Leita í fréttum mbl.is

Darth Vader í símanum

Ég vildi óska þess að ég og fleiri hefðum aðstöðu til að mynda okkur skoðun um ESB út frá forsendum sem ekki eru litaðar af flokkslínum.

Ég hringsnýst í kringum sjálfa mig í þessu máli, veit ekki hvað snýr upp og niður á umræðunni.

Veit sem sagt ekki hvort ég er með eða á móti.

Jóhanna vill setja aðildarviðræður í forgang, kannski er það ágætt bara, þá komumst við að minnsta kosti að því hvað aðildin inniheldur í plús og mínus.

Ég veit ekki með ykkur, en ég er varla búin að ná því að það skuli kosið um helgina.

Úrvinnslugeta höfuðsins á mér er orðin frekar hægt eftir allt sem á hefur dunið.

Ég veit að minnsta kosti hvað ég ætla að kjósa, þarf ekki að velta því lengur fyrir mér.

Svo er bara að reyna að halda haus í gegnum komandi hremmingar.

Annars er ég enn nánast raddlaus.

Hef þó rödd sem er ryðguð og ljót, nánast skelfileg í myrkri.

Elskulegur tengdasonur minn svaraði í símann í gær þegar ég hrindi til að tala við dóttur mína.

Hann kallaði:

Sara; Darth Vader er í símanum.

Jájá.

Eddie Izzard er með þetta.  ÓMÆGODDDD.

 


mbl.is ESB-viðræður í júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Voðalega eru þessir kallar þínir almennilegir við þig skinnið. Ég spurði manninn þinn um heilsufar frúarinnar og hann sagði að þú værir búin að vera eins og illa talsett teiknimyndafígúra

En við getum alltaf huggað okkur við það að með svona vini þá þurfum við hreint enga óvini

Ragnheiður , 20.4.2009 kl. 13:58

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þeir segja hér Finnarnir að inngangan í Evrópusambandið hafi gert gæfumunin fyrir þá, það hafi hreinlega bjargað þeim út úr kreppunni.

   Það eru allir á einu máli þar um.  Og í öllum ræðum sem hafa verið haldnar hér okkur til heiðurs er alltaf klikkt út með það heilræði að best sé fyrir Ísland að sækja um aðild að ESB, þá fari hjólin strax að snúast í rétta átt. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.4.2009 kl. 13:58

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég gæti kosið í dag. Er fyrir löngu búin að ákveða að ég vilji aðildarviðræður sem fyrst, svo við getum kosið um staðreyndir.

Vona að þér fari að batna Jenný mín.  Ég er sjálf að berjast við 3ju kvefpestina frá áramótum.  Held svei mér þá að ónæmiskerfið hjá mér hafi hrunið í hruninu mikla!

Sigrún Jónsdóttir, 20.4.2009 kl. 14:03

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Batakveðjur til þín.

Ég veit líka hvað ég ætla að kjósa.

Kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.4.2009 kl. 14:56

5 Smámynd: Sólveig Ingólfsdóttir

Mikið er hressandi að lesa greinina þína þú ert sjálfstæð og ætlar að gera upp hug þinn um ESB þegar og ef samningur berst þjóðinni og lesa hann og ákveða svo.Þú ert greinilega vel gefin kona sem lætur enga leiða sig út það sem hún ekki vill. kv. Sólveig

Sólveig Ingólfsdóttir, 20.4.2009 kl. 15:24

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

DARTH VADER! Ekki Dart Wader, heldur Darth Vader. Það er stranglega bannað að klikka á svona grundvallaratriðum í sögu menningar og lista.

Ingvar Valgeirsson, 20.4.2009 kl. 15:33

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir umræðuna.

Ingvar: Þorrí, ég er miður mín, þeta má ekki gerast, enda búin að leiðrétta þessi skelfilegu mistök.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.