Leita í fréttum mbl.is

Sannleiksleitandi blaðamenn fái sér líftryggingu

Um mitt sumar gerðist ég áskrifandi að DV.

Er nefnilega töluverður aðdáandi blaðsins nú um stundir.  Það er af sem áður var.

Við lestur blaðsins í dag varð ég eiginlega kjaftstopp.

Ekki út af því sem stóð í blaðinu þótt þar hafi kennt margra og merkilegra grasa heldur vegna tveggja viðmælenda blaðsins.

Annað hvort er í gangi alvarlegur skortur á kurteisi í samfélaginu eða þá að fólk er einfaldlega brjálað í skapinu nú um stundir og hefur ekki fyrir því að hemja sig.

Ég veit ekki hvort er verra.

BHÞ

Í annarri fréttinni er talað við Bjarna Hauk Þórsson, leikstjóra Loftkastalans vegna frétta um að leiksýning hafi fallið niður og fólk hafi komið þar að lokuðum dyrum.

Bjarni er viðskotaillur við blaðamann DV svo ekki sé nú dýpra í árina tekið.

Í fréttinni stendur m.a.

"Bjarni Haukur ítrekaði að honum fyndist ekki fréttnæmt að leikhúsgestir hefðu komið að lokuðum dyrum hjá Lofkastalanum og því engin ástæða til að fjalla um málið. "Þetta er bara lágkúrublaðamennska, finnst mér", segir hann.  "Ef þið ætlið að fara að keyra þetta þá erum við bara ekkert að "sörvisa" Dagblaðið eða þessa samsteypu sem gefur þetta blað út og erum bara ekkert að auglýsa þar og sleppum því bara algjörlega, alfarið", og áfram í þessum dúr.

Svei mér þá ef Bjarni Haukur hefur ekki komist í hrokasafaflöskuna hans Þórs Saari.

SKK

Á sömu síðu er svo frétt um að fjármálastjóri Keilis, Stefanía Katrín Karlsdóttir, sé að hætta.

Hún tekur Bjarna Hauk og Þór Saari á blaðamanninn og segir m.a.

 "Veistu það, hvort sem það passar eða passar ekki, ég bara tel enga ástæðu til að tjá mig neitt um það við þig og mér finnst það bara ekki koma nokkrum manni við hvort að svo sé eða svo sé ekki.  Ég ætla bara ekkert að svara þessu neitt öðruvísi.  Mér finnst bara dónaskapur að hringja í mig og spyrja mig um svona hluti.  Þú spyrðir mig ekki hvenær ég vaknaði í morgun (what?)" , og hún heldur áfram lengi vel með sömu vísuna.

Þegar ég var að alast upp var það brýnt fyrir mér að sýna kurteisi.

Kannski eru það liðnir tímir að fólk nenni að hafa fyrir því að svara af kurteisi jafn vel þó því líki ekki við spurninguna sem fyrir það er borin.

Hvað varð um hið kurteisilega; ég hef ekkert að segja eða no comment?

Ég myndi fá mér líftryggingu væri ég sannleiksleitandi blaðamaður í nútímanum.

Og það strax í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Held það sé málið, kannski það verði næst að bloggarar fara að streyma í líftryggingar

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 16:32

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Mér finnst þetta nú líka hallærisleg fréttamennska og hálfgerð misnotkun á fjórða valdinu.  Að birta orðrétt eitthvað sem fólk hreytir út úr sér að því er virðist bara til þess að láta viðmælandann líta illa út finnst mér lélegt.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 8.9.2009 kl. 16:36

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Matthildur: Ég sé ekkert að því.  Ef þú talar við blaðamann áttu að taka fram ef þú vilt vera "off the record" en annars er það ekki málið heldur þetta afspyrnu attitjút.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2009 kl. 16:37

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Þú ert nú bara eitthvað að grínast með þessari færslu - ikke?

Soffía Valdimarsdóttir, 8.9.2009 kl. 17:58

5 Smámynd: Ignito

Reyndar sýnist mér að það sé fjallað um þessi 2 viðbrögð og ekki komið með það sem fram fór áður en þau svöruðu.

Hef reyndar ekki séð nefndar 'fréttir' þ.a. ef sé rangt og i þeim komi fram það sem fram fór áður en ókurteisisheitin (heh, er þetta orð , púkinn kaupir kurteisisheitin) áttu sér stað, þá ómerkist þessi athugasemd mín að mestu.

Í það minnsta ætla ég ekki að atast mikið útaf viðbrögðum þessa einstaklinga.  Blaðamenn geta verið 'frakkir' í spurningum og í leiðinni ýtt við taugum á fólki.

Hins vegar er ég persónulega mjög kurteis, kannski úr hófi á stundum, og myndi treysta mér að svara spurningum sem einhver blaðamaður ber á mig án þess að 'gelta' til baka.  Hitt er annað hvort nokkur þeirra hafi áhuga á því, en það er allt annað mál.

e.s.  Takk fyrir skemmtilegt blogg

Ignito, 8.9.2009 kl. 18:18

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Getur ekki verið að fólk treysti ekki DV? Það vakti líka athygli mína að þrír viðmælendur í eina og sama blaðinu eru ósáttir við DV. Það segir miklu meira um blaðið en viðmælendurna.

Í mínum huga er DV skítablað sem ég treysti bara alls ekki. Ég held að ég sé ekki einn um þá skoðun.

Benedikt Halldórsson, 8.9.2009 kl. 19:41

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Rosalega gæti ég trúað að iðgjaldið sé hátt hjá rússneskum blaðamönnum...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 19:49

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jenný ,ég sé ekki betur en þú sért að ráðast á fórnarlömb þeirrar lágkúrublaðamennsku sem hefur alltaf verið stunduð af DV, með þá feðga í brúnni.  Oftar en einu sinni hafa þeir gerst sekir um sorpblaðamennsku setta fram í fyrirsagnastíl, til þess eins að selja blaðið.  Þótt þeir geri líka marga hluti vel þá vegur þessi neikvæða mynd þyngra. Því miður

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.9.2009 kl. 21:16

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er algjörlega sammála þér Jóhannes um að DV var lengst af skelfilegt blað sem fór niður á afskaplega lágt plan.

Mér finnst þetta hafa breytst.

Allir eiga að fá séns að mínu mati.

Nema auðvitað ofbeldismenn og barnaníðingar.

En það er önnur saga.

Mikið helvíti er langsótt að ætla mér að ég sé að ráðast á þolendur gamla DV með því að hafa skoðun á prímadonnuduttlungunum í þessum tveimur hér að ofan.

Rólegur á dramanu maður góður.

HH: Segðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2009 kl. 22:11

10 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

En kæra frú Jenný, eru það ekki frekar við sem höfum breyzt en ekki DV. Erum við ekki orðin neikvæðari og reiðari og þessvegna finnst okkur DV hafa batnað   Sjáðu bara þessa sýningu í Loftkastalanum, örugglega bráðfyndin en samt er svo lítil aðsókn að þeir(þær) urðu að fella niður sýningu.  Ég skal viðurkenna að ég les frekar óánægju og hneykslisbloggin heldur en þessi "blaður um ekkert" blogg og guð hjálpi þeim sem dirfist að vera jákvæður. Það hljóta að vera vitleysingar eða sækópatar nema hvort tveggja sé

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.9.2009 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2985787

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband