Leita í fréttum mbl.is

Djöfuls sorg og leiði

Á þessum árstíma er ég venjulega búin að fara nokkrar könnunarferðir ofan í kassana sem geyma jóladótið. Ég er nefnilega jólafrík.

En ekki núna.

Þegar snjóaði fann ég engan fiðring, ekkert pre-jóla.

Að auki er ég meira að segja fallin frá að fremja kviðristu á sjálfri mér þessi jólin fái ég ekki rjúpu.  Samt sór ég þess dýran eið í fyrra þar sem ég grét yfir svínasteikinni.  Djöfuls sorg og leiði.  Óréttlæti og viðbjóður í þessum heimi.  ARG.

Nú er ég í axlaryppi bara kúl á því. 

Að þessu sögðu og hugsuðu þá er ég komin að þeirri niðurstöðu að kreppan hafi stolið af mér tilhlökkuninni og kannski jafnvel jólunum.  Hvað veit ég?

Ég er að minnsta kosti haldin einhverjum janúarfíling.  Þið þekkið hann trúi ég.  Aljgör friggings bömmer.

Við frumburður vorum að ræða kreppuráð í gær.

Við tókum um það ákvörðun að þessi jólin yrðu bækur eða geisladiskur í pökkunum.

Ekki rándýrar gjafir.

Þess vegna gladdi það mig óumræðilega þegar ég las viðtengda frétt.

Bókaverðið helst óbreytt frá því í fyrra.

Það er þá að minnsta kosti eitthvað jákvætt í fréttum þessa dagana.

Kannski ég fari fram í geymslu og kíki á seríurnar.

Virka þær?  Þarf ég að fjárfesta í nýjum eða á ég að berja mig með þeim?

Fer eftir örvæntingarstiginu get ég sagt ykkur.

Svo er að hnoða í smákökur (DJÓK).

Ég er farin að tékka.

Gleðileg jól. 

Falalalalalalalala!


mbl.is Verð á bókum óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Við vorum einmitt að tala um það í vinnunni í dag hvað við værum komnar í mikið jólaskap, hlökkuðum helling til jólanna þótt við vissum að þau yrðu breytt frá því t.d. síðast. Engar dýrar gjafir og kjaftæði ... Nú er orðið líklega að fólk kippi kannski litlu stúlkunni með eldspýturnar inn á aðfangadagskvöld og bjóði henni í mat ... Það er meiri samhugur í fólki núna, eini kosturinn við kreppukvikindið. Hlakkaðu bara til. Smákökuilmur, ómurinn af jólalögum í útvarpinu, greni, seríur ... ummmm og Jólaóratórían eftir Bach ... ummmmm

Guðríður Haraldsdóttir, 31.10.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Svona elsku Jenný Anna, upp með húmorinn. Svo er alltaf gott ráð að hringja í Steinunni systur, hún er alltaf í góðu skapi.

ÞJÓÐARSÁLIN, 31.10.2008 kl. 17:09

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Akkúrat. Bækur eru sko málið þessi jólin. Sérstaklega ein bók

Jóna Á. Gísladóttir, 31.10.2008 kl. 17:24

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er alveg nákvæmlega eins veistu það, ég hef þó fengið alveg stóran kökk í hvert sinn sem ég hugsa um jólin vegna þess að það eiga svo margir eftir að eiga erfið jól, ég bara fell saman í sorg! Ég og örverpið vorum svo í Bónus áðan og það er komin jólakaka og jólakókómjólk og allt eitthvað jóla og litla skottið varð spennt og glöð en ég bara fann hvað ég er lítið tilbúin í þetta og þá er mikið sagt, vegna þess að ég er jólageðveik....alltaf fyrst að setja upp seríur og hlusta á yfir fannhvíta jörð þegar fyrsti snjórinn kemur og syng hástöfum með.....en ég gleðst yfir þessu með bækurnar, vegna þess að það er ekki til betri gjöf en bók!

Eigðu gott kvöld og góða heldi framundan !

Sunna Dóra Möller, 31.10.2008 kl. 17:40

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Heldi, á að sjálfsögðu að vera helgi..!

Sunna Dóra Möller, 31.10.2008 kl. 17:40

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm! Ég veit hvaða bók ég fæ frá þér ;)

lovjú

Hrönn Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 17:56

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thetta eru gódar fréttir, elska bækur í jólapakkanum

María Guðmundsdóttir, 31.10.2008 kl. 17:57

8 identicon

Sæl, Jenný

Gott að heyra að þú snerir vörn í sókn og lundin léttist. Sjálf var ég orðin dauf í dálkinn yfir öllum þessum fréttum og ástandinu að mér datt í hug að fara á youtube og hlusta á tónlist. Góða skapið kom um leið. Sarah Brightman, bæði solo og svo með Antonio Banderas í Phantom of the Opera,  líka þegar hún syngur með Andrea Boccelli. Svo er alltaf fyndið að sjá myndbandið með Queen, I want to break free, þar sem hljómsveitarmeðlimirnir eru allir klæddir í kvengervi. Ruslana er líka hressandi, bæði Wild dances og Dance with the wolves. Svo horfðum við dótturdóttur mín á mismunandi útgáfu af Don't cry for me Argentina, annað lagið með Söruh og hitt með Madonnu. Henni fannst gaman að vita að Madonna hafði leikið í kvikmynd! Jamm. Bara svona smákomment. Dreifir huganum. Hafðu það gott.  

Nína S (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:56

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já kannski ætti maður bara að fara að baka smákökur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.10.2008 kl. 20:56

10 identicon

Get ekki gert að því, en mér finnst einhver allsherjargrátkór vera í gangi hérna. Mér fyndist bara fínt ef ég gæti gefið geisladisk og bækur í jólagjöf. Hef verið skítblönk undanfarin ár og alltaf hlakkað til jólanna þrátt fyrir það, þó ekki væri hægt að hafa einhver grand jól með öllu tilheyrandi. Bara að baka kostar peninga. Jólin eru þó ljós hvernig sem á allt er litið. Það er alltaf hægt að útbúa eitthvað sjálfur til að gefa, eitthvað sem kostar sáralítið. Ef hægt er að skrapa saman í góðan mat og borða afgangana daginn eftir er það gott mál. Svo má hnoða saman hráar kartöflur, flórsykur og dropa eftir smekk og búa til ágætis konfekt. Ég ætla bara rétt að vona að bloggsíður kvenna gangi ekki út á volæði og kjaftakerlingamóral. Bara rétt að vona það.  Hitt er annað mál að ég sýni þeim konum og körlum sem þjást af þunglyndi og kvíðaröskunum auk annarra geðraskana skilning. Auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður.

Nína S (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 21:30

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég man einmitt eftir svona konfekti eins og Nína talar um frá bernskujólum mínum, mamma og pabbi höfðu potast við að búa það til eftir að við systur vorum sofnaðar. Það var yndislegt, græn- og rauðröndótt og örugglega það besta konfekt sem ég hef smakkað.

Svo bjuggu þau alltaf til ís á Þorláksmessukvöld eftir að við vorum háttaðar, maður hlustaði á jólakveðjur í útvarpi og þau að brasa við ísgerðina í eldhúsinu. Til að byrja með var ísinn frystur í saltblöndu úti í skafli, svo eignaðist fjölskyldan amerískan Westinghouse kæliskáp, einn af þessum þykku þungu. Og Kenwood hrærivél (sem dugði næstu 20 árin) og þvottavél með rafmagnsvindu. Undur og stórmerki.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 22:21

12 Smámynd: Kolgrima

Æi, hver veit? Kannski að þetta verði einmitt langbestu jólin á þessari öld. 

Kolgrima, 31.10.2008 kl. 22:25

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.10.2008 kl. 22:45

14 Smámynd: Líney

Geisladiskur og bók þykir  nú vera með dýrari jólagjöfum á mínu heimili

Líney, 31.10.2008 kl. 22:56

15 Smámynd: Dóra

Já hugsa jákvætt og sleppa við að lesa þetta neikvæða..

Um að gera að v era tímalega þetta kemur allt.. þó við séum ekki tilbúin..

 kveðja frá Esbjerg Dóra

Dóra, 31.10.2008 kl. 23:06

16 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Ég var að enda við að búa til jólakonfekt, fínustu mozartkúlur  sem geymast í frysti til jóla. Í fyrra var ég að gera þetta á aðfangadagsmorgun þannig að ég er tímanlega í þessu núna. Síðan fer ég að huga að bakstinum fljótlega. Fékk ódýrara marsipan í Bónus en gengur og gerist annars staðar þessa dagana.

Sigríður Þórarinsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:33

17 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Talandi um óbreytt verð á bókum, einhver var að auglýsa óbreytt verð á jólaseríum ef skyldi þurfa að endurnýja þær.

Sigríður Þórarinsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:35

18 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég ætla að vera með Dengsa með hrífuskaft á moldargólfi, já ég segi það satt.

S. Lúther Gestsson, 1.11.2008 kl. 00:00

19 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Í minni fjölskyldu er rætt um Kanaríjól þetta árið, nema þau verða haldin á Íslandi. 

Fórum til Kanarí fyrir tveimur árum og vegna ferðakostnaðar mátti hver jólagjöf ekki kosta meira en þúsundkall (man ekki hvað það var í evrum þá).  Nema hvað, það var alveg ótrúlegt hvað fjölskyldumeðlimir voru uppáfinningasamir um óvæntar og spennandi jólagjafir. Lentum reyndar í smáveseni með gjafaumbúðir, en græjuðum það með marglitum plastpokum o.fl.

Verð samt að viðurkenna að við flippuðum smá og allnokkuð síðustu jól.  Vorum með jólagesti frá Afríku og fleiri sem ekki voru jafn langt að komnir.  Frábær jól, en núna verðum við bara fjögur, eða jafnvel fimm ef tengdó vill vera hjá okkur.  Hún þarf sko að deila sér bróðurlega á milli, þó alltaf sé hún velkomin hjá okkur.

Jenný.  Þetta blogg þitt er bara búið að kveikja upp í jólaskapinu mínu

Kv

Jólabarn.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 1.11.2008 kl. 00:27

20 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilega jólatilhlökkun

Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 00:31

21 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það fer alveg að koma að því að ég fari í jólaskap.

Ía Jóhannsdóttir, 1.11.2008 kl. 08:25

22 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Maður er kominn í jólaskap eftir að lesa hérna.  Hlakka svo til.

Elísabet Sigurðardóttir, 1.11.2008 kl. 09:09

23 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Ég kalla það ekki að gefa "lítið og ódýrt" þegar bækur eru annars vegar, á mínu heimili þykja þær með dýrari pökkum svo spurning hvort þú og þín fjölskylda hafi verið á neyslufyllerí síðustu jólamisseri ef þetta þykir að minnka við sig í gjöfum.

Annars hélt ég að þeir sem væru EKKI kristnir héldu ekki upp á jól?

Kreppa Alkadóttir., 1.11.2008 kl. 12:31

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég gaf nokkrar bækur um síðustu jól og fannst ég hreint ekki vera að gefa "lítið og ódýrt" miðað við minn fjárhag. Fólk má bara þakka fyrir ef það fær nokkra jólagjöf frá mér!

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.11.2008 kl. 13:18

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kreppa;  Jólin eru upphaflega heiðin hátíð.  Veistu ekkert í þinn haus? Vertu úti að leika og komdu svo undir fullu nafni þegar þú ert í stuði til að standa undir kjafthættinum.

Greta: Það var ekki ætlunin að láta líta svo út fyrir að bækur væru löðurmannlegar gjafir.  Hehe, heldur eru þær á óbreyttu verði frá því í fyrra. 

Varðandi þessa umræðu sem ég og dóttir mín tóku þá eru stelpurnar mínar rosalega stórtækar í gjöfum.  Það á að fara niður á eðliegan level núna.  Flott mál.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2008 kl. 14:16

26 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Æ sí, já það er fínt, fólk á ekki að setja sig á hausinn út af jólagjöfum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.11.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 2985622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.