Færsluflokkur: Lífstíll
Mánudagur, 20. október 2008
Tekin í görn og nananabúbú
Eftir daginn í dag ætti ég að fá húsmóðursverðlaun ársins þ.e. ef þau væru veitt.
Hvernig ætli svoleiðis verðlaunastytta væri í laginu? Silfursleif - gullpanna - áritaður pottur - eða bara úttekt í Bónus?
Ég gjörsamlega sló sjálfri mér við í dugnaði.
Ég fór í Krónuna, reif þar ofan í körfu eftir miða. Eyðslusemi minni er við brugðið.
Hillusvipurinn var skilinn eftir heima.
Ég þreif, ég bakaði og ég lýg því ekki ég fór í svuntu á meðan ég bjó til kökuna.
Ég hefði átt að vera minna yfirlýsingaglöð á árum áður þegar ég sór og sárt við lagði að ég myndi ekki baka köku þó líf mitt lægi við. Ég myndi aldrei fá kikk út úr því að dúlla mér í eldhúsi. Aldrei!
Þetta var spurning um að vera hipp og kúl í kvennahreyfingunni.
En svona étur maður stöðug ofan í sig.
En..
Rosalega er það í stíl við allt annað hér á þessu landi að maður skuli lesa um hvað stendur til að taka af lánum úr ýmsum áttum til að redda fjárhag landsins sem er í rúst eins og þið vitið eftir að gulldrengir þjóðarinnar tóku okkur í görnina og nananabúbúuðu á okkur jónana og gunnurnar.
Financial Times er að færa okkur fréttir af ástandi mála.
Í framhaldi af því þá langar mig að vita hvort það er ekki kriminellt að hafa komið þjóðinni á kaldan klaka, þ.e. heiti maður feðgar eitthvað og hafi átt banka?
Má bara gera svona og tjilla svo í útlöndum á meðan heimurinn er að garga sig hása yfir því hvað við erum ómerkileg þjóð?
Munið þið eftir manninum sem stal hangikjötslærinu í fyrra og fékk óskilorðsbundið fangelsi?
Ég meina er hægt að brenna upp svo miklum peningum að það séu ekki til refsilög yfir það?
Hvað ætli björtustu vonirnar hafi kostað okkur mörg hangikjötslæri síðan þeir rúlluðu yfir?
Svara plís, ég er eins og ómálga barn, ég veit ekki neitt.
En..
Vikuinnkaupin í Krónunni voru níuþúsundogeitthvað með afslætti.
Ég tók strimilinn Ibba mín.
Ég er neytafrömuður og fyrirmyndarborgari villingarnir ykkar.
![]() |
Óska eftir 6 milljörðum dala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 20. október 2008
Áfallajöfnun
Það er best að skella inn eins og einni fíflafærslu til að áfallajafna.
Ég er nefnilega viss um að það að dagurinn á ekki eftir að verða áfallalaus í pólitískum skilningi og þessi stöðuga óvissa, reiði, og depurð geta drepið heilan hest, hvað þá eymingja eins og moi.
Forstokkað viðhorf mitt í sígarettumálunum er nú orðið mest í nefinu á mér enda ég búin að minnka reykingar niður í nokkrar á dag (misnokkrar múha) og er að verða að löðurmannlegum broddborgara í nikótínhegðunarlegum skilningi.
Hvað um það.
Munið þið eftir myndinni "Leaving Las Vegas"? Æi þessi um manninn sem ákveður að drekka sig yfir móðuna miklu og tekst það auðvitað? Nicolas Cage lék aðalhlutverkið.
Sko þessi mynd virkaði á mig þannig að mig langaði ekki til að fá mér í glas lengi á eftir. Best að taka þó fram að þetta var áður en ég fór að drekka mér til vansa og fjölskyldu minni til ama og sárra leiðinda.
Ergó: Myndin virkaði vel á mig sem fyrirbyggjandi boðskapur.
En hún virkaði ekki vel á kæran vin okkar hér á kærleiks sem þá var að reyna að halda sér edrú og gekk verkefnið brösuglega.
Hann sagði mér að þegar hann horfði á myndina hafi gripið hann þessi rosalega brennivínslöngun sem jókst og jókst í takt við dauðadrykkju söguhetjunnar.
Nú hafa Danir gert rannsókn sem sýnir fram á að tóbaksviðvaranir auki reykingar.
Þetta er nefnilega málið. Fíkillinn, alkinn eða nikótínistinn lýtur ekki sömu lögmálum og hófsemdarmaðurinn.
Ég hef nefnilega setið og reykt í nikótínfullnægingu á meðan ég les alveg kúl og kæld textana á pökkunum sem eiga að fæla mig frá stöffinu.
"Reykingar drepa".
Ég alveg: okokok, eitt sinn skal hver deyja.
"Reykingar eru mjög ávanabindandi, byrjaðu ekki að reykja".
Ég alveg stundarhátt við sjálfa mig: Er líklegt að sá sem er ekki byrjaður að reykja liggi og lesi utan á sígarettupakka? Fífl.
"Þeir sem reykja deyja fyrir aldur fram"
Ég alveg: Só, ég er fimmtíuogsex ekkert unglamb og kem sterkari inn með hverjum deginum sem líður. Hvað segirðu um það addna Þorgrímur Þráinsson reykingarstalker og leiðindapúki?
Fíklar finna alltaf réttlætingar. Hroki og forstokkun er helsta vopnið.
Nú má ég ekki vera að þessu.
Farin út að reykja og á meðan ætla ég að lesa vandlega utan á sígópakkann mér til skemmtunar.
DJÓK
![]() |
Ýtir andróðurinn undir tóbaksfíkn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 19. október 2008
Hverju á að trúa?
Við Hljómsveitin vorum að tala um það áðan að okkur liði eins og við værum í lofttæmdum umbúðum eða ástandi.
Eins og við hefðum lent í náttúruhamförum sem ætlaði aldrei að linna.
Ég held að þessi óvissa, þessi endalausa bið sé að fara illa með alla.
Við finnum ekki fyrir því hverja stund kannski en biðin, það sem er mögulega yfirvofandi heldur manni í heljargreipum.
Svo heyrum við svo margt. Hverju á að trúa?
Það líður ekki sá klukkutími liggur við að hvíslað sé að manni nýjum "fréttum" um hvað sé í deiglunni, mis satt og rétt. Þetta er prime-time samsæriskenningana.
Mig svimaði, svei mér þá.
Ætlar þetta rugl engan enda að taka?
![]() |
Ráðherrar funda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 19. október 2008
Fyrirgefið á meðan ég garga mig hása
Sami grautur í sömu skál hjá Geir enn og aftur.
Engin niðurstaða varðandi Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Ég sem hélt að eitthvað væri að fæðast.
Geir ber ennþá fullt traust til Seðlabankastjóra.
Eruð þið að fokking grínast í mér?
Nú verður Samfó að fara að slíta þessu ef þeir ætla ekki að hverfa af yfirborði jarðar.
Þetta er orðinn ljótur leikur með þessa þjóð.
Hvað eigum við að gera almenningur? Halda áfram að senda faðmlög þvers og kruss.
Stór hluti ykkar sá sér ekki einu sinni fært að standa með sjálfum ykkur í gær og þið fylltuð Laugaveg, Smáralind og Kringlu sem aldrei fyrr.
Busy, busy, busy!
Svei mér þá er þetta ekki mátulegt á okkur bara?
Þið fyrirgefið á meðan ég garga mig hása.
![]() |
Engin niðurstaða enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 19. október 2008
Fórum, vorum, sögðum og gerðum
Þá er það komið á hreint. Það voru hatursfullir erlendir seðlabankar sem urðu íslensku bönkunum að falli. Sjúkkitt, ég vissi að þetta var ekki okkur að kenna. Jeræt.
Margir hafa verið að setja spurningamerki við hausatalningu löggunnar á mótmælafundinum á Austurvelli í gær, ég þar á meðal.
Róleg, það skiptir í sjálfu sér engu höfuðmáli hvort við vorum fleiri eða færri, málið var að við fórum, vorum, sögðum og gerðum og það verður endurtekið um næstu helgi.
Sófadýr og aðrar rolur; haskið ykkur upp á afturendanum og takið þátt.
En.. eftir situr spurningin um fjölmiðlana. Taka þeir svona upplýsingum frá löggu og gleypa hráar?
En í nýja Sunnudagsmogganum er heilsíðuauglýsing um jólahlaðborð.
Ég alveg við sjálfa mig sitjandi ein í eldhúsinu alltof snemma að morgni dags: Jólahlaðborð???? Fer einhver á svoleiðis í ár?
Kannski hefur ástandið gengið gjörsamlega frá þessari litlu neysluhyggju sem ég þó hafði, steindrepið hana alveg, en mér fannst algjört antiklæmax að hugsa til þess að fara í svona fyrirkomulög við ríkjandi aðstæður.
En svo má halda því fram líka að það er jafnvel meiri þörf á svona jippói núna þegar fólk þarf að hressa sig við.
Ég hef mínar leiðir til að gleðja sjálfa mig sumir hafa aðrar. Gott mál.
Varðandi jólahlaðborð þá eru liðin ansi mörg ár síðan ég fór á slíkt.
Það síðasta sem ég heiðraði með nærveru minni var fyrir ríflega áratug og þá gubbaði maður sem sat á næsta borði við mig yfir samkomuna, þar á meðal mig, enda borðaði hann ekkert en drakk þeim mun meira. Það voru ekki margir á þeim tíma sem voru spenntir í matnum.
Svo sá ég að Dorrit dúllurófa á hóp af lopapeysum. Flottar sumar. Ég hins vegar klæði mig ekki í fakírbretti og ligg ekki á þeim heldur.
Mikið djöfulli sem íslenska ullin stingur.
Dorrit fær því rós í hnappagatið fyrir hugrekki og úthald. Hún segist reyndar klæðast einhverju innan undir ullinni en kommon - hvenær hefur það verið nóg?
Ullin stingur í fleiri lög en ég hef tölu á. Meira að segja þeir sem reka sig í mann eiga það til að veina upp.
Ókei, já ég er að ýkja. Heimurinn væri hundleiðinlegur ef maður fengi ekki að smyrja smá.
Ég er farin að borða morgunmat og kem að vörmu.
Já - þetta er hótun aularnir ykkar.
![]() |
Þeir felldu bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 18. október 2008
Farin áður en ég kom
Gaman að sjá hversu talnaglögg löggan er. Ef við vorum á fimmtahundrað þá er ég farin að sjá fimmfalt. Það er ekki öðruvísi.
En kannski er það svo, að ég hafi séð fleira fólk en í raun og sann stóð á Austurvelli.
Það má nefnilega segja að ég hafi mótmælt með glans, eins og mín er von og vísa. Ég var eiginlega við dauðans dyr þarna á Austurvelli give or take smá ýkjur.
En það má að minnsta kosti segja að ég hafi mætt á mótmælin en hafi í raun verið farin áður en ég kom.
Þetta, villingarnir ykkar á sér aðdraganda og það er best að ég deili skemmtilegri innkomu minni að þessum fjöldafundi með ykkur.
Ég er sykursjúk. Ég þarf að sprauta mig á morgnanna hvað ég gerði samviskusamlega í morgun.
Svo gerðist dálítið sem kom mér í vont skap, ég reif kjaft við nokkrar manneskjur, gerði líf nokkurra að heitasta helvíti og eitt leiddi af öðru, ég gleymdi að borða. Var svo bissí í minni frábæru geðshræringu.
Svo tók ég mig til, málaði mig og snurfusaði og hentist af stað í mótmæli.
Never a dull moment.
Við krúsuðum endalaust til að finna stæði ég og Hljómsveitin, vorum auðvitað ekki nógu náttúruvæn til að taka strætó, helvítis svínabest við erum bæði tvö.
Á endanum fundum við stæðið og ég fór að leita að Sörunni og Jennýju sem voru mættar til að hitta okkur.
Og það var þá sem grasið kom eiginlega á móti mér þarna á Austurvellinum. Ég vissi ekkert í hvaða átt ég ætlaði, ég sá nánast ekki neitt og vafraði um eins og drukkin kona sem ég var ekki - ég sverða.
Var auðvitað búin að týna Hljómsveitinni sem ég er gift og elska út af lífinu, en ég ráfaði sem sagt þarna um svæðið alein. Það að við höfum týnt hvort öðru er út af fyrir sig merkilegt miðað við fámennið sem löggan heldur fram að hafi verið á Austurvelli.
Þá hnippti í mig kona sem ég hef ekki séð lengi og var svona líka glöð að sjá mig.
Ég hálf rænulaus í sykurfalli; hæ, geturðu lánað mér símann þinn?
Hún: Ha jájá, hvað segirðu gott annars?
Ég: Símann (milli samanbitinna vara).
Hún rétti mér símann og ég gat loksins hringt í dóttur mína og ég sagði henni að ég væri rokin. Svo rúllaði ég af stað eins og biluð garðsláttuvél.
Helga mín takk fyrir lánið á símanum, ég knúsa þig næst.
Þar með lauk þátttöku minni í þessum fámennu mótmælum upp á nokkuð hundruð sálir.
Mér sem sýndist við vera að minnsta kosti tvöþúsund.
But what do I know?
En við mætum aftur eftir viku og ég ætla að hafa með mér nesti.
Úje.
![]() |
Mótmæla Davíð Oddssyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Föstudagur, 17. október 2008
Gjaldþrota plebbastefnur og góð bók
Das Kapital og Auðmagnið seljast sem aldrei fyrr í kreppunni.
Kannski ætti ég að fara að draga fram mínar Marxísku bókmenntir og rifja upp.
Ég held ekki.
Kapitalisminn og kommúnisminn eru gjaldþrota blebbastefnur sem báðar eru stokkfullar af mannfyrirlitningu.
Ég eins og fleiri ætlast til að ný vinnubrögð verði innleidd og peningatilbeiðslan heyri sögunni til.
En talandi um bækur.
Ég hef verið meira og minna óvirk í allan dag. Ég er nefnilega að lesa bók sem heldur mér algjörlega fanginni úr spennu.
Stefán Máni, sem skrifaði metsölubókina Skipið (kom út 2006) er með nýja bók sem heitir Ódáðahraun.
Á bókarkápu stendur að bókin sé grafskrift íslenska hlutabréfaævintýrisins.
Merkilegt hvað sumir hitta á nákvæmlega rétta tímasetningu hvað varðar efni skáldsagna.
Þessi bók er um íslenskan glæpamann (bókin gerist 2007) sem fer úr dópsölu og yfir í hlutabréfasýsl.
Eins og málið horfir við mér þá gilda í raun sömu lögmálin í glæpa- og fjármálaheiminum.
Ódáðahraun er afspyrnu skemmtileg bók og vel skrifuð.
Og svei mér ef það er ekki að renna upp fyrir mér lágmarks skilningur á hvernig fólk græðir stórar fjárhæðir með vægast sagt vafasömum hætti. Aðeins og seint reyndar, hehemm.
Hvet ykkur til að lesa þessa.
Hér er viðtal við Stefán Mána í síðastu Kilju.
Farin að klára bók.
![]() |
Auðmagnið selst vel í kreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 16. október 2008
Bráðfyndnar nauðganir?
Ég horfði á fyrstu tvo þættina af Dagvaktinni.
Ég tók síðan ákvörðun um að hætta því eftir þá reynslu.
Sú ákvörðun var ekki tekin af því mér fannst karakterarnir orðnir þreyttir og útjaskaðir, sem þeir vissulega eru, ekki heldur vegna þess að frasarnir eru svo ofnotaðir að maður fær aulahroll en nei fyrir þessari ákvörðun voru aðrar ástæður.
Ég hef ekki húmor fyrir nauðgunum. Mér finnst jafn skelfilega smekklaust að fíflast með kynferðisofbeldi á karlmanni og mér finnst það ósmekklegt þegar konur og börn eiga í hlut.
"Grín" með eins skelfilega reynslu eins og kynferðisofbeldi endurspegla oft fordómana í samfélaginu.
Reyndar má ekki lengur grínast með nauðganir á konum, amk. ekki beint og ekki í dagskrárgerð.
Það eru líka verulega fáir sem láta sér detta í hug að grínast með kynferðisofbeldi á börnum þó það sé vissulega til kolruglað lið sem sér húmor í ljótustu birtingarmynd mannlegs eðlis.
Í Dagvaktinni er einn karakterinn undirmálsmaður sem á sífellt undir högg að sækja. Til að gera langa sögu stutta þá er hann misnotaður af drukkinni kerlingarjúfertu.
Er einhver að hlægja?
Ég ákvað hins vegar að blogga ekki um þetta þegar ég sat með óbragðið í munninum strax eftir þessa þætti sem ég sá, mig langaði nefnilega að sjá hvort það kæmu einhver viðbrögð frá karlmönnum. Hvort þeim fyndist ekkert að sér vegið.
Það gerðist ekki, kannski er þetta of mikið tabú ennþá.
En nú hefur það gerst að karlmaður hefur skrifað grein um þennan ömurlega húmor Dagvaktarinnar.
Drengjum er nauðgað, karlmönnum er nauðgað og það er nákvæmlega ekkert fyndið við þá staðreynd.
Ætla mætti að það væri hægt að finna eitthvað smekklegra til að kalla fram hlátur hjá áhorfendum.
Svo hefði mátt setja aðalhetjurnar í smá meikóver.
Þær eru svo þreyttar.
ARG.
Jóhanna bloggvinkona mín bloggaði um þetta fyrir einhverjum dögum líka. Sjá hér.
![]() |
Má grínast með nauðganir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Fimmtudagur, 16. október 2008
Efndir takk og við skulum tala saman
Þegar ég var krakki var alin upp í mér virðing fyrir fullorðnu fólki sem enn eimir eftir að.
Ekki misskilja mig ég er heitur stuðningsmaður almennrar kurteisi í samskiptum á milli fólks en ég vil að virðingin sé óháð aldri og kurteisi við börn og ungt fólk er alveg jafn mikilvæg og við þá sem eldri eru.
En...
Eitt af því sem ég tók mest út fyrir þegar ég var barn var þegar mér var sagt að kyssa þennan og hinn fyrir mig.
Ég var alin upp hjá ömmu minni og ömmubróður og á jólum t.d. streymdu að mér jólagjafir frá fullt af fólki sem ég þekkti lítið eða ekki neitt. Allir að gefa blessuðu barninu hjá gamla fólkinu glaðning á jólunum.
Í hvert skipti sem einhver maður eða kona komu með pakka var sagt við mig blíðlegri en ákveðinni röddu sem gaf til kynna að engrar undankomu væri auðið: Jenný mín þakkaðu Jóni, Gunnu, Siggu og Palla fyrir þig.
Það voru þung spor fyrir mig stundum að þurfa að ganga óvarin beint í knúsið, faðmið og kyssið frá alls kyns fólki, með alls kyns lyktir og nærveru.
Fyrir barn er þetta kvöl og pína, var það að minnsta kosti í mínu tilfelli.
Og núna gengur svona uppáneytt knúsæði, flaggflipp og knús í hvert hús æði yfir þjóðina.
Reyndar held ég að það þurfi ekkert að þjappa íslenskum almenningi saman, við höfum svo lengi skilið hvort annað hérna á þriðja farrými.
Ég held hins vegar að það sé verið að þjappa okkur saman við hina þjóðina í landinu, þessa sem ekkert hefur viljað af okkur vita fram að hruni efnahagslífsins.
Ég er alveg til í að súa Gordon Brown, finnst reyndar að við hefðum átt að slíta stjórnmálasambandi við Bretland þegar þeir gerðu okkur að hryðjuverkamönnum og settu okkur á bekk með brjáluðum glæpamönnum og fjöldamorðingjum, þannig að ég reisi ekki ágreining við þá ákvörðun verði hún tekin.
En það breytir ekki því að ég ætla ekki í neinn sleik við þá sem hér hafa látið allt gossa til helvítis af hvaða hvötum sem þeir/þær gerðu það.
Sannleiksnefndir, hvítbækur og annað slíkt eru orð og innantóm amk. ennþá.
Efndir takk og við skulum tala saman.
Jabb í boðinu.
EITT RISAKNÚS TIL ALLRA MINNA BLOGGVINA. NOTIST EFTIR ÞÖRFUM
![]() |
Eimskip flaggar íslenska fánanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 16. október 2008
Eretta minn eða þinn sjóhattur?
Í mörg ár skráði ég númerið mitt ekki í símaskrá og já börnin mín stillt og prúð það var ástæða fyrir því og nei, ég ætla ekki að segja þá sögu hér og nú.
En nú er ég í nýju símaskránni og þar sem ég vildi koma sterk inn í nýja útgáfu skráði ég starfsheitið fjölmiðill við nafnið mitt.
Húsbandið gat skráð atvinnuheitið sendill við sitt hérna um árið þegar hann notaði símaskránna til að koma aftan að mér af því honum fannst ég alltaf vera að senda hann í snatt. Ég knúsaði hann í klessu þegar hann gerði þetta, fannst hann meinfyndinn og stórskemmtilegur.
Ég vildi sem sé setja þetta flippaða starfsheiti við nafnið mitt og ekki út í bláinn heldur þar sem það eru þúsundir sem eru inni á síðunni minni í hverri viku.
Þessi skráning gekk ekki eftir og ekki heldur hjá heittelskaða sem vildi gera eitthvað nýtt og setti gítareigandi fyrir aftan nafnið sitt.
Enginn stemmari fyrir fíflagangi hjá Símanum af þessu að dæma.
Símaskráin dissaði okkur sum sé og við erum ekki með neitt viðhengi í skránni, bara berstrípuð nöfnin okkar. Plebbalegt.
Ég gleymdi svo að láta setja rauðan ferning fyrir framan nafnið mitt og trúið mér ég er beitt andlegum ofsóknum frá hverju einasta líknarfélagi sem hér starfar og þau eru ekki fá.
Í kvöld hringdi síminn. Kona sem kallaði mig vinan (ég hefði getað verið mamma hennar eftir röddinni að dæma) var ákveðin í að koma mér í aðdáendaklúbb tiltekins félags.
Ég: Nei, því miður, engin aukaútgjöld eins og sakir standa.
Hún á háa Céi: En þetta eru bara 1500 krónur tvisvar sinnum og þú hefur tvo mánuði til að greiða gíróseðilinn VINAN.
Ég brímandi brjáluð en afskaplega kurteis: Má ég biðja þig um að kalla mig ekki vinu þína og ég mun ekki styrkja þitt félag né nokkuð annað í bráð. Ástandið í peningamálunum er þannig. En ég þakka þér fyrir að hringja.
Hún ákveðin í að taka lokahnykkinn sem henni var kenndur í gær á sölutækninámskeiðinu: En þetta félag vinnur þarft starf í þágu sóandsó og spurning hvort það sé ekki hægt að leggja örlítið af mörkum VINAN, það er hægt að skipta þessu í fernt, skipir miklu fyrir fjandans sóandsó félagið.
Ég: Vinan, vinan, vinan, vinan, ég er hérna með afskaplega fallegt lag sem mig langar til að syngja fyrir þig. Það hefur setið í kokinu á mér vinan í allan dag og er að trylla á mér hálsinn.
Hún: Ha, syngja, ha, af hverju, hvað?
Ég blíðlega: Jú ég vil syngja fyrir þig vinan af því að ég get það.
(Þið sem lesið bloggið mitt vitið að það hafa orðið stríð og milliríkjadeildur vegna raddar minnar. Merkilegt hvað fólk verður pirrað þegar ég tek lagið.)
Og ég söng af öllum sálarkröftum í eyrað á þessari elsku:
Er þetta minn eða þinn sjóhattur? Er þetta minn eða þinn sjóhattur?
Ég söng þangað til hún lagði á.
Takk vinan.
Úje.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 2988474
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr