Leita í fréttum mbl.is

Kreppan hefur náð mér alla leið!

Ég er ekki vön að segja frá draumum mínum, enda hundleiðinlegt fyrir hlustandann, þið vitið ég var á Laugavegi sem var ekki Laugavegur heldur Oxford Street, með manninum mínum sem var ekki maðurinn minn heldur Charlton Heston (martröð).

En nú get ég ekki látið hjá líða að segja frá þremur ördraumum sem sérfræðingur á vettvangi hefur þýtt jafnóðum og þeir hafa komið í hús (höfuð).

Um daginn dreymdi mig að ég sæi samankominn þingflokk Sjálfstæðisflokksins þar sem þeir voru með blaðamannafund fyrir utan Núllið í Bankastrætinu.

Þeir voru samróma um að þeir þjáðust af harðlífi!

Sérfræðingur á vettvangi túlkaði þetta strax.  Enginn mannaskítur, ekkert fjármagn.

Svo dreymdi mig ráðherra sömu stjórnar hvar allir voru nauðasköllóttir og var til þess tekið hvað þessi nýja greiðsla fór starfandi menntamálaráðherra vel.

Sérfræðingur var ekki í vandræðum: Ekkert hár, ekkert fjármagn.

Þann þriðja dreymdi mig rétt fyrir birtingu í morgun, hvenær ég hrökk upp svitastorkin og skelfingu lostin.

Í draumnum stóð ég í Bónus og var að þrefa við afgreiðslukonu vegna ónýts kattarfóðurs sem ég hafði keypt á kvöldverðarborðið fyrir okkur á kærleiks vegna fátæktar.

Bónuskonan (sem var ekki kona heldur Jón Ásgeir) vildi ekki greiða mér til baka, heldur láta mig fá nýjan kattarmat.

Við slógumst og tuskuðumst til, ég var mjög reið.  Ég veinaði og grét.  "Peningana mína, peningana mína" ég grét með þungum ekka.

Það er skemmst frá því að segja að ég gjörtapaði málinu.

Draumarnir segir mér bara eitt, að kreppan hefur náð mér alla leið. 

Einkum með tilliti til þess að slagsmál í draumi númer þrjú voru upp á 178 krónur íslenskar.

Hér þurfti engan sérfræðing til túlkunar og Geir ekki reyna að fegra ástandið!

Cry me a river!


mbl.is Gera of mikið úr vandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver þarf að drekka ofaní geðlyf sem dreymir svona...

....þetta er rólerkósterræd í hvert sinn sem þú hrýtur!

Ég öfunda þig.

Vignir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Er nýji fjármálaráðherran ekki hárlaus?

Sveet dreames..........

Þröstur Unnar, 30.1.2009 kl. 14:30

3 Smámynd: Þröstur Unnar

n

Þröstur Unnar, 30.1.2009 kl. 14:30

4 identicon

Ekki segja mér að þú verslir ennþá í Bónus?

Erla (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 14:50

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Erla: Nebb, aldrei og ekki Hagkaupum heldur. 

Þröstur: Það er ekki af fjárskorti, það er af lífefnafræðilegum hvötum júsí.

Vignir: Múha ég er á þunglyndis og þarf ekki að drekka ofan í þau til að hafa skemmtilegt á nóttunni offkors.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2009 kl. 15:03

6 identicon

Droppa þunglyndislyfjum, fara frekar út að labba í klukkutíma á dag og hafa hemil á helvítis hugsununum, maður má ekki sleppa heilanum lausum ;)

Berglind, mana þig til að prófa Fjarðarkaup, alveg dásamlega retro og yndislegt

Vignir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:36

7 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Vera bjartsýn eins og Geir og maðurinn sem féll ofan af þaki Empire State Building. Það heyrðist til hans þegar hann féll framhjá opnum glugga á 47. hæð: "So far, so good"...

Sigurður Ingi Jónsson, 30.1.2009 kl. 15:39

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Þegar þessu brölti er lokið hjá VG og Samúel, þá fáum við mann með hár í stólinn, krullað hár.

Þröstur Unnar, 30.1.2009 kl. 15:43

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

góda helgi Jenný já og verum bjartsýn....."minn afturendi"...sorry..

María Guðmundsdóttir, 30.1.2009 kl. 16:30

10 Smámynd:

Hvílíkar martraðir  Vona að draumstöðvarnar róist með nýrri ríkisstjórn og tiltekt í Seðlabanka og fleiri "góðum" stöðum

, 30.1.2009 kl. 17:34

11 Smámynd: Kolbrún Kvaran

Það er nú bara alveg hreint mega að lesa færslurnar þínar!!

"Ein Jenný á dag kemur skapinu í lag"

Hendum þunglyndislyfjunum og lesum Jenný!!

Kolbrún Kvaran, 30.1.2009 kl. 17:49

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ef ég man þetta rétt þá ætti síðasti draumurinn að vita á eintóma hamingju og hlátur. Að gráta í draumi er víst ógurlega gott! Þannig að ... don´t worry!

Guðríður Haraldsdóttir, 30.1.2009 kl. 19:09

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús í hús ljúfust frá okkur.....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.1.2009 kl. 21:06

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jenný!! plíííís, þessir litir drepa mig - ef framsókn tekst það ekki fyrr. Eruð þið í einhverju mission saman?

Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 21:48

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi litur er nýja stjórnin.

Ókei, ég skal tóna þennan græna Hrönnsla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2009 kl. 22:43

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"Vondur draumur mar"  tek undir með Hrönn...vona bara að niðurstaðan verði utanþingsstjórn ef þú ætlar að halda þessum litum á meðan væntanlegt stjórnarsamstarf varir....

Sigrún Jónsdóttir, 30.1.2009 kl. 22:48

17 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þetta er snilldar draumafærsla

Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.1.2009 kl. 23:10

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

þeinkjú.

Hrönn Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2985743

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.