Leita í fréttum mbl.is

Á kafi með niðurskurðarhnífinn þar sem síst skyldi

Ég vaknaði í morgun með dynjandi höfuðverk og bálill í þokkabót.

Ég fór nefnilega seint að sofa, var að lesa fram á miðja nótt.

Hausverkurinn er horfinn en illskan kraumar ennþá í mér enda ekki nema von.

Þegar maður les svona fréttir eins og þá að fólk eigi ekki fyrir mat og það sé enga hjálp að fá fyrir það fólk sem ekki er innan viðmiðunarreglna félagslega kerfisins er beinlínis óeðlilegt að finna ekki fyrir reiði, þ.e. sé maður ekki fastur í eigin afturenda.

Í fréttinni kemur fram að fólk er hætt að kaupa skólamáltíðir fyrir börnin sín.  Kreppan kemur verst við barnafólkið.

Þessi andskotans duglausa ríkisstjórn gæti með einu pennastriki gert skólamáltíðir ókeypis og hluta af þjónustu grunnskólanna.

En auðvitað gerist ekkert slíkt, þeir eru uppteknir og á kafi með helvítis niðurskurðarhnífinn í bótakerfinu og svo er verið að hækka skatta á venjulegt fólk.

Hins vegar er afskaplega flókið að setja hátekjuskatt á þá sem mesta hafa peningana.  Yfir því þarf að liggja lengi og vel.  "Hvar á að setja mörkin?" spurði Kristján Þór Júlíusson ráðvilltur í andlitinu í Kastljósi í gær.

Það þurfti enga andskotans yfirlegu yfir mörkunum sem sett voru á hinn almenna launamann á lágu laununum og bótaþegana.

Þetta er svo gegnsætt, svo siðlaust allt saman, svo grimmilegt fyrir barnafjölskyldur í þessu landi að það er löngu komið út fyrir allan þjófabálk.

Ég er ekki eina manneskjan sem neitar að sætta sig við að saklaus börn verði þolendur óráðsíunnar og óstjórnarinnar í landinu.  Þar setjum við vel flest mörkin og sú staðreynd á eftir að skólfla almenningi út á götuna og í mótmælagírinn.

Þar segjum við stopp og það með öllum ráðum.

Ætlar þetta lið ekki að meðtaka það að það kærir sig nánast ekki kjaftur um að láta það bjarga sér?

Að almenningur liggur á bæn og biður um að einhver bjargi okkur frá handónýtum stjórnvöldum?

ARG


mbl.is Fólk á ekki fyrir mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Bendi á greinina hennar Sigrúnar Jónsdóttur (amman) um framfærslustuðul, hann er nefnilega ekki til.

Bíð eftir að það verði farið að berja á okkur öryrkjum, alltaf skal byrjað á þeim sem hafa minnst en hátekjuskattur er "táknrænn". Hvað þýðir það eiginlega?

Rut Sumarliðadóttir, 12.12.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: Skarfurinn

Þessi afleita stjórn er enn að pissa í skóinn sinn, að nú í krepunni skuli hún hækka skattana, bifreiðagjöld, bensín og fl. og fl. er ekki sú besta jólagjöf fyrir almenning og láglaunafólk og bótaþega.

Það sem mér finnst samt skrýtnast er að stjórnvöld skuli þegar góðæri er dæla peningum í allskonar verk eins og álver og fl. en núna þegar kreppir að þá er gripið til skattahækkana og annara hækkana í miðju atvinnuleysinu, að mínu mati ættu stjórnvöld að dæla peningum inn í KREPPU til að auka atvinnu fólks en ekki öfugt.

Skarfurinn, 12.12.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er að senda mitt framlag til bágstaddra, það verða 10.þús krónur þessi jólin vegna slæms ástands í þjóðfélaginu, ef allir gerðu þetta sem geta mundi nú aldeilis muna um það.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þegar Sighvatur var heilbrigðisráðherra handleggsbrotnaði hann í miðjum niðurskurði. Þá var ort vísa sem gæti verið eitthvað á þessa leið:

Á Sighvati margan sé ég feil
en seint mun ég í því botna
að niðurskurðar hendin er heil
en hin er alltaf að brotna.

Síðan var bætt um betur:

Segi ég við Sighvat minn,
svo að bætist skaðinn.
Hættu að brjóta handlegginn
og hálsbrjóttu þigí staðinn.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 12.12.2008 kl. 13:54

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þegar Sighvatur var heilbrigðisráðherra handleggsbrotnaði hann í miðjum niðurskurði. Þá var ort vísa sem gæti verið eitthvað á þessa leið:

Á Sighvati margan sé ég feil
en seint mun ég í því botna
að niðurskurðar hendin er heil
en hin er alltaf að brotna.

Síðan var bætt um betur:

Segi ég við Sighvat minn,
svo að bætist skaðinn.
Hættu að brjóta handlegginn
og hálsbrjóttu þig í staðinn.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 12.12.2008 kl. 14:00

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Asskoti er ég sammála þér..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.12.2008 kl. 14:42

7 Smámynd: Dísa Dóra

Ég verð nú að segja að ég er barasta mjög sammála þér

Dísa Dóra, 12.12.2008 kl. 16:23

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er ótrúlega og ólýsanlega sorgleg staða.

Allt þetta lið á toppnum hugsar bara um sinn eigin feita, nú eða þrautþjálfaða rass, sem það tyllir í valdastólinn.

Ef þetta lið hugsaði aðeins minna um sitt eigið framapot og að skara eldi að eigin kökum væri annað ástand í þessu þjóðfélagi.

Auðvitað á að gera skólamáltíðir ókeypis. Er það samt annars ekki sveitafélaganna að gera eitthvað í því , þar sem rekstur skólanna er kominn til þeirra? Þó ríkisstjórnin hljót að geta komið þessu í kring með fjárveitingu til þeirra.

Svo er ég sammála því að það á að halda áfram með ýmis verkefni á vegum ríkisins og opinberra aðila - þó ekki virkjanir - í staðinn fyrir að slaufa þeim alfarið, til þess að skapa fólki atvinnu. Vonandi verður til dæmis haldið áfram með tónlistarhúsið - þar væri atvinna fyrir fjölda smiða og byggingarverkamenn. Auk þess sem það er skelfileg tilhugsun að hafa þetta ferlíki óklárað fyrir augunum niðri í bæ næsta einn og hálfa áratuginn, ef svo illa fer að ekki verði reynt í það minnsta að loka því á smekklegan hátt sem þó er búið að byggja, og nýta undir einhvers konar starfsemi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2008 kl. 16:35

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Benedikt, athugaðu vinsamlegast að ég tók aðeins tónlistarhúsið sem eitt lítið dæmi - hvers lags auli heldurðu eiginlega að ég sé?

Ég talaði líka um að loka því á einhvern viðundandi hátt, ekki að ljúka endilega við það samkvæmt teikningum í hvelli - en til þess þyrfti væntanlega samþykki arkitektsins.

Vinsamlegast gaumgæfðu aðeins betur það sem þú lest í kommentum hjá öðrum, áður en þú dæmir.

Þú bætir um betur, eftir að hafa sett út á mínar hugmyndir, með því að setja langloku með feitletruðum fyrirsögnum hér inn, þar sem flest er meira og minna haft eftir einhverjum öðrum en þér sjálfum. Mig langar að benda þér á að í sumum tilvikum getur verið nægilegt og skilvirkara að koma með tilvísanir í hvar umrædda texta er að finna, í stað þess að endursegja þá eða taka þá beint upp.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2008 kl. 17:32

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Greta: Sammála.

Ben.Ax:Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2008 kl. 17:33

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er ekki gott að segja, Benedikt, - af því fréttist ekkert í fjölmiðlum. Þó hefur mér skilist að móðir Jinky Ong Fischer hafi hætt við að gera tilkall til arfsins fyrir hönd dóttur sinnar, hvernig sem á því stendur, - hún virtist reyndar aldrei mjög áhugamikil um það - kannski hafa þær mæðgur nóg fyrir sig og kæra sig ekki um meira.

Ég bið þig afsökunar ef ég hef gerst of hvassyrt í svari mínu til þín - varðandi feitletrunina veit ég af reynslunni að stundum koma hlutirnir sem maður er að reyna að koma á framfæri öðruvísi út en maður ætlaðist til þegar til kastanna kemur eftir að maður klikkar á "senda".

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2008 kl. 18:04

12 identicon

óþolandi.Öll börn eiga rétt á mat .Líka í skólanum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 18:58

13 Smámynd:

Það er til útreikningur á lágmarskinnkomu á heimili til að hafa í sig og á og það er auðvelt að nálgast þá útreikininga bæði hjá LÍN og Íbúðalánasjóði. Það er skömm að því hvernig þessi ríkisstjórn og hægri stjórnirnar á undan henni, hafa með markvissum hætti saxað á innkomu hinna lægst launuðu með sköttum og lækkun barnabóta og vaxtagreiðslna, fyrir nú utan þessar síðustu falleringar, en á meðan er ekkert hróflað við hátekju- og stóreignafólkinu og því jafnvel hjálpað við að svíkja úr úr bankakerfinu og hampað þegar það setur sig á hausinn og stofnar svo nýtt fyrirtæki með nýrri kennitölu. Burt með þetta spillingarlið

, 12.12.2008 kl. 20:43

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það styttist í að ég skammist mín fyrir að vera Íslendingur....

Hvað getum við gert til að sporna við þessu ástandi?

.... hvað getum við gert? 

Hrönn Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 21:14

15 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Benedikt það hafa fáir áhuga á staðreyndum hér það er staðreynd, hef rekið mig á það hvað eftir annað það hefur enginn áhuga á að blogga um það að ríkisstjórnin hefur einmitt passað verulega upp á að skera EKKI niður í velferðakerfinu og þetta dæmi sem þú nefnir í sambandi við öryrkja er nógu góð vísbending um það.

Kreppa Alkadóttir., 12.12.2008 kl. 21:17

16 identicon

Mér blöskraði þetta svo að ég stofnaði hóp á Facebook um málið.

 http://www.facebook.com/topic.php?topic=6085&uid=52531077368#/group.php?gid=52531077368

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 22:51

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þátttökuna öll.

Hólmfríður: Kíki á þetta.

Kreppa: Vertu úti.  Þú ert svo leiðinleg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2985764

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband