Færsluflokkur: Lífstíll
Miðvikudagur, 24. október 2007
Ekki hugsa, og þá skotgengur þetta!
Ég hef verið að drepast úr eirðarleysi í dag. Ég kvíði smávegis morgundeginum en ég er á leiðinni í rannsókn.
Nóg um það ég á ekki neitt bágt og þetta skotgengur.
En í stressi mínu henti ég mér með fjarstýringuna fyrir framan sjónvarpið. Flett,flett,flett.
Skár 1, Næsta ofurmódel Ameríku á dagskrá.
Stúlka í myndatöku.
Maður segir, "hættu að analýsera sjálfa þig svona".
"Ekki hugsa og þá skotgengur þetta".
(Don´t think and everything will be fine).
Ekki að þetta komi mér á óvart þegar þessi bransi er annars vegar, en þessi grímulausa hreinskilni er fremur sjaldgæf.
Bara svona í tilefni kvennafrídagsins áður en nýr dagur rennur.
Baráttukveðjur,
Við þurfum á þeim að halda.
Ójá.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Jólagjöfin í ár - Taka II
Jæja, þar sem ég hef tekið að mér, fyrir hönd okkar (ný)ríka og fallega fólksins að vera á jólagjafavaktinni (ekki er ráð nema í tíma sé tekið), stend auðvitað mína plikt í því. Í gær benti ég á demantinn stóra sem tillaga að gjöf undir hvítagullsjólatréð og nú er komið að hinu nauðsynlega fjarskiptatæki.
Skv. Þorsteini Þorsteinssyni, vörustjóra hjá Hátækni, eiga margir tvo til þrjá síma og nota þá eftir verkefnum og klæðaburði og þessir lúxussímar seljast nú sem aldrei fyrr.
Þessi Nokia sími er úr gulli og kostar um 170 þúsund krónur stykkið. "Sirocco-síminn er smíðaður úr 18 karata gulli og ryðfríu stáli. Skjárinn úr safírgleri og með honum fylgir gullitaður handfrjáls búnaður. Þá eru hringitónar í símanum eftir Brian Eno, en þeir eru að sjálfsögðu spilaðir á flygil."
Ég mæli sterklega með honum þessum, fyrir krakkana sko, einkum þau yngri, en auðvitað eru þeir hjá Nokia ekki að ætlast til að við fullorðna fólkið notum síma á útsöluverði, þar sem ekki einn einasta demant er að finna í appíratinu.
Svo má taka svona gullsíma og láta demantsskreyta hann þannig að hann fari yfir milljónina a.m.k. svo að hann sé nothæfur fyrir okkur, þau fögru og efnuðu.
En þarna er komin fram góð jólagjafahugmynd fyrir foreldrana til að gauka að afkomendunum, með öðrum og merkilegri gjöfum að sjálfsögðu. Símar eru jú fylgihlutir, og nauðsynlegir sem slíkir, en fylgihlutir verða aldrei neitt aðalatriði, ef þið skiljið hvað ég meina.
Ég held áfram að fylgjast með fyrir okkur útvöldu.
Money makes the world go around!
Újejeje!
![]() |
Íslenskir auðmenn tala í 170 þúsund króna gullsíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 24. október 2007
Ég kveiki á kertum
eða myndi gera ef klukkan væri ekki orðin það sem hún er.
Ég myndi krulla mér saman í vöndul innan í teppi og hlusta á J.J.Cale ef klukkan væri ekki orðin það sem hún er.
Í staðinn ætla ég að kveikja mér í sígó, lesa smá blogg og fara svo að sofa í hausinn á mér.
Og músíkin verður veðurhamurinn fyrir utan gluggann.
Ég er í veðurfræðilegu himnaríki!
Ómíómæ!
![]() |
Varað við stormi í kvöld og nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 23. október 2007
Jólagjöfin í ár
Ég stel og staðfæri af visi.is án þess að skammast mín hið minnsta.
Ég verð að fá demant í jólagjöf. Stóran demant. Ég var bara að uppgötva það núna þegar ég las fréttina, að mig dauðvantar svona grjót, svona fingurgrjót. Við erum ekkert sérstaklega rík, ég og húsbandið en það þarf enginn að vita það, og alls ekki ef ég geng um með hnullung á mínum nettu lyklaborðsáhöldum.
Almúginn í heiminum hefur verið að reisa ágreining við að við ríka fólkið verslum s.k. blóðdemanta til að skreyta okkur með, en kommon, það er ekki hægt að sjá það á skartinu hvaðan það kemur. Ég þarf engar andskotans endurminngar skráðar með mínum skartgripum. Ég missi a.m.k. engan svefn yfir því.
Ég hinsvegar, kem ekki til með að sofa dúr nema ég fái undirskrifað loforð, helst núna yfir kvöldmatnum, frá mínum heittelskaða, að ég fái svona hlunk í pakka á fæðingarhátíð frelsarans. Ég ætla klárlega að draga stóra og feita línu á milli mín og einhverra nóboddía, sem ganga um með ördemanta á fingrunum. Það skal sjást og það greinilega hvar skilur á milli mín og massans.
Gullsmiðir eru alveg undir það búnir að afgreiða stærri demanta en oft áður. Auðvitað. Þeir vita eins og ég og allir aðrir, að demantar ársins í fyrra voru litlir, alveg eins og þyrlupallarnir í London eru nú smáir og plebbalegir í minningunni og í samanburði við tísku dagsins í dag. Nú eru það stórir demantar, meðal flugvellir fyrir áramótapartíin, einkaflugvélar í jólapakkana og ferð til tunglsins í morgungjöf fyrir brúðir ársins. Þetta er það sem blívur í gjafabransanum. Ekkert minna.
Ég er farin að skoða alvöru katalóga. Ég ætla að velja mér demant.
Ég er hörð eins og demantur.
Alveg dedd á því hvað ég vil.
Vilji minn er lög.
Ójá.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 23. október 2007
Vegið úr launsátri!
Nafnlausar gungur snúa við í mér maganum. Fólk sem vill koma upplýsingum á framfæri um náungann, bregða fyrir hann fæti og ærumeiða, nafnlaust, eru viðurstyggilegt fyrirbæri og því miður, skilur þetta fólk oft eftir sig sviðna jörð.
Mér er þessi "baráttuaðferð" ekki með öllu ókunn og ég hef ævarandi skömm á henni.
Það er gott að ganga fram fyrir skjöldu, benda á það sem miður fer, en þá ætti að vera lágmarkskrafa að fólk geri það undir nafni.
Ég veit ekkert um Jens Kjartansson, lýtalækni, sem nú sætir árásum frá hópi fólks, sem telur hann ekki til þess bæran að vera yfirlækni á lýtalækningadeild. Það má vel vera að hann hafi fyrirgert rétti sínum til stöðunnar með framferði sínu, ekki ætla ég að leggja mat á það.
En ef svo er, af hverju getur þetta fólk sem skrifar bréf til forstjóra Landspítalans, heilbrigðisráðherra, landlæknis og siðanefndar lækna, ekki gert það undir nafni? Þvílíkur gunguháttur.
Svo er dæmigert fyrir launsátursfólkið að kalla sig fallegum nöfnum eins og "velunnarar". Sumir eru hógværari og kalla sig "heimildarmenn" og enn aðrir vilja líta út fyrir að vera Jón og Gunna sem bera hag samfélagsins fyrir brjósti, og kalla sig þá gjarnan "húsmóður í Vesturbænum". Það má gefa þessum "umhyggjusömu" einstaklingum alls kyns nöfn, en hvað mig áhrærir þá er eitt samheiti yfir fólk sem vegur úr launsátri, án tillits til málefnis, en það er mannleysur.
Ég vona að "velunnarar Landspítalans" fái ekki kröfum sínum framgengt nema að þeir gefi sig fram með hverjir þeir eru.
Ójá.
![]() |
Vilja Jens burt sem yfirlækni lýtalækningadeildar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. október 2007
Vogur næsta!
Jæja, þessi dagur hefur verið ömurlegur. Hann byrjaði í bláma og hélt sér þar, þrátt fyrir öflugar tilraunir mínar við að snúa vörn í sókn.
Sumir dagar eru bara þannig að maður vill helst gleyma þeim. Ég dró andann léttar þegar klukkan sló 24,00 og nýr sólarhringur gekk í garð. Okok, ýki smá en ég sé ekki eftir mánudeginum 22. október, 2007.
Ég er búin að fá að vita hvenær ég fer í rannsóknina og ég veit upp á hár hvaða deyfilyf ég fæ. Þannig að nú ligg ég á bæn um að ég komist inn á Vog strax á fimmtudaginn, þegar ég er búin í þessu inngripi sem er óumflýjanlegt. Ég vona að ég fái svar við því á morgun.
Þegar ég var í lyfjagjöfinni upp á Lannsa í dag, vildi ekki betur til en svo að ég fékk svo mikinn svima að ég var nærri dottin úr stólnum. GMG ég hélt ég væri að deyja (hehe), en fíflið ég hafði gleymt að ég er a) sykursjúk og b)þarf að borða reglulega. Halló, hoppaðu inn í raunveruleikann Jenný Anna Baldursdóttir. Ég náði mér, augljóslega þar sem ég sit hér og hamast á lyklaborðinu.
Ég er smá kvíðin fyrir þessu því sem er framundan, en samt er mér létt. Ég er þó hætt að bíða.
Það reynir skuggalega á æðruleysið þegar ég hef beðið of lengi. Guð mætti kenna mér þolinmæði - STRAX!
Ég er viss um að dagurinn á morgunn verður góður dagur, ég hef a.m.k. hugsað mér að hafa hann þannig.
Rek hér með blúsinn á brott.
Ég fer edrú að sofa í kvöld.
Kveðja frá mér á snúrunni.
Ójá.
Mánudagur, 22. október 2007
Kæri Clapton
Ég er orðin alveg stórgáttuð á þér sem persónu, eða réttara sagt eins og þú varst þegar þú varst í ruglinu.
Hefurðu ekki heyrt um instant karma? Það er bráðavirkun lögmálsins um orsök og afleiðingu?
Þú stalst konunni frá besta vini þínum, honum George Harrison, en hann var svo þroskaður, karlinn minn, að hann fyrirgaf þér og lét sig hafa sig í að vera vinur þinn, þrátt fyrir að þú værir kolruglaður á þeim tíma. Minn heittelskaði eiginmaður sá þig á konsert í Falcon Teater í Köben, 1973 og labbaði út af því þú varst svo vímaður að þú gast ekki haldið á gígjunni. Samt varstu í efsta sæti yfir uppáhaldstónlistarmenn húsbandsins.
En nú ertu edrú og við alveg búin að fyrirgefa þér.
En mér brá þegar ég sá á vísi.is að þú varst í alvörunni að hugsa um að stúta Jagger, af því að hann stakk undar þér, í denn. Hvað segir það um þig? Engin fyrirgefningarvinna í gangi þar. Frusssss!
Eh, annars er í lagi að hafa gert slæma hluti, þ.e. ef þeir eru ekki sífellt endurteknir.
Vona samt að enginn fara að troða þér um tær.
Elska þig annars í fortætlur, þ.e. af því þú ert svo ógeðslega góður á gítar.
Virðingarfyllst,
Grúppían.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 22. október 2007
Mánudagsblámi - eða hvað?
Mánudagar eru fínir dagar, sko eftir að ég varð edrú. Fram að þeim tíma voru þeir á dauðalistanum hjá mér, af skiljanlegum ástæðum. Virkar byttur eins og ég óneitanlega var, standa frammi fyrir heilum fimm dögum sem fela í sér eðlilegt líf, með kröfum um að maður hagi sér og hegði í samræmi við góðar og gildar samfélagsreglur. Ein af þeim reglum er að standa sig og það er svo sannarlega ekki ætlast til þess að maður sé fullur, bakfullur eða með timburmenn og móral. Þar stóð nú hnífurinn í kúnni.
En það er að baki og s.l. ár hafa mánudagar bara verið flottir. Stundum stimplar sig inn einhver gamall blámi og ég vakna og allt er öfugsnúið. Mánudagsöfugsnúið. Þetta gerist helst þegar mörg verkefni bíða mín á þessum degi. Í dag er dagskráin pökkuð, á minn mælikvarða sko. Eitt af því sem ég þarf að gera er að fara í lyfjagjöf upp á Lannsa og svo þarf ég að bíða eftir símtali um rannsókn sem ég er að fara í. Nei ég er ekki með heilsufar á heilanum, en stundum er æðruleysið lengra í burtu en áætlað er.
Svei mér þá ef bláminn er ekki á undanhaldi, meðan ég sit hér og hamra angist mína á lyklaborðið. Ég elska lyklaborðið mitt. Ætla að láta grafa það með mér (eða brenna) ásamt nokkrum öðrum hlutum sem ég er að sanka að mér. Djö... sem ég er morbid.
Á hverju ári er ég ákveðin í að láta jólin ekki ná tökum á mér fyrr en í desember og á hverju ári klúðra ég því. Nú eru u.þ.b. 60 dagar til jóla (ég ætti að vita það er með teljara á síðunni minni). Núna læðist jólatryllingurinn að mér oft á dag og ég er búin að taka nokkrar ákvarðanir í samráði við minn heittelskaða, nottla. Við ætlum að vera hjá Jennýju á aðfangadagskvöld (ásamt frumburði og Jöklabarni) og ég er búin að biðja Brynju vinkonu mína og ömmu hans Olivers, um að kaupa jólakjól á hana Jennýju Unu, í Ameríkunni. Engan marengskjól sko, heldur prinsessukjól í háklassa. Ég skammast mín. Október er langt því frá, liðinn. Geri þetta ekki aftur lofa.
Nú er ég bara nokkuð hress og kannast ekki við að vera blúsuð fyrir fimm aura. Enda búin að hella bömmernum yfir í bloggheima og nú fer ég í banastuði að lesa mína 24-stundabók.
Ekki orð um það meir.
Later!
Úje
Mánudagur, 22. október 2007
Vertu kjurr, sagði konan
Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, fór ekki með Össuri Skarphéðinssyni til Indónesíu á laugardag, eins og til stóð.
Í viðtengdri frétt segir:
"Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hringdi Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur, í Bjarna á föstudagskvöld og sagði að færi hann út með Össuri væri hann að gera lítið úr þeirri vinnu, sem nú færi fram á vegum borgarstjórnar við að fara ofan í sameiningu REI og Geysir Green Energy. Mun Bjarni hafa tekið umleitan Svandísar vel. Samkvæmt heimildum blaðsins talaði Svandís einnig um þetta mál við Össur."
Svandís er að fá skikk á stóru karlana, sem hafa fram að þessu hlaupið um eftirlitslausir og haft hlutina svolítið eins og þeir séu einir í heiminum. Alveg er ég viss um að þessi súperstjórnmálamaður sem Svandís er, á eftir að skúra út í hvert horn í REI-málinu.
Svandís sagði: Bjarni vertu "kurr"!!
Urrrrr
Nananabúbú.
![]() |
Svandís bað Bjarna að fara hvergi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 21. október 2007
Einhver til í að gefa mér kr. 80.000?
Ég á óteljandi uppáhaldsrithöfunda. Nánast allir rithöfundar sem ég hef nennt að lesa, getað haldið þræði og gleymt mér yfir, hljóta þennan titil. Oscar Wilde er svona uppáhalds, uppháhalds. Ég á flestar bækurnar hans þýddar og ég á safnið hans komplett á frummálinu. Reyndar gerðist ég Oscars áhangandi á sama tíma og ég lá í bókum Edgar Allans Poe, sem á sama afmælisdag og ég og var fórnarlamb dauðans en er brilljant engu að síður. Þeir félagar voru "inn" á sama tíma.
Myndin af Dorian Grey, eftir OW er fullkomnasta lýsing á sjálfsdýrkanda sem skrifuð hefur verið fram á þennan dag, það er ég viss um.
Nú er hægt að fá frumútgáfu "The Importance of Being Earnest eftir O.W. og það er tölusett eintak nr.349. Ef ég ætti peninga sem ég þyrfti nauðsynlega að losa mig við, myndi ég kaupa bókina, bara svo dætur mínar gætu látið bjóða hana upp eftir svona fimmtíu ár og þær eignast smá lausafé til að spandera á sjálfar sig. Gætu t.a.m. keypt bækur fyrir peninginn.
En þetta er nú bara asnagangur í mér, ég er alveg sátt við mína útgáfu af TIoBE, fjölföldaðri í nútíma prentsmiðju og alveg þræl læsileg.
Reyndar er ég hissa á að bókin skuli ekki vera dýrari.
Dem, hvað Wildarinn er góður rithöfundur.
Og mikið fjárann sem þeir voru vondir við hann samtímamenn hans sem fangelsuðu hann fyrir að vera hommi.
Ójá.
![]() |
Fágætt eintak bókar eftir Oscar Wilde fannst í handtösku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr