Færsluflokkur: Lífstíll
Föstudagur, 30. janúar 2009
Kreppan hefur náð mér alla leið!
Ég er ekki vön að segja frá draumum mínum, enda hundleiðinlegt fyrir hlustandann, þið vitið ég var á Laugavegi sem var ekki Laugavegur heldur Oxford Street, með manninum mínum sem var ekki maðurinn minn heldur Charlton Heston (martröð).
En nú get ég ekki látið hjá líða að segja frá þremur ördraumum sem sérfræðingur á vettvangi hefur þýtt jafnóðum og þeir hafa komið í hús (höfuð).
Um daginn dreymdi mig að ég sæi samankominn þingflokk Sjálfstæðisflokksins þar sem þeir voru með blaðamannafund fyrir utan Núllið í Bankastrætinu.
Þeir voru samróma um að þeir þjáðust af harðlífi!
Sérfræðingur á vettvangi túlkaði þetta strax. Enginn mannaskítur, ekkert fjármagn.
Svo dreymdi mig ráðherra sömu stjórnar hvar allir voru nauðasköllóttir og var til þess tekið hvað þessi nýja greiðsla fór starfandi menntamálaráðherra vel.
Sérfræðingur var ekki í vandræðum: Ekkert hár, ekkert fjármagn.
Þann þriðja dreymdi mig rétt fyrir birtingu í morgun, hvenær ég hrökk upp svitastorkin og skelfingu lostin.
Í draumnum stóð ég í Bónus og var að þrefa við afgreiðslukonu vegna ónýts kattarfóðurs sem ég hafði keypt á kvöldverðarborðið fyrir okkur á kærleiks vegna fátæktar.
Bónuskonan (sem var ekki kona heldur Jón Ásgeir) vildi ekki greiða mér til baka, heldur láta mig fá nýjan kattarmat.
Við slógumst og tuskuðumst til, ég var mjög reið. Ég veinaði og grét. "Peningana mína, peningana mína" ég grét með þungum ekka.
Það er skemmst frá því að segja að ég gjörtapaði málinu.
Draumarnir segir mér bara eitt, að kreppan hefur náð mér alla leið.
Einkum með tilliti til þess að slagsmál í draumi númer þrjú voru upp á 178 krónur íslenskar.
Hér þurfti engan sérfræðing til túlkunar og Geir ekki reyna að fegra ástandið!
Cry me a river!
![]() |
Gera of mikið úr vandanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Byggja þjóð - halló!
Ég get ekki á mér setið.
Sigmundur Ernir ætlar í póltík.
Gott hjá honum.
En hann verður að taka númer, röðin er löng. Margir kallaðir fáir útvaldir, æi og allt það kjaftæði.
En kommon maður, hvaðan kemurðu með þetta uppskrúfaða málfar?
Hvernig ætlarðu að höfða til fólks með svona yfirborðstali og hátimbruðu orðalagi?:
Ég hef haft gaman af að smíða úti í garði, sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 rétt í þessu, en nú ætla ég að byggja þjóð.
Á ekki að fara í kosningabaráttuna með stuðla og höfuðstafi að vopni bara?
Íklæddur vaðmáli og suðskinnsskóm? Ha?
En ný stjórn er í burðarliðnum það er næsta víst.
![]() |
Fundað um stjórnarmyndun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Nokkurs konar ljóska
Í mér blundar kona með viðkvæmt tilfinningalíf.
Nokkurs konar ljóska sem þolir ekki pólitík, vill kaupa sér föt, dingla augnhárunum og lesa glanstímarit.
Eftir að hafa verið lokuð inni síðan í hruni braust hún fram í morgun og gargaði blíðlega á mig þar sem ég sat og horfði framan í daginn.
Ég vil borða gæsalifur og mótsartkúlur í öll mál!
Ég vil ganga um á háum hælum með bera leggi og Gucci tösku á búlevard í útlöndum.
Ég vil fara á frumsýningar á leiðinlegum söngleikjum þar sem ilvatnsblandan frá hinum innantómu gestunum blandast þannig að lyktin verður peningar og eilíf veisluhöld.
Ég vil lifa lífi mínu í einni andskotans óslitinni dömubindaauglýsingu.
Þegar hér var komið sögu, múlbatt ég konuna og læsti hana inn í skáp.
Skilur hún ekki að við lifum á erfiðum tímum?
Er hún ekki meðvituð um ástandið í þjóðfélaginu?
Fífl og lofthöfuð.
Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Náið þið utan um þetta gott fólk?
Ég er ekki reikningshaus. Kann að bregða fyrir mig algengustu aðferðum reiknilistarinnar og læt þar við sitja.
Það er ekki hægt að vera góður í öllu þrátt fyrir að sumir fúlir séu á öðru máli.
En eftir kreppu hefur þetta orðið að vandamáli hér á kærleiks.
Tölurnar í lífi mínu hafa fram að þessu ekki verið taldar í flóknum upphæðum.
Hverri krónu nánast hefur verið ráðstafað áður en þær rúlla inn á reikninginn.
Mitt góðæri fólst í því að geta staðið á sléttu, borgað mínar skuldir nokkurn veginn og haldið andliti.
Mér leið afskaplega vel með þá stöðu og hafði litlar óskir um breytingar.
Nú hins vegar, þarf að úlenndúllendoffa reikningana um hver mánaðarmót og því reiknisdæmi fylgir hnútur í maga og stöðugur seiðingur í hjartanu. Þið þekkið það. Það er kreppan í máli og myndum eins og hún kemur persónulega við mig enn sem komið er, en ég veit að þetta er bara byrjunin.
Svo eru það upphæðirnar. Upphæðirnar sem auðmennirnir léku sér með og göldruðu svo úr landi fyrir hrun.
Leikföng auðmannanna sem þeir fengu að dúlla sér með óáreittir án nokkurs eftirlits.
Þær hlaupa á milljörðum, hundruðum milljarða, þúsundum milljarða.
Höfuðið á mér snýst, augun ætla út úr höfði mér og tungan þvælist fyrir löppunum á mér þegar ég reyni að átta mig á þessum rosalegu upphæðum sem við skuldum á Íslandi.
Ég næ enn ekki alveg utan um þetta stærsta bankarán sögunnar.
Ég næ heldur ekki utan um það að ekki megi setja eigur þessara manna í sóttkví á meðan málið er rannsakað.
Löggan í Kefló gerði upptækar eigur hælisleitenda í fyrra og það sá enginn neitt athugavert við það.
Og VR-karlinn átti þátt í að lána Bretanum Tjengis (Khan) tvöhundruðagáttatíumilljarða góðan daginn?
VR-karlinn sem telur sig hafa unnið að fullum heilindum fyrir - Kaupþing, ekki umbjóðendur sinna.
Sem hírast á stórmarkaðskössum á skammarlaunum margir hverjir.
Eruð þið að ná utan um það gott fólk
Hvar er réttlætið? Ég auglýsi hér með eftir því.
![]() |
Skuldir aukast um 400 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Atvinnulygarar?
Ég var að pæla í því í gær þegar Samfylkingarmenn og Sjálfstæðis rifust í fjölmiðlum, að í stjórnmálum sé beinlínis litið á það sem eðlilegan hlut að segja ósatt.
Alveg fram á síðustu daga ríkisstjórnarinnar lýstu formenn flokkanna því yfir að í ríkisstjórninni ríkti eindrægni, samheldni og trúnaður.
Í raun alveg þangað til Samfylkingin fór á límingunum á Þjóðleikhúskjallarafundinum.
Núna, hins vegar, þá tala menn úr báðum flokkum eins og þetta stjórnarsamstarf hafi verið helvíti á jörð.
Þið vitið hvað ég meina, nenni ekki að telja upp brigslyrðin, þau má lesa og horfa á í öllum miðlum.
Það er eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi að ljúga eins og sprúttsali ef þú ert alþingismaður eða ráðherra.
Og þá spyr ég ekki vitandi nokkurn skapaðan hræranlega hlut:
Hvernig á maður að trúa orði af því sem þetta fólk segir?
Eins og þetta horfir við mér þá er þetta ógeðisvinna sem getur kostað fólk nætursvefn þ.e. ef það gengst inn á þessi vinnubrögð.
Hvernig er þetta hægt?
Svarið því!
![]() |
Samfylkingin bugaðist" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Hjónaskilnaður á fullu blasti
Allir sem lesa síðuna mína vita að ég hef átt fjölmarga eiginmenn. Jájá.
Þar sem ég hef skilið við einn til að giftast öðrum nokkuð reglulega þá þekki ég skilnaði alveg út í hörgul. Ég er nú hrædd um það. Vanir menn, vönduð ... þið vitið.
Áður en lengra er haldið þá er best að segja að ég ýki mjög sjaldan og aldrei í sambandi við hjónabönd mín sem hafa gert mig að eftirsóttum skilnaðarráðunaut víða um heim.
Enda bíð ég við síman í þessum rituðum orðum.
En aftur að skilnaði dagsins.
Nú haga stjórnarflokkarnir sér eins og hjón í skilnaði.
Reyndar hagar Sjálfstæðisflokkurinn sér eins og aðilinn sem vill ekki skilja og er ofboðslega ósáttur við makann sem er stokkinn á brott og kominn á glænýjar biðilsbuxur.
Makann sem jafnvel er kominn í hálfgildings hankípankí með öðrum.
Ásakanirnar koma á færibandi frá þingmönnum flokksins og ráðherrum.
Þeir nota þar sína uppáhalds ásökun á andstæðinga í pólitík sem er orðin svo þreytt og bitlaus að maður brosir bara og reynir að umbera þessi krútt.
Samfylkingin er ekki starfhæf, segja þeir. Allt í glundroða á þeim bæ. Þeir geta ekki hagað sér á meðan mamman bregður sér frá og þá gera þeir allt vitlaust.
Hún er svo tætt Samfylkingin klykkja þeir út með. Svei og skamm.
Það er ekki til verri glæpur í pólitík í augum íhaldsins en óþekkt í flokki.
Að einhver segi skoðun sína áður en að slá fyrst á til formanns og fá leyfi.
Ein rödd einn flokkur er þeirra mottó.
Það er nú meira hvað það skilar miklu.
En.. nú veit ég ekkert hvað verður frekar en aðrir.
Það eina sem ég veit er að ég vill fá breytta stjórnarskrá, meira lýðræði og minni flokkavald.
Ég vil fá að kjósa fólk.
En ég verð að játa að þegar ég horfði á Ingibjörgu Sólrúnu á blaðamannafundinum í morgun þá sá ég glitta í gömlu góðu ISG, þessa konu sem mér finnst frábær. Það kviknaði örlítill baráttublossi í hjartanu á mér sem ég tengi einkum við gamla bardaga sem voru eldheitir.
Það er greinilega stórhættulegt úteislun fólks að starfa með Sjálfstæðisflokknum.
Svo er eitt að lokum, en samt ekki að lokum, mikið ofboðslega fer í taugarnar á mér hvað veist er að honum Steingrími J. og honum ætlaðir alls kyns hlutir, eins og að skila láninu frá IMF. Maðurinn sagðist vilja sjá skilmálana. Andið róleg.
Djöfuls hræðsla er þetta.
VG bjuggu ekki til þetta hrun. Voru algjörlega fjarverandi á meðan græðgisfurstarnir tóku okkur í görnina í stærsta bankaráni sögunnar.
![]() |
Samfylkingin ekki starfhæf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Þegar lömbin þagna
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin segir að kreppan geti haft alvarlegar afleiðingar á heilsu fólks.
"You can say that again".
Eins og vér Íslendingar höfum farið varhluta af þeirri vitneskju eða þannig.
Og ég hef verið að hugsa um þetta með heilsuna undanfarið. Hvað ég gæti gert til að bæta hana.
Fyrsti kostur hefði verið að hætta að drekka en það er ekki hægt? Af hverju spyrðu - jú ef þú hefði lesið bloggið mitt þá vissir þú að ég er óvirkur alki. Tékk, tékk.
Þar sem ég vill helst ekki hætta að reykja ef ég mögulega kemst hjá því þá varð ég að líta á mataræðið til bættrar heilsu.
Ég fór að hugsa um að gerast grænmetisæta.
Þrátt fyrir að ég elski kjöt. Fólk segir mér að kjöt sé óhollt.
Svo er ég líka dálítið upptekin af karmalögmálinu.
Ég sá alveg fyrir mér þar sem ég kæmi til himnaríkis eða á einhvern stað bara, hjá guði auðvitað og á móti mér kæmu öll litlu lömbin sem ég hef rifið í mig af græðgi og miskunnarleysi í gegnum tíðina.
Ásamt öllum köngulónum sem ég hef drepið.
Ásamt rjúpunum mínum sem ég elska svo mikið.
Ekki skemmtileg framtíðarsýn um dauðan viðurkenni ég og þessi framtíðarsýn lagði þungt lóð á grænmetisætuvogarskálina.
Enda þykir mér vænt um flest (takið eftir ekki allt) sem lifir.
Ég vill verða betri manneskja og skafa af mér gallana. Stórt verkefni ég veit það en ég verð að minnsta kosti að reyna.
Ég sem sagt hugsaði mikið um grænmetisætufyrirkomulagið þar sem toppurinn á tilverunni væri hnetusteik á jólunum.
Ég get ekki sagt að ég hafi fyllst þrótti við hugsunina, heilsunni hrakaði eiginlega eftir því sem hugmyndin tók á sig fastara form.
Ég ákvað að rúlla hittingnum við lömbin sem ég hef nærst á, á undan mér bara.
Den tid den sorg.
Ég komst nefnilega að þeirri niðurstöðu að þótt lömbin séu falleg á fæti,
þá eru þau enn fegurri þegar þau hafa þagnað og eru komin í snyrtilegar neytendapakkningar.
Farin út að reykja og rífa í mig ldýr.
![]() |
Kreppan gæti haft slæm áhrif á heilsuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Föstudagur, 23. janúar 2009
Klofnir persónuleikar í bloggheimum?
Það er varla að ég hafi geð í mér til að tengja við þessa frétt, ekki vegna innihalds fréttarinnar heldur vegna orðfæris á góðum hluta þeirra bloggfærslna sem tengdar eru við frétt.
(Og ég las bara fyrirsagnirnar).
Ég er sammála Herði Torfasyni um að kosningar í vor eru hænuskref í rétta átt.
Hann hefði að sjálfsögðu getað komist öðru vísi að orði um veikindi Geirs Haarde, ef þetta er rétt eftir honum haft.
Ég ætla að láta Hörð njóta vafans þar til annað kemur í ljós.
Ég er líka sammála Herði varðandi mótmælin, við þurfum sem aldrei fyrr að láta í okkur heyra.
Ef þessi ríkisstjórn heldur áfram, og fer í kosningabaráttu þar að auki, heldur fólk að henni verði úr verki?
Það er ekki eins og það liggi mikið eftir ríkisstjórnina frá því að hrunið varð þegar hún fékk sitt vinnusvigrúm, andrými og allt það kjaftæði sem sífellt var verið að sífra um.
En það er svo týpískt fyrir tvískinnung sumra að fá hland fyrir hjartað þegar þeir lesa um það sem haft er eftir Herði,sem ég get alveg tekið undir að hefði mátt orða með aðeins penni hætti, gapa af vandlætingu og geysast svo fram á bloggvöllinn í tugatali, með lyklaborð á lofti.
Sýnishorn af orðalagi úr fyrirsögnum þessa tillitsama og viðkvæma fólks, fyrir hönd sumra - ekki allra, gjörið þið svo vel:
Úrþvætti, aumingi, farðu í rassgat Hörður, siðleysingi, fífl, Hörður með sótsvart innræti og svo mætti lengi áfram telja.
Gott og vel, kannski eru þessir bloggar ofurviðkvæmir fyrir hönd þeirra sjúku, þola ekki kaldranalegt tal um veikt fólk, þá tek ég ofan fyrir því.
En hvar eru þessi skilningsríku góðmenni þegar þeir blogga við fréttina?
Eru þetta klofnir persónuleikar upp til hópa?
Ég er algjörlega gáttuð yfir þessum mjög svo ólíku birtingarmyndum á persónuleikum.
En burtséð frá því, það er á hreinu, við þurfum að koma ríkisstjórninni frá.
Það þarf að gerast strax í gær og við höldum að sjálfsögðu áfram að mótmæla.
Og í leiðinni sendi ég bæði Geir Haarde og ISG hlýjar batakveðjur.
Maður þarf ekki að láta af skoðun sinni þó fólk veikist og maður vilji því allt hið besta.
Svo á auðvitað ekki að persónugera vandann eða hvað?
![]() |
Hænuskref í rétta átt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 23. janúar 2009
Appelsínugula byltingin er hafin - úje
Það er enn slatti af fólki niður við Alþingi og flestir í appelsínugulu. Sú litfagra bylting er hafin og ég er hluti af henni.
Það má sjá á síðunni minni, ég er ekkert fyrir hálfkák, allt líf mitt er appelsínugult fram að þjóðstjórn, eða réttara sagt, fram að stjórnarslitum. Frá því verður ekki vikið.
Appelsínugult er litur búddistanna. Það eru flott trúarbrögð. Fylgjendur þeirra eru ekki að troða trú sinni upp á annað fólk, elska friðinn og svona.
Ef ég vildi endilega ganga í trúfélag þá færi ég þangað. En ég vil ekki fæðast aftur sem kakkalakki eða könguló, það er bara ekki ég. Ég vil fæðast aftur sem John Lennon eða Martin Luther King.
Já, ég á mér draum.
Appelsínugulur matur er fínn.
Gulrætur og appelsínur. Nammi.
Blóm eru falleg í þessum tón og fleira og fleira.
Hér verða borðaðar gulrætur út í eitt þar til yfir líkur.
Ég vil benda ykkur á tilmæli frá Röddum fólksins að mótmæla ekki eftir klukkan átta annað kvöld og á laugardagskvöldið.
Þá er djamm í bænum og djammararnir myndu kannski vilja slást í hópinn með afleiðingum.
En á laugardeginum verður fundur á Austurvelli kl. þrjú eins og venulega.
Svo má auðvitað fremja trommuslátt niðri við Alþingi allan guðslangan morgundaginn.
Svei mér þá ég á ekki til appelsínugula flík í öllu mínu fatasafni.
Ekki lit að sjá í skápunum. Ekki einu sinni hálsklútur.
Allt svart, brúnt og grátt.
Hvernig átti ég að vita að ég væri á leið í byltingu og að mig myndi vanta júníform?
Jæja, farin að lúlla.
Friður og hamingja veri með yður öllum.
Hari Kristna.
P.s. Ég ætla að segja ykkur það svona í trúnaði að í mínum huga heitir þessi bylting ekkert annað en pottabyltingin.
![]() |
Mótmælt í góðri sátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Veiðileyfi gefið út á íslensk börn
Líkamlegt ofbeldi á börnum er leyfilegt á Íslandi. Það er nokkuð ljóst eftir daginn í dag.
Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manni sem gefið var að sök að hafa tvisvar til þrisvar rassskellt tvo drengi, sex og fjögurra ára, syni kærustu sinnar.
Hann bar líka olíu á rassinn á þeim.
Hann lamdi kærustuna (bakhluta) með belti, var sýknaður þar líka, er áhugamaður um BDSM í kynlífi.
Hvarflar að einhverjum fleirum en mér að það hafi verið meira en refsigleði sem hvatti manninn til afreka?
Að slá lítil börn er glæpur og í mínum augum aldrei réttlætanlegur.
Má slá börn í andlitið á Íslandi?
Er það smekksatriði dómara á landinu hvað telst ofbeldi á barni?
Valdbeiting við varnarlaus börn er ófyrirgefanlegt athæfi.
Til þess telst líka að ógna börnum eða hræða þau til hlýðni.
Með þessum dómi Hæstaréttar hefur verið gefið veiðileyfi á íslensk börn.
Meiri bölvaður tvískinnungurinn sem viðhefst á þessu landi.
Enda höfum við ekki staðfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ennþá.
Skammist ykkar.
![]() |
Mátti flengja drengi kærustu sinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr