Leita í fréttum mbl.is

Mánudagsblámi - eða hvað?

1

Mánudagar eru fínir dagar, sko eftir að ég varð edrú.  Fram að þeim tíma voru þeir á dauðalistanum hjá mér, af skiljanlegum ástæðum.  Virkar byttur eins og ég óneitanlega var, standa frammi fyrir heilum fimm dögum sem fela í sér eðlilegt líf, með kröfum um að maður hagi sér og hegði í samræmi við góðar og gildar samfélagsreglur.  Ein af þeim reglum er að standa sig og það er svo sannarlega ekki ætlast til þess að maður sé fullur, bakfullur eða með timburmenn og móral.  Þar stóð nú hnífurinn í kúnni.

En það er að baki og s.l. ár hafa mánudagar bara verið flottir.  Stundum stimplar sig inn einhver gamall blámi og ég vakna og allt er öfugsnúið.  Mánudagsöfugsnúið.  Þetta gerist helst þegar mörg verkefni bíða mín á þessum degi.  Í dag er dagskráin pökkuð, á minn mælikvarða sko.  Eitt af því sem ég þarf að gera er að fara í lyfjagjöf upp á Lannsa og svo þarf ég að bíða eftir símtali um rannsókn sem ég er að fara í.  Nei ég er ekki með heilsufar á heilanum, en stundum er æðruleysið lengra í burtu en áætlað er.

Svei mér þá ef bláminn er ekki á undanhaldi, meðan ég sit hér og hamra angist mína á lyklaborðið.  Ég elska lyklaborðið mitt.  Ætla að láta grafa það með mér (eða brenna) ásamt nokkrum öðrum hlutum sem ég er að sanka að mér.  Djö... sem ég er morbid.

Á hverju ári er ég ákveðin í að láta jólin ekki ná tökum á mér fyrr en í desember og á hverju ári klúðra ég því.  Nú eru u.þ.b. 60 dagar til jóla (ég ætti að vita það er með teljara á síðunni minni).  Núna læðist jólatryllingurinn að mér oft á dag og ég er búin að taka nokkrar ákvarðanir í samráði við minn heittelskaða, nottla.  Við ætlum að vera hjá Jennýju á aðfangadagskvöld (ásamt frumburði og Jöklabarni) og ég er búin að biðja Brynju vinkonu mína og ömmu hans Olivers, um að kaupa jólakjól á hana Jennýju Unu, í Ameríkunni.  Engan marengskjól sko, heldur prinsessukjól í háklassa.  Ég skammast mín. Október er langt því frá, liðinn.  Geri þetta ekki aftur lofa.

Nú er ég bara nokkuð hress og kannast ekki við að vera blúsuð fyrir fimm aura.  Enda búin að hella bömmernum yfir í bloggheima og nú fer ég í banastuði að lesa mína 24-stundabók.

Ekki orð um það meir.

Later!

Úje

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

haha já ég kannast við þetta með snemmbúin jólafiðring

Gangi þér vel í læknastússinu

Dísa Dóra, 22.10.2007 kl. 09:06

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er líka farin aðeins að undirbúa jólin í huganum enda eru þau komin í Ikea....! Mér finnst það alltílæ enda byrja ég að hugsa um þau yfirleit  í kringum 7. jan ár hvert og spennan magnast upp frá því eftir því sem tíminn líður, enda elska ég jólin og aðventuna og ljósin og bara allt !

Farðu vel með þig og njóttu dagsins vel !

Sunna Dóra Möller, 22.10.2007 kl. 09:15

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert virkilega flott edrú

Jónína Dúadóttir, 22.10.2007 kl. 09:16

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk stelpur.

Sunna Dóra: Karlinn minn sagði við mig í gær að það væru ekki fréttir að ég hlakkaði nú þegar til jólanna, miðað við að ég byrjaði að telja niður, daginn sem ég tæki niður jólaskrautið.  Hm.. ég held að hann hafi rétt fyrir sér.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2007 kl. 09:19

5 Smámynd: Ibba Sig.

Ha? Tekurðu niður jólaskrautið? En jólagardínurnar?

Ibba Sig., 22.10.2007 kl. 09:23

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir, húsfreyja með meiru, ég lem þig

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2007 kl. 09:23

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Það ætti að banna þessa jólaniðurteljara. Ég nenni ekki að hugsa um jól fyrr en í fyrsta lagi í desember. 

Mánudagsknús! 

Laufey Ólafsdóttir, 22.10.2007 kl. 09:32

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Laufey: Gat verið, svo skynsöm.  Arg hvað ég öfunda fólk eins og þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2007 kl. 09:36

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég ætla að láta brenna nýju stígvélin mín með mér. Bara til að fyrirbyggja að nokkur noti þau!!!

Svo er ég líka byrjuð að baka fyrir jólin, skreyta OG kaupa jólagjafir. Ætla að kveikja á jólaljósunum, með viðhöfn - býð kannski öllum þeim sem hafa verið látnir taka pokann sinn á árinu. Vilhjálmur flytur tölu.......

Hrönn Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 11:45

10 Smámynd: Hugarfluga

Æ, jólafiðringurinn er bara næs! Er sjálf komin með vægan og kann því bara vel. Eigðu góðan dag, kelli mín.

Hugarfluga, 22.10.2007 kl. 12:03

11 Smámynd: krossgata

Það má víst ekki jarða með manni neitt sem ekki eyðist í náttúrunni, held að lyklaborð myndu falla á bannlistann.  Því miður.

Ég get beðið róleg eftir jólunum og fer lítið að huga að þeim fyrr en í lok nóvember.

krossgata, 22.10.2007 kl. 12:21

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sendi þér hugheilar mánudagskveðjur með von um að þú njótir aðventunnar og jólanna án þess að stressa þig. Ég mun taka til í himnaríki, skreyta með þessum fjórum jólaskrautum mínum og elda góðan mat. Nó stress! Eftir eitt árið þegar ég vann eins og skepna og gat sama og ekkert undirbúið jólin en þau komu samt, afstressaðist ég gagnvart þeim ... algjörlega. Nýt þeirra miklu betur fyrir bragðið. Knús í bæinn. P.s. Hvað ætlar þú að baka margar sortir?

Guðríður Haraldsdóttir, 22.10.2007 kl. 12:23

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það kom svona upp í hugan í morgun jólakortið, ég þarf að koma öllum barnabörnunum fyrir eins og venjulega, verður erfiðara með hverju árinu sem líður  Og nú vilja nokkrir að ég segi til um hver er hver og hvers er hvur, þá vandast málið.

En mánudagar er bara flottir.  Bara spurning um hugarfar.  Og enn og aftur til lukku með sigurinn Jenný mín.  Mér finnst alveg við hæfi að ungfru Jenný Una fái prinsessukjól frá Ameríku. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 12:30

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er ágæt í að gera þetta í réttri röð. Tek svona innkaupin í rólegheitum frá sept og til byrjun des, þá eru það jólakort og jólatilhlökkun, passa mig að byrja ekki of snemma með seríur og skraut, á pínu erfitt með að hafa seríurnar út um allt frá end.okt og fram í janúar, er ekki alveg að fíla það. Gott að þú ert jólakona, Við verðum að vera ólíkar jólakonurnar.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 12:55

15 Smámynd: Bogi Jónsson

Úff ég fékk gamla alka melónuna rétt sem snöggvast í magan með tilheyrandi sting þegar þú minntir mig á jólin sem eru að bresta á og rétt nýbúin. Ég hef nú verið talin fram úr hófi bjartsínn og jákvæður (síðan 25 júni 1984 þegar slettist upp á vinskap minn og fyrrum félaga Bakkus) nema þegar ég er að hugsa um vinnumálastofnun og jólin  og í ár stend ég frammi fyrir fleirri jólaseríum þar sem ég byggði eitt hús í viðbót á lóðinni, gamaldags torfbæ og hann þarf sín jólaljós líka. Nú bíð ég spenntur Bogi eftir að fundið verður upp á útiljósaseríum í spreybrúsa sem eyðast upp og hverfa í byrjun mars.

Gleðileg jól Bogi

Bogi Jónsson, 22.10.2007 kl. 13:20

16 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

humm, ég þarf að fara að setja upp borðann hjá mér aftur...

Veit reyndar ekki alveg hvernig ég fer að því á wordpress.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.10.2007 kl. 14:26

17 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

haha, gat það sjá hér fyrir ofan myndirnar mínar.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.10.2007 kl. 14:42

18 identicon

Ég er nánast anti-jóla. Við höfum einu sinni farið til Kanarí um jól og myndum gera það alltaf nema fyrir þá sök að sú yngri elskar jólastúss og vill helst ekki sjá að yfirgefa Ísland á þessum tíma (vonbrigðakarl). Þegar hún er flutt að heiman og komin með sína fjölskyldu hverfa þau gömlu af landi brott í síðasta lagi um miðjan des og koma ekki heim fyrr en aftir þrettándann, alveg á hreinu.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 15:32

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hildigunnur: Ertu í þrýstihóp um eðlilegt jólahald?

Anna: Ég elska aðventuna

Bogi: Vá hvað þú ert búinn að vera edrú lengi.  Til hamingju með  það.  Fólk eins og þú er flott fyrirmynd.  Annars er þetta með jólaseríurnar og spreybrúsann brilljant hugmynd

Stelpur ég sé að þið eruð allar komnar í jólafíling.  Hehe, takmarkinu náð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2007 kl. 16:33

20 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Það er með hálfum huga að ég skrifa þessar línur, en samt ansi gaman,  þar sem ég kem hér inn sem hinn ánægði og eini karlmaður. Og hvað skyldi ég  vera svo ánægður með? Jú, að eiga það sameiginlegt að vera óvirkur í dag. 

Þorkell Sigurjónsson, 22.10.2007 kl. 17:32

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með það Þorkell, við deilum svoleiðis gleði og það er EKKI leiðinlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2007 kl. 17:37

22 Smámynd: Bogi Jónsson

Hæ Jenni ég skellti mér reyndar á endurmentunarnámskeið hjá Bakkusi í kring um aldarmótin en var vonlaus kandídad svo hann rak mig einu og hálfu ári síðar (sem betur fer  )

Bogi Jónsson, 22.10.2007 kl. 17:57

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahaha, brilljant.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2007 kl. 18:03

24 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

jább, ég er í anti (ofsnemmra) jólaþrýstihóp   Hins vegar elska ég aðventuna og jólin sjálf, vil bara ekki útvatna þau...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.10.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2985804

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband