Færsluflokkur: Lífstíll
Fimmtudagur, 3. maí 2007
TÍU BLOGGVINIR Í RUSLIÐ
Í tilefni að vor- og sumarkomu þá hreinsar kona í kringum sig. Ekki bara á lóðinni (lesist svölunum), úr hornum og skápum heldur líka í bloggheimum. Í dag skutlaði ég tíu "bloggvinum" út í cypertómið. Þetta eru bloggvinir sem ég sé aldrei nein ummerki um á mínum eðla fjölmiðli. Róleg krakkar, fólk þarf ekki að kommentera í sífellu þegar það lítur hér við, ég er ekki að meina það en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Ég fer samviskusamlega minn blogghring á hverjum degi og ég tel það tímafrekt á stundum. Finnst það samt alltaf skemmtilegt. Ég nenni hins vegar ekki að vera að heimsækja fólk sem ég aldrei sé einu sinni reykinn af.
Sem sagt tíu litlir bloggvinir heyra nú sögunni til á mínu bloggi.
Síjú
Fimmtudagur, 3. maí 2007
OG ÉG NEITA AÐ BORGA..
..fyrir þennan loddaraleik sem ákæruvaldið er búið að vera í, margendurtekið, varðandi Baugsmálið. Ég tími þessu ekki. Hvað kostar þessi málarekstur allur frá upphafi? Gefa svör núna!
Jón Ásgeir var dæmdur í 3. mánaða skilorðsbundið fangelsi og Tryggvi í 9 mánaða fanelsi, báðir dómarnir skilorðsbundnir. Jón Gerald sleppur. Skyldi ríkissaksóknari geta komið enn einu sinni með ákærulista og haldið áfram? Væri ekki hægt að nota orkuna hjá því fróma embætti í nauðgunar- og sifjaspellsmálin? Ég bara spyr og spyr enda ekki nema von. Ég amk, stend með Bónusmönnum og finnst allur málatilbúnaðurinn frekar leim. Ég færi í mál ef ég væri þeir eða nei annars "strike this one"´. Nóg komið.
![]() |
Jón Ásgeir og Tryggvi dæmdir í skilorðsbundið fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
OG SORPHAUG DAGSINS Á..
..bloggarinn Sveinn Hjörtur sem vænir mig um að bera út um sig óhróður (ég er líka að kalla hann lygara) þegar ég bloggaði um vafasama takta hans þegar hann endursegir prívatsamtal sem hann segist hafa átt við Steingrím J. Sigfússon eftir Kastljóssþáttinn 1. maí. Ég ætla ekki að endurgjalda honum greiðann og "linka" inn á hann hér, vil ekki auglýsa hann á minni eðalbloggsíðu.
SH "linkar" hins vegar á mína bloggsíðu undir orðinu "óhróður" og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Slæm auglýsing er víst betri en engin. Maðurinn hefur sjálfur þotið upp vinsældalista bloggsins út á skrif sín um Steingrím J. og hann er allur að færast í aukana. Nú hefur hann móttekið heilan hóp af ímeilum, segir hann, frá illa innrættum VG og mikið rosalega væri nú skemmtilegt ef hann birti ímeilin sín á blogginu svo við getum séð hvurs lags and framsóknarlegt hyski við erum.
Ég ætla ekki að eyða meiri púðri í þetta mál, enda algjör óþarfi að skrifa gegn Framsókn þessa dagana. Þeir sjá alveg um það sjálfir. Til hamingju Sveinn Hjörtur og haltu endilega áfram.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
AMMA-BRYNJA FÆR..
(H)rós dagsins fyrir að vera flottasta amman í heiminum (fyrir utan mig nottla). Hún Brynja sem er gömul vinkona mín frá því í gamla daga er nú tengdó hennar Maysu minnar og hin amman hans Olivers. Svona kemur fólk oft svo skemmtilega inn í líf manns á ný. Brynja notar hvert tækifæri sem hún fær til að heimsækja Oliverinn, Maysuna og Robba í London, taka myndir og setja inn á barnaland svo maður geti slegið á söknuðinn eftir barnabarninu. Ekki ónýtt að eiga eina ömmu-Brynju í lífinu.
Þetta eru EKKI sígós sem Maysan heldur á. Þetta er bara léleg eftirlíking. Frruusss.
Nú ætlar Brynja mín að vera hjá Oliver á tveggja ára afmælisdeginum hans þ. 12. maí og halda þar uppi merkjum fjölskyldunnar. Mér líður alltaf vel þegar amma-Brynja er hjá krökkunum. Færir þau nær mér og svo veit ég að ég fæ góðar myndir þegar hún kemur heim. Svo er ekki verra að Oliverinn fær til sín ömmuna sem honum þykir svo vænt um. Smútsj. elsku Brynja mín.
Við amma-Brynja erum ekki sammála í pólitík. Þess vegna höfum við rætt möguleikann á að læsa hvor aðra inni á kjördag svo þetta falli slétt hehe. Segi sonna.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
KARTÖFLUÓÐALIÐ HEIMA
Nú hefur Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra keypt sér óðal að Kirkjuhvoli í Þykkvabæ og flutt þangað lögheimilið sitt. Þegar ég sá fréttina hélt ég að hinn kartöflubóndinn, nafni hans úr Vestmannaeyjum væri að flytja búferlum en auðvitað var það ekki svo. Árni þarf að sinna sínu fólki og er innmúraður Eyjamaður. Ætli það sé nýjasta innstöffið hjá elítunni að eiga sveita- og þéttbýlisheimili? Rosalegt veldi er á þessu fólki. Það fylgir fréttinni að ÁM ætli að halda áfram að búa í Hafnarfirði jafnframt og dveljast þar lungann úr árinu.
Ég tek fram að ég er ekki öfundsjúk hef ekki áhuga á óðali uppi í sveit. Né heldur geng ég með stóra drauma um að verða rík (nema þá í andlegum skilningi). Mér finnst fréttin bara undirstrika þetta bil milli ríkra og snauðra sem hefur stækkað og stækkað í tíð núverandi ríkisstjórnar, bil sem verður óbrúanlegra eftir því sem núverandi valdhafar fá lengri tíma til að gera og skera (niður).
Í almáttugs bænum gefum þessum körlum frí. Þeir eru ekki tengdir við líf venjulegs fólks enda sést það glöggt þegar þeir mæta þreytulegir til kosningafunda í sjónvarpi. Eins og þeir séu að mæta af leiðri skyldu. Árni sat í Kastljósinu með sinn "mérersvostórlegamisboðiðsvip" og Jón við hliðina á honum eins og herptur handavinnupoki í verulegri klemmu.
Sendum D og B í tímabært leyfi, langt leyfi.
![]() |
Árni flytur lögheimili í Þykkvabæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. maí 2007
BYRGIÐ - STUTT OG LAGGOTT
Eða það ætla ég rétt að vona en rannsókn á kærum fyrrum vistmanna Byrgissins er lokið hjá Sýsla á Selfossi. Kærurnar hafa verið sendar ríkissaksóknara.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvert þetta mál kemst allt saman. Vonandi læra yfirvöld af þessu sorglega dæmi um Byrgið og þeirri "meðferð" sem þar átti sér stað að það er ekki vænlegt til árangurs að láta áhugasamtök sjá um áfengis- og fíkniefnameðferðir. Nú hefur ekki heyrst frá Byrgisgvendi nokkuð lengi. Hann er auðvitað ábyrgur ásamt þeim sem létu hann hafa peninga til starfseminnar, þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hringt. Þetta hefur verið fjárhagslegt himnaríki perranna....í boði Framsóknar.
![]() |
Byrgisrannsókn lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 2. maí 2007
STUNDUM ER BETRA AÐ ÞEGJA!
Framsóknarbloggarinn Sveinn Hjörtur segir kjaftasögu á blogginu sínu í dag um samskipti sín og Steingríms J. Sigfússonar eftir Kastljóssþáttinn í gærkvöldi. Hann segist ekki geta haft sumt eftir en tíundar annað og fullyrðir að Steingrímur J. hafi misst sig við sig. Það má nefna það í framhjáhlaupi að Sveinn Hjörtur er á fullu upp vinsældalistann á blogginu, kjaftasögur hafa alltaf verið vinsælar á Íslandi.
Mér finnst eitt að segja skoðanir sínar um menn og málefni sem eru til umfjöllunar hverju sinni. En að koma með samtöl sem einhver segist hafa átt við nafngreindan þennan eða hinn er algjörlega glórulaust og fyrir neðan allar hellur. Ég man ekki til þess að nokkur maður hafi hafi skrifað um samskipti sín við fólk undir þessum formerkjum áður. Ég las reyndar pistil eftir Helgu Sigrúnu, framsóknarkonu og þingmannsefni úr Reykjanesbæ, þar sem hún tíundaði bjórdrykkju eins frambjóðenda Samfylkingarinnar þegar hún bloggaði um fund sem hún hafði setið.
Er þessi rætni í Framsóknarflokknum landlægur andskoti?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 2. maí 2007
FRÖKEN JÚLÍA..
Gillard á ekki skilið að verða leiðtogi þar sem hún hefur ákveðið að eignast ekki börn, segir Bill Heffernan, ástralskur þingmaður, sem bað í dag afsökunar á ummælum sínum um kollega sinn. Heffernan finnst það nauðsynlegt að konan skilji sambandið milli foreldris og bleyjufötunnar. Þetta er auðvitað rétt hjá manninum. Ef konan hefur ekki þvegið bleyjur þá er hún alls ófær um að vera aðstoðarformaður Verkamannaflokksins. Það skilur hver hugsandi maður. Hvernig eiga konur að geta setið á þingi, vasast í póltík eða í sjórnunarstöðum hjá fyrirtækjum ef þær eiga ekki börn? Ekki eru karlmenn að æða út á vinnumarkaðinn, í karríerinn án þessar bráðnauðsynlegu reynslu í farteskinu. Er það nokkuð?
Er Ástralía þriðji heimurinn í jafnréttislegu tilliti? Nebb held ekki þeir eru bara rustameiri en sum íslensk karlrembusvín og segja það sem þeir hugsa.
![]() |
Baðst afsökunar á ummælum um barnlausa þingkonu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 1. maí 2007
HIN VAFASAMA GULLMOLA DAGSINS HLÝTUR...
...Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokks fyrir ótrúlega frammistöðu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Ásta hefur sem frægt er orðið, lýst yfir áhyggjum sínum af mögulegri íhlutun forsetans í komandi stjórnarmyndunarviðræðu. Halló Ásta það er eitt af hlutverkum forseta að veita umboð um myndun ríkisstjórnar. Molann hlýtur hún fyrir að ganga tvö skref áfram og svo 23 afturábak með því að neita Stöð 2 um viðtal um málið, svara þeim síðan þar sem þeirr hittu hana uppi við Árbæjarlaug og játa þar að hún hefði áhyggjur af þessu með forsetann. Koma síðan og biðja um að fá að skýra mál sitt. Ég hef ekki séð í áratugi aðra eins hringavitleysu hjá stjórnmálamanni í neinu máli.
Þessi merkilega færsla sem fjallar um áhyggjur Ástu af forsetanum má lesa á www.astamoller.blog.is
Borgar Þór Einarsson flokksbróðir Ástu sá ástæðu til að lýsa yfir áhyggjuleysi sínu vegna mögulegrar aðkomu forsetans að myndun stjórnar. Úff þvílíkur vandræðagangur.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 1. maí 2007
AF HITASÓTT, RÁNDÝRUM MAT OFL.
Úff ég er með hita. Sótthitta já. Sit hér og ræð fram í gráðið með beinverki, höfuðverk og almmennt slen. Ég finn til í hárinu. Hafið þið verið með verki í hárinu? Augun ranghvolfast í höfðinu á mér og það er vont að reykja. Vont að reykja segi ég en ekki ómögulegt. Í þessu ástandi er ógerlegt að vera með sleifina á lofti þannig að hér var brugðið á það ráð að panta mat utan úr bæ, sem vegna breytts lífsstíls gerirst ákaflega sjaldan núorðið. Uppáhaldsstaðurinn Nings varð fyrir valinu. Eftir að hafa hringt þangað vorum við að pæla í því húsbandið og ég hvort það hafi orðið rosaleg hækkun í hafi á hrísgrjónum eða eitthvað. Þeir eru sko flottir á Nings, ekki misskilja mig en 2.800 karl á mann fyrir svona horaða og matgranna einstaklinga er nú bara hvítan úr augunum á manni. Bæði hönd og fótur. Ég er ekki nísk en fyrir þessa peninga má gera ýmsilegt skemmtilegt, nytsamt og uppbyggilegt.
Annars er ágætt að lesa blogg þegar heilsufarið er í lakara lagi. Ég á reyndar alveg ótrúlega skemmtilega bloggvini úr öllum stjörnumerkjum (hehe) og þeir eru allir í "rithöfundamerkinu" með tungl í húmor og pólitíska vakningu rísandi.
Held áfram að lesa blogg og skrifa líka. Ef þið eruð ekki sátt við það þá getið þið beðið fyrir ykkur, ég hef parkerað minni eðlu seingeitarpersónu við tölvuna og hananú!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr