Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Illugi er með´etta

Allt sem maður heyrir ótrúlegt þessa dagana og vikurnar virðist hafa þá tilhneigingu að reynast vera satt.  Að minnsta kosti ansi margt.

Ég hef velt því mikið fyrir mér hvers vegna Geir Haarde er svona dedd á því að halda Davíð í Seðlabanka.  Þrátt fyrir að landið, miðin, löndin og álfurnar vilji hann frá.

Ég var að velta fyrir mér hvort Dabbi hefði eitthvað á Geir, en mér fannst það ótrúlegt af því Geir er ógeðslega streit náungi og ekki líklegur til að vera með eitthvað hanky panky í pólitískum eða persónulegum skilningi.

Svo datt mér í hug að ástæðan gæti verið einhver Frímúrarabinding, að þeir hefðu gengið í klíkubandalag á sellufundi þar, hvað veit maður.  Ég var farin að hallast á  eitthvað svona Bræðraband í þessari endalausu undrun minni á langlundargeði Geirs sem jafnvel hefur logið eins og sprúttsali hvað eftir annað, að fjölmiðlum sko.

Og svona er ég búin að fabúlera um Geir og Dabba bandalagið alveg út í eitt.

En nú hefur Illugi komið með skýringu sem mér sýnist muni vera sönn.

Gvöð hjálpi okkur öllum.

Eða hvað?


Nördinn er með tvær í takinu

Ein aðal ástæðan fyrir því að ég er ekki búin að tapa þeirri litlu glóru sem ég enn hef yfir að ráða er einfaldlega sú að ég hef nóg að lesa þessa dagana.

Ég hef sagt það áður og segi það enn að eitt besta ráðið á svona tímum er að lesa sig í gegnum þá.

Nóg er framboð af bókum í ár eða 759 titlar, það ætti að duga vel fram á mitt ár.

Þessa dagana er ég með tvær í takinu, sko bækur.  Reyndar var ég að ljúka annarri í gærkvöldi.

Bömmerinn við góðar bækur er að þær klárast alltaf.

ljósaskipti

Ljósaskipti er bók sem selst hefur selst í bílförmum í Ameríku.

Það má segja að bókin sé unglingabók fyrir unglinga á öllum aldri.  Hún er um vampírur.  Nútímavampírur sem eru nokkurs konar grænmetisætur, þ.e. þær lifa á dýrum ekki fólki.  Mjög hipp og kúl. 

Það er eitthvað við vampírugoðsögnina sem er svo heillandi en jafnframt skelfilegt.

Þarna er söguhetjan í nokkurskonar ástarsambandi við strák sem er blóðsuga. 

Ég var að pæla í því hvort vampírumenn væru ekki toppurinn á tilverunni hjá spennufíknum konum, hverjum ég hef átt sögu um að tilheyra.  Það yrði ekki afslöppuð stund með svoleiðis ástarviðfangi.

Hugsið ykkur að vera t.d. boðið út að borða af svona náunga og vera alveg: Verð ég drukkin eða kysst í kvöld?  Velur hann mig eða af matseðlinum? Spenna, spenna, spenna.

Svona fyrirkomulag gefur hugtakinu "að geta étið einhvern" algjörlega nýja merkingu.

Ég mæli heils hugar með "Ljósaskiptum".  Sökkvið tönnunum í hana börnin góð.Devil

Svo er ég að lesa "Bókaþjófinn" líka.

bókaþjófurinn

Þetta er bók sem ekki verður lesin einn, tveir og þrír.

Bókinni hefur verið líkt við "Dagbók Önnu Frank" og ekki út í bláinn sýnist mér.

Á vef bókaútgefandans segir:

"Lísella hefur dálæti á bókum en til að geta eignast þær verður hún að stela þeim – og í bókunum uppgötvar hún mátt orðanna og tungumálsins og um leið mátt illskunnar sem oft er tjáð í orðum. Þetta er sagan um hana og fólkið í götunni hennar sem bíður örlaga sinna þegar sprengjuregnið hefst.

Þetta er saga um hugrekki, manngæsku, gleði og ást en einnig ótta og óskiljanlega grimmd. Umfram allt er hún óður til lífsins og alls sem lífsandann dregur."

Til að gera langa sögu stutta þá er þessi bók algjör skyldulesning. 

Ég þarf engin kreppuviðtöl við sálfræðinga eða geðlækna (ha presta?  Eruð þið ekki í lagi?).

Reyndar horfi ég orðið nánast ekki á sjónvarp nema fréttir og fréttatengda þætti.

Syngjandi Býflugan á Skjánum er ekkert annað en ofbeldi á fólki sem á sér einskis ills von í kreppunni.

Útsvar, spurningakeppnin á RÚV gerir ekkert fyrir mig heldur, bara ekki mín kókdós svona utanbókalærdómsspurningakeppnir.  Er eitthvað svo nördað - of nördað fyrir mig sem er þó nokkuð af þeirri tegund fólks.

Neh, þá les ég í staðinn.

Sé ykkur seinna ljósin mín.  Ég þarf að sinna ákveðnu verkefni.

Hvaða verkefni?

Jú ég þarf að lesa smávegis.

Og hananú.  Nördinn hefur talað.

 


mbl.is Blómleg útgáfa bóka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott Erla Bolladóttir og Mikael Torfason fullkomnaði helgina

Ég horfði á viðtalið við Erlu Bolladóttur hjá Evu Maríu í gær. 

Mér fannst hún standa sig með prýði og mér finnst hún hafa unnið vel úr þeim skelfingum sem yfir hana dundu sem unga stúlku.

Þrjú ár í fangesli vegna rangra sakargifta fyrir utan einangrun og illa meðferð er nokkuð stór lífspakki svo ég taki nú ekki stærra upp í mig.

Annars fer þetta Geirfinnsmál ennþá alveg svakalega fyrir brjóstið á mér.

Ungir krakkar sem stóðu félagslega höllum fæti voru dregin inn í mál sem ég tel nokkuð víst að þau hafi ekki haft nokkuð skapaðan hlut með að gera.

Á þeim voru brotin mannréttindi og þau sköðuð og meidd fyrir lífstíð.

Þess vegna gleður mig að Erla skuli vera að skrifa bók um reynslu sína.

Auðvitað fæst þessi réttarskömm ekki endurupptekin, allt of margir valdamenn eiga þar hagsmuna að gæta.

Ég er eiginlega komin á þá skoðun að kerfið okkar sé búið að vera gjörspillt lengi og nú fyrst erum við að sjá afleiðingar þess og það í stórum skömmtum.

Mikael Torfason setti punktinn yfir i helgarinnar hvað mig varðar.

Hann var með talpistil í Mannamáli í gær og hann náði mínum eyrum og það algjörlega.

Við erum svo "góðir" við Íslendingar og svo fljótir að fyrirgefa.

Hehemm, ætlum við að halda því áfram.

Hér er Mikael.  Ekki missa af þessum frábæra pistli.

Kastljósið.


Afsakið á meðan ég garga mig hása

Eftir daginn í dag var ég alvarlega að íhuga það að hætta að horfa á fréttir og lesa blöðin.

Ástæða: Ég get ekki tekið við mikið fleiri upplýsingum um lygar og spillingu, aðgerðarleysi og fyrirlitningu á almenningi í þessu landi.

Samt er það engin lausn, þ.e. að hætta að fylgjast með en það er nokkuð ljóst að box Pandóru hefur verið opnað og út úr því vellur viðbjóðurinn.

Geir heldur áfram að segja ósatt.  Hann fullyrðir að engir brestir séu í stjórnarstarfinu.

Kannski er hann ekki að skrökva, kannski hefur ágreiningurinn og skortur á samhljómi á milli stjórnarflokkanna algjörlega farið fram hjá manninum svona eins og 185 milljón krónurnar sem bankastjóri Glitnis gleymdi að hún hafi talið sig kaupa hlutafé fyrir.

Öll þjóðin sér að það er ekki mikil samstaða í stjórnarsamstarfi.

Það eru bókstaflega allir ljúgandi eins og friggings sprúttsalar.

Nú hefur komið á daginn að Kaupþing (amk.) skuldhreinsaði toppana rétt fyrir þjóðnýtingu bankans.

Vitið þið það gott fólk að þetta getur ekki gengið svona lengur.

Það verður að stokka upp þetta gegnumrotna kerfi og koma á nýjum vinnubrögðum.

Ég treysti engri íslenskri stofnun til að rannsaka eitt né neitt, það eru allir tengdir í allar áttir.

Ef ekki í gegnum blóðbönd og mægðir þá tengist þetta lið hvort öðru í gegnum leynireglur eða pólitíska flokka.

Ég vil láta erlenda aðila rannsaka allan pakkann og ég vil sjá það gerast strax.

Já og nýjustu fréttir eða þannig eru að Geir hefur ekki í neinu breytt afstöðu sinni til stjórnar Seðlabankans.

Mikið rosalega ber þetta fólk litla virðingu fyrir íslenskum almenning.

Afsakið svo á meðan ég garga mig hása.


mbl.is Geir: Engir brestir í stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil falleg saga

 pakistan3

Lífið er ekki bara leiðindi, svo langt því frá.

Fyrir þremur árum hóf yngsta dóttir mín hún Sara nám í Fjölbrautarskóla Ármúla.  Hún helltist úr lestinni vegna annarra pælinga og settist því á skólabekk aftur til að ljúka því sem hún hafði byrjað á.

Hún fékk þá snjöllu hugmynd að stofna hjálparstarfsnefnd við skólann sem tók að sér það verkefni í samvinnu við ABC barnahjálp að byggja skóla í Pakistan fyrir 200 börn.

Núna er hjálparstarfsnefndin löngu orðinn áfangi við skólann og á þremur árum, eftir ótal kökusölur, fatamarkaði, útgáfu ljóðabókar, tónleika og endalausa sjálfboðavinnu þeirra sem eru í áfanganum er þetta afraksturinn.

Þegar Sara og Erik giftu sig fyrir tveimur árum afþökkuðu þau brúðargjafir en báðu fólk að leggja inn á skólabygginguna í staðinn.

Margir hafa lagt hönd á plóginn.

Það er hægt að gera ótútrúlegustu hluti með sameinuðu átaki.

Það á vel við núna að minna fólk á að saman erum við sterk.

Skólinn verður tilbúinn í desember n.k.

pakistan4

En börnin 200 fá nú kennslu (og mat) í bráðabirgðarhúsnæði.  Mörg þessara barna koma úr þrælkunarvinnu sem þau hafa verið í sum frá þriggja ára aldri. 

Pakistan

200 litlar sálir eru komnar í skjól og mér finnst það svo stórkostlegt að ég get tæpast lýst því hversu frábært framtak mér finnst þetta vera hjá krökkunum í Ármúlaskóla.

pakistan1

Þriggja ára vinna er að skila sér.  Að vísu vantar eitthvað örlítið upp á en það er allt að koma.

Mig langaði til að deila þessari fallegu sögu með ykkur.

pakistan7

Mér finnst reyndar hálf óþægilegt að monta mig af börnunum mínum en ég læt það vaða.

Saran hefur glatt hjarta mömmu sinnar og það ekki lítið með þessu máli öllu saman.

Lífið er nefnilega fallegt líka.

Látið ykkur dreyma fallega.

pakistan5

GN.


Halló - ekki neinar smá fréttir

Hérna er stórfrétt sem lætur lítið yfir sér.  Undarlegt.

Ráðherrar Samfó lögðu fram bókun á ríkisstjórnarfundi þar sem þeir segja Davíð Oddsson, formann stjórnar Seðlabankans, alfarið starfa í umboði Sjálfstæðisflokks!

Halló - þetta eru ekki neinar smá fréttir.

"Sigurður Líndal, lagaprófessor, segir við blaðið að bókun sem þessi sé afar sérstök og beri vitni um alvarlegan ágreining. Þegar slíkur ágreiningur sé uppi sé undarlegt að fólk sætti sig við slíka stöðu án þess að krefjast breytinga."

Ég skil ráðherra Samfó þræl vel, Davíð er ekki til samstarfs hæfur eins og flestir vita.

En er þetta hægt?

Ríkisstjórnin samanstendur af tveimur flokkum, varla er hægt að segja sig frá einstökum stofnunum eða hvað?

Ég spyr og spyr enda eru sífellt hlutir að gerast hérna þessa dagana sem eru án fordæmis.

En er ekki einfaldast að hætta þessu jukki, bóka þetta og bóka hitt?

Ríkisstjórnin er varla stjórntæk þegar svona er komið.

Því segi ég, hætta að bóka, mótmæla, tuða og stöffast áfram í handónýtu hjónabandi.

Þetta er eins og samband hjóna sem er að fara í vaskinn.

Ef eiginmaðurinn myndi segja við frúna; Gunna ég tvæ hendur mínar af syni okkar honum Villa, hann hlýðir engu.  Hann er héðan í frá alfarið á þínum vegum! 

Fíflaganur eretta.

Kjósum.

Jájá.


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Zero stytttur - zero lífshamingja

Það á að halda áfram mótmælunum í dag eins og undanfarna tvo laugardaga.

Nú geta þeir sem eru í góðum göngumálum byrjað með að ganga frá Hlemmi klukkan 14,00 niður á Austurvöll þar sem fjöldafundur hefst kl. 15,00.  Þeir sem eru fótfúnir, þreyttir eða einfaldlega húðlatir geta þá mætt beint á fundinn.

Þeir sem eiga heimangengt mæta væntanlega og ýta undir kröfuna um nýja tíma á Íslandi.

Ég var vöknuð fyrir allar aldir í morgun og fór út að reykja vafinn inn í allskyns teppi og gærur.

Ég skalf úr kulda.  Samt á að vera hlýtt í dag.  Guð láti á gott vita.

En..

Svo komst ég að því hvað ég er ógeðslega auðveld bráð fyrir auglýsendur.

Í Mogganum er nefnilega heilt fylgiblað um jólahlaðborð.

Það upphófust heitar kappræður milli mín og mín um prós og kons jólahlaðborða.  Ég er margklofinn persónuleiki ég sverða.

Hin hvatvísa ég og hin skynsama ég börðust hatrammri baráttu til sigurs.

Skynsamari hlutinn sem er tiltölulega nýfæddur og því afskaplega máttfarinn og reynslulítill gagnvart hvatvísari hlutanum sem hefur áratuga reynslu og þekkingu í að manipúlera þetta hylki sem hann er staðsettur í, átti í verulegum erfiðleikum með að verjast ágjöfinni.

Það er í raun ótrúlegt að maður geti farið að láta sig vanta allskyns bara af því það er sett fram í stemmingu í fjölmiðlum.

Ég hef ekki farið á jólahlaðborð töluvert lengi og ég hef ekki saknað þess nokkuð skapaðan hlut.

Samt slefaði ég yfir myndum af veisluborðum þar sem kertaljósin gerðu stemminguna svo huggulega að mig langaði inn í myndirnar.

Manni getur nefnilega farið að vanta ótrúlegustu hluti ef þeir eru settir nógu skemmtilega upp.

Kommon ég þekkti einu sinni konu sem gat ekki á heilli sér tekið af því hún þurfti að eignast styttur.  Svona sjúkur getur maður orðið í kaupfíkninni og neyslupólitíkinni.

Zero styttur - zero lífshamingja.

Halló?

En hvað um það, allir á mótmælin sem rykkorni geta valdið og ekkert röfl.

Látum hendur standa fram úr ermum (hvaðan kemur þetta rugl?).

Viðeigandi og í boði hússins.

Sameinuð stöndum við.  Jájá þið þekkið jargonginn.


mbl.is Efna til mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfuls sorg og leiði

Á þessum árstíma er ég venjulega búin að fara nokkrar könnunarferðir ofan í kassana sem geyma jóladótið. Ég er nefnilega jólafrík.

En ekki núna.

Þegar snjóaði fann ég engan fiðring, ekkert pre-jóla.

Að auki er ég meira að segja fallin frá að fremja kviðristu á sjálfri mér þessi jólin fái ég ekki rjúpu.  Samt sór ég þess dýran eið í fyrra þar sem ég grét yfir svínasteikinni.  Djöfuls sorg og leiði.  Óréttlæti og viðbjóður í þessum heimi.  ARG.

Nú er ég í axlaryppi bara kúl á því. 

Að þessu sögðu og hugsuðu þá er ég komin að þeirri niðurstöðu að kreppan hafi stolið af mér tilhlökkuninni og kannski jafnvel jólunum.  Hvað veit ég?

Ég er að minnsta kosti haldin einhverjum janúarfíling.  Þið þekkið hann trúi ég.  Aljgör friggings bömmer.

Við frumburður vorum að ræða kreppuráð í gær.

Við tókum um það ákvörðun að þessi jólin yrðu bækur eða geisladiskur í pökkunum.

Ekki rándýrar gjafir.

Þess vegna gladdi það mig óumræðilega þegar ég las viðtengda frétt.

Bókaverðið helst óbreytt frá því í fyrra.

Það er þá að minnsta kosti eitthvað jákvætt í fréttum þessa dagana.

Kannski ég fari fram í geymslu og kíki á seríurnar.

Virka þær?  Þarf ég að fjárfesta í nýjum eða á ég að berja mig með þeim?

Fer eftir örvæntingarstiginu get ég sagt ykkur.

Svo er að hnoða í smákökur (DJÓK).

Ég er farin að tékka.

Gleðileg jól. 

Falalalalalalalala!


mbl.is Verð á bókum óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir ríðandi á ströndinni

 

woman_laughing

Fólk er að hamstra brennivín á fullu þessa dagana.

Það gæti nefnilega hækkað. Mun sennilega gera það á morgun, fjárinn fjandsamlegur.

Sumir eru farnir að kaupa "jólavínið".

Ég þekkti mann sem var afskaplega ábyrgðarfullur jólavínskaupandi.  Hann byrjaði strax fyrstu helgina í desember að byrgja sig upp.  Hann sagði sem svo að gott væri að vera fyrirhyggjusamur húsbóndi í heimilisrekstri.

Svo verslaði hann jólavínið alveg fram á síðasta dag.  Það gerðust nefnilega hlutir hjá þessum mæta manni.  Jólavínið snemmkeypta beinlínis þröngvaði sér ofan í þennan praktíska mann.  Þetta varð til þess að hann var tilneyddur og blásaklaus neytandi hátíðaráfengis á virkum dögum fram að jólum.  Maðurinn var afskaplega sorgmæddur yfir þessu óstýriláta eldvatni sem hann hafði lent á.

Ég er auðvitað öll af vilja gerð til að sjá björtu hliðarnar á tilverunni.

Þar sem ég er óvirkur alki þarf ég ekki að steðja í áfengisverslunina og sanka að mér birgðum.

Reyndar tel ég mig nokkuð vissa á því að alkar almennt séu ekki að velta fyrir sér verði á vímugjafanum.  Það er einhvern veginn aukaatriði.

En þarna er ég að græða stórar fjárhæðir vegna edrúmennsku minnar.  Jájá.

Ég get líka glaðst yfir því að þurfa ekki að kaupa snús. Hef reyndar aldrei notað svoleiðis en það er samt gleðiefni í kreppunni.

Svo ég tali nú ekki um hass.  Hvað ætli gengið á gramminu sé þessa dagana?  Alveg er ég viss um að þarna er ég að spara rosalegar fjárhæðir.  Ég hef heldur ekki verið í dópsmóknum en samt, gleðiefni að geta sparað þar.

Mesta "spar" ársins er þó sófasettið sem mér finnst fallegt og fæst í búð.

Ég hafði reyndar ekki efni á því heldur fyrir kreppu og ég ætlaði alls ekki að kaupa það en það er sparnaður engu að síður.

Allt sem maður kaupir ekki sparar peninga.

Vitið þið það ekki aularnir ykkarÐ

Hvað ætli ferð á ströndin í Dubai sé að gera sig á?Devil (Er það ekki þar sem allir eru ríðandi á ströndinni?).

Háar fjárhæðir í buddu þar.

Lífið er ljúft og skál í vatninu.

Ekki orð um það meir.


mbl.is Fólk hamstrar vín fyrir hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er mig að dreyma?

 dd

Ég sem þessa dagana lít á mig sem óflokksbundna og algjörlega óháða pólitískt get samt ekki annað en glaðst þessa stundina.

Gamla byltingarhjartað tók nokkur aukaslög hérna - ég er þakklát fyrir að sjá þessa niðurstöðu úr könnun Gallups.

VG STÆRRI EN ÍHALDIÐ - ER MIG AÐ DREYMA???

Jájá úrtölufólk, þetta er skoðanakönnun og?

Annars var ég að ræða það við dóttur mína í dag að ég væri endanlega hætt í flokk.

Allt hjarðeðli er á bak og burt ég er frjáls og óháð eins og gamla DV.

Sko, það er svo heftandi að hengja sig aftan í pólitískan flokk það þrengir að manni eins og ógeðslega þröngur rúllukragi.  Aghhh 

Maður getur verið sammála í grófum dráttum en aldrei gæti ég skrifað upp á heila stefnuskrá hvað þá fylgt einhverjum að máli bara af því ég borga félagsgjöld inn á sama reikning og viðkomandi.

Reyndar er það lygi ég hef alveg verið dedd á því að vera skráð í flokka ég er eiginlega að meina að nú orðið get ég ekki hugsað mér að hanga á bás.

Samt er ég á því að VG er besti kosturinn sem völ er á í flokkaflórunni.

Það finnst mér í dag.

En ekkert endilega á morgun.

Það er í fínu því ég er óbundin, unaðsleg og á eigin vegum.  X-Ég.

Ég stend engum reikningsskil nema sjálfri mér.

Ég er komin á nó búllsjitt aldurinn - það er á hreinu.

Úje

Sjálfstæðisflokkur - nananabúbú- snæðið hjörtu og lifur.

ARG


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 2988473

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband