Að þeir séu ekki skömminni skárri en hin stórþjóðin. Notagildið er mælikvarðinn á vináttuna þar líka held ég.
En af einhverjum orsökum vilja þeir lána okkur, amk. lítur allt út fyrir það.
Þá hneigir maður sig bara og segir takk kæru kammíratar.
Bandarísk valdapólitík sökkar eins og hún hefur alltaf gert.
Ekkert nýtt þar á bæ.
![]() |
Þurfum að leita nýrra vina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 7. október 2008
Allt er forgengilegt í henni veröld
Ég er ein af þeim sem held ekki vöku minni. Ég fell alveg fyrir kjaftæðinu um að ástand sé komið til að vera, að ekkert geti unnið á íslenska efnahagsundrinu, svo dæmi sé tekið, þrátt fyrir að þetta sama undur hafi aldrei komið í nálægð við mig.
En peningageðveikisfylleríinu er lokið. Í bili að minnsta. Er það ekki bara alveg ágætt?
Svo brosti ég út í annað þegar ég sá þessa frétt sem Mogginn hefur úr Jyllands-Posten, en þar er leitt að því líkum að Danir muni jafnvel fjölmenna hingað til jólagjafainnkaupa vegna gengishrunsins.
Þá gera þeir það. Eins dauði er annars brauð og ladídadída.
En er það ekki merkilegt hvað hlutirnir geta breyst hratt?
Hvað allt er forgengilegt í henni veröld?
Það virðist hafa verið í gær eða fyrradag þegar Geir og Solla tóku einkaflugvélina á Natófundinn. Alveg; við erum ríkir bastarðar vér Íslendingar. Svo var ullað á almenning.
Ennþá styttra er síðan Þorgerður Katrín (sem ég held upp á, róleg hérna) fór tvær ferðir til Kína með mann og mús. Nóg af seðlum, ekki vandamálið.
Það er heldur ekki langt síðan að maður hlustaði á hverja ræðu Óla pres eftir aðra sem voru svo uppfullnar af sjálfhælni á íslenska þjóð sem var náttúrlega betri, stórari, klárari en aðrar þjóðir. Og allir alveg: Já, hann hefur nokkuð til síns máls.
Það virðist ekki svo ýkja langt síðan heldur að ég og fleiri höfðum efni á að pirra okkur á lúxusvandamálum eins og því að auðkýfingarnir (í þátíð?) voru að byggja með aðstoð þyrlna á Þingvöllum. Ekki að það sé ekki fullkomlega réttlætanlegt að gagnrýna það, en vá hvað það átti eftir að minnka sem valid umræðuefni.
Ég man helling af eyðslusögum bæði af ráðamönnum og peningamógúlum. Ég tók þessar sem smá dæmi.
Ég fer nú ekki út í að rifa upp sleikjuganginn, sérmeðferðina og gagnrýnislausa aðdáunina á bankaköllunum eða drengjunum, sem nú hefur komið í ljós að voru framhliðin ein. Ekki mikil innistæða fyrir öllum milljónagreiðslunum sem þeir fengu t.d. bara við það að færa sig á milli stóla í sama póstnúmeri.
En pointið með þessari færslu er að það er aldrei á vísan að róa.
Þess vegna brosi ég framan í framtíðina.
Við gætum orðið olíuþjóð á morgun.
Hver veit?
Ha?
![]() |
Til Íslands í innkaupaferðir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 6. október 2008
Ástandið á mér
Þegar ég heyrði að setja ætti upp þjónustumiðstöð sem m.a. myndi bjóða upp á áfallahjálp, varð ég skelfingu lostin og þurfti áfallahjálp.
Þegar stjórnvöld setja upp svoleiðis fyrirkomulag þá er eins gott að fá taugaáfall strax, það verður hvort sem er ekki undan því komist.
Ég er sem sagt í heví taugaáfalli.
Samt er ég ekki enn farin að skilja hvað það er sem er svona skelfilegt. En ég skil að það er eitthvað.
Þetta er svo loðið. Hjálp!
Áfallahjálp! Einhver?
Fall í gólf.
![]() |
Fjármálaþjónustumiðstöð undirbúin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 6. október 2008
Ég er enn að bíða - ekki frétt
Geir talað við Godda. Gott, ég var farin að halda að þeir töluðu bara við hvorn annan í krísunni.
Ég beið eftir fréttunum í ofvæni. Ekkert. Nada, að undanskyldu því að málið sé alvarlegt.
Geir sagðiða. Málið er enn mjög alvarlegt og veit hann hvenær hægt verður að segja frá aðgerðaráætlun? Nei hann veit það eigi.
Össur strunsaði út af fundinum með Geir og svaraði engu.
Guðjón Arnar, Steingrímur J. og Guðni Ágústsson voru hvítir í framan af skelfingu og sögðu; málið er alvarlegt, mjög alvarlegt.
Það var þá sem óttanum hjá mér sló inn í alvörunni. Mér fannst ég fá spark í magann. Úff hjartað nærri því stoppaði.
Hver andskotinn er í gangi. Endar ekki þjóðin öll upp á hjartadeild vegna álags sem hún ræður ekki við?
Ég ætla að reyna að gleðjast yfir litlu hlutunum.
Akkúrat núna man ég eftir tveim.
Ég er ekki með rósaroða né heldur þjáist ég af hemicrania continua, eða það held ég að minnsta kosti.
Ég vil svo í stíl við veðrið og ástandið svona almennt og yfirleitt bæta því við að ég er með gubbupest.
Ætli ég sé ekki að deyja bara. Ég verð að minnsta kosti ekki hissa ef minn tími kemur akkúrat núna. Svo ferlega viðeigandi eitthvað.
Farin að lúlla.
Vonandi seinna.
![]() |
Geir og Brown ræddust við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr