Leita í fréttum mbl.is

Látum verkin tala

Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa ekki verið "bjargað" af ríkinu og sett á þau heimili sem það hafði með höndum á uppvaxtarárum mínum.

Reyndar stóð það aldrei til, enda átti ég góða að og hélt mér innan marka.

Reyndar skilst mér að það hafi ekki þurft "vandræðabörn" til (sem auðvitað eru ekki nein vandræðabörn heldur fórnarlömb fullorðinna) að vera sendur á þessa skelfingarstaði sem ríkið fékk misviturt fólk til að reka fyrir sig.

Mér skilst að stundum hafi fátækt verið tilefni til brottnáms af heimilum oft í trássi við vilja foreldrana.

Nú eru meiri líkur en minni taldar á því að vistmenn (lesist börn og unglingar) Kumbaravogs, Bjargs og Heyrnleysingjaskólans hafi á vissum starfstíma heimilanna orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu starfsfólks eða utanaðkomandi aðila.

Þá er ekki minnst á andlega- og líkamlega ofbeldið sem þessi börn urðu fyrir jafnframt.

Þetta kemur fram í skýrslu sem vistheimilisnefnd á vegum forsætisráðherra skilaði í dag.

Hversu oft þarf að þvæla um þessar ljótu staðreyndir áður en eitthvað er gert til að bæta þessu fólki þá skelfingu sem það fékk að upplifa?

Ríkið setti saklaus börn og unglinga í hendurnar á fólki sem aldrei skyldi hafa fengið að koma nálægt börnum.

Það er í raun ófyrirgefanlegt.

Hvernig væri að rífa upp budduna og borga fyrir veittan skaða og hörmungar?

Margir eru látnir.

Sumir hafa aldrei náð sér.

Aðrir hafa náð að lifa þokkalegu lífi ÞRÁTT fyrir hörmungarnar.

Jóhanna: Það er ekki nóg að biðjast afsökunar.

Láttu verkin tala.


mbl.is Svört skýrsla um vistheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hörmung en það er aldrei og verður aldrei hægt að borga fyrir þennan skaða.

alla (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hvernig í óósköpunum er við heimilið að sakast ef utanaðkomandi gestur, heimilisvinur eða frændfólk, sem allir treystu,  hafi gerst brotlegur um athæfi sem slíkt? Þetta kvikindi sem kom á Kumbaravog, var vinur, heiðvirður maður og var viðkunnalegur, eins og jú, margir af svona afbrotamönnum. Þeir bera það sko ekki utaná sér...Það er meira en að segja það fyrir barn að segja frá slíku sem kynferðislegt afbrot er, ef um heimilisvin er að ræða! 

Þessir afbrotamenn  eru allstaðar í þjóðfélaginu, sumir hverjir háttsettir. Börn eiga við ofurefli að etja þegar kemur að svona málum. Einfaldara er að fela þau í hugarskotinu og reyna að gleyma! Það er gott að ásaka og dæma þegar fólk þekkir ekki til, mörgum árum seinna...það les jú enginn hugsanir! Er ég þó manna hatrömmust í garð þessara afbrotamanna, en það má ekki dæma saklaust fólk.. Það má ekki hengja bakara fyrir smið!

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.9.2009 kl. 14:15

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

sem auðvitað eru ekki nein vandræðabörn heldur fórnarlömb fullorðinna)   mér finnst þessi setning þín góð, segir allt, oftar en ekki var þetta einmitt málið.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 14:23

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

En það er enn verið að níðast á þeim sem síst ætti! Sjáið bara prestómyndina á Selfossi........ það hefur ekkert breyst. Allavega voða voða lítið

Heiða B. Heiðars, 8.9.2009 kl. 14:27

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segðu Heiða, það er hreinasti hryllingur.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 14:33

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei stelpur það hefur ekkert breyst, en eitt er að vera tekin og vistaður á heimili fyrir vandræðabörn, því það voru þau nefnd þessi heimili, þar sem forsvarsmenn þeirra áttu að bera ábyrgð, sem þíðir að ríkið bar ábyrgð á því fólki sem það réð til vinnu til að vernda börnin,
eða að vera heima hjá sér og láta afa, frænda eða vin heimilisins misnota sig, þar voru það einstaklingarnir sem báru ábyrgð á gjörðum sínum.

Málið er að ef við þegjum alltaf og erum ekki á varðbergi þá verður okkur ekki ágengt í þessum málum. Arg arg arg

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2009 kl. 17:03

7 identicon

Mér finnst ekki viðeigandi að draga Selfossprestinn inn í þessa umræðu. Barsmíðar og pyntingar, nauðganir og hverskonar andlegt ofbeldi sem þessi börn máttu þola fjarri ástvinum sínum er sárara en tárum taki og á ekkert skylt við óviðeigandi klapp og  knús séra Gunnars.   

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 17:19

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Viðeigandi my ass! Þetta snýst allt um sama basic hlutinn. Börn eru annars flokks borgarar

Og Rúna Guðfinnsdóttir: Forstöðumenn heimilisins báru ábyrgð á börnunum. Líka gagnvart gestkomandi. Börn sýna þess merki ef þau eru misnotuð kynferðislega og það eru forstöðumenn staðarins sem eru ábyrgir alla leið.

Þeir eru bakarar og smiðir í þessu tilfelli

Heiða B. Heiðars, 8.9.2009 kl. 20:42

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég fæ seint fullþakkað foreldrum mínum fyrir að búa mér áhyggjulaust æskuheimili! Veit þetta hljómar skelfilega væmið - en þannig er það bara.

Hrönn Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 21:05

10 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þið talið um að vera tekin frá ástvinum!!! Sérhverjir eru nú ástvinirnir...þið hefðuð átt að sjá ásigkomulag sumra barnanna sem komu á Kumbaravog...líkamlega jafnt sem andlega, það er ekki prenthæft!

Þar fyrir utan, á að skjóta barnaníðinga, því þeir gera meira en að drepa því börnin lifa þó þau séu löngu dáin...það þarf mikið til að barn segi frá svona..sérstaklega ef einhver nákominn heimilinu gerir slíkt! Börn kunna að bera harm sinn í hljóði!

Rúna Guðfinnsdóttir, 10.9.2009 kl. 23:30

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mig langar til að spyrja Rúnu hvort hún hafi unnið á Kumbaravogi?

Svo tel ég að ástvinur er alltaf ástvinur, hversu ólánsamur sá er, börn elska alltaf forledra sína sama á hverju gengur og það er mikil höfnun sem þau upplifa, þau halda nefnilega að mamman eða pabbinn hafi gert þeim þetta, og þau sem gerðu allt sem þau gátu til að hafa allt á hreynu.

Veit vel að stundum er nauðsynlegt að vista börn á öðrum heimilum, en í þennan tíma gekk þetta út í hróa. Börn eru ekki þrælar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2009 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.