Færsluflokkur: Lífstíll
Mánudagur, 7. janúar 2008
Henda á bak við hús - já, já
Í gær var eins og ég hefði malbikað allan Laugaveginn, hjálparlaust, án matar eða kaffihlés. Ég var einfaldlega eins og draugur.
Ég hressist ögn þegar þessi fallegu systkini komu í heimsókn til ömmu og Einars, enda ekki lítið fútt í fá skemmtilegt fólk í innlit.
Jenný Una: Amma, taktu jólatréð, jólin eru búin, mamma mín segirða.
Amman: Jenný mín, amma ætlar að taka niður jóladótið á morgun (á morgun segir sá lati).
Barn: Nei núna skrass, jólasveinarnir eru farnir heim til mömmu sinnar, jólin eru bönnuð. Og svo hóf hún að plokka kúlur af tré.
Þetta varð til þess að jóladót var tekið niður og raðað í kassa en við lentum í smá vanda þegar kom að því að taka gervijólatréð saman (sem við keyptum í jólatréseklunni í fyrra), því barn stóð á því fastar en fótunum að trénu ætti að henda bak við hús, "aþí pabbi minn gerðiða". Það tók smá tíma að útskýra, að hlutir væru ekki alltaf eins, allsstaðar, en Jenný Una, var ekkert sérstaklega sátt.
Svo héldum við Einar á Hrafni Óla til skiptis, en hann var vakandi og átti 2ja vikna afmæli í gær. Hann horfði á okkur með fallegu augunum sínum og rak stundum tunguna út úr sér og geiflaði sig í framan.
Jenný: Hann ullar stundum, aþþí hann er svo lítill barn. Amma þú mátt halda á bróðir mín af því ég er bílstjórinn og ég ræður alveg. What???
Og..
Amma farru varrlea, hann er mjög, mjög lítill. En hún var svo sem ekkert að vanda sig neitt sérstaklega, þegar hún kom reglulega og "knústi" bróður sinn og kyssti svo það small í.
Og svo vorum við ein gamla settið og allt varð smá tómlegt.
Við vorum farin að sofa, töluvert löngu fyrir miðnætti.
En jólin eru niðri. Ekki kúlu að sjá, ekki dúk né kerti, sko jólakerti.
Svona er það gott að drífa sig í hlutina með aðstoðarmanni.
Hér er svo mynd af Maysunni minni og Oliver, sem þegar eru farin heim til London, ég get ekki beðið eftir að knúsa þau þ. 18. n.k.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Sunnudagur, 6. janúar 2008
Sunnudagsvæmnisblogg - eða pirringsjöfnun
Í gær var ég pirruð. Já, já, vill brenna við á bestu heimilum. Líka mínu menningarheimili, þar sem bækur prýða alla veggi, hver fjölskyldumeðlimur spilar á eðalgígjur og meðan við borðum miðdegisverðinn, hlustum við á Heimskringlu eða aðrar fornbókmenntaperlur lesnar af hljómskífum.
Ekkert slömm hér, ónei.
Og nú pirringsjafna ég.
Mér líður vel, ég er í banastuði og ég er nærri því að drekka kaffi og blogga. Kaffið ekki alveg til staðar svona, fremur en forn hljóðfæri, en drykki ég það, væri það örugglega innan seilingar, þar sem ég sit við mína kjöltutölvu og framleiði dásamlegan texta.
Þegar ég verð pirruð er það öðrum að kenna. Auðvitað, ég sjálf er saklaus eins og nýfallin mjöll. Ég er alltaf geðgóð, alltaf ljúf, alltaf leiðitöm og alltaf straujandi og sparslandi.
Það er svo mikið af fíflum sem trufla tilveru mína.
Og svo er eftir að sjá hvort húmorsleysiseintökin eru að trufla hana líka.
Í eldhúsvaski bíða mín ein fjögur glös og slatti af undirskálum.
Engir pottar eða pönnur. Reglusemin í hávegum höfð.
Já, já, það er satt þetta með vaskinn, allt hitt er uppdiktað kjaftæði, af því ég var í kjaftæðisstuði.
Það er líka satt að ég er að hlusta á BB King. OMG hvað heimurinn hefur alið af sér marga snillinga.
Í dag sé ég Jennslubarnið og lillemann hann Hrafn Óla, ég er heppin kona.
Núna fer ég og tek til höndunum, skelli mér svo bloggvinahring og geri aðra hluti sem mér finnast skemmtilegir.
Hva! Er ekki lífið dásamlegt?
Það finnst mér.
Og nú þegar ég hef pirringsjafnað, haldið þið að það sé ekki í lagi bara, einhvertímann eftir hádegið að taka Lúkasinn á bölvaða kaþólsku kirkjuna sem er að biðja presta sína að biðja fyrir börnunum sem þeir sjálfir hafa misnotað kynferðislega?
Kemur í ljós.
En hef ég sagt ykkur að þið eruð stundum lífgjafar mínir, elsku bloggvinir og aðrir gestir. Þið eruð upp til hópa svo skemmtileg og klár og fullt af öðru jákvæðu, sem ég má ekki vera að, að telja upp, vaskurinn bíður.
Later alegater!
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 4. janúar 2008
Má Stefán Friðrik bjóða sig fram til forseta?
Mér líkar ekki þetta tal um að Ástþór Magnússon eigi ekki að bjóða sig fram til forseta, hann sé búinn að gera það tvisvar og það sé ekki séns í júnó að hann geti unnið kosningarnar. Ástþór er friðarpostuli og jólasveinn í hjáverkunum, og hann hefur fullt leyfi til að bjóða sig fram, að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru frambjóðendum til forsetaframboðs.
Pétur Hoffman, maðurinn sem gekk fjörurnar og safnaði fjársjóðum, bauð sig líka fram til forseta og einhvertímann bauð sig fram kona, Sigrún hét hún, að mig minnir, sem var húsmóðir í Vestmannaeyjum.
Só??
Sumir segja, ekki aftur Ástþór, ég skil alveg pirringinn, Ástþór er frekar kynlegur kvistur og búin að vera í framboðsbransanum með litlum árangri, eins og ég nefni hér að ofan.
Lýðræðið virkar svona. Guð ég elska lýðræðið, jafnvel þó það hafi stundum hallærislegar aukaverkanir, eins og þegar kverúlantar fara í framboð. Sumir segja að þetta kosti svo mikla peninga. Auðvitað, kosningar eru dýrar í framkvæmd. Ekki er það næg ástæða til að við hættum að kjósa svona yfir höfuð? Ædóntþeinksó.
Þarf mótframbjóðandi að þessu sinni að vera "málsmetandi" maður til að kvartið og kveinið hætti? Einhver sem fjöldanum finnst verðugur wanna be forseti?
Það mætti kannski endurskoða reglurnar. T.d. auka fjölda meðmælenda með frambjóðandanum, mér skilst að núna þurfi þeir að vera 1500. Ekki erfitt að verða sér úti um 1500 sálir til að skrifa uppá. meira að segja ég myndi merja það.
Ætti ég að fara í framboð? Eða húsbandið, hann getur spilað þjóðsönginn á gítar. Ójá.
En án gríns þá er ég svo stórhneyksluð yfir kjaftavaðlinum í honum Stefáni Friðrik að þessu sinni (sjá hér), veit ekki alveg hvort hann er að ná sér í fleiri heimsóknir með fyrirsögninni, eða hvort maðurinn er heillum horfinn, því hann segir að það sé nauðgun á lýðræðinu ef Ástþór Magnússon býður sig fram.
Við getum haft skoðanir á fyrirkomulaginu og í lýðræðisríki er ekkert eðlilegra að endurskoða og breyta fyrirkomulagi sem kannski er orðið úrelt, en á meðan reglurnar eru svona, þá er akkúrat ekkert athugavert við að fólk eins og Ástþór og aðrir bjóði sig fram móti sitjandi forseta.
Hversu vitlaust sem það annars kann að virðast.
Úje.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
Miðvikudagur, 2. janúar 2008
Fjörið ekki aldeilis búið - ónei
Mundi eftir því áðan, ruglhausinn ég, að ég er á leiðinni til London þ. 18. janúar. Ég mun ELDAST í þessari ferð, í alvörunni sko, þar sem ég á afmæli á meðan ég dvel í heimsborginni.
Ég fékk þessa ferð í jólagjöf frá dætrum mínum og frumburður fer með mér.
Við erum að velta okkur upp úr leiksýningum.
Úrvalið er ógurlegt.
Og á afmælisdaginn ætla ég að fara á Simon Cowell veitingastaðinn hennar Maysu
Annars ætlaði ég að blogga kvikindisblogg um Þorstein Davíðsson, af því hann tilkynnti sig veikan, fyrsta dag í vinnu. Allir að fara á límingunum í vinnunni og svona, en ég hætti við. Hafið þið séð augun í manninum. Þau eru faaaaalleg. Þess vegna læt ég hann í friði og óska honum snöggs bata.
En ég býð eftir rökstuðningi frá ráðherra, vegna þessarar ráðningar.
Já elskurnar, nú undirbý ég fyrir jólaniðurrif og ferðalag.
Ég heldi nú það.
Kikkmíæmvolnerabúll.
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 2. janúar 2008
Annáll ársins 2007 - Seinni hluti
Og nú höldum við áfram upprifjuninni.
Í september bar margt á góma hjá þessum maníska bloggara hérna. Mikið var rætt um alla mállausu útlendingana í þjónustustörfum og landinn kvartaði hástöfum. Ég hins vegar tel að við eigum að þakka fyrir að það fæst fólk í sem flest störf í þessu landi og við mættum reyna að vera ögn skilningsríkari gagnvart nýjum löndum okkar.
Og svo kom október og jólafiðringurinn fór að gera smá vart við sig hjá mér og nokkrum öðrum í bloggheimum, frussss, skömm að þessu. En þarna u.þ.b. tveimur mánuðum fyrir jól, kom fyrsta jólasýkiskastið.
Í nóvember dundi yfir fár á síðunni minni af því mér varð á að blogga um "pabbaleikherbergið" í nýju Hagkaupsversluninni. 170 athugasemdir voru gerðar við færsluna og mér ekki vandaðar kveðjurnar af sumum.
Nú, nú annállinn er nú heldur betur farinn að styttast í annan endann og bara desember eftir. Ég var nottla í jólavímu allan mánuðinn. En þar sem jólin eru nærri því liðin og allir komnir með upp í kok af falalalalai og matarlýsingum þá set ég inn snúru mánaðarins. Það er lágmark að hafa eina færslu um batagönguna sem óvirkur alkahólisti í annál ársins. Það er svo mikið ég. Úje!
Þá er annáll klappaður og klár, tékk, tékk.
Nú er að vaða með bloggandi gleði inn í nýtt ár sem enn er hreint og ósnert eins og nýfallin mjöll.
Vaðið ekki inn á skónum elskurnar.
Var að skúra.
Farin að lúlla.
Lofjútúpíses.
Újejejejejeje
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Menn með perlufestar eru algjörlega sneyddir kynþokka
Þegar ég er gagnrýnin og pirruð út í það sem er að gerast í heiminum og einkum og aðallega í íslensku samfélagi, þá fæ ég gjarnan skammarpósta. Stundum, en bara stundum, á ég þá skilið. Á það til að vera ansi fljót í förum á undan sjálfri mér.
En þeir póstar sem mér er verst við eru þessir fáu en öflugu skammarpóstar sem ég fæ frá fólki sem heldur því fram að þeir sem séu í góðum bata edrúwise eigi ekki að vera með pirringsblogg, að það sé jafnvel merki um lélegan bata. Nú geta þeir mundað lykilaborðið, því ég blæs á það blaður og kem hér með eina skelfilega neikvæða færslu um gerviskartgripi og lélegan smekk ákveðinna karlmanna á sjálfskreytilist.
Í dag var hengt blikkdrasl í barminn á ellefu Íslendingum. Forsetinn gerði það heima hjá sér at Bessastadir.
Þetta er ábyggilega allt hið vænsta fólk, enda er ég ekki að blogga um það, heldur bévítans pjátrið sem hengt er utan á það. Hvað ber sá úr býtum, áþreifanlega, sem fær orðu? Plístell.
Hvað er það með orður og venjulegt samfélag? Af hverju finnst mér eins og svona tildur og hégómi eigi heima í löndum með kónga og drottningar, ekki í samfélagi eins og okkar sem allir eiga að vera jafnir.
Kannski af því að það eru ekki allir jafnir? Dhö!
Gæti verið. Jájá, búin að kveikja ljósin og komin heim en sé tæpast útúr augunum. Maður var eitthvað verulega fjarverandi þegar Gussi útdeildi toppstykkinu. (Jeræt, fremst í röðinni).
Mikið skelfing vildi ég henda svona hallærissiðum út í ysta haf. Líka perlufestum á Forseta og Borgarstjóra, Sendiherra og þess hátta fólk með stórum staf.
Ég hef ofnæmi fyrir mönnum með perlufestar og slíkt dinglumdangl og hugsa alltaf: Vá hvað hann hlýtur að vera hégómlegur þessi, getur ekki haft mikinn tíma í vinnunni, alltaf í speglinum bara.
Nú, en ég ræð engu, nema þessum auma einkafjölmiðli mínum sem ég ætla að nota á nýju ári til þess að rífa enn meiri kjaft en í fyrra. Blogga um hvernig mér gengur edrúmennskan og neita að fara í neinar felur með minn fíknisjúkdóm og svo ætla ég að gera heiðarlegar tilraunir til að vera skemmtileg í leiðinni. Svo verður það kirkjan og trúmálin, pólitíkin og fjölmiðlarnir og jájá, ekki hörgull á bloggefni. Sei, sei, nei.
Kommon, einhvers staðar verður nóboddí eins og ég að hafa vettvang.
Djö.. sem við bloggarar vorum krúttlegir í Áramótaskaupinu
Kikkmítúðebónsandbætmíasvell.
Úje
![]() |
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Sumir tala af reynslu, aðrir blaðra út í loftið
Í þessari frétt lofar páfi hina "náttúrulegu" fjölskyldu og segir hana útsendara friðarins.
Páfi á auðvitað við hjónaband karls og konu.
Miðað við að maðurinn hefur að líkindum ekki verið við kvenmann kenndur og muni fyrirsjáanlega ekki giftast, honum er hreinlega bannað að ganga í hjónaband, tel ég að hann sé ekki alveg í aðstöðu til að hylla eina tegund hjónabands umfram aðra.
Þvílíkur hroki.
Ég ætti kannski að fara að tjá mig um hver séu bestu hlutabréfakaupin? Ha?????
Svo ég leggi nú mitt til umræðunnar um "náttúrulegar" fjölskyldur, þá hljóta þær að skilgreinast eftir því hversu vel fólki líður saman, eftir kærleikum fólks til hvers annars og þeim sem best líður saman, hljóta að vera í hinni "náttúrulegu" fjölskyldu eða hjónabandi, sem páfinn er að vísa til.
Rosalega væri það skemmtilegt ef kaþólska kirkjan færi að hoppa inn í nútímann.
Ég ELDIST af því að lesa þetta kjaftæði og þessi skinheilagheit.
Annars bara góð á nýju ári.
Með "náttúrulegum" kærleikskveðjum.
![]() |
Lofar náttúrulegar fjölskyldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Bloggannáll 2007 - Fyrri hluti
Ég byrjaði að blogga í lok febrúar á árinu. Ég vissi ekki hvar ég ætti að staðsetja mig en ákvað síðan að blogga um allt sem mér dytti í hut, ekki bara edrúmennskuna mína.
Í mars hafa klósettþrif verið mér afskaplega hugleikin, ekki nema von að ég hallist að þunglyndi í þeim mánuði, hann er hvorki vor né sumar, vetur eða haust.
í apríl er ég enn að hafa allt á hornum mér og er farin að gera lista yfir leiðinlega hluti mér til skemmtunar.
Í maí var ég að blogga mikið um stjórnmál, en ég hef verið illa pirruð á sumarstarfsmönnum Moggans, eins og sjá má hér.
Í júní var ég m.a. að velta fyrir mér mínum skófetisma og hugsaði nokkuð stíft um Imeldu Markos. Áhugamálin eru vissulega misjöfn eftir mánuðum.
Í júlí var Ellý Ármanns farin að pirra mig soldið mikið með löngu og berorðu fyrirsögnunum sínum, ég gekk skrefi lengra og skrifaði nokkrar færslur í hennar anda. Hér er dæmi.
Og í ágúst var ég aftur í pirringskasti út í klobbafærslurnar hjá Ellý og skellti þessum rudda inn til að mótvægisjafna.
Nú legg ég ekki meira í þennan annál í bili.
Tek rest á morgun.
Sem betur fer eru bara ein áramót á ári.
Farin, bókhald bíður.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 31. desember 2007
Í háðtíðarskapi?
Ég er ekki í hátíðarskapi akkúrat núna, þó ég muni smella í gírinn af gömlum vana klukkan 18,00, ef ég þekki mig rétt. Og þá verð ég auðvitað gripin eintómri hamingju.
En í morgun horfði ég á Silfrið á netinu, komst ekki til þess í gær vegna augljósra anna.
Á einum stað spyr Egill, Össur og Þorgerði Katrínu hvort þau séu búin að skila rauðvíninu frá Landsbankanum. Án þess að ég tíundi kjaftæðið um það mál út í hörgul, þá fannst hvorki Össuri né ÞK ástæða til að skila svona gjöfum. Össur sagði eitthvað á þá leið, að þetta væri nú bara ein flaska og ekki líkleg að hafa áhrif á störf sín sem ráðherra. (Hann hafði reyndar ekki fundið flöskuna heima hjá sér, þannig að það sé á hreinu).
En ef flöskurnar væru tvær? Eða kassi? Eða eitthvað annað? Hvenær fara gjafir að skipta máli og hafa áhrif?
Mig langar ekki til að komast að því. Ég vil ekki að Alþingismenn taki við gjöfum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Þetta fólk er í vinnu hjá þjóðinni og fær greidd sín laun. Þeir hljóta að geta séð sér fyrir sínu konfekti og áfengi sjálfir.
Þingmennirnir eiga að vera hafnir yfir allan grun um að hægt sé að múta þeim. Ég er ekki að halda því fram að það sé hægt, en með því að hafa reglur um gjafir í starfi þá er vandamálið úr sögunni. Einfalt mál, gengsæi og allt uppi á borðinu.
Og hvaða andskotans sleikjugangur er þetta í fyrirtækjum (og einstaklingum? Veit það ekki) að vera bera gjafir á þjóðkjörna fulltrúa?
Er Landsbankinn með rauðvínið að sýna af sér hjartahlýju? Vó hvað það eru staðir til í samfélaginu sem gætu þegið andvirði rauðvínsins sem ágætlega haldnir Alþingismennirnir fengu fyrir jólin.
Einhversstaðar las ég um vinnureglu í bandaríska stjórnkerfinu, þar sem allar gjafir væru skráðar. Mikið langar mig til að vita hvort gjafir til fólksins á Alþingi eru til í einhverskonar bókhaldi.
Þetta var mín hamför á síðasta degi ársins.
Nú er lag að breyta hlutnum.
Svo finnst mér ekkert að því að ráðherrar keyri um á venjulegum fólksbílum, ef endilega þarf að greiða undir þá blikkbelju. Það er ekki náttúrulögmál að hafa hlutina eins og þeir eru. Ég er orðin leið á þessum lúxus allsstaðar í opinbera kerfinu. Einkafyrirtæki ráða því hvernig þau eyða og ráðstafa sínu fé, en opinberar stofnanir eru eign almennings í þessu landi. Ég vil að þær reki sig í takt við lífskjör þeirra sem eiga þau. Það er "we the people".
Svei mér þá, ef ég er ekki töluvert lengra til vinstri en ég hélt. Ætlar þetta aldrei að flysjast af mér?
Omægodd.
Halefuckinglúja. Ég er strax komin í betra skap.
Mánudagur, 31. desember 2007
Gleðilegt ár og fleira smátt og gott
Mér líður eins og ég hafi orðið undir valtara, svei mér þá. Ég var sofnuð fyrir miðnætti í gærkvöldi og það hefur ekki gerst í árafjöld með örfáum undantekningum. Og ég sem tími ekki að sofa á kvöldin, þegar ég get haft það huggó við kertaljós, með bók í hönd. Jább, moi er byrjuð á Bíbí.
Afmælið hennar Jennýjar Unu var frábært, öll börnin voru skemmtileg og góð og Hrafn Óli svaf af sér partýið, enda er hann svo lítill. Myndir verða settar inn í dag.
Maysa mín, Robbinn og Oliver voru í mat og það var yndislegt. Oliver vildi bara að amma og Einar ættu að koma að leika. Hvað við og gerðum. Lásum bækur og lékum okkur mikið og skemmtilega. Verst að ég næ því ekki úr huganum á mér að hann er að fara aftur, rétt nýkominn en nú get ég huggað mig við að ég hitti hann í London þ. 18. n.k. Oliver er ótrúlegur. Hann er jafnvígur á ensku og íslensku. Hann hefur bætt við sig heilum helling í íslensku á þessum stutta tíma sem hann hefur verið hér núna, alveg eins og svampur drengurinn. Það er þó eitt sem er að vefjast fyrir honum og það er eftirfarandi: Hann heitir Oliver Einar, móðurafi hans heitir afi Einar, og skáafinn heitir líka Einar. Alleg eins, segir Oliver og er alveg hissa. Þó tók steininn úr í gær þegar við fórum í að lesa Einar Áskel. Ha???? sagði barnið, heitir líka Einar??? MANY ALLEG EINS!!! Er það nema von.
(Myndir frá ömmu-Brynju, önnur frá Þorláksmessumorgni og hin frá pakkaopnun á Aðfangadagskvöldi)
Hér verðum við hippahjónin tvö í kvöld. Það verður notalegt. Mun að sjálfsögðu elda eitthvað sem hæfir tilefni dagsins, en ég er eiginlega komin með nægju mína af steikum og ullabjökkum. Reyni samt, get ekki verið þekkt fyrir að vera með eitthvað pöpulskt í matinn. Ónei.
Annars langar mig að þakka ykkur öllum, sem lesið síðuna mína, fyrir gamla árið og allar skemmtilegu stundirnar. Bloggvinir mínir fá sérstakt knús, því þá er mér farið að þykja extra vænt um. Yndislegt fólk, bloggarar, amk. MÍNIR bloggarar og þið hafið öll auðgað líf mitt á einhvern máta. Með sumum hafa tekist nánari kynni, aðra þekkti ég fyrir og hver einasti einn sem ég les hjá á pláss í hjarta mínu, og þetta er hámark tilfinningaseminnar, þegar ég á hlut. Nú verð ég að væmnisjafna eftir hádegið.
Ég er líka viss um að edrúmennskan mín hefur gengið svona vel, m.a. vegna þess að ég hef bloggað um alkahólismann minn og þið hafið bakkað mig upp í baráttunni. Takk fyrir það.
Nú, Dúa vinkona mín, Búmmerangsdóttir, er byrjuð að blogga aftur. Hún segir reyndar að hún hafi byrjað að þessu sinni til þess að geta uppfyllt áramótaheit sitt um að hætta að blogga. Konan er bara svona. Ég hvet ykkur til að kíkja á hana og hvetja hana til bloggafreka á nýju ári. Bloggheimar eru fátækari án hennar.
Falalalalala og gleðilegt ár.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 2988133
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr