Leita í fréttum mbl.is

STUNDUM ER BETRA AÐ ÞEGJA!

22

Framsóknarbloggarinn Sveinn Hjörtur segir kjaftasögu á blogginu sínu í dag um samskipti sín og Steingríms J. Sigfússonar eftir Kastljóssþáttinn í gærkvöldi.  Hann segist ekki geta haft sumt eftir en tíundar annað og fullyrðir að Steingrímur J. hafi misst sig við sig.  Það má nefna það í framhjáhlaupi að Sveinn Hjörtur er á fullu upp vinsældalistann á blogginu, kjaftasögur hafa alltaf verið vinsælar á Íslandi. 

Mér finnst eitt að segja skoðanir sínar um menn og málefni sem eru til umfjöllunar hverju sinni.  En að koma með samtöl sem einhver segist hafa átt við nafngreindan þennan eða hinn er algjörlega glórulaust og fyrir neðan allar hellur.  Ég man ekki til þess að nokkur maður hafi hafi skrifað um samskipti sín við fólk undir þessum formerkjum áður.  Ég las reyndar pistil eftir Helgu Sigrúnu, framsóknarkonu og  þingmannsefni úr Reykjanesbæ, þar sem hún tíundaði bjórdrykkju eins frambjóðenda Samfylkingarinnar þegar hún bloggaði um fund sem hún hafði setið. 

Er þessi rætni í Framsóknarflokknum landlægur andskoti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo verða þeir stundum svo orðljótir að manni dettur helst í hug að rétta þeim skrúbb til að þvo munninn á eftir

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 20:47

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

B fyrir Blaður

Laufey Ólafsdóttir, 2.5.2007 kl. 20:53

3 Smámynd: halkatla

iss hann Steingrímur átti þetta skilið, hann hefur ábyggilega ráðist að saklausa manninum og faðmað hann bara einsog Steingrímur væri Richard Gere og aumingja framsóknarmaðurinn Shilpa Shetty, þetta hefur verið miklu svæsnara en við gerum okkur grein fyrir

Nei grín, en fyrst það er verið að slúðra, hvað finnst þér um greinina mína um Bjarna Ben? Fer ég nokkuð langt yfir mörk hins siðsamlega? 

Annars er það satt sem Anna fyrir ofan mig segir, framsóknarmenn klikkast alveg ef einhver segir eitthvað um framsóknarþingmenn, og samt ætlast þeir til að aðrir líði orðbragð þeirra, sem er yfirleitt allsvakalegt. Jónína Bjartmars kom ekki öðruvísi fram í sjónvarpi á þessu ári nema að rakka niður VG og ljúga. Hún kallaði öll sín vandræði yfir sig með lélegu karma  

halkatla, 2.5.2007 kl. 20:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er til dæmis á því að það hefði verið betra fyrir Bjarna Ben að  halda áfram að þegja, en ekki koma fram í kastljósið og sýna okkur hve mikill kjáni hann er að halda að allir séu asnar.  Ég er eiginlega móðguð fyrir að vara álitin svona mikill fíbbbbbbbbbbbbbbbbbl.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2007 kl. 22:55

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já þetta er ótrúlegt fólk sem eftir er í flokknum....alveg ótrúlegt

Tómas Þóroddsson, 2.5.2007 kl. 23:01

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já þessir fáu sem eftir eru.  Fyskamm og fruuuuuusss.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2007 kl. 23:11

7 identicon

Jenný þú hlýtur að vera að grínast. Nú held ég að andstaðan sé skynseminni yfirsterkari. Þú vilt enga spillingu en þú vilt að Steingrímur komist upp með að hrauna yfir mann sem gerði honum ekkert nema að spyrja hann spurninga sem hann var ekki maður til að svara málefnalega. Heldurðu virkilega að heilt stjórnmálaafl sé að baki í þessu máli eins og þú vilt halda og heldur fram. Ég segi við ykkur snillingana sem sitjið að bloggi og gubbið úr ykkur skoðanir. Skoðanir eru eins og rassgöt allir hafa þau. En jú allir mega hafa sínar skoðanir eins og ég hef á þér um þetta tiltekna mál.  Mér finnst gaman að Steingrími J. Hann er skemmtari.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 01:17

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú mátt hafa hvaða álit sem þú villt á mér Axel Jón og mér er til efs að Steingrímur hrauni yfir menn.  Málið er að ég er að blogga um einstakling sem fer með samtal sem hann á við manninn á bloggið og þú veist að tveggja manna tal er alltaf túlkunaratriði.  Þess vegna flokka ég þetta undir kjaftasögu.  Sem þetta er.  Heldur þú að stjónmálaaflið VG séu trylltir í að gera heila atvinnustétt manna atvinnulausa?  Nei tæpast. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 2985864

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband