Leita í fréttum mbl.is

Þolanlegt út um gluggann

Ég get ekki orða bundist með mannanafnanefnd.

Mér finnst að sú nefnd hljóti að samanstanda af embættismönnum sem hafa reykt eitthvað ólöglegt í óhóflegu magni þó það sé vonandi ekki raunin.

Þeir samþykkja ótrúleg nöfn en banna önnur vel þolanleg.

Auðvitað eru svona nefndir algjörlega út úr kú, foreldrum ætti að vera treystandi til að vera ekki að misbjóða börnum sínum með heimagerðum hroðbjóði en þegar það gerist þá ætti að vera hægt að gera athugasemd við skráningu á nafninu.

Ég get samt ekki skilið af hverju foreldrar vilja kalla börnin sín sumum nöfnum.

Eins og Ástmörður, Skuggi, Ljósálfur og Náttmörður.

Minn mælikvarði á nöfn er einfaldur.  Þola þau að vera görguð út um gluggann.

Skelfir og Skíma: Inn að borða núna.

Svo eru nöfn eins og Skuggi.  Hugsið ykkur að vera þunglyndur og heita þessu nafni.

Eða Gestur, sem er auðvitað fallegt nafn en sá maður getur ekki sagst vera gestur á eigin heimili og reikna með því að vera tekinn alvarlega.

Annars er ég orðin frekar höll undir gömlu góðu íslensku nöfnin en þau voru gjörsamleg át þegar ég var að eiga börn.

Þorgerður, Hjördís, Þórunn, Hallveig og Margrét.  Yndisleg nöfn alveg hreint.

Annars slapp ég ágætlega.  Fór sum sé aldrei á Kapítólustigið.  Það er beisíklí andlegt ofbeldi á börnum að skíra þau Kapítólu.  Hvað þá Lofthænu eða Almannagjáu.

Helga Björk mín elsta heitir í höfuðið á henni ömmu minni sem ól mig upp.

María Greta eftir föðurömmu og systur minni.

Sara Hrund út í loftið bara.

Nöfn stelpnanna minna eru aktjúallí þolanleg út um glugga.  Það er málið.

En mannanafnanefnd hafnar nöfnunum Magnus og Sven.

Halló, get a grip.

Annars er ég nú svona að fabúlera hér í morgunsárið bara.

Enginn vaknaður nema ég.

Farin að kíkja á jóladótið.

Mig vantar birtu og yl.

Úje.

 


mbl.is Aðólf, Júní, Maríkó og Skugga samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm og Júní er karlmannsnafn

Hrönn Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

...ég fór til Júnís áðan.....

Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 10:26

3 identicon

Stormur er að koma.Það er nákvæmlega málið ef ekki er hægt að kalla það útum glugga á ekki að nefna barnið því nafni.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 11:07

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þessi nafnanefnd er eitthvert furðulegt fyrirbrigði.

Smá knús og hlýja í morgunsárið - ekki veitir okkur af þessu kellum.

Kannski ég fari líka að jólast eitthvað í dag.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 11:09

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Já hugsa sér t.d að skíra barn Þröstur og vera kallaður út um gluggann "bí bí koma að borða"

Þröstur Unnar, 16.11.2008 kl. 11:12

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeri bönnuðu nú Satan á sínum tíma, sem er ekki ósvipað og Natan, en kannski ekki eins mikið karríernafn. Sr. Satan hefði t.d. átt erfitt með að fá víxlu.

Mér finnst það fínt út um glugga líka. Ákveðin útrás í því.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 11:36

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Steinar: Satana Perkilla hljómar fínt út um glugga.

Þrölli: Þetta er ekkert nema ofbeldi.  En áttu nokkuð Lóu fyrir systur.  Dirrindí bara.

Greta: Um að gera að jólast smá.

Birna Dís: Er stormur á leiðinni? OMG

Búkolla: Skamm.

Jónína: Ég ætla að hitta Nóvember á eftir.

Hrönn: Ég þekkti konu sem var kölluð Júní.  Ergó: Það er kvenmannsnafn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 11:48

8 identicon

Ég var að skoða leyfileg nöfn þegar ég var ófrísk af syni mínum. Ég rakst á nafnið Bóbó og Annar.... Sonur minn fékk nafnið Heimir Sigurpáll (prestinum til mikillar gleði, hann var búinn að standa í ýmsu með unga foreldra)

Svo veit ég um tilfelli þar sem sótt var um leyfi fyrir nafninu Theó sem seinna nafni, því var hafnað. Mánuð seinna fékk ein stúlka nafnið Tara Naomí.....

Ásrún (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.