Færsluflokkur: Lífstíll
Miðvikudagur, 9. september 2009
Mea culpa
Ég hef ekkert sérstaklega mikið álit á Íslendingum nú um stundir.
Sjálf er ég þar meðtalin oft á tíðum. Finnst ég segja heilmikið en gera fátt.
Þegar litið er til mætinganna á mótmælafundi s.l. vetrar og mótmælanna vegna Icesave (sem ég reyndar hafði engan áhuga á að sækja, mótmæli seint með íhaldinu og framsókn, það er einfaldlega sjúklegt að gera það finnst mér) sást hvers lags hræsnarar og kjaftaskar við erum.
Málið er að tugir þúsunda manna skráðu sig á Facebook á móti Icesave.
Hundrað til tvöhundruð mættu síðan til að sýna vilja sinn í verki þegar blásið var til mótmæla.
Nema þegar fólk var lokkað með skemmtiatriðum og grilluðum pulsum en þá náðist í eitt til tvöþúsund sálir.
Svo er það Helgi Hóseasson heitinn.
Alla sína fullorðinstíð barðist hann fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum að fá skírnar- og fermingarsáttmála sínum rift.
Ekkert gekk. Kirkjan er enda engin mannúðarstofnun sem sleppir taki sínu á þeim sem settir eru inn í hana ómálga börn.
Fólk brosti að Helga í besta falli, afgreiddi hann sem brjálæðing þegar verst lét.
Hann fékk nánast engan stuðning frá almenningi yfir þessu baráttumáli sínu sem skipti hann öllu máli.
Ég er þarna meðtalin.
Núna hafa yfir 20.000 manns skráð sig á Facebooksíðu sem vilja láta reisa þessum gamla baráttumanni minnismerki.
Eins og hún Heiða vinkona mín segir:
Það væri gaman að sjá þessa tuttuguþúsund mæta fyrir hans hönd og mótmæla ranglætinu sem hann var beittur af sjálfskipuðum umboðsmönnum guðs á jörðinni sem gera hvern mann trúlausan sem þarf að eiga í viðskiptum við þá - með örfáum undantekningum.
Hræsni og tvískinnungur.
Við ættum að ýta á færri tölvuhnappa og láta verkin tala.
Þessu beini ég stíft til sjálfrar mín og til ykkar í leiðinni.
Mea culpa.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 8. september 2009
Sannleiksleitandi blaðamenn fái sér líftryggingu
Um mitt sumar gerðist ég áskrifandi að DV.
Er nefnilega töluverður aðdáandi blaðsins nú um stundir. Það er af sem áður var.
Við lestur blaðsins í dag varð ég eiginlega kjaftstopp.
Ekki út af því sem stóð í blaðinu þótt þar hafi kennt margra og merkilegra grasa heldur vegna tveggja viðmælenda blaðsins.
Annað hvort er í gangi alvarlegur skortur á kurteisi í samfélaginu eða þá að fólk er einfaldlega brjálað í skapinu nú um stundir og hefur ekki fyrir því að hemja sig.
Ég veit ekki hvort er verra.
Í annarri fréttinni er talað við Bjarna Hauk Þórsson, leikstjóra Loftkastalans vegna frétta um að leiksýning hafi fallið niður og fólk hafi komið þar að lokuðum dyrum.
Bjarni er viðskotaillur við blaðamann DV svo ekki sé nú dýpra í árina tekið.
Í fréttinni stendur m.a.
"Bjarni Haukur ítrekaði að honum fyndist ekki fréttnæmt að leikhúsgestir hefðu komið að lokuðum dyrum hjá Lofkastalanum og því engin ástæða til að fjalla um málið. "Þetta er bara lágkúrublaðamennska, finnst mér", segir hann. "Ef þið ætlið að fara að keyra þetta þá erum við bara ekkert að "sörvisa" Dagblaðið eða þessa samsteypu sem gefur þetta blað út og erum bara ekkert að auglýsa þar og sleppum því bara algjörlega, alfarið", og áfram í þessum dúr.
Svei mér þá ef Bjarni Haukur hefur ekki komist í hrokasafaflöskuna hans Þórs Saari.
Á sömu síðu er svo frétt um að fjármálastjóri Keilis, Stefanía Katrín Karlsdóttir, sé að hætta.
Hún tekur Bjarna Hauk og Þór Saari á blaðamanninn og segir m.a.
"Veistu það, hvort sem það passar eða passar ekki, ég bara tel enga ástæðu til að tjá mig neitt um það við þig og mér finnst það bara ekki koma nokkrum manni við hvort að svo sé eða svo sé ekki. Ég ætla bara ekkert að svara þessu neitt öðruvísi. Mér finnst bara dónaskapur að hringja í mig og spyrja mig um svona hluti. Þú spyrðir mig ekki hvenær ég vaknaði í morgun (what?)" , og hún heldur áfram lengi vel með sömu vísuna.
Þegar ég var að alast upp var það brýnt fyrir mér að sýna kurteisi.
Kannski eru það liðnir tímir að fólk nenni að hafa fyrir því að svara af kurteisi jafn vel þó því líki ekki við spurninguna sem fyrir það er borin.
Hvað varð um hið kurteisilega; ég hef ekkert að segja eða no comment?
Ég myndi fá mér líftryggingu væri ég sannleiksleitandi blaðamaður í nútímanum.
Og það strax í gær.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 8. september 2009
Látum verkin tala
Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa ekki verið "bjargað" af ríkinu og sett á þau heimili sem það hafði með höndum á uppvaxtarárum mínum.
Reyndar stóð það aldrei til, enda átti ég góða að og hélt mér innan marka.
Reyndar skilst mér að það hafi ekki þurft "vandræðabörn" til (sem auðvitað eru ekki nein vandræðabörn heldur fórnarlömb fullorðinna) að vera sendur á þessa skelfingarstaði sem ríkið fékk misviturt fólk til að reka fyrir sig.
Mér skilst að stundum hafi fátækt verið tilefni til brottnáms af heimilum oft í trássi við vilja foreldrana.
Nú eru meiri líkur en minni taldar á því að vistmenn (lesist börn og unglingar) Kumbaravogs, Bjargs og Heyrnleysingjaskólans hafi á vissum starfstíma heimilanna orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu starfsfólks eða utanaðkomandi aðila.
Þá er ekki minnst á andlega- og líkamlega ofbeldið sem þessi börn urðu fyrir jafnframt.
Þetta kemur fram í skýrslu sem vistheimilisnefnd á vegum forsætisráðherra skilaði í dag.
Hversu oft þarf að þvæla um þessar ljótu staðreyndir áður en eitthvað er gert til að bæta þessu fólki þá skelfingu sem það fékk að upplifa?
Ríkið setti saklaus börn og unglinga í hendurnar á fólki sem aldrei skyldi hafa fengið að koma nálægt börnum.
Það er í raun ófyrirgefanlegt.
Hvernig væri að rífa upp budduna og borga fyrir veittan skaða og hörmungar?
Margir eru látnir.
Sumir hafa aldrei náð sér.
Aðrir hafa náð að lifa þokkalegu lífi ÞRÁTT fyrir hörmungarnar.
Jóhanna: Það er ekki nóg að biðjast afsökunar.
Láttu verkin tala.
Svört skýrsla um vistheimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 7. september 2009
Farin í smók
Ég veit alveg hvernig tilfinning það er að tilheyra hinum kúgaða minnihluta.
Ég reyki nefnilega og það nokkuð frísklega á stundum.
Nú er það sagt nánast berum orðum, ég og mínir líkar erum að drepa heilbrigðiskerfið vegna kostnaðar við að lappa upp á okkur, þ.e. í þeim tilfellum sem við drepumst ekki hreinlega og losum þá samfélagið við illalyktandi tilvist okkar.
Ég er ekki með neinn móral samt yfir að vera mögulegur innlagnarkandídat á spítala vegna fíknar minnar ef einhver skyldi láta sér detta það til hugar.
Ætli ég sé ekki samviskulaus og algjörlega forhert ofaní þá ósvinnu að vera að setja heilbrigðiskerfið á hausinn?
Hvað um það.
Ríkið selur tóbak og hefur af því ágætistekjur þó þeir kveinki sér undan því í öðru orðinu að við séum svo dýr í rekstri.
Núna kvartar Læknafélagið undan því að við getum reykt á almanna færi (lesist undir berum himni) öðrum og fullkomnari borgurum til sárrar skapraunar.
Þvílík andskotans tvöfeldni og hræsni í öllu þessu liði, þó ég viðurkenni alveg áhyggjur lækna svo sem, enda verða þeir að redda því sem reddað verður þegar við erum komin tjörustífluð og nær dauða en lífi á borðið hjá þeim.
Æi, kannski er ég að tala þvert um hug mér hérna því auðvitað er það á dagskránni að drepa í, en það er þessi bölvaður dubbelmórall og tvískinnungur sem fer svo óheyrilega í taugarnar á mér.
Hvernig væri að fara að gera kröfur á dílerinn (ríkið)?
Það er verið að ráðast á neytendurnar og svo situr dílerinn með hneykslunarsvip og lætur rigna upp í nefið á sér standandi hlessa á dópistunum, eitthvað svo kunnuglegt.
Svo hafa svona fréttir alveg þver öfug áhrif á mig. Mig langar aldrei meira í sígó en þegar ég rekst á svona fréttir.
Á vin sem fór að sjá Leaving Las Vegas og fjallar um mann sem tekur upplýsta ákvörðun um að drekka sig í hel. Vinurinn var í bullandi fíkn enda sjálfur bytta og vonaðist til að myndin kæmi honum til hjálpar í fyrirbyggjandi tilgangi.
Til að gera langa sögu stutta þá fór hann á húrrandi fyllerí að sýningu lokinni. Svona geta forvarnirnar gert manni grikk. Beisíklí virkað í öfuga átt.
Svo er heilbrigðiskerfið að fara yfir um út af útrásardólgunum fyrst og fremst, bara svo ég nefni það.
Bannið þeim að anda á almannafæri svo skulum við tala saman.
Farin í smók.
Hugmynd um að banna tóbakssölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 6. september 2009
Haustfréttir frá menningarheimilinu í 101
Undirrituð hefur aldrei á Ljósanótt Reykjanesbæjar farið.
Fremur en aðrar svona bæjarhátíðir.
Er í raun ekkert spennt fyrir svona fyrirkomulögum en Ljósanóttin er mér kær.
Af hverju spyrð þú og missir augabrúnir upp á enni.
Jú, Ljósanótt er merkið sem ég gef mér um að formlegt haust sé hafið.
Ég elska haustið.
Litina, lyktina, skerpuna sem kemur í lungun þegar ég anda að mér haustloftinu.
Fyrir suma eru réttir og sláturgerð merki um haust, en ég þekki ekki sláturfólk. Það er of blóðugt og villimannslegt fyrir mína fínhekluðu sál og blúndulagt sinnið.
Silfrið byrjar aftur í dag eftir sumarfrí (sem er allt of langt). Það er líka merki um að haustið sé komið.
Sumarið er fínt, en haust og vetur er minn tími.
Á sumrin þarf maður nefnilega að hafa afsökun til að vera ekki að fara eitthvað, gera eitthvað.
Það eru bókstaflega allir eilíflega farandi eða rétt ókomnir til þess eins að rjúka aftur af stað á sumrin.
Fólk eins og ég situr heima á svipinn eins og hertur handavinnupoki og fer í felur með að það vill bara sitja inni og lesa. Okei, úti á svölum í besta falli.
Nú get ég kveikt á kertum og lesið eins og enginn sé morgundagurinn og verið góð með það.
Er að lesa tvær bækur núna börnin mín á galeiðunni.
Önnur er "Undir kalstjörnu" og hún er ótrúlega falleg og ljót, ljúf og sár, beitt og blíð, kom út 1979 að mig minnir en er núna komin í kilju.
Hin er nýja smásagnasafnið hans Þórarins Eldjárns, "Alltaf sama sagan" en hann er einn af mínum uppáhalds.
Þórarinn Eldjárn hefur einn svakalegan galla. Galla sem ekki er hægt að horfa framhjá. Honum er gjörsamlega fyrirmunað að valda manni vonbrigðum.
Bibb og búbb.
Skál í haustpartíinu frá menningarheimili mínu í 101.
Ljósadýrð í Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 5. september 2009
Mótmælt fram í rauðan dauðann
Hvað á að troða hóteli á sjálft Ingólfstorgið?
Skemma götumyndina?
Eyðileggja gamla Sigtún - láta það hverfa?
Ég vil ekki hafa þennan fíflagang.
Það er merkilegt með Íslendinga (suma) hvernig þeir vilja troða öllu á sama reitinn.
Og byggja háhýsi líka, eins og hroðbjóðinn á Höfðatorgi.
Ef íhaldið í borginni hefði fengið að ráða væri Torfan minni eitt.
Moggahöllinn er svona dæmi um skelfilegan arkitektúr og kumbalda sem var troðið niður í gamla miðbæinn.
Mogahöllin er reyndar svo ljót að mér er farið að finnast hún falleg, verra verður það ekki.
Við skulum ekki tala um ráðhúsið.
Manni líður eins og Gúliver hafi tekið með sér heimili sitt til Putalands og slengt því ofan í tjörnina.
Látið Ingólfstorg vera mig langar til að borgin mín eigi sér einhverja húsasögu.
Að virðing sé borin fyrir því gamla.
Hlustið á það yfirvöld.
Annars getið þið þarna hjá borginni átt okkur á fæti.
Við munum einfaldlega mótmæla þessum gjörningi fram í rauðan dauðann.
Baráttutónleikar á Ingólfstorgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 5. september 2009
Ég þekki fólk
Ég þekki slatta af fólki sem litlar líkur eru á að deyji fyrir aldur fram af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
Jamm og sjúkkitt.
Hættulegt að vera með mjó læri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 4. september 2009
"Meira af henni en minna af mér"
Á sumum menningarsvæðum þykja holdugar konur fallegar.
Merki um velmegun og það er logískt finnst mér.
En við vestrænar konur viljum helst hverfa af yfirborði jarðar ef þess er nokkur kostur.
Þessi mynd vakti hjá mér viðbrögð sem mig langar ekkert að kannast við.
Fyrst hugsaði ég ég með mér hversu falleg þessi kona væri, að hún geislaði af heilbrigði.
Svo festist ég í lærunum.
Alveg: Eru þau ekki af einhverjum öðrum, mömmu hennar eða jafnvel eiginmanni? Þau eru hjúmongus.
Mér fannst þau alveg dekka heilt búningsherbergi, að það væri hægt að byggja á þeim heilt úthverfi nánast.
Ég skammast mín fyrir hversu móttækileg ég hef verið fyrir heilaþvotti tísku- og útlitsómenningarinnar.
Samt vinn ég í því á fullu að losa mig við þetta fáránlega mat á kvenlegum formum sem er búið til af fatahönnuðum og snyrtivöruframleiðendum og hefur orðið mörgum konum og stúlkum að aldurtila vegna átröskunarsjúkdóma.
"Meira af henni en minna af mér" var auglýsing sem gekk ljósum logum á markaði fyrir þetta 15 árum eða svo.
Kona vel í holdum horfði á spegilmynd sína sem var svo horuð að hún gaf sveltandi börnum í Afríku ekkert eftir í holdleysi.
En hvað um það, Lizzie Miller er falleg.
Það er heilaþvottastöðin sem er að trufla sjónina í mér og fleirum og það ætti að vera verkefni okkar allra að útrýma stöðluðum markaðshugmyndum um hvernig við eigum að líta út.
Gínukonan er ekki til nema í heimi tískunnar þar sem örlítil prósenta kvenna gengur um deyjandi úr hor og átröskunarsjúkdómum og gefa tóninn.
Út með gínukonuna og inn með hina venjulegu konu sem er alls konar í laginu og nánast aldrei eins og gína.
Nú eða barbídúkka sem samkvæmt nákvæmum útreikningum gæti ekki gengið upprétt eins og hún er í laginu.
Algjörlega flott kona hún Lizzie Miller, læri og allt - og ekki orð um það meir.
Þrýstnar línur vekja fögnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 3. september 2009
Hvenær tilefni?
Ég er á móti eignaspjöllum sem þó eru mis alvarleg.
Smá málning er atvinnuskapandi og ég get ekki sagt að ég gráti það.
Eyðilegging á bílum blásaklauss fólks er hins vegar skammarleg iðja og engum til sóma.
Ef eitthvað þá eyðileggur svona framferði þann málstað sem barist er fyrir.
En að segja að bíll hafi verið "lyklaður" er hreint ótrúlega hallærislegt orðalag.
Ef einhver myndi slá mig í hausinn með ausu, var ég þá "ausuð"?
En ástæðan fyrir því að ég blogga um þessa frétt er fyrirsögnin:
"Lúxusbílar skemmdir að tilefnislausu".
Halló, er einhvern tímann hægt að skemma bíla að yfirlögðu ráði að gefnu tilefni?
Þetta orðalag er líka notað í réttarkerfinu.
Ofbeldi að tilefnislausu.
Er einhvern tímann tilefni til beitingu ofbeldis?
Auðvitað ekki, ofbeldi er alltaf óverjandi kostur í mannlegum samskiptum.
Sjálfsvörn er auðvitað til og þá má bara nota það.
Hættið svo að ráðast á helvítis lúxusbílana.
Flestir eigendur þeirra eru fólk sem trúði oflætiskjaftæðinu í bankadólgunum og stjórnvöldum.
Að Ísland yrði miðstöð fjármálalífs á jörðinni og við frábærust í heimi og ladídadída.
Geðveiki.is
Lúxusbílar skemmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. september 2009
Þetta er ég sem tala niður til ykkar úr 101
Ég er komin aftur, jabb, fríið frá mér búið og nú mun ég láta öllum illum látum.
Segi svona.
Hvað er verið að dissa Gordon Ramsey fyrir flotta staðinn í Chelsea? Dætur mínar borðuðu þar um daginn og fannst maturinn frábær.
Aular.
En....
Eitt stykki menningarheimilisflutningar eru að baki.
Vitið þið hvað bækur eru erfiðar til flutnings?
Jamm ég trúi á bókvitið þar sem verkvitinu sleppir.
Hér sit ég innan um kassarestar og mala af ánægju með að vera tengd.
Ég er svo lukkuleg, það í mér mér púki en samt kem ég með friði villingarnir ykkar.
Ég er svo ánægð með mig, heimilið og allt sem lifir að ég er að hugsa um að ganga í stjórnmálahreyfingu til að halda upp á það.
Hvaða stjórnmálahreyfingu?
Það veit ég ekkert um, Framsókn kannski. Vantar ekki einhvern til að tosa það búalið upp úr traktorsförunum? Sjáum til.
Þetta er Jenný Anna sem talar niður til ykkar úr 101.
Ramsey í rugli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 2987316
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr