Færsluflokkur: Lífstíll
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Innrás?
Sara mín fór í hádeginu og faðmaði Alþingishúsið, það gerði Katrín vinkona mín líka og fleiri.
Ég er stolt af mínu fólki.
Flott framtak.
En í dag hefur mér liðið illa. Ég held að það mætti segja að ég væri með alvarlega paranoju.
Eða svona asskoti forspá, það á eftir að koma í ljós.
Það er þetta með að ekki hefur verið tekin ákvörðun um að afþakka hervernd Bretana, þrátt fyrir að það sé varla kjaftur til á þessu landi sem vill fá þá.
Hvað er að mér, það er ekki til siðs að hlusta eftir skoðunum almennings í þessu landi.
Þetta með Bretana leggst ekki vel í mig. Mér finnst svo undarlegt að ISG hafi talað um að ekki mætti magna deiluna.
Fyrirgefið en ég fæ það ekki til að stemma að land sem hefur sett á okkur hryðjuverkalög komi hér með herflugvélar til að vernda okkur terroristana.
Ætli þeir hertaki ekki Ísland með manni og mús?
Stormi inn í Seðló og tæmi þetta litla sem þar er, eða eitthvað álíka geggjað og ólíklegt.
Ef einhver hefði sagt mér fyrir þremur mánuðum að Bretar ættu eftir að setja á okkur hryðjuverkalög þá hefði ég lagt til að sá hinn sami tékkaði sig inn á Vog eða þá geðdeild, að eigin vali auðvitað.
Ég hefði einfaldlega aldrei í mínum villtustu draumum sé það gerast.
Við vitum hversu létt og lipurlega þeir settu á okkur terroristalöggjöfina vinir okkar.
Kannski er það brandari og geggjuð paranoja í mér að hugsa svona, að þeir komi bara og hertaki óvinaþjóðina.
Ég viðurkenni að þetta tekur sig ekki vel út á prenti og kannski verð ég sótt á eftir af skuggalegum mönnum sem eru með óklæðilega treyju með ákveðnum hreyfihindrunareffektum handa mér að klæðast í.
Að þeir nemi mig á brott.
Jájá, en svona fer maður að hugsa þegar manni er orðið ljóst að ráðamenn opna tæpast á sér þverrifuna nema til að ljúga eða þá að segja manni að bíða rólegum.
Svo heyrir maður líka svo helvíti margt þessa dagana.
Er ég biluð?
Ég vona það.
ARG.
![]() |
Staðan er grafalvarleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
"Little did we know"
Það eru að koma jól eftir rúmlega fjörtíu daga.
Munið þið eftir látunum fyrir jólin í fyrra?
Spillingin í REI, allt vitlaust?
Mér fannst það stórmál.
"Little did we know".
Sá sem gæti staðið í þeim smá vanda núna.
Spilið, sjáið og berið saman.
Spilling hvað? REI var æfing.
Þeir eru þarna nokkrir af söguhetjum dagsins.
Það var þá.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Ætlarðu að giftast´onum?
Varð að setja inn eitthvað sætt fyrir svefninn.
Hér eru Jenný Una og mamma hennar svo kjút.
Jenný var að byrja á Laufásborg sem heyrir undir Hjallastefnuna hennar Möggu Pálu vinkonu minnar og ég er svo glöð yfir því og barnið er yfir sig hamingjusamt með nýja skólann.
Ekki að hún hafi verið neitt óhamingjusöm með gamla leikskólann, hún hefur bara orðið enn hamingjusamari eða hamsingjusamari eins og hún segir sjálf.
Svo á hún tvær vinkonur sem eru rúmum tveimur árum eldri og hún leikur mikið með heima og hún er svolítið að herma talsmátann frá þeim. Svo hryllilega dúllulegt.
Dæmi:
Mamman (þegar snjóaði um daginn): Jenný sjáðu hvað snjórinn er dásamlegur, svo hvítur og ferskur.
Jenný: Ésérðaalveg, en ertu skotin í snjónum mamma? (Hér fygldi á eftir tryllingslegt stelpufliss).
Mamman: Skotin í snjónum, hvað meinarðu?
Jenný ( enn á flissinu): Já ertu kannski skotin íonum, ætlarðu að giftast´onum?
Þetta er hin svo kallaða forgelgja.
Og í gær við ömmuna:
Jenný: Amma, það þarf að passa smáböddn mjög vel svo þau meiði sig ekki.
Amman: Já alveg rétt, lítil börn geta meitt sig ef maður lítur ekki stöðugt eftir þeim.
Jenný: Já og ef þau borða kannski nammi frá stóru systur sín þá geta þau kyrkst og deyjið ef ÉG missi nammið á gólfið.
Það var þá sem ég áttaði mig á því að varnaðarorð móður og föður um að henda engu á gólfið þar sem Hrafn Óli athafnar sig helst, hafa komist vel til skila.
Aðeins of vel kannski, ekki þar fyrir að líflegt ímyndunarrafl Jennýjar Unu bætir í þar sem dramatíkina skortir.
Svolítið lík ömmu sinni stúlkan.
En þessi litla gólfsuga kemur í fyrramálið og ætlar að halda ömmu sinni selskap.
Þessi ungi maður er alltaf í góðu skapi, svei mér þá.
Lífið er bærilegt finnst mér.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Frasamaskínan Jenný Anna
Smá ladídadída færsla til að hvíla okkur á pólitíkinni.
Ég er að lesa frábæra bók. Hún heitir "borða, biðja, elska" og algjörlega það sem mig vantaði inn í hálf ömurlegan hvunndaginn.
Bókin er um konu sem heldur í ferðalag til þriggja landa, Ítalíu, Indlands og Indónesíu eftir erfiðan skilnað.
Þessi koma er manneskja sem ég sé nánast allar vinkonur mínar í.
Fyndin, hlý, töff, gefandi, forvitin, full sjálfíroníu og til alls vís.
Hef ég sagt ykkur að ég elska vinkonur mínar?
Lesið hana. Algjörlega frábær bók fyrir alla sem hafa gaman af að ferðast í huganum.
En að öðru en ekki svo allt öðru.
Ég var að taka til í bókaskápunum áðan, eða réttara sagt að reyna það. Ég festist nefnilega í þessari bókinni eða hinni og þetta gekk nokkuð seint hjá mér.
Ég hef ekki pláss fyrir fleiri bókahillur að sinni og því var ég að reyna að rýma fyrir nýjum.
Mér fannst ég samt engri bók geta pakkað niður, fannst ég þurfa að hafa hverja einustu eina innan seilingar.
Þangað til ég byrjaði að rekast á sjálfshjálparbækur. Já, ég var einu sinni svo illa haldin að ég eignaðist nokkrar. Merkilegt hvað margir hafa gaukað að mér slíkum í gegnum tíðina.
Var verið að segja mér eitthvað?
Ég þoli ekki selvfölgligheter á prenti, né heldur á hraðbergi beint í viðkvæm hlustunarfærin.
Sjálfshjálparbækur eru frábær leið til að ná sér í skjótfenga peninga og fórnarlömb þessara höfunda eru að mestu leyti konur.
Lifðu lífinu lifandi! Já sniðugt, prufa það. Það er ef ég get risið upp frá dauðum. Fíbbl.
Elskaðu sjálfan þig! Já er það sniðugt, ég sem elska bara blóm og runna. Prufa það.
Konur sem elska of mikið! Vá ef einhverri bók hefur verið ofaukið á markaði þá er það þessi. Fleiri hundruð blaðsíður um einfalda almenna skynsemi sem er; Ekki gleypa fólk og líma þig á það eins og frímerki, það lætur þér (og því) líða illa. Getur endað með ofbeldi. Skilaboðin eru einföld: Þú situr uppi með sjálfa þig, dílaðu við það.
Svo eru það öll gullkornin sem fólk hefur stöðugt á hraðbergi. Svona hægara sagt en gert frasa þegar maður er leiður og sár.
Það birtir upp um síðir! Erfiðleikar herða þig! Þakkaðu guði fyrir erfiðleikana, þeir eru þroskandi!
Og tilvitnanirnar maður minn. Þar er Einar Ben algjörlega misnotaður endalaust og botnlaust.
Ef maður opnar muninn til að segja skoðun sína á mönnum eða málefnum þá kemur "aðgát skal höfð í nærveru sálar" fljúgandi og gefur manni á kjaftinn.
Aumingja Einar Ben, hvers á hann að gjalda.
Það er reyndar vitnað í Einar Ben í annarri hvorri bloggfærslu. Jájá, maðurinn er hittari. Seint en samt.
Ég set gullkorn, frasa og sjálfshjálparrit í tætarann.
Þ.e. myndi gera það ef ég væri ekki búin að lána hann niður í sóandsó ráðuneyti.
Og sjá það myndaðist pláss í mínum bókaskápum.
Ekki leiðinlegt.
Lífið er dásemd á milli sorgarþátta.
Lifið lífinu lifandi og ekki segja ljótt.
Munið að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Frasamaskínan Jenný Anna
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Bjarni segir af sér
Bjarni Harðar hefur sagt af sér.
Þetta er svo óíslenskt að manni líður eins og geimveru á sterum.
Maður verður hálf feiminn.
Sumir, allnokkrir og ansi margir mættu taka sér Bjarna til fyrirmyndar. Sko sumir með öllu stærri afglöp á bakinu en hann.
Flott hjá honum.
![]() |
Bjarni segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Hannes Smárason: Þegiðu!
Ég átti þá ósk heitasta áður en ég sofnaði í höfuðið á mér í gærkvöldi að ég myndi vakna upp við það að niðurstaða hefði fengist í lánamálum, afsagnarmálum eða hreinlega kosningamálum þjóðarinnar.
Ég var að vona að kraftaverk hefði gerst "í nóttinni" og einhverri óvissu væri eitt.
Sillímí. Láttu þig dreyma Jenný.
Ég las hins vegar að erindi Íslands hefði ekki borist inn á borð hjá IMF og hér í Mogganum segir að enn vanti upplýsingar fyrir það batterí. Hér ætti að standa; eruði ekki að fokking kidda mig, en ég er orðin leið á að segja svoleiðis, það gagnast ekkert.
Svo las ég að ríflega helmingur þjóðarinnar treysti Geir Haarde og þá fór ég að hlæja brjálæðislega og ætlaði aldrei að geta hætt.
Þá rann upp fyrir mér að ég er annað hvort hluti af þrælslundaðri þjóð eða þá ljúgandi. Ég veit ekki hvort er verra. En þessi ríflega helmingur sem talað er um tengist mér ekki, ég þekki engan sem ekki er kominn með upp í kok af Geir og félögum bara svo það sé á hreinu.
Jákvæði punkturinn er Kristófer Jónsson hjá VR. Þessi maður sem talar í fullyrðingum. Hann og félagar hans ætla að koma formanni stjórnar VR og formanninum frá. Þar kemst enginn efi að. Ég kann að meta svona fólk.
Hvernig væri að prufa þetta. Ég geri tilraun. Einn, tveir, einn, tveir.
Geir, við almenningur ætlum að koma þér og vini þínum í Seðló frá. Víktu!
Ríkisstjórn, boðið til kosninga á nýju ári og skiptið ykkur út fyrir neyðarstjórn þangað til. Gerið það núna!
Hver einasti ykkar útrásarvíkinga og bankamógúlæ sem settuð Ísland á haus; Hunskist til að hætta störfum og lútið í gras. Núna!
Hannes Smárason: Þegiðu!
Björgólfur og þið hinir: Borga og mér er sama hvort þið brosið. Gera núna!
Þetta var æfing. Asskoti gott fyrir sálartetrið að tala í boðhætti.
Ég er farin að gráta morgungrátinn.
Tárin hrynja.
En ég kem aftur þegar ekkinn er orðinn viðráðanlegur.
Verið þið til friðs á meðan.
![]() |
Finnar vilja meiri upplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Hvað gerðist?
Ég er hætt að skilja þetta IMF mál, þ.e. ef ég hef nokkurn tímann botnað í því.
Er íslenska þjóðin ábyrg fyrir þessum Icesave reikningum? Það er það sem er að vefjast fyrir mér.
Það virðist álit manna út í heimi sem vit eiga að hafa á málum.
Það virðist að minnsta kosti vera raunhæfur möguleiki.
En þá þætti mér gott að fá svar við því hvernig í andskotanum stendur á því að hægt að var að skuldbinda almenning í landinu á þennan hátt án þess að nokkur spyrnti við fæti.
Já og ég veit að Landsbankinn var að undirbúa stofnun dótturfélaga en náði ekki að gera það fyrir bankahrun.
En af hverju gátu þeir farið á þennan markað með almenning á Íslandi að veði "in the first place"?
Það er það sem stendur í mér.
Var algjörlega opið upp á gátt fyrir barónana, sóma Íslands, sverð og skyldi?
Ég geri þá ekki endilega ábyrga, amk. ekki fyrst og fremst. Peningamenn reyna að græða og eru ekki endilega vandir að meðulunum. Það er bara þannig.
Ég sé ekki betur en að ábyrgðin hljóti að liggja hjá Fjármálaeftirlitinu, viðskiptaráðuneyti og fjármálaráðuneyti.
Og hvað er með þessa stofnun sem heitir Fjármálaeftirlit? Hvern fjandann hafa þeir verið að sýsla alla þessa mánuði?
Og af hverju situr þetta lið sem fastast þar með talin Seðlabankastjórnin?
Er einhver hissa þó við fáum ekki lán?
ARG
![]() |
Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Tröllin sem stálu jólunum
Þeir sem lesa þessa síðu vita að ég segi aldrei frá draumum sem mig dreymir.
Það er örugg aðferð við að drepa alla úr leiðindum.
Svona álíka skemmtilegt og að fá lýsingar á kvefsjúkdómi einhvers - í smáatriðum.
Ég var í Barcelona, en það var samt ekki Barcelona heldur Reykjavík og með manninum mínum sem var samt ekki maðurinn minn heldur Prad Pitt og þið vitið ruglið.
En í nótt dreymdi mig draum. Ég er enn á valdi hans, hann var svo raunverulegur djöfullinn á´onum. Ég vil fá að vera í friði í verkamannsins kofa lúllandi á mínu græna.
Draumurinn innihélt Davíð Oddsson, Geir Haarde, Danann frá IMF og Hannes Smárason ásamt mér í lautarferð í Heiðmörkinni.
En þetta voru samt ekki þeir, þeir voru allir tröllin sem stálu jólunum.
Þeir drukku kampavín og borðuðu kavíar, ég fékk flatköku með hangikjöti og ekkert að drekka.
Ætli þeir viti að ég sé alki?
Enginn sagði orð, allir störðu tómum augum út í loftið.
Nema ég, ég horfði á þá.
En eins og ég sagði þá segi ég aldrei frá því sem mig dreymir.
Aldrei.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Óviti - Ofviti?
Smá kreppujöfnun.
Í morgun átti sér stað eftirfarandi samtal milli mín og nöfnu minnar.
Jenný Una: Amma það má ekki skamma litla bróður minn. Bara alls ekki.
Amman: Nei og það á ekki að skamma börn, bara tala við þau.
Jenný Una: Éveita, en veistu akkuru það má ekki skamma Lilleman?
Amman: Hvers vegna?
Jenný Una: Hann er bara pínulítið baddn, hann er OFviti.
Þá vitum við það.
Ég er enn í krúttkasti.
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Mótmælum rænt um hábjartan
Rosalega er ég orðin illa pirruð yfir þessu hædjakki á laugardagsmótmælunum.
Einhverjir örfáir bjánar með athyglissýki stela mótmælunum og hanga eins og apar uppi á þaki Alþingishússins.
Hvaða illskiljanlegi brandari er þetta með bónusfánann? Var ekki til fáni banaanalýðveldisins Íslands eða hvað?
Í staðinn fyrir almennilega umfjöllun um þann atburð sem nokkur þúsund manns sáu ástæðu til að sækja beina fjölmiðlarnir kastljósinu að þessum eggjakastandi krökkum sem eru að hafa fun, það mótmælir enginn með svona fíflalátum nema sá sem er að flippa sér til skemmtunar.
Kannski var fólkinu alvara, en er ekki hægt að tjá reiði sína með aðeins hreinlegri hætti?
Með þessari frétt eru fjórar myndir af eggja- og jógúrthluta mótmælanna, ekkert frá hinum eiginlega fundi.
Andskotans leiðindi.
Og sjá hann Geir Jón frelsaða, hann lét eins og þessu og engu öðru mætti búast við af mótmælendum.
Hann var hokinn af sorg yfir borgaralegri óhlýðninni.
Jájá, þetta mun vera byrjunin kallinn. Jájá.
ARG
![]() |
Eggjum kastað í Alþingishúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (74)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 2988468
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr