Leita í fréttum mbl.is

Knús á fokkings línuna

 Peace-and-Love

Ég er að bregðast við kreppunni.

Í kvöld hef ég legið yfir uppskriftum hér enda eins gott að elda mismunandi rétti úr þessum örfáu kjöttuttlum sem munu verða á boðstólnum hér á kærleiks, búhú.

En ég festist yfir uppskriftum af jólasteikum eins og kalkúnum, fasönum, bömbum og króódílum (ókei mínus kókófílinn) og fleiru slíku.  Ég hef alltaf verið mjög misheppnuð í sparnaði.  En ég gefst ekki upp.

En án gamans þá kvíðir mig fyrir morgundeginum.

Ég veit ekkert hvað dynur yfir á morgun, kannski verður búið að þjóðnýta Sparisjóðina í skóli náttmyrkurs. 

Síðan ég hætti að drekka hefur mig ekki kviðið fyrir mánudögum.  Ég tek þeim fagnandi.

Nema þessar vikur auðvitað.  Engum er að treysta, allir ljúgandi og ástandið á mér er eins og hjá flestum öðrum, ég er í áfalli, síendurteknu reyndar og spurningin er hvenær maður fer að grenja.

Það er mikið talað um að við verðum að styðja hvert annað, að við séum öll í sama báti.  Biskup, forseti, forsetisráðherra, allir, leggja áherslu á þetta.

Ég er sammála.

En samt er púkinn í mér glottandi út í annað (þegar enginn sér).  Ég hugsa; vá hvað gengið á manneskjulegheitum, náungakærleika og umhyggju hefur snarhækkað í kreppunni.   Allt í einu erum við metnaðarlausu hippalufsurnar með hugmyndafræði sem er verðmæt.  Það var aldrei.

Samkennd með náunganum og svoleiðis kjéddlinga og hommavæl hefur heldur betur ekki átt upp á pallborðið hjá jakkafatasamfélaginu á jeppunum.

Þar hefur hin ryðgaða regla; hver er sjálfum sér næstur verið einkunnarorð í verki og huga.

Ég hef stundum kallað peninga- og græðgisorkuna rakvélablaðsorku því það hefur á stundum verið beinlínis sársaukafullt að anda henni að sér.

En nú eru nýjir tímar.

Og ég ætla að faðma alla í klessu.  Alveg ókeypis.

Knús á fokkings línuna segi ég og óska ykkur góðrar vinnuviku.

Djöfull elska ég ykkur.


mbl.is Þóra er formaður Nýs Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Líney

Knús inn í nýja  vinnuviku

Líney, 12.10.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Æ þú ert svo yndislega hreinskilin eitthvað.... það fyndnasta sem ég veit um í bloggheimum er engin önnur en Jenný Anna að segja fokkings, þú færð mig næstum til að skæla Jenný mín!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.10.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Óska þér góðs mánudags.  Þú ert óborganleg !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.10.2008 kl. 23:33

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

og knús á þig líka hippinn þinn

Sigrún Jónsdóttir, 12.10.2008 kl. 23:47

5 Smámynd: Brynja skordal

knús inn í nýja og vonandi bjartari viku

Brynja skordal, 12.10.2008 kl. 23:51

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

'Ozz elzkum izz' líka, en jólasteikin mín verður samt gamli fátrækramaturinn rjúpuföglinn, einz & þú veist vel.  Ég lofa að lýsa matreiðslunni minni á tuttugu rjúpum í smáatriðum í þremur færzlum næzta aðfangadag á milli 13.00-18.00.

Þú kíkir kannzke á það þá yfir 'hakkaböffinu'.

Fólk í fyrirrúmi....

Steingrímur Helgason, 13.10.2008 kl. 00:00

7 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Gódan mánudag,. Hann er eiginlega byrjadur hér, en ég orka ekki ad fara í háttinn straks. Get ekki slitid mig frá fréttum, fréttaskýringum, bloggi, facebook og øllu thar sem madur getur lesid um thetta. Held ad madur á tímum fattleysis geri allt til ad reyna ad fatta.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:01

8 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

knús á thig líka.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:01

9 identicon

Rjúpan er komin til byggða.Ég hitti 4 stykki í dag.Í návígi.Og stutt frá heimili mínu.Í kirkjugarðinum.Það var lifandi fugl auðvitað.faðm

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:02

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

sömuleiðis....þú þarna frábæri hippi..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:05

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sendi þér knús til baka af fokkings línunni

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2008 kl. 00:12

12 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Á ég að segja þér, Jenný, að ég er búin að eyða helginni með Mr. K. í sumarbústað, þar sem ekkert sjónvarp var og engin nettenging heldur..... við hlustuðum á fréttirnar á RÚV kl 18 and thats it. Og þvílík hvíld og afslöppun sem þetta var, bara að borða, sofa og fá sér rauðvínsglas.... ok. ég veit að þú ert hætt að drekka en mér finnst mjög afslappandi að fá mér vínglas inn á milli, sérstaklega í góðum félagsskap.

Það sem ég á í dag eru 0 krónur á reikningnum mínum, en ég á ótrúlega góða foreldra og systkini, og við ætlum öll að standa saman og allir eru, eins og áður, tilbúin til þess að hjálpa sínum. Ég á mína góðu heilsu, ég hef enga sjúkdóma, hef tvo fætur til að standa í, hef trausta atvinnu og get stundað hana, og síðast en ekki síst þá á ég hraustan og heilbrigðan son. Svo ég á miklu meira en margir. Og ég er þakklát fyrir það  Þessi eign mín er ekki neitt sem hægt er að kaupa fyrir pening.

Ég vil sko líka knúsa þig til baka, kellingin mín, þú lýsir oft upp dagana með pistlum þínum, en svo ætla ég bara svona p.s. að leyfa mér að leiðrétta pínulítið....... maður segir "nebbla" ég kvíði, eða ég hef kviðið, en ekki mig.....  Sorry, Jenný mín, ég er íslenskufræðingur á faraldsfæti og get aldrei sleppt því að breiða út rétta málfræði.... vona að þú fyrirgefir

Knúsur.....

Lilja G. Bolladóttir, 13.10.2008 kl. 00:36

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.10.2008 kl. 01:49

14 Smámynd: Ólöf Anna

Amen á eftir knúsinu

Ólöf Anna , 13.10.2008 kl. 02:16

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 13.10.2008 kl. 06:04

16 Smámynd: Tína

"Ég veit ekkert hvað dynur yfir á morgun, kannski verður búið að þjóðnýta Sparisjóðina í skóli náttmyrkurs." - Kannski verður búið að finna einhverja lausn?

Knús á þig frábæra vinkona og djöfull dýrka ég þig líka. 

Tína, 13.10.2008 kl. 07:27

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér sýnist þessi dagur ætla að sleppa til.....

Hrönn Sigurðardóttir, 13.10.2008 kl. 08:09

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ómædog!! Ertu hippi kjéddlingarlufsan þín?? Þú hefðir nú getað sagt mér það fyrr............!!

Hrönn Sigurðardóttir, 13.10.2008 kl. 08:13

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir að gleðja sinni mitt og hjarta.

Ég beinlínis elska ykkur til tungls og til baka.

Gott ef ekki yfir í næsta sólkerfi.

Lilja: Leiðrétti.  Takk fyrir ábendinguna.

Hrönn: Pís is my middle name.  Ég er hippi og kúli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2985812

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.