Færsluflokkur: Menning og listir
Miðvikudagur, 31. október 2007
Eftirþankar
Ég og leshringurinn minn, Litla Gula Hænan, horfðum af athygli á Kiljuna í kvöld og við vorum sammála um að við hefðum skilið hvert orð.
Þátturinn var góður, að vísu vorum við stelpurnar með áhyggjur þarna á tímabili, um að Kolla færi á límingunum en hún small aftur í formið. Negrastrákarnir vekja heitar tilfinningar í báðar áttir.
Verst hvað maður verður bókasjúkur, að horfa á svona þætti. Þetta grípur um sig á hverju ári, ég slefa yfir sjónvarpinu. Ég myndi gefa bæði hönd og fót fyrir djobb þar sem ég fengi allar nýju bækurnar til skoðunar. Jafnvel þó það væri næturvarsla á bókasafninu.
Ég er komin með nokkrar bækur á óskalistann og hef tilkynnt jólasveininum í mínu hverfi um þær og að ég muni uppfæra listann reglulega fram að jólum.
Breiðavíkurbókin
Bókin hennar Vigdísar Gríms
Hótel Borg, eftir Ítalska höfundinn sem var hjá Agli
hm.. þetta er nóg í bili.
Farin að fá mér tómat.
Úje!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 30. október 2007
Narsisismi Egils?
Túlkun Spaugstofunnar á Agli og ismunum hans verður tæpast sögð falleg en hún er frábær og hittir naglann á höfuðið.
Ég hef sjálf bloggað um Kiljuna og ismatalið í stjórnanda þáttarins, sem hefur fengið mig til að efast um að þátturinn sé fyrir venjulegt fólk, frekar fyrir lokaða klíku bókmenntafræðinga og aðra listaelítufrömuði.
"Krúttismi" Spaugstofunnar í þessu máli er pjúra "húmorismi".
Viðbrögð Egils við gríninu er auðvitað klár "húmanismi", því hann ætlar ekki að "súa" Spaugstofuna og fara í fýlu.
Egill er því þungt haldinn af "liberalisma" eða þá af "narsisisma" sem sumir kalla "doriangreyisma" og elska hreinlega að láta fjalla um sig.
Vó, ætlar enginn að bjóða mér í þáttinn.
Ég æti talað um "alkahólisma"..
..eða "feminisma"..
Ætli nú það.
Farin að lesa.
Úje
![]() |
Mjög falleg túlkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. október 2007
Er ég stödd í draumi eða hvað?
Ég er jólabarn. Algjörlega og skammlaust yfirkomin allt að tveimur mánuðum fyrir jól. Ég missi kúlið, skynsemina (sem er ekki mikil fyrir, það skal viðurkennast) og ég verð að tilfinningalegum jólahaug. Þetta ástand stigmagnast frá nóvemberbyrjun og nær hámarki á Þorláksmessu, þegar ég kveiki á Gufunni og hlusta á jólakveðjurnar. Jesús minn, hvað ég elska jólakveðjurnar. En ég ætla ekki að missa mig hérna, ekki að tala um þungar rjúpnaáhyggjur mínar, né heldur hvað ég ætla að kaupa til jólagjafa og gera af sultum, pæjum, patéum og öðrum lífsins unaðssemdum.
Ónei, ég ætla að kvarta.
Ég ætla að kvarta yfir því að opinbert appírat skuli vera á undan mér í jólafárinu.
Ég hringdi á Landspítalann áðan, sem nú er auðvitað í frásögur færandi, og þurfti að bíða þetta dæmigerða augnablik, sem telur, að því sem ég kemst næst, 15 þúsund augnblikkingar. Og á meðan ég beið hljómaði "Ljósadýrð loftin gyllir" í lyftumúsakk útdetningu. Og meðan ég missti mig í stemmingu og jólatrans, varð mér litið út um eldhúsgluggann og það snjóaði. Það var logndrífa og ég ekki byrjuð að pakka inn og skreyta.
Og nú sit ég hér og held, svei mér þá að ég sé stödd í draumi. Er með hita og svona, gæti þetta verið óráð eða er Gulli heilbrigðis bara jólabarn eins og ég?
Nú er ég á bið á einhverja deild á Landspítalanum, þar sem mikið er að gera og í eyrum mér hljómar lagið "Gefðu mér gott í skóinn" í dásamlegri lyftuútsetningu. Næst hringi ég í kvörtunardeildina, hjá spítalanum, mér segir svo hugur um að þar geti biðin verið löng og mörg jólalög í boði á meðan ég bíð eftir afgreiðslu.
Gleðileg jól og ekki vekja mig.
Svo sæl, svo sæl.
Úje.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 28. október 2007
Sér enginn neitt athugavert við..
..að blásið sé til hátíðar á borð við Airwaves, þar sem að hver uppákoman er flottari en sú næsta og að listamennirnir skuli fá 2 bjóra fyrir ómakið?
Það þætti saga til næsta bæjar, ef svona væri farið að á Listahátíð, til dæmis.
Er ekki stéttarvitund íslenskra tónlistarmanna orðið eitthvað ábótavant?
Það fá ekki nema fáir útvaldir borgað fyrir vinnuna sína núorðið.
Ég er algjörlega standandi hlessa.
Ójá.
![]() |
Tveir bjórar eru andskotans nóg!? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 26. október 2007
Loksins laus - Húrra!
Sara Jessica Parker, er laus við kynþokkann!
Ég, Jenný Anna Baldursdóttir, er laus við brennivínið og læknadópið.
Frænka mín að austan, Vefríður Ógagnsdóttir, er laus við allt sitt hnakkaspik
..og Marteinn frændi er laus við útvarpsloftnetið af hausnum á sér.
Só????
Við hvað ert þú laus?
Við gætum látið Moggann vita.
Kikkmíandsúmí!
Úje
![]() |
Sarah Jessica Parker laus við kynþokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 26. október 2007
Nerðir vikunnar..
..eru tímaskekkjurnar í Þjóðkirkjunni, sem geta ekki á heilum sér tekið vegna niðurstöðu kirkjuþings um staðfesta samvist (sem er það ópersónulegasta orðalag um kærleiksbandalag, sem hægt hefði verið að finna).
Jón Valur og stuðningsmenn hans eru þar efstir á lista.
Steinunni Jóhannesdóttur hlýtur að vera stórlega létt, því kirkjan "hennar" ætlar ekki að rífa af henni konustimpilinn og af manninum hennar karlastimpillinn. Voðalegur harmur og örlög hlýtur það að vera, að eiga sjálfsmynd sína undir skilgreiningu Þjóðkirkjunnar á hjónabandi.
Fyrir mér er það ljóst að íslensk kirkja er bara fyrri hluta þjóðarinnar. Ég sannfærist enn frekar um hversu mikil tímaskekkja og halloki hún er, eftir því sem fleiri talsmenn hennar birtast í fjölmiðlum og tala máli hennar og þá er fyrst frægan að telja, Hr. Geir Waage. Hver vill sækja sáluhjálp sína til manns með hans viðhorf og skoðanir? Ætli hann láti þéra sig?
Það er verið að fremja á okkur, þessu fólki, sem föllum ekki undir bókstafstrúna, klár mannréttindabrot, með því að neyða börnin okkar inn í þetta apparat sem Þjóðkirkjan er. Þangað förum við eins og í gagnagrunninn margfræga og þurfum að skrá okkur úr henni sérstaklega, ef við neitum að leika með.
Hvernig stendur á því að kirkja sem ekki gerir öllum mannanna börnum jafn hátt undir höfði, er ekki með sömu kröfur hvað varðar inngöngu í batteríið. Þá eru allir jafnir fyrir Guði, ég meina bókhaldi, því öll greiðum við skatt til kirkjunnar, hvort sem við erum nógu góð til að fá notið þjónustu hennar eður ei.
Jón Valur má eiga þessa þjóðkirkju, Geir Waage og biskupinn líka.
Ég legg til að breyskar manneskjur með skoðanir, segi sig úr þessari stofnun.
Ekki seinna en núna.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 25. október 2007
Gott hjá Borgarráði!
Ég missti af þessari frétt í dag. Ég missti nánast af öllu í dag, í stressinu sem búið er að angra mig frá því í morgun, ég má þakka fyrir að ég týndi ekki sjálfri mér til frambúðar, bara.
Hér er gleðifrétt á ferðinni. Borgarráð leggst gegn því að heimilaður verði nektardans á veitingahúsunum Club Óðal, Vegas og Bóhem í tillögu sinni að umsögn um rekstrarleyfi þessara staða, en gerir það að tillögu sinni að stöðunum verði veitt rekstrarleyfi að öðru leyti.
Það er nú aldeilis fínt. Nú geta þessir staðir bara verið með venjulegan veitingahúss- eða pöbbarekstur eins og kollegar þeirra í Reykjavík, fyrir fólkið á djamminu, en þar er alltaf nóg að gera.
Svo geta þeir sem eru svona hrifnir af fótamenntinni bara skráð sig í Þjóðdansafélagið. Hliðar saman hliðar.
Súlur hvað?
Dansi, dansi dúkkan mín!
Úje
![]() |
Borgarráð leggst gegn því að heimila nektardans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 24. október 2007
"Ten little niggers"
Bókin 10 litlir negrastrákar eða "Ten Little Niggers" eins og hún heitir á frummálinu, er að koma út aftur. Stundum verð ég svo innilega hissa á því sem gerist í kringum mig, að ég veit varla hvert ég á að snúa mér. Þessi bók sem er auðvitað afurð breska heimsveldisins og endurspeglar viðhorf þess til annarra kynþátta er tímaskekkja sem á auðvitað ekkert erindi inn á markað og það sem barnabók!! Hinsvegar væri hún ágætis kennslugagn í hvernig forðast beri innrætingu smábarna á heiminum, en það er önnur saga.
Sumir segja; úff ég skil ekki hvað er athugavert við þessa bók, mér fannst hún svo "óggisla" skemmtileg þegar ég var lítil og svo teiknar MUGGUR myndirnar og ladídadída. Vei þeim sem setti svona bók í jólapakka til barna tengdum mér.
Annars hef ég trú á fólki og mér dettur ekki í hug að margir aðstandendur barna setji þessa ójólalegu bók undir jólatréð fyrir saklausar barnssálir að lesa. Hvorki um þessi jól né þau sem á eftir fylgja.
Mánudagur, 22. október 2007
Kæri Clapton
Ég er orðin alveg stórgáttuð á þér sem persónu, eða réttara sagt eins og þú varst þegar þú varst í ruglinu.
Hefurðu ekki heyrt um instant karma? Það er bráðavirkun lögmálsins um orsök og afleiðingu?
Þú stalst konunni frá besta vini þínum, honum George Harrison, en hann var svo þroskaður, karlinn minn, að hann fyrirgaf þér og lét sig hafa sig í að vera vinur þinn, þrátt fyrir að þú værir kolruglaður á þeim tíma. Minn heittelskaði eiginmaður sá þig á konsert í Falcon Teater í Köben, 1973 og labbaði út af því þú varst svo vímaður að þú gast ekki haldið á gígjunni. Samt varstu í efsta sæti yfir uppáhaldstónlistarmenn húsbandsins.
En nú ertu edrú og við alveg búin að fyrirgefa þér.
En mér brá þegar ég sá á vísi.is að þú varst í alvörunni að hugsa um að stúta Jagger, af því að hann stakk undar þér, í denn. Hvað segir það um þig? Engin fyrirgefningarvinna í gangi þar. Frusssss!
Eh, annars er í lagi að hafa gert slæma hluti, þ.e. ef þeir eru ekki sífellt endurteknir.
Vona samt að enginn fara að troða þér um tær.
Elska þig annars í fortætlur, þ.e. af því þú ert svo ógeðslega góður á gítar.
Virðingarfyllst,
Grúppían.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 22. október 2007
Hin vindbarða Karóla
Carola Heggkvist vekur upp nostalgíu hjá mér. Þegar hún vann í undankeppni Eurovision 1983 þá fannst mér hún bara dúlla. En jösses hvað hún mætti sleppa krútttilburðunum í nútímanum. Það er löngu slegið í þá.
Carola var í sértrúarsöfnuði síðast þegar ég vissi, eins og reyndar margir Svíar eru. En dætur mínar, þá ungar að árum voru skelfilega hrifnar af henni og ég var dauðhrædd um að hún hefði trúarleg áhrif á þær (djók, Maysan var 4, Sara 2 og það hefði þá helst verið frumburður sem ástæða hefði verið að óttast um, en sú er reyndar forstokkaður trúleysingi).
Reglulega minnir stelpan á sig og ég bendi á bloggið hennar Önnu til stuðnings því, að það er ekki bara ég sem hef haft áhyggjur af því hversu höll hún er undir vindasöm veður. Vindmaskínan virðist vera henni jafn nauðsynleg á sviði og sjálfur míkrófónninn.
Hver veit nema að ég mæti á tónleikana hennar fyrir jólin og taki hana Önnu með. Við klæðum okkur vel, ef það skyldi blása ógurlega í Grafarvogskirkjunni á meðan á tónleikunum stendur.
Ég vísa í vindhraðann hennar Önnu en hún hefur giskað á að stelpan syngi jólalögin í 20 metrum á sekúndu.
Främlig, vad döljer du för mig?
Jajamensan!
Hejdåsingen!
![]() |
Carola syngur jólalög á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.9.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr