Færsluflokkur: Lífstíll
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Guðni segir af sér
"Guðni Ágústsson hefur sagt af sér þingmennsku og var bréf þessa efnis lesið upp í upphafi þingfundar á Alþingi í dag. Engar skýringar komu fram í bréfinu en þar sagðist Guðni láta í ljósi einlæga von um að þjóðinni takist að sigrast á þeim erfiðleikum, sem nú steðja að."
Engar skýringar?
Hvað er í gangi?
Það eru allir segjandi af sér í Framsókn en þeir sem eiga að taka pokann sinn í ríkisstjórninni sitja límdir í andskotans stólunum.
Arg og ég er að drepast úr forvitni.
Af hverju er Guðni að hætta?
![]() |
Guðni segir af sér þingmennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Ég vildi vera verðurathugunarkona eða vitavarða
Ég held að ég sé antisósjal.
Með árunum stend ég mig að því að vera alveg ferlega leiðinleg þegar sjálfshátíðir eru annars vegar.
Edduverðlaunaafhendingin er sjónvarpsefni sem mér leiðist svakalega.
Óskarsverðlaunin reyndar líka.
Fyrirgefið en ég fæ nákvæmlega ekkert út úr svona jippói.
En Egill Helga vann þrjár Eddur og það sá ég. Hann átti alveg inni fyrir því.
Og minn annars rólegi eiginmaður hringdi töluvert mörg símtöl til að kjósa Egil sem sjónvarpsmann ársins eða eitthvað svoleiðis.
Annars fékk sú frábæra kona Elísabet Ronaldsdóttir Edduna og ég get svarið það, það var þess virði að verða vitni að því. Enda bara snillingur hún Beta.
Svo fór ég annað að sýsla.
En ástæðan fyrir því að ég er að opinbera í mér vitavarðarelementið eða Hveravallagenið er sú að ég vil ekki hafa kreppufærslu efsta þegar ég fer og legg mig.
Ég ætti í raun að vera veðurathugunarkona á Hveravöllum þ.e. væri það jobb enn við líði. Hitta ekki kjaft mánuðum saman. Stundum líður mér bara þannig.
Eða liggja í vita út við endamörk heimsins þar sem vindurinn hvín og það brakar og brestur í vitanum og bara bækur á bækur ofan að lesa.
Einn mínus við vitann. Ég er svo lofthrædd.
Ég tek það næst besta, ég pirra mig á Eddunni.
Meinið er að ég er ekki einu sinni pirruð af því ég skipti um stöð og sagði bæbæ Edduverðlaun.
Annars er Ísland svo lítið þjóðfélag að það er alltaf sami hópurinn á svona verðlaunahátíðum.
Maður er alveg: Já hann hefur fitnað síðan í fyrra. Hún er í sama kjólnum og þegar hún vann í fyrra. Þessi er búin að eiga, hún var ólétt í fyrra. Lítur vel út. Jösses.
Ekki að þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbrigði. Í Ameríku er þetta alltaf sama liðið kjósandi hvert annað hægri - vinstri.
Hvað um það til hamingju Egill.
Nokkuð gott mál segi ég verandi áhangandi þátta mannsins, svona oftast að minnsta kosti.
En Betan hún var flottust. Beisíklí komst enginn með tærnar þar sem stúlkan hefur hælana.
Djö.. hætt þessu tuði - farin að hallast.
![]() |
Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Spurningarmerkisheilkennið
Hafið þið tekið eftir því hversu margar fréttir nú orðið, þ.e. eftir að kreppan skall á, eru með spurningamerki?
Þetta gerir mig friggings óða.
Af því það lýsir ástandinu, ástandinu sem er að fara með okkur almenning.
Icesave lausn í sjónmáli?
Lán IMF afgreitt í næstu viku? (Spurt í gær).
Klofningur í Sjálfstæðisflokki?
Er Geir hræddur við Davíð?
Kosningar í janúar?
Auðvitað eru spurningamerkin tilkomin vegna þess að enginn veit neitt.
Allt byggt á leka, getgátum og stundum spuna.
Svona hlýtur þetta að vera í ríki þar sem lýðræði er ekki í hávegum haft.
Þeir sem vita halda kjafti í lengstu lög, múginn verður að hemja, lama, eða svæfa.
Þegar ég fer að sjá fréttir af ástandinu án spurningamerkja þá tel ég víst að nýir tímar séu að renna upp.
Jeræt Jenný, láttu þig dreyma.
Er mig að dreyma?
Heldur þú það?
Farin?
Nei komin.
![]() |
Icesave: Lausn í sjónmáli? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Ný jakkaföt - sami gítarleikari
Sjálfstæðisflokkurinn er tímaskekkja og Framsóknarflokkurinn líka.
Það er ekki í eðli þeirra að breytast, skipta um menn eða málefni.
Íhaldssamari flokkar eru ekki til á þessu landi.
Svo eru báðir flokkarnir eins og stofnanir, stofnanir sem engum tilgangi þjóna nema eigin hagsmunum.
Ég er auðvitað ekki að tala um þessa tuttuguogeitthvað sem kusu Framsókn síðast og heldur ekki sofandi sauðina sem kusu íhaldið.
Það voru allir í djúpum gróðærissvefni. Það var búið að ljúga fólk fullt, við vorum best, klárust, fallegust og sterkust.
Við vorum peningaséní.
Hér myndu menn hópast frá öllum heimshornum til að læra "The Icelandic way".
Fyrir mér er enginn munur á Framsókn og Sjálfstæðisflokki.
En nú ríður á fyrir þessar stofnanir að jazza upp ímyndina.
Hvað gera þeir þá?
Jú þeir flýta landsfundinum og ætla að endurskoða seigfljótandi afstöðu sína til Evrópusambandsaðildar.
Af því það er svo inn í dag.
Og nú eiga fyrrverandi og mögulega væntanlegir kjósendur (god forbid) að falla í stafi.
Þeim á að létta og hugsa; lengi er von á einum. Þeir eru að ná þessu, þeir skynja kall tímans.
Ég segi ykkur, látið ekki blekkjast. Það er verið að stinga dúsu upp í fólk.
Ég held að það hafi verið Bjöggi Halldórs sem bað um nýjan gítarleikara í bandið sitt, fékk hann og Bjöggi sagði eitthvað á þessa leið; Ný jakkaföt, sami gítarleikari.
Þannig er það með þessa landsfundi.
Nýir sokkar sama táfýlan.
Arg.
![]() |
Formannsslagur í Framsókn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Þolanlegt út um gluggann
Ég get ekki orða bundist með mannanafnanefnd.
Mér finnst að sú nefnd hljóti að samanstanda af embættismönnum sem hafa reykt eitthvað ólöglegt í óhóflegu magni þó það sé vonandi ekki raunin.
Þeir samþykkja ótrúleg nöfn en banna önnur vel þolanleg.
Auðvitað eru svona nefndir algjörlega út úr kú, foreldrum ætti að vera treystandi til að vera ekki að misbjóða börnum sínum með heimagerðum hroðbjóði en þegar það gerist þá ætti að vera hægt að gera athugasemd við skráningu á nafninu.
Ég get samt ekki skilið af hverju foreldrar vilja kalla börnin sín sumum nöfnum.
Eins og Ástmörður, Skuggi, Ljósálfur og Náttmörður.
Minn mælikvarði á nöfn er einfaldur. Þola þau að vera görguð út um gluggann.
Skelfir og Skíma: Inn að borða núna.
Svo eru nöfn eins og Skuggi. Hugsið ykkur að vera þunglyndur og heita þessu nafni.
Eða Gestur, sem er auðvitað fallegt nafn en sá maður getur ekki sagst vera gestur á eigin heimili og reikna með því að vera tekinn alvarlega.
Annars er ég orðin frekar höll undir gömlu góðu íslensku nöfnin en þau voru gjörsamleg át þegar ég var að eiga börn.
Þorgerður, Hjördís, Þórunn, Hallveig og Margrét. Yndisleg nöfn alveg hreint.
Annars slapp ég ágætlega. Fór sum sé aldrei á Kapítólustigið. Það er beisíklí andlegt ofbeldi á börnum að skíra þau Kapítólu. Hvað þá Lofthænu eða Almannagjáu.
Helga Björk mín elsta heitir í höfuðið á henni ömmu minni sem ól mig upp.
María Greta eftir föðurömmu og systur minni.
Sara Hrund út í loftið bara.
Nöfn stelpnanna minna eru aktjúallí þolanleg út um glugga. Það er málið.
En mannanafnanefnd hafnar nöfnunum Magnus og Sven.
Halló, get a grip.
Annars er ég nú svona að fabúlera hér í morgunsárið bara.
Enginn vaknaður nema ég.
Farin að kíkja á jóladótið.
Mig vantar birtu og yl.
Úje.
![]() |
Aðólf, Júní, Maríkó og Skugga samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Ég er grenjuskjóða
Mikið rosalega er ég þakklát Stöð 2 fyrir að senda út mótmælin í beinni.
Ég er ein af þeim sem átti ekki heimangengt og mikið skelfing þótti mér vænt um að geta fylgst með.
Ég er tilfinningamanneskja, ég fór að grenja undir ræðunni hennar Kristínar Helgu.
Annars voru ræðumennirnir hver öðrum flottari.
Hörður Torfa líka. Hann er náttúrulega snillingur maðurinn að halda þessum mótmælum gangandi ásamt sínu fólki og það sex laugardaga í röð.
En ástæðan fyrir því ég grét er samansafn af mörgu.
Eins og vonbrigðum, reiði, ótta og örvæntingu. Örvæntingin er verst. Vegna þess að það er ekki hlustað á fólkið í landinu. Svo var ég auðvitað smá meyr og flippuð út af öllu þessu frábæra fólki sem stóð og mótmælti.
Ég finn reyndar fyrir von. Ég held nefnilega að nú sé almenningur á Íslandi að skrifa merkilega sögu.
Ég held að íslenskt samfélag hafi vaknað og áttað sig á að valdið til að breyta er hjá fólkinu falið, við vorum bara búin að gleyma því.
Svo ætla ég að kúvenda í skoðun minni á unga fólkinu sem virkjaði eggjabúskap heimilanna í þágu lýðræðis.
Á meðan að ofbeldi er ekki beitt þá ætla ég ekki að fara að æsa mig yfir hvernig fólk kýs að tjá líðan sína.
Egg eru reyndar helvíti subbuleg og erfið að ná af - en það eru óvenjulegir tímar. Hvað get ég sagt?
En ég er grenjuskjóða og ég viðurkenni það hér með.
Takk stöð 2.
![]() |
Þúsundir mótmæla á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Gleði mín og sorgir
Í dag hef ég verið sullandi glöð.
Það er vegna þess að ég er að lesa bókina um hana Möggu Pálu vinkonu mína.
Það gleður mig.
Ég hitti skemmtilegt fólk í dag.
Það gladdi mig.
Svo kom minn heittelskaði heim úr matvörubúðinni og upp úr pokanum tók ég líter af mjólk og hann var jólaskreyttur.
Ég nánast fríkaði ég út af gleði.
Svo einföld sál hún Jenný, gleðst yfir litlu.
Svo kom ein helvítis klósetthreinsiauglýsingin enn á milli frétta og Kastljóss..
og það rændi gleði minni og sorgin tók yfir.
Eða klígjan ef ég á að vera hreinskilin - en sorg er flottara orð á prenti.
En ég var snögg að jafna mig því eins og ég sagði áður þá er ég einföld sál.
Núna hjala ég við sjálfa mig svona líka urrandi glöð.
Þið ráðið hvort þið trúið mér.
En ég hef fullan hug á að stefna hreinlætisvöruframleiðendum sem sýna ógeðsleg klósett í nærmynd.
Djöfuls pervertar.
Ojabjakk en annars góð bara.
Föstudagur, 14. nóvember 2008
..og yfir í alkóhólisma
Ég hef áður bloggað um nýútkomnu bókina hans Orra Harðar, Alkasamfélagið.
Orra finnst skorta möguleika á úrræðum eftir áfengismeðferð.
Hann gagnrýnir harðlega AA-samtökin og setur stórt spurningamerki við trúarlegan þátt í áfengislækningum dagsins í dag.
Ég er ein af þeim sem vill ekki blanda guði almáttugum inn í mitt bataferli. Bara alls ekki.
Ég get heldur ekki tekið undir frasann "bati hvers og eins er undir einingu leynisamtakanna kominn". Reyndar finnst mér fleiri frasar sem ganga ljósum logum um alkasamfélagið algjörlega glórulaus vitleysa.
Velferð þín er undir agerðum ríkistjórnarinnar komin. Halló, þá væri ég dauð, ég skal segja ykkur það.
Minn bati er að stærstum hluta undir sjálfum mér kominn, ekki guði, ekki yfirnáttúrulegum kraftaverkum, ekki undirkastelsi og uppgjöf.
Að láta bata minn í hendurnar á einhverjum óskilgreindum æðri mætti gerir mig skelfingu lostna. Hvað ef hann er ekki til, hvað ef honum er slétt sama um mig vesalinginn, hvað ef hann er sömu skoðunar og ég og finnst að það sé lágmarkskrafa að ég noti heilabúið sem hann útdeildi mér?
Við erum ólíkar manneskjurnar. Við alkar erum ólíkir innbyrðis alveg eins og sykursjúkir eru það.
Innan alkasamfélagsins eru uppi alls kyns skoðanir á hvað sé best að gera til að viðhalda bata.
Fyrir mér er það að taka ábyrgð á sjálfri mér, reyna að gera betur og átta mig á hvar veikleikar mínir liggja, hvað ég þurfi að forðast og þ.u.l. og leita mér síðan hjálpar hjá fagmönnum eins og læknum og geðlæknum eftir því sem þörf er á.
Sumir fara AA-leiðina og það er bara frábært mín vegna. Ég hef farið hana líka.
En þegar trúarbrögðum er blandað inn í bataferlið gerir það umræðuna erfiðari. Það er eins og maður sé að ráðast á Krist á krossinum.
Vond blanda.
Á meðan ekki hefur verið fundið lækning við alkóhólisma á maður að halda áfram að spyrja, velta fyrir sér og rökræða.
Eitt hentar þér, mér eitthvað annað.
Bókin hans Orra er innlegg í þessa umræðu.
Fróðleg bókagagnrýni á Alkasamfélagið á DV. Lesið.
Ræðum saman.
P.s. eins og sjá má af mynd af bókarkápu þá er Orri með hvítbókina í ár.
Ekki lélegt hjá þessum frábæra stílista.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Kreppuhelvítið rændi úr mér hjartanu
Ég er nokkuð hress bara. Miðað við stöðu mála og allan þann friggings ballett.
Ég er búin að þrífa allt í hólf og gólf.
Ég ætla að hrynja í skuldafenið með hreina íbúð, nýböðuð og púðruð í sparidragtinni.
Ég meina ef maður þarf að lenda í áföllum þá er eins gott að gera það klæddur í sitt besta og með allt tandurhreint í kringum sig.
Ég vil deyja hrein.
Maður gæti nefnilega lent í blöðunum.
Maðurinn sem ég giftist síðast segir að ég sé svo ógeðslega morbid.
Ég segi við hann á móti að maður þurfi að gera ráð fyrir öllu, líka því að hníga niður þegar minnst varir.
Hvað veit ég um hvað mín líffæri þola lengi við í þessum lygadansi sem hér er dansaður.
Kommon ég er 56 ára gamall alki með líferni að baki sem fær versta sukkprest til að roðna. DJÓK.
Það var eins gott að það voru ekki vitni af mínum húsmóðurtilburðum hér í dag.
Ég var nefnilega dedd á því að skemmta mér eins og enginn væri morgundagurinn.
Ég dansaði færeyskan hringdans við ryksuguna.
Ég geiflaði mig framan í speglana á meðan ég pússaði þá og svo rappaði ég Gunnarshólma.
Helvíti flott hjá mér bara.
Þú ert hvatvís sagði húsbandið núna áðan þegar ég var að þykjast kúgast yfir malinu í Björgólfi.
Þú ert hvatvís og hryllilega mikið kvikindi.
Ég sagði honum að hann þyrfti ekki að benda mér á hið augljósa.
Hann sagði að það væri ekki fallegt að hlægja af liggjandi auðmönnum.
Ég vissi það en sagðist samt ætla að láta það eftir mér.
Og þá sagði hann að ég væri kaldrifjuð kona. (Þetta er dialógur ala leitisgróa).
Og ég samþykkti það og taldi mig vita að það væri kreppuhelvítið sem hefði rænt úr mér hjartanu.
Og þá sagði hann...
DJÓK.
Ég er hins vegar að segja ykkur núna að héðan í frá er ég stjórnleysingi.
Ég mun ekki fylgja lögum og reglum ef ég kemst hjá því.
BYLTING JENNÝJAR ÖNNU ER HAFIN OG ÞAÐ EKKI DEGI OF SEINT.
Súmí motherfuckers.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Á pjúra móðurmáli
Ég vakna á morgnanna og þori tæpast að líta á forsíður blaðanna vegna þess að nánast á hverjum morgni nú orðið stendur þar að lesa eintóma bömmera.
Ég held að það hafi ekki sést jákvæð frétt á forsíðu eftir hrun.
Hvað sem því líður þá er ég einfaldlega haldin kreppustressi.
Það er of mikið í gangi, tilgátur, álit, allir með munnræpu nema þeir sem eiga að tjá sig.
Þeir grjóthalda kjafti.
Við stöndum frammi fyrir gjaldþroti samkvæmt þessari frétt Moggans.
Hvað þýðir það á pjúra móðurmáli?
Súpueldhús?
Svöng börn?
Langar raðir eftir lífsnauðsynjum?
Í guðanna bænum íslenskir ráðamenn, horfist í augu við getuleysið og játið ykkur sigraða.
Þið náið ekki utan um ástandið.
Þjóðstjórn og svo kosningar á næsta ári.
Þetta gengur ekki lengur.
![]() |
Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 11
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 2988467
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr