Færsluflokkur: Lífstíll
Mánudagur, 15. desember 2008
Aumingja Óli og við öll
Maður á ekki að fíflast með tilfinningar annarra.
En mikið rosalegur bömmer er það fyrir forsetann að sjá eggið sem hann gaf Hilly á Ebay.
Kommon, er nokkuð glataðra en að sjá gjöfina sína á uppboði, sko gjöf sem maður gaf friggings forsetafrú Bandaríkjanna!
Þetta er ekki svona smámál eins og þegar frænkurnar gáfu manni forljóta úlpu eða buxur í jólagjöf í denn. Föt sem maður hefði ekki farið í þó kalsár væru komin á lappirnar á manni og fingur að losna af í kuldanum.
Þá læddist maður og skipti gjöf í skjóli nætur og var síðan í erfiðleikum allt árið þangað til brast á með næstu jólagjöf og frænkurnar þráspurðu hvers vegna ógeðisflíkurnar héngu ekki á þolandanum.
Þetta með eggið er biggdíl. Sko kemst í heimsfréttirnar. Aumingja Óli.
Annars verð ég að játa að mér finnst þetta egg ekki fallegt (fyrirgefðu listamaður), soldið eins og því hafi verið klesst saman í bríari á fylleríi bara.
Aumingja Óli.
En Hillary má skammast sín smá að láta gjafir frá þjóðhöfðingjum renna inn á uppboðsvefi þar sem heimurinn verslar.
Mátulegt á hana að hún varð ekki forseti, skömmin á henni.
Aumingja Óli og við öll.
En svona í framhjáhlaupi, hvað er allra, allra ljótasta gjöf sem þið hafið fengið?
Ég fékk plastskraut í hárið í fermingjagjöf. Einhverjum var verulega illa við mig í fjölskyldunni.
Þvílíkur andskotans viðbjóður.
![]() |
Gjöf forseta til Hillary Clinton á Ebay |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 15. desember 2008
Það má steðja með í bankann
Ég á það til að dreifa tillögum að góðu lífi og líðan í kringum mig eins og karamellum.
Það er af því ég er svo góð - jabb.
Svo hefur það gengið svona og svona hjá sjálfri mér að fara eftir eigin ráðleggingum en hvað með það, ég reyni.
Eitt hef ég staðið við (kannski af því að það er reyndar bara ljúft og skemmtilegt) og það er að gera heiðarlega tilraun til að lesa mig í gegnum kreppuna.
Það gengur ágætlega, takk fyrir að spyrja.
Stundum er tímasetning hlutanna algjört skot í mark.
Bókin hennar Erlu Bolladóttur kemur út á hárréttum tíma, núna þegar traust til yfirvalda er í sögulegu lágmarki.
Það er skelfilegt að lesa söguna hennar Erlu. Að heyra um þessa ungu stúlku, ekki á svo góðum stað með sjálfa sig, dragast inn í stærsta sakamál síðustu aldar.
Geirfinns- og Guðmundarmálin eru klúður frá upphafi til enda.
Nokkur ungmenni eru tekin og þeim haldið í einangrun mánuðum saman þangað til játning er fengin.
Hvað Erlu varðar er hún nýorðin móðir og tekin frá barni sínu og látin í einangrun í Síðumúlafangelsinu. Mér virðist fyrir það eitt að hafa verið í slæmum félagsskap. Það er dælt í hana róandi töflum og innan veggja fangelsisins játar hún á endanum hvað sem er til að sleppa.
Skortur á getu rannsóknaraðila til að vinna vinnuna sína er auðvitað hneyksli.
Stór hópur saklauss fólks er dreginn miskunarlaust inn í málið, lokað inni og farið með það eins og ég tel að gert hafi verið í Kommarússlandi.
Ég held að þessi bók ætti að vera skyldulesning. Ég stóð mig að því að lesa bókina eins og spennusögu, en því miður þá fjallar hún um líf lifandi manneskju.
Ætli þessi spilling í íslensku kerfi hafi alltaf verið til staðar?
En bókin er líka jákvæð. Erla hefur tekist á við líf sitt og unnið bug á þeim erfiðleikum sem hún hefur staðið frammi fyrir. Það er nefnilega alltaf von.
Svo er það Einar Kárason, einn af okkar allrabestu skáldum.
Ofsi er stórkostleg bók. Hvað get ég sagt? Maðurinn er snillingur - villingur á fjaðurpennann.
Bókin er nokkurs konar framhald Óvinafagnaðar.
Ég er þess ekki umkomin að lýsa þessari sögulegu skáldsögu svo gagn geri en hún fjallar um aðdragandann að einu mesta níðingsverki Íslandssögunnar, Flugumýrarbardaga.
Ég ætla að halda áfram að blogga um bækurnar sem ég er að lesa, hef lesið og mun lesa, alveg eins og enginn sé morgundagurinn.
Það börnin góð, getið þið steðjað með í bankann.
Nördinn.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 15. desember 2008
Svo óendanlega lágkúrulegt..
Það er svo óendalega lágkúrulegt fyrir utan hversu mannfjandsamlegt það er að láta sér detta í hug að fara að taka "fæðisgjald" af inniliggjandi sjúklingum.
Hér hafa ákveðnir menn komið þjóðinni í ótrúlegar skuldir upp á hundruðir milljarða og kutinn fer á loft þar sem síst skyldi.
Það eru auðvitað Sjálfstæðismenn með heilbrigðisráðherrann í fararbroddi sem sjá þetta sem möguleika í stöðunni. Taka gjald af veiku fólki sem liggur veikt inni á spítala.
Vá þvílík redding. Svo stórmannlegt eitthvað.
Ég er ekki hissa, Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að færa heilbrigðiskerfið að hinu bandaríska. Borga eða deyja ella.
En halló - það mun vera jafnaðarmannaflokkur í ríkisstjórninni.
Ætlar hann að hleypa fæðisgjaldinu á?
Ætlar hann að gefa frjálshyggjuliðinu grænt ljós á það fólk sem liggur inni á sjúkrahúsum?
Ef af verður held ég að sá jafnaðarmannaflokkur verði að skýra sig upp á nýtt.
Ekki að Samfylkingin sé ekki komin æði langt frá hugsjóninni með samstarfinu við íhaldið.
Þeir hafa að minnsta kosti sett niður sína síðustu kartöflu í mínum garði.
Ég legg samt traust mitt á Jóhönnu.
Þetta má ekki gerast og skal ekki gerast.
Almenningur - söfnum okkur saman. Gerum eitthvað róttækt.
Mikið djöfull er þetta siðspillt og ógeðslegt samfélag sem verið er að sníða okkur á hverjum degi.
![]() |
Upptaka fæðisgjalda hugsanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 13. desember 2008
Jultomten
Tíminn gjörsamlega flýgur áfram og ég fæ ekkert við því gert.
Ég var að átta mig á því áðan þegar mér varð litið á jólateljarann að það eru 11 dagar til jóla, bráðum 10!
Ég fórnaði höndum ég á eftir að gera svo mikið, redda svo miklu og svo á ég eftir að vinna úr hellings hugmyndum sem ég er ekki einu sinni búin að fá ennþá.
Ég er of upptekin af kreppunni það er nokkuð ljóst og já ég ætla að vera það áfram með jólaívafi.
Ég get gert bæði í einu sko, bæði tuggið og hugsað svo það verður ekki erfitt verkefni.
Ég mun blogga mig hása á milli þess sem ég dúlla mér í jólafyrirkomulagi.
Systkinin Hrafn Óli og Jenný Una Eriks- og Sörubörn eru hjá okkur í pössun. Ég held að það sé jólagleði í gangi hjá FÍH.
Núna sofa englarnir mínir bæði svo sárasaklaus og undurfalleg hvort í sínu rúmi.
Jenný Una kom með jólasokkinn sinn með sér og festi hann kyrfilega á rúmið sitt.
Amma; þú mátt ekki hafa hátt þá hræðir þú jólasveininn.
Amman: Ég lofa, ég læðist eins og mús. En hvað heitir jólasveininn sem kemur í kvöld?
Hið hálfsænska barn er ekki alveg með íslensku sveinana á hreinu: Hann heitir bara jólasveinn amma, sko JULTOMTEN heter han.
Amman gerði sér grein fyrir að það var kominn tími á smá kennslustund.
Eins gott að ég á kverið um jólasveinana.
Það verður verkefni morgundagsins.
Verið þið óhlýðin. Sko borgaralega óhlýðin og um leið afskaplega jólaleg.
Falalalalalala
Laugardagur, 13. desember 2008
Jeræt - drímon!
Ég er að ég held hætt að trúa á að einhverjar þær breytingar verði gerðar á ríkisstjórninni sem skipta máli.
Þá meina ég að fólk fari að treysta þeim sem sitja í henni.
ISG segir að líklega verði kosið áður en kjörtímabilið er á enda.
Að ríkisstjórnin verði að svara kalli um breytingar.
Mér finnst bara verið að vekja væntingar eins og gert hefur verið reglulega frá því að þjóðarskútan sökk með braki og bramli.
Svo vildi ISG ekki skýra nánar hvaða breytingar hún átti við?
En hvað er að gerast með Björgvin?
Ég meina helvíti hefur kennarinn hans haft það náðugt þegar hann fór yfir prófin hans í denn.
Ég veit ekki, ég veit ekki, ég veit ekki, alla leið bara.
Nú það er best að setja sig í stellingar og bíða fallega eftir að kallinu eftir breytingum verði svarað.
Jeræt Jenný Anna, drímon.
Ég rakst á þetta á bloggvafri, getur þetta mögulega verið rétt?
![]() |
Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 12. desember 2008
Halló - jólin gera manni hluti
Þar sem það er kreppa og ég velti hverri krónu fyrir mér áður en ég kveð hana með kossi þá var ég að pæla í hvernig ég gæti nánaskast um jólin til að senda ekki krónur heimilisins á frítt flot út úr buddu og ofaní bæ og beint í glæpavasa sumra stóreignamanna sem höndla með ýmislegt.
Ég er jólanörd og hef alltaf verið og desember er minn uppáhaldsmánuður ójá.
Hvernig var þetta annars þegar við vorum að alast upp, spurði ég minn heittelskaða þar sem við sátum og reyndum að gúffa í okkur grjónagrautnum bæði kanil og rúsínulausum.
Hann sagði: Það var súpa, rjúpur og frómas á aðfangadagskvöld.
Ég: Já og hvað var keypt af meðlæti á þessum tímum?
Hann mundi það ekki enda karlmaður og þeir ekkert með rosalegan áhuga á viðhengismeti á hátíðarborðinu, margir hverjir.
Ég fór því að pæla í því sjálf hvað keypt var inn þegar ég var barn.
Hangikjöt, jólasteik, grænar baunir, rauðkál, asíur, rauðrófur, blandaðir ávextir, ís, súkkulaði, brjóstsykur og konfekt, kókflöskur, malt og appelsín. Smákökur og randalínur bakaðar.
Upp talið. Eða hvað?
Á maður ekki að fara í þennan gírinn bara?
En eins og lyktin var góð af eplunum sem geymd voru í geymslunni þá eru þau ekkert sérstök á bragðið þegar komið var fram á annan jóladag, í minningunni. Voru þau ekki dáldið útlifuð, marin og skemmd? Mig minnir það.
Æi, en stundum er afturhvarf til fortíðar það eina rétta í stöðunni. Þrátt fyrir mínusa þá hlýja þessi hugarferðalög mér um hjartaræturnar.
Og já á meðan ég man þá kom jólalestin frá Kókinu út á mér tárunum þegar ég bjó á Laugaveginum og gat glápt á hana út um gluggann með viðkomandi börnum fjölskyldunnar.
Ég þessi kommi inn að hjarta grét af væmni yfir helvítis auðvaldslestinni frá Kók.
Halló - jólin gera manni hluti.
![]() |
Jólalestin kemur með jólalögin í 12. sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Föstudagur, 12. desember 2008
Á kafi með niðurskurðarhnífinn þar sem síst skyldi
Ég vaknaði í morgun með dynjandi höfuðverk og bálill í þokkabót.
Ég fór nefnilega seint að sofa, var að lesa fram á miðja nótt.
Hausverkurinn er horfinn en illskan kraumar ennþá í mér enda ekki nema von.
Þegar maður les svona fréttir eins og þá að fólk eigi ekki fyrir mat og það sé enga hjálp að fá fyrir það fólk sem ekki er innan viðmiðunarreglna félagslega kerfisins er beinlínis óeðlilegt að finna ekki fyrir reiði, þ.e. sé maður ekki fastur í eigin afturenda.
Í fréttinni kemur fram að fólk er hætt að kaupa skólamáltíðir fyrir börnin sín. Kreppan kemur verst við barnafólkið.
Þessi andskotans duglausa ríkisstjórn gæti með einu pennastriki gert skólamáltíðir ókeypis og hluta af þjónustu grunnskólanna.
En auðvitað gerist ekkert slíkt, þeir eru uppteknir og á kafi með helvítis niðurskurðarhnífinn í bótakerfinu og svo er verið að hækka skatta á venjulegt fólk.
Hins vegar er afskaplega flókið að setja hátekjuskatt á þá sem mesta hafa peningana. Yfir því þarf að liggja lengi og vel. "Hvar á að setja mörkin?" spurði Kristján Þór Júlíusson ráðvilltur í andlitinu í Kastljósi í gær.
Það þurfti enga andskotans yfirlegu yfir mörkunum sem sett voru á hinn almenna launamann á lágu laununum og bótaþegana.
Þetta er svo gegnsætt, svo siðlaust allt saman, svo grimmilegt fyrir barnafjölskyldur í þessu landi að það er löngu komið út fyrir allan þjófabálk.
Ég er ekki eina manneskjan sem neitar að sætta sig við að saklaus börn verði þolendur óráðsíunnar og óstjórnarinnar í landinu. Þar setjum við vel flest mörkin og sú staðreynd á eftir að skólfla almenningi út á götuna og í mótmælagírinn.
Þar segjum við stopp og það með öllum ráðum.
Ætlar þetta lið ekki að meðtaka það að það kærir sig nánast ekki kjaftur um að láta það bjarga sér?
Að almenningur liggur á bæn og biður um að einhver bjargi okkur frá handónýtum stjórnvöldum?
ARG
![]() |
Fólk á ekki fyrir mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Föstudagur, 12. desember 2008
Vanir menn og vönduð vinna
Fólk hefur missjúkan húmor.
Sumir svo sjúkan að manni nánast blöskrar. (Ég er svo sjúk að ég brosti, ók hló, þetta er svo bilað stönt).
Eða var þetta kannski ekki til gamans gert, var þetta tilraun til fjársvika?
Djöfuls spilling á Hrauninu ef rétt reynist.
Algjörar helvítis glæpajurtir þar innan dyra.
Ég hélt að alvöru glæpamenn væru allir UTAN girðingar!
Þetta verður ekki fyrirgefið.
Fangarnir Knold og Tot eru að gera eitthvað vitlaust.
Snúa sér til eigenda gömlu bankanna drengir.
Þar eru vanir menn og vönduð vinna.
Úje
![]() |
Grín sem gekk of langt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 11. desember 2008
Svo margir menn - bara tíu fingur að telja á
Ég varð alveg stórhneyksluð þegar ég sá niðurstöðuna úr þessari merku rannsókn sem sýnir að tæpur helmingur allra karla og þriðjungur allra kvenna hefur logið til um hvað þeir hafa lesið í þeim tilgangi einum að vekja hrifningu vina eða mögulegra maka.
Ég alveg gapti. Hvað er að fólki? Er sumum manneskjum ekkert heilagt? Ha?
Æi svo mundi ég að þessi ósköp hafa hent mig.
Merkilegt eins og ég hef alltaf verið heiðarleg í samskiptum við hitt kynið. Jebb. (Dúa þegiðu).
Ég var auðvitað ung og töluvert mikið barn, annars hefði ég ekki framið svona svíðingsverk.
Unglingsárin kölluðu á grimmilegar aðgerðir í hamslausri leit minni að maka. Jebb - satt.
Ég var skotin í hippastrák og nei hann var enginn íslenskur helgarhippi sem vann í Plastprenti eða Hampiðjunni á virkum dögum, hann var danskur kallaði sig Nelly, hafði aldrei unnið handtak og það hringlaði í honum út af öllum bjöllunum sem héngu um hálsinn á honum.
Ég sagði: Nelly, auðvitað hef ég lesið "The Mushroom and the Holy Cross", hvað heldur þú drengur þegar hann spurði mig.
(Bók þessi er jafnleiðinlegast rugl á prenti sem ég hef enn rekist á.)
Þetta samtal fór auðvitað fram á dönsku þar sem við vorum stödd á Karusellen í Kongens Köb og ég ætlaði að koma drengnum í rúmið hvað sem öllum sveppum leið.
Í annað skipti tók ég til örþrifaráða og laug að einum af mínum fjölmörgu eiginmönnum (sem líka var hippadjöfull) og ég gerði það til að ná að hala hann inn og innsigla bráðina. Hviss bang.
Biblía þessa manns var Jónatan Livingstone Máfur og eftir að hafa reynt að lesa hana nokkrum sinnum hvar ég festist í myndunum af þessu gargandi villidýri og heimspekingi í fuglslíki vegna þess að myndirnar voru ögn þolanlegri en hundleiðinlegur textinn, sá ég mér þann kost vænstan að ljúga upp á mig lestri á bókinni.
Maðurinn féll beint á hnén og bað mín með snarasta.
Úff - ég alveg bráðnaði niður í tær, eða var það þegar næsti eiginmaður bað mín? Man það ekki. Svo margir menn - bara tíu fingur að telja á. Jebb.
Síðan hef ég ekki logið mig inn á karlmenn. Ók, ók, ók, ekki alvarlega að minnsta kosti.
Já líf mitt er svo sannarlega efni í sögubók.
Spennandi og brjálað og aldrei leiðinlegt. Ansi blóðugt en aldrei leiðinlegt. Stundum óprenthæft en aldrei leiðinlegt.
Farin að þurrka af - helvíti leiðinlegt.
Pís.
Falalalalalala
![]() |
Logið til að heilla náungann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 11. desember 2008
Ofmetin lífsreynsla
Í desember á hver dagur að vera skemmtilegur, fullur af tilhlökkun, mildur og dimmur.
Desember á að flela í sér epla og negullykt með dassi af appelsínuilmi og helst á fólk bara að bíða eftir jólunum og drekka heitt súkkulaði með rjóma. Það á að horfast í augu, knúsa börnin sín og pakka inn jólagjöfum.
Líka í kreppu.
En það er ekki svoleiðis. Í dag er ég að drepast úr kulda og ef mér er kalt þá er ekkert gaman að neinu.
Svo er ég algjörlega utan við mig.
Ég vaknaði svona í morgun. Var stórt spurningarmerki í framan, alveg: Hver er tilgangur lífsins? Af hverju er veður? Af hverju þurfum við að borða? Eru óhefðbundnar lækningar það sem koma skal? Hver fann upp drykkjarrörið? Er hann ríkur? Af hverju er utanborðsmótor kallaður utanborðs? Hvað er fídusinn með því að hafa hann hangandi yfir borðstokkinn?
Ég hreinilega þoli ekki hvað ég þarf alltaf að hugsa djúpar hugsanir þegar ég reika um nývöknuð.
Svo á hún Helga mín afmæli og það er jólaskemmtun á Laufásborg hjá Jenný Unu á eftir sem ég ætla að sækja.
Ætli ég sé veik?
Ég sat hér áðan og var að sýsla inni á heimabankanum. Hélt á öryggislyklinum og svona.
Stóð upp og var á leiðinni út að reykja.
Setti öryggislykil í þar til gert box og steðjaði með kveikjarann út í kuldann til að draga nikótínið ofan í lungu og fremja hægfara sjálfsmorð í desemberkuldanum njótandi þess út í ystu æsar í minni forherðingu.
Ég reyndi að kveikja í helvítis sígarettunni marg oft og það var liðinn dágóður tími, amk. nokkrar langar sekúndur þegar ég fattaði að öryggislykilinn er ekki kveikjari í dulargervi.
Þegar ég steðjaði inn til að skipta á lykli og kveikjara datt ég um útidyraþröskuldinn og flaug glæsilega inn eftir ganginum.
Hafið þið farið í sleik við parkett?
Ekki?
Það er ofmetin lífsreynsla.
Hmrpfmmfprfm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.9.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2988421
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr