Færsluflokkur: Lífstíll
Fimmtudagur, 30. október 2008
Afsakið á meðan ég hendi mér fyrir björg
Frumburðurinn hún Helga Björk var hérna hjá mér í heimsókn.
Við vorum að ræða saman.
Hljómsveitin var nýkomin heim og hann kallaði fram og bað okkur um að hætta að rífast.
Við: Ha? Erum við að rífast? Við erum að tala um pólitík.
Hann: Það heyrist ekki mannsins mál í hverfinu talið aðeins lægra.
Við reyndum eftir bestu getu að tala lægra, hehemm en við vorum ekki að rífast sko.
Við vorum algjörlega og gjörsamlega ósammála - meira hvað fólk á erfitt með að skilja svoleiðis fyrirkomulag.
En að öðru, ef ég hef náð kjarna málsins í umræðunum á Alþingi í dag þá verða tillögur til aðgerða sendar Alþjóða gjaldeyrissjóðnum á morgun.
Tillögurnar sem sumir vilja kalla samningsdrög eru leyniplagg og stjórnarandstaðan fær ekki einu sinni að vita um innihaldið.
Ég persónulega gæti öskrað mig hása yfir þessu gerræði.
Er verið að skuldbinda okkur og komandi kynslóðir hérna án þess að nokkur fái að vita um það fyrr en allt er um garð gengið, fyrir utan ráðherra og Seðlabankastjóra?
Svo líður mér þannig að í raun sé það Seðlabankastjórnin (lesist DO) sem ræður á Íslandi í dag.
Það er fyrir mér verra en nokkur martröð.
Afsakið á meðan ég hendi mér fyrir björg.
![]() |
Vill endurskoða ESB og Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 30. október 2008
Edo - edo - edo
Þessi færsla er bömmerjöfnun.
Það sem heldur í mér sönsunum þessa dagana eru bækurnar mínar og Hrafn Óli Eriksson, sem ég hef fengið að vera með fyrir hádegi þessa vikuna.
Það er tæpast til betri félagsskapur en barnanna (á öllum aldri auðvitað).
Í morgun lékum við okkur all svakalega mikið við Lilleman.
Hann gengur með öllu og hermir eftir hverju hljóði sem hann heyrir.
Svo trommar hann, eins og pabbinn auðvitað og lemur í allt sem hann kemur nálægt.
Svo kom pabbinn að ná í barn og sá stutti brosti út að eyrum, sem hann gerir reyndar alltaf, afskaplega glaðsinna þessi drengur, eins og hin þrjú barnabörnin reyndar líka.
Pabbinn sagði:
"Lilleman, säg hej då til mormor".
Og litla skottið sagði, "edo, edo, edo og var enn að þegar hann var kominn út að bíl.
Ég var í heví krúttkrampa lengi á eftir.
Lífið er dásamlegt.
Ójá.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Maður spyr sig
Ég sá á einhverri sjónvarpsstöðinni viðtal við stjórnmálafræðing sem ég man ekki hvað heitir.
En það skiptir ekki máli en það sem hann sagði var merkilegt.
Þetta með að íslenskir ráðherrar (þingmenn eflaust líka) segi ekki af sér þrátt fyrir að stundum hafi verið ástæða til.
Nú muna eflaust allir eftir Monu Shalin, sænska ráðherranum sem sagði af sér eftir Tobbelrone kaupinn á krítarkort ráðuneytisins.
Og danska ráðherrarnum sem borgaði gistingu fyrir sig með krítarkorti hins opinbera.
Það hlýtur að vera eitthvað í þjóðarkarakternum sem gerir það að verkum að við höfum svona mikið þanþol gagnvart ráðamönnum.
Einhvers staðar sá ég líka skrifað um að ráðamenn þekki gullfiskaminni íslensks almennings og bíði af sér pirringinn.
Spurningin er hvort það gerist núna líka.
Annars var ég kjaftstopp áðan þegar ég sá þetta.
Hrokinn og virðingarleysið gagnvart almenningi er algjört.
En eigum við þetta ekki skilið almenningur?
Maður spyr sig.
En að öðru, Reuters var með umfjöllun um undirskriftarátakið "við erum ekki terroristar" og svei mér þá ef ég er ekki smá stolt af okkur Íslendingum.
Við getum staðið saman, það er nokkuð ljóst.
Þeir sem eiga eftir að skrifa sig á listann, hér er hann.
![]() |
Mótmæli vekja athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Samþykkjandi með hinnarri
Ég var að ræða það við kæra vinkonu í dag að mér liði eins og ég sé inni í miðri Fellinibíómynd.
Raunveruleikinn er geðveikislega súrrealískur þessa dagana.
Engar venjulegar reglur eru í gildi lengur, allt bara happening allan daginn út í gegn.
Það er eins og flestir séu að jafna sig eftir fyllerí og að það gangi illa. Timburmennirnir búnir að læsa sig í sálina og komnir til að vera.
Stundum fæ ég hláturskast yfir ruglinu og óvissunni, hreinlega hlæ eins og vitleysingur og ég held að það stafi af því að ég er með kökkinn í hálsinum og þarf að gæta mín svo ég fari ekki að grenja.
Og svo baka ég eins og mófó bara svo þið vitið það.
Samfylkingin er að drepa mig, þ.e. hegðun margra málsmetandi manna/kvenna þar á bæ.
Þeir eru í ríkisstjórn en samt í bullandi stjórnarandstöðu.
Það er í raun brjálæðislega tragikómískt að Samfó er mótmælandi aðgerðum ríkisstjórnarinnar með annarri en samþykkjandi með hinnarri.
Af hverju þessi flokkur heldur áfram í þessu stjórnarsamstarfi er mér hulin ráðgáta.
Ókei, ef þeir væru þá í ríkisstjórninni og hegðuðu sér eins og þeir meinuðu það þá er hægt koma sér upp tolerans fyrir því.
En þeir geta það ekki og ég skil það líka, í raun mikið betur.
Verst að þeir skyldu ekki átta sig á að samstarf við íhald er baneitruð blanda og bráðdrepandi. Algjör koss dauðans. XXX
Það er beisíklí bara Framsókn sem á að renna saman við íhaldið, þeir kunna það best og eru að týna tölunni blessaðir. Afdrif þess flokks eru fyrirséð.
Reyndar er formaðurinn þar í öflugu stjórnarsamstarfi þessa dagana.
Þetta er eins og á hippaárunum.
Þá voru allir með öllum.
Peace love and fucking happiness.
KJÓSUM KRAKKAR - KOMMON SAMFÓ!
Úje
![]() |
Ekki benda á mig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 28. október 2008
Sælir eru fokkings fátækir
Prestaframleiðslan er greinilega ekki í samdrætti vegna kreppu.
Hvað er ég að blogga um prestvígslur?
Ég gæti allt eins farið að sökkva mér í rit um heilaskurðlækningar eða hvernig á að leggja ljósleiðara.
Mér gæti sum sé ekki staðið meira á sama.
En ég sá þarna tækifæri til að koma inn á boðskapinn frá biskupi um daginn.
Æi þið vitið þegar hann sagði að við höfum aldrei verið auðugri Íslendingar en einmitt núna.
Tali hver fyrir sig - en hvorki ég né meirihlutinn af þjóðinni hefur verið í verri málum með tilliti til auðlegðar en nú um stundir.
Ég hugsaði alveg: Hm.. aldrei verið auðugri, hverja þekkir maðurinn?
Svo rann upp fyrir mér ljós.
Hann er að tala um auðinn sem mölur og ryð fá ekki grandað.
Auðlegðina frá föðurnum á himnum.
Jájá gott fólk, búið til graut úr þeim heilagleikaköggli fyrir börnin ykkar. Látið það ríkidæmi í nestisbox afkomendanna.
Þetta andlega auðlegðarkjaftæði hefur verið notað af kirkjunnar mönnum frá upphafi vega.
Sælir eru fokkings fátækir.
Mér finnst svona tal vera niðurlægjandi og fullt af hroka og biskup hefði átt að hafa innsæi til að láta þessa auðlegðarræðu eiga sig.
En af því það er stöðugt verið að nota ráðleggingar úr biblíunni til að svæfa múginn þá skil ég alls ekki af hverju öllum boðskapnum er ekki haldið til haga úr ræðupúltum kirkjunnar.
Eins og t.d. að fara og gefa eigur sínar fátækum og dúndra sér í vinnu fyrir hönd föðurins, sonarins og hins heilaga anda.
Nei, þeir minnast ekki á það blessaðir kirkjunnar menn.
Hvað eru prestar og biskupar annars með í laun?
Og eru þeir ekki allir búandi í einhverjum annexum við kirkjurnar?
Spyr sá sem ekki veit.
Já og skinheilagleiki fer ógeðslega í taugarnar á mér.
Ég held að markaðurinn fyrir svona blaður sé alls ekki að ganga í fólk á tíma þar sem blákaldur raunveruleikinn blasir við og fátt virðist til bjargar, amk. ennþá.
Súmí.
Annars er ég bara svona að rífa kjaft um þetta mér til skemmtunar og öðrum til óþurftar, eitthvað verður maður að dunda sér við í veikindunum. Múha.
![]() |
Fjögur taka prestvígslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Þriðjudagur, 28. október 2008
Afsakið á meðan.....
Nú get ég sagt; afsakið á meðan ég æli og meinað það.
Ég er nefnilega með skammlausa gubbupest og það skal viðurkennast að mér finnst það afskaplega skemmtileg tilviljun að sálarlífsæluþörfin skuli verða áþreifanleg í raunheimum.
Nú skrapp ég aðeins frá og sendi fallegan boga af magainnihaldi upp í himinhvolfið. DJÓK.
Ég veit ekkert um vexti. Þ.e. stýrivexti.
Mér er sagt að það sé betra að þeir séu lágir.
Mér er sagt að það sé skelfilega og óheyrilega vont fyrir almenning þegar þeir eru háir. Samt eru þeir endalaust hækkaðir.
Mér er líka sagt að við séum með hæstu svona vexti á allri jarðarkringlunni.
Auðvitað veit ég svona sirka hvað stýrivaxtahækkun hefur í för með sér en hvergi nærri nóg.
Nei, ekki reyna að útskýra fyrir mér - ég er ekki í stuði til að meðtaka svona upplýsingar.
En hafið þið ekki orðið var við ákveðnar heilaflækjur vegna allra háu upphæðanna sem alltaf er verið að kasta á milli sín í umræðum?
Þrjúhundruð milljarðar - tvö þúsund milljarðar Evra og áfram endalaust.
Rosalega er maður aumur með sín tæp tvöhundruð þúsund í lommen á mánuði.
Hvernig hefur maður komist af?
En ég kíkti hérna aðeins til að hressa mig við.
Ég er í alvörunni veik og ekki vorkenna mér, ég fagna því að hafa annað að hugsa um en yfirvofandi meiri kreppu og núverandi skelfingarástand.
Takk öll fyrir kommentin í færslunni á undan.
Ég held ég gæti knúsað ykkur í klessu.
Yfir til ykkar.
Lesið Málbeinið. Klikkar ekki frekar en vanalega.
![]() |
Vaxtahækkun vegna IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 27. október 2008
Skrifað af hrúgu manna
Það var reynt að innræta mér virðingu fyrir áktoriteti.
Það tókst ágætlega og lengi vel hneigði ég mig átómatískt ef ég sá menn í búningum.
Löggur, dómarar og fógetar (já og skipstjórar) fengu mig til að fara á hnén (í huganum).
Síðan hefur þetta rugl rjátlast af mér og nú orðið ber ég virðingu fyrir þeim sem mér finnst eiga það skilið.
Það er allur gangur á þessu hjá mér enda skiptir það engan máli nema sjálfa mig.
Menn úti í bæ eru ekkert í heita pottinum í laugunum á klíkufundum alveg: Ætli Jenný Anna Baldursdóttir beri virðingu fyrir mér núna eftir að ég klúðraði sóandsóbankanum og laug í fjölmiðla? Ætli hún sé sár út í okkur fyrir að hafa verið að taka út háar summur rétt áður en allt féll? Ha? Er von um fyrirgefningu hjá konunni haldiði strákar? Halló frú mikilvæg.is komdu niður á jörðina.
Ég held að þeir séu að tala um rjúpnaveiðar, nýjasta plottið nú eða minnkandi séns í stelpurnar eftir að einkaþoturnar hófu að hrynja af þeim og samdráttur kom í bílífið.
En hver er skúrkur og hver er ekki skúrkur?
Eru menn kannski bæði skúrkar og ekki skúrkar í dásamlegri blöndu?
Getur Davíð til dæmis verið ekki skúrkur í samskiptum við ritarann sinn en algjör skúrkur við Björgólf Thór? Hreinlega logið upp á drenginn?
Er Björgólfur Thór kannski bölvaður lygari við Kompás en algjörlega heiðarlegur við húshjálpina, lyftuvörðinn og garðyrkjumanninn?
Nú eða v.v.
Ekkert er svart hvítt lengur. Af hverju er friggings lífið ekki eins og ævintýri?
Allt í tjóni frá fyrstu blaðsíðu fram á þá næstsíðustu.
Þá eru skúrkarnir brenndir á báli, kastað í sjóinn eða sendir í útlegð og svo fara allir hinir í sleik og lifa hamingjusamir til æviloka.
Hver er að ljúga hérna?
Dabbi eða BjörgólfurThór?
Damn, damn, damn, hvað ég orðin þreytt á að lifa í geðveikri glæpasögu með engum endi skrifaða af hrúgu manna með Munchausen heilkennið.
Adjö!
![]() |
Seðlabanki andmælir Björgólfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 27. október 2008
Úje og klár í bátana
Er enginn endir á skelfingarfréttum eða hvað?
Látum vera þó hér stefni í sögulegan fjölda atvinnulausra.
Eða stórkostlegt eignatap borgaranna.
Nú eða hrun banka og annarra fyrirtækja.
Við munum lifa þetta af vegna þess að við eigum ekki val um annað.
En mér finnst þetta gengið helvíti langt ef sígarettur og Prins Póló verða út úr mynd.
Í B.S.R.B. verkfallinu 1985 féll samstaðan á sígóinu.
Ókei, smá ýkjur en ég var ein af þeim sem var orðin ansi léleg í baráttunni þegar ég sá að stefndi í algjöra þurrð.
Verð að játa að sterkari á svellinu var ég nú ekki. Hefði samið upp á hvað sem er hefði það verið á mínu færi, sem það var sem betur fer ekki.
Þá reykti ég allt sem að kjafti kom, eins og Lucky Strike (sem var afskaplega vel við hæfi), Pall Mall og Chesterfield ef það hefði verið enn á markaði.
Núna hins vegar, er ég orðin svo pen í reykingunum.
Ég treysti mér alveg til að fara á úðann ef allt um þrýtur.
En Prinsinn maður lifandi, á að ganga endanlega frá manni?
Annars er Prins Póló nútímans lélegur brandari. Það er ekki líkt eðalprinsinum sem við borðuðum í æsku minni.
Ég skal samt segja ykkur það að ég er að fokka í ykkur með Prinsinn. Borða ekki súkk. Einfalt mál.
Möguleg brennivínsþurrð kemur ekki við mig enda meðferðuð upp að eyrum.
Rjúpurnar heyra sögunni til - ekki hægt að kreppa þær af diski vorum við hirðina.
Hugs, flett, flett, hvað er hægt að taka af manni meira en orðið er?
En mikið skelfing vildi ég óska að það væri bara verkfall í gangi og það yrði samið innan tíðar og allt gæti farið í sitt venjulega horf.
Því miður þá erum við ekki svo heppin gott fólk.
En til að hressa ykkur við krúttin mín þá lesið ÞETTA.
Stundum talar fólk alveg fyrir mína hönd og annarra án þess að hafa hugmynd um það.
Sé ykkur í boðinu.
Úje og klár í bátana.
![]() |
Prins Polo á þrotum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 27. október 2008
Úrglí - Gúrglí
Þessi litli kútur hann Hrafn Óli, a.k.a. Lilleman og Lillebror, kom í pössun í morgun á meðan mamma er í skólanum, Jenný systir á leikskólanum og pabbinn á æfingu.
Hrafn Óli veit ekkert um neina kreppu og honum finnst lífið æðislegt.
Hann skríður um allt, gengur með og talar mikið.
Ömmunni finnst ekki leiðinlegt að hann er mjög sammála henni um flest.
Amman: Það er alveg ferlega kallt úti Lilleman, nú verður amma að klæða þig vel í vagninn.
Lilleman: Gurglígúrglí, enní detta, pabbi, mamma, ai spúlelímúgelí. Amma.
Amman: Einmitt.
Villtu koma að lúlla núna?
Lilleman: Gurlglí detta dadaeda mabiglalanda babba sdklsigo enní.
Auðvitað - blessuðu barninu er ekki eitt um að finnast óvissan í landsmálunum íþyngjandi en hann ráðleggur svefn undir beru lofti sem góða leið til andlegrar heilsu.
Það ráð er hann sjálfur að iðka í þessum skrifuðu orðum.
Dúllan.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 27. október 2008
Kreppujöfnun
Ég er bókanörd. Þar með er það fært til bókar.
Bókin er minn tjaldvagn, mín höll, mín snekkja og einkaþota.
Og ég þarf ekki að hreyfa mig úr sporunum.
Þegar allt er að fara fjandans til - ástandið svart og dapurt á ég vin í bókinni.
Ég segi ykkur þetta af því ég er væn manneskja (jájá) og vill gjarnan deila með mér af reynslu minni.
Ég er að hvetja til lesturs í kreppunni.
Bækur eru ekki óyfirstíganlega dýrar og þær eru aðgengilegar á bókasafninu.
Ég hef sagt það áður og segi það enn - lesum okkur í gegnum kreppuna.
Núna er ég að lesa heimtufreka bók.
Bók sem lætur ekki lesa sig með hálfum hug.
Hún krefst fullkominnar athygli lesandans.
"Nafn mitt er Rauður" heitir hún og er eftir Orhan Pamuk sem fékk Nóbelinn 2006.
Ég mæli með henni, annars væri ég auðvitað ekki að blogga um hana.
Blogga helst ekki um leiðinlegar bækur - enda er ég ekki bókmenntagagnrýnandi.
Nappaði lýsingu á efni bókarinnar af vef útgefandans.
"Seint á sextándu öld felur soldáninn í Istanbúl fremstu skrifurum og myndlistarmönnum í ríki sínu að setja saman viðhafnarrit að evrópskum sið. Verkið skal unnið á laun og er mikið hættuspil þar sem öll hlutbundin myndlist stangast á við ríkjandi trúarhugmyndir í landinu. Listamennirnir þurfa að fara huldu höfði en þegar einn þeirra hverfur sporlaust grípur um sig ótti. Hann kann að hafa orðið fórnarlamb trúarofstækis eða afbrýðisemi. Soldáninn krefst skjótra svara og hugsanlega leynist vísbending um afdrif mannsins í hálfköruðum myndverkum hans."
Ég er lestrarhestur. Úje.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 2988474
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr