Færsluflokkur: Menning og listir
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Í hvaða leikriti...
..er ég stödd?
Hér má sjá leikritið "Markaðstorg hégómans". Persónur og leikendur: Nafnlaus ljósmyndari, Jakob Frímann stílisti og Olavius Perlufestus.
Og hvaða leikrit er þetta á litla sviðinu í Miðborgarleikhúsinu? Mér sýnist það vera söngleikurinn "Látum sem ekkert c"!! Persóna og leikandi: Hanna Birna Séekkiogheyriekki.
Mér er alveg hætt að lítast á blikuna.
Er ekki hægt að kalla inn nýja leikendur og samræma verkið. Ég sting upp á "Sláturhúsinu hraðar hendur".
Tjaldið.
![]() |
Furðar sig á einræðistilburðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Villingurinn - snillingurinn
Stundum fer hann Össur iðnaðar svo í taugarnar á mér að ég þarf nærri því að leita mér hjálpar.
Verstu köstin fæ ég þegar segir montsögur af sjálfum sér svo ég tali nú ekki um þegar hann fer á flug í útrásarmöguleikum íslenskrar orku og fer að nefna tölur í því sambandi. Þá flýgur hann hvað hæst í neikvæðri merkingu þess hugtaks.
En svo fyrirgef ég honum svo gjörsamlega stundum af því hann getur verið villingur snillingur mannfjandinn. Hann beinlínis snertir mann með lyklaborðinu beint í mark. Ómæ, ég myndi allt að því kjósa Samfylkinguna - ók, gleymið þessum, algjör óþarfi Jenný Anna að rjúka fram úr sjálfri þér. Dona, dona kona, róa sig.
Lesið þetta. Betri greiningu á ástandinu í borginni hef ég ekki lesið. Aljört must read.
Og ég legg niður vopn í bili.
Farin í sólbað og úje.
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Á útihátíðina og klósettið með vini og óvini
Samkvæmt henni Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, fyrrverandi hægri hönd borgarstjóranefnunnar í Reykjavík, skulu heilindi borgarstjóra ekki dregin í efa. Absólútt ekki. Fyrir utan þennan fáheyrða hroka karlsins í brúnni og gleði hans með eigið ágæti, þá hefur þessi stuðningsmaður hans nú vikið fyrir öðrum sem hann treystir betur þessa dagana.
Mér þætti forvitnilegt að vita hvort Ólöf Guðný er enn á því að borgarstjórinn í Reykjavík sé hafinn yfir gagnrýni á störf sín og heilindi hans séu enn jafn óumdeilanleg eftir þennan gjörning.
Það fækkar í fanklúbbi karls.
Ég þekki mann fyrir norðan (bloggvinur minn) sem stendur með Ólafi. Svo er það Jakob Frímann og væntanlega Magnúns Skúlason, arkitekt sem verður varaformaður í skipulagsráði Reykjavíkur í staðinn fyrir Ólöfu Guðnýju. Ég veit ekki um fleiri en þeir eru ábyggilega einhverjir. Það fer að verða fátt um fína drætti.
Það eru ekki margir eftir til að dissa.
Ekki gamanmál.
Embættissaga borgarstjórans í Reykjavík gefur manni tilefni til að grínast með þróunina, en auðvitað er þetta grafalvarlegt mál. Það er ekki eins og maðurinn sé skrifstofustjóri á tveggja manna kontór, hann er æðsti yfirmaðurinn borgarinnar.
Ólafur má lýsa því yfir munnlega og skriflega oft á dag hversu rosalega hann er hafinn yfir allan vafa þegar kemur að heilindum, mín vegna, ég tala nú ekki um ef það færir honum sálarfrið. En ég eins og fleiri trúum honum ekki augnablik. Bara sú staðreynd að hann telji sig knúinn til að minna stöðugt á viðkomandi heilindi, segir heilmikla sögu.
Ég sá ekki betur en að þeir félegar Kobbi og Óli væru í sjónvarpinu þegar sýnt var frá Borgarfirði eystra um helgina.
Þá datt mér í hug gömul speki..
Hafðu vini þína nálægt þér en farðu á útihátíðir og á klósettið með óvinina (hehemm).
Fýkur Kobbi næst??
Segi svona
![]() |
Borgarstjóri skiptir um varaformann skipulagsráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 28. júlí 2008
Voru það sokkarnir - eða jakkinn?
Einhver spurði mig um daginn hvað ég hefði á móti Sound of Music bíómyndinni, en ég hafði gefið blankan skít í þá ræmu í bloggfærslu.
Ég þurfti alveg að hugsa mig um, búin að liggja undir feld í marga daga. Hvað er að "Tónaflóði" hvað er að söngvamyndum svona yfirleitt??
Og loksins datt ég niður á svarið. (Döh veit nákvæmlega hvers vegna, bara að byggja upp spennu).
Ef mig langar að hlusta á músík, þá skelli ég disk á spilarann eða fer á tónleika.
Ef ég fer í bíó og leikhús vil ég horfa á fólk gera og skera, ég vil alls ekki að það bresti út í söng við allar mögulegar og ómögulegar aðstæður. Hér eru auðvitað undantekningar, en ekki margar.
Ég og minn heittelskaði ætluðum að horfa á mynd með Johnny Depp um daginn (húsbandi finnst hann góður leikari mér líka plús fullt af öðru sem ekki verður rætt hér) og haldiði ekki að dúllurassinn, sjarmörinn og töffarinn hafi brostið í söng? Aaaaalgjört törnoff. Ég fyrirgef ekki manninum, alveg hár og hand.
Varðandi Sound of Music þá tilkynnist það að ég óð í Háskólabíó með systragerið mitt (þær dauðskömmuðust sín fyrir síðu kápuna, lennongleraugun og hnéháu stígvélin) og ástarviðfang mitt þá stundina var með í för.
Og svo hófst myndin. Skotmark gelgjuástar minnar söng með helvítis myndinni, hann grét og hann snökkti, hann hló og svo blikkaði hann mig í myrkrinu og sagði; er þetta ekki unaðsleg mynd? Ef kynhvötin hefði verið farin að kræla á sér fyrir alvöru, hefði hún horfið og aldrei átt afturkvæmt.
Ég labbaði út úr bíóinu 100% minna ástfangin en þegar ég kom inn, með krakkagrislingana, Gretu, Jónu, Guslu og Ingunni á eftir mér, blóðrauðar af skömm.
Ég sagði söngfuglinum upp fyrir utan bíóið. Hann skildi ekki hvað hafði gerst, voru það sokkarnir? Jakkinn?
Og síðan þá krullast ég upp yfir söngvamyndum.
Lái mér það hver sem vill.
Sunnudagur, 27. júlí 2008
Af spíttrúminu og öðrum dóphúsgögnum
Eftir að hafa sofið í lúxusrúmi hér á Leifs, svona betrabak fyrirkomulagi þá er eitt orðið ljóst.
Gamla hjónarúmið með neonljósunum og rekkverkinu verður ekki lengur notað af mér.
Fyrir liðlega tíu árum var spíttrúmið keypt eftir smáauglýsingu þegar við húsband vorum að byrja alvöru sambúð.
Ég hef sagt ykkur frá téðu rúmi, með áföstum ljósum og hillusamstæðu, klósetti og innskotsborðum á við meðal tveggja herbergja íbúð.
Margar atlögur hef ég gert að rúmfjandanum, sem er svo ljótt að ég treysti mér ekki til að færa það í orð en ein elskuleg dóttir mín sagði við mig um daginn; mamma, nú skaltu hætta baráttunni við að losna við rúmið, það er svo ljótt, svo áttundi áratugurinn eitthvað að það fer að hrynja inn í Saltfélagið "anyday now".
Húsgögn á svipuðum aldri og rúmið eru kölluð spítthúsgögn á þessu heimili. Minna á svona vodka í kók partý, slagsmál og kúfulla öskubakka. Þið þekkið fílinginn. Ég eyddi ekki löngum tíma í spíttpartíum en ég held að þau hafi farið fram í svona mubleríi.
En nú er húsband allur að koma til. Hann nefnilega sefur eins og mófó í rúminu hennar Söru og Eriks.
Er allur eitthvað svo ungur og léttur á sér.
Ekki að hann sé gamall. Ónei,
En þið ættuð að vita að rúm eins og okkar gerir manni hluti og einn af þeim er að maður yngist ekki rassgat enda ekki ætluð til eilífra nota hjá fólki sem helst aldrei vill skipta neinu út (á við suma ekki mig).
Farin að lúlla.
Újebb.
Laugardagur, 26. júlí 2008
Hoppsassa på sängekanten
Jæja, nú klæmumst við í góða veðrinu.
Nei, perrarnir ykkar, ekkert klám á minni síðu.
En ég var að heyra að gömlu dönsku "klammararnir" með Ole Söltoft - Hoppsassa på sängekanten og ég er forvitin gul, rauð, blá og marin séu orðnar rosa vinsælar aftur. (Eða voru þær sænskar?) Ekki út af erótíkinni heldur vegna þess að Dönum finnst gaman að sjá hvernig fólk lifði á þessum tíma. Þá meina ég settöppið ekki sexið aularnir ykkar.
Ef ég er spurð hvort ég hafi gaman af klámi þá er svarið nei.
Ég hef aldrei skilið gluggagægisþörfina hjá fólki sem nennir að horfa á annað fólk riðlast hvort á öðru undir formerkjunum "The more the merrier".
Ég er ekkert að fordæma þessa erótíkurþörf þeirra sem vilja glápa. (Eða kannski er ég að því, þorrí, er ógeðslega fordómafull í þessa veru).
En ég er á móti klámi, mér finnst það niðurlægjandi fyrir alla innblandaða.
Fyrir nú utan mansalið, ofbeldið og allan pakkann sem virðist fylgja þessum bransa.
Svo er að telja upp að tíu. Höfum það tuttugu.
Anda inn - anda út inn - út - inn - út. Ó, þorrí þetta var óvart.
Skeyta svo skapi sínu á veggjum, ekki kommentakerfinu.
Langaði bara að koma þessu snyrtilega á framfæri.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Laugardagur, 26. júlí 2008
Tími reykingamanna er að renna upp - úje
Ég er í aðgerðum. Hér á Leifsgötunni sko. En það er leyndarmál, því ef það klikkar hjá okkur rokkhjónunum þá nennum við ekki að láta rukka okkur um það. Þið farið með þessa færslu í gröfina - eðaeggi?
Við erum að trappa niður sígóið. Kannski að hætta bara. Það væri þá saga til næsta bæjar.
Tilvalið að gera á meðan við erum í húsapössun. Út í garð að reykja og svona, ekki alltaf nenna fyrir því á kærleiksheimilinu.
Og ég keypti nikótínúða (þennan sem slengir manni í vegg) og munnstykki.
Ég segi ykkur að þetta gengur bara ljómandi vel. Verð komin niður í karton á dag áður en grísinn nær að blikka. Eða þannig.
Svo sá ég þessa frétt af honum Damien Rice sem reykti á sviðinu á Nasa í gær.
Er ég tímaskekkja? Er ég að gefast upp í nikótínstríðinu á kolröngum tímapunkti þegar sigur mökkaranna er að ná landi?
Damien smókaði sig á sviðinu og reykingalöggan var ekki kölluð til. Ha?
Það þýðir bara eitt, tími reykingamannanna er að renna upp.
Eða getur verið að maðurinn hafi fengið einhverja sérmeðferð af því hann er frægur, hipp og kúl?
Neh það getur ekki verið. Við erum svo laus við snobb vér Íslendingar.
Æi,ég held áfram niðurskurðaraðgerðum.
Það er ekki á vísan að róa með neitt.
Farin út í garð í morgunsígóið.
En ég mæli með úðanum. Djöfuls kikk.
![]() |
Damien Rice lék á als oddi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 26. júlí 2008
Er í lagi með borgarstjórann í Reykjavík?
Ég er vel upp alin og því ætla ég ekki að segja á mannamáli hvað mér finnst um borgarstjórann í Reykjavík.
En ég spyr; er allt í lagi með manninn? Af hverju finnst mér alltaf eins og hann sé að segja eitthvað eftir handriti þegar ég sé hann tala?
Svo eru þessar undarlegu uppákomur. Maðurinn í Færeyjum með söngkonuna Sölvu við hliðina á sér, þau samvaxin frá mjöðm og niðurúr og hann er búin að bóka hana í gigg alveg á eigin vegum.
Það getur verið að það hafi tíðkast að borgarstjórar reddi giggum á Menningarnótt, en það hefur alveg farið fram hjá mér. Ekki að ég hafi nokkurn skapaðan hlut á móti söngkonunni. Ónei
Og svo skilaboðin um að heilindi hans skuli ekki dregin í efa.
Halló mister hershöfðingi yfir Borg Óttans. Í mínum bókum er það leyfilegt að setja spurningamerki við orð og gjörðir pólitíkusa. Á annað að gilda fyrir þennan mann?
Og svo yfirlýsingar varðandi Kárahnjúkavirkjun þar sem maðurinn hikar ekki við að segja ósatt til að fegra sjálfan sig svo ekki sé minnst á fulltrúa borgarstjórans sem skyndilega hætti í vinnunni upp úr þurru að því er virðist.
Enn eitt bíóið er svo Jakob Frímann sem er eins og skuggi Ólafs, svona einkalífvörður eða ámóta.
Þetta er ógeðslega undarlegt í laginu alltsaman.
Ég er bara almennur borgari sem fylgist vel með fréttum og læt mig borgina mína varða.
Og þegar ég súmmera upp það sem ég sé þá spyr ég;
er í lagi með borgarstjórann í Reykjavík?
![]() |
Segja borgarstjóra fara með rangt mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Óli algjör sveppur
Ég er að pakka niður hérna á milli hverfa.
Margt sem þarf að taka með.
Við vitum ekki með Bördí, hann er svo viðkvæmur og undarlegur fuglinn sá, held að hann færi yfir um við flutningana. Þannig að ég kem til með að vera hérna heima hluta úr degi og þá get ég auðvitað bloggað sem aldrei fyrr. (Ég verð selskapsdama fugls. Það er rétt ég á ekkert líf).
En.. Svo er það forsetinn. Hér varði ég manninn þar til ég var að niðurlotum komin, og svo fær maður heldur betur að kyngja því hráu.
Mér fannst og finnst reyndar enn að Dorrit og hann megi eiga alla þá vini sem þau kjósa í heiminum, þar með talda Mörtu Stewart. Mér finnst það algjörlega þeirra einkamál hverjum þau fara með út að borða. En nú er Ólafur að setja niður sína síðustu kartöflu í mínum garði ef þetta er satt, sem ég efast reyndar ekki um.
Hin ástæðan fyrir brottrekstur úr mínum kartöflugarði er að Óli er að fara á Ólympíuleikana að snobbast og derra sig með morðingjunum í Kína.
Reyndar fær enginn íslenskur stjórnmálamaður að athafna sig í mínum matjurtagarði sem þangað fer og sendir mannréttindabaráttu í heiminum fokkmerki. Étið þið úldna skötu bjánarnir ykkar.
Og svo eru það húsráðin.
Ég veit hvernig maður fær páskagul egg upp úr pottinum. Bara skella ystu lögunum af gulum lauk með í pottinn. Ég stóð á öndinni í mörg ár út af þessu undri sem finnsk vinkona mín kenndi mér.
Já og að setja brauðsneið í púðursykurspokann þegar sykurinn er orðinn glerharður. Voila og daginn eftir er sykur sem nýr (en þið verðið að henda brauðinu, það verður allt undarlegt eitthvað. Dem).
En hvernig hef ég farið að án þess að fatta þann vinnusparnað sem felst í því að skera sveppi og jarðaber í eggjaskerara? Vá, veit umheimurinn þetta og ég bara svíf um í ingnoransínunni?
Farin á Leif.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Miðvikudagur, 23. júlí 2008
Svo dúllulega sjálfhverft
Ég er að fara að halda matarboð í kvöld og ég hef alveg nóg að gera. Nóg til þess að vera ekki að blogga eins og mófó. En sumir dagar eru bara bloggdagar í æðra veldi. Það renna inn ástæður fyrir skrifum.
Ég skrifaði um húmorsleysi áðan varðandi auglýsingu Iceland Express og ég skil ekki hvað er að verða með húmorinn okkar Íslendinga fyrir sjálfum okkur. Ég er nefnilega á því að það sé einfaldlega ekki hægt að komast í gegnum lífið án sjálfsíróníu hæfilegs húmors fyrir hlutunum í kringum okkur.
Ég fór svo að undirbúa í eldhúsinu eins og sú eðalhúsmóðir sem ég er.
Þetta varð svo til þess að ég engdist úr hlátri alla leið upp á nýtt. Er verið að hafa mann að fífli?
Þegar Guðjón Bergmann, sá væni maður, skrifaði tilkynninguna um að hann væri ekki á leiðinni út í lönd, fannst mér það alveg hryllilega krúttlegt og auðvitað smá hallærislegt.
Ég gat að sjálfsögðu ekki sleppt tækifærinu og bloggaði um yfirlýsinguna eins og hún kom mér fyrir sjónir. Sjá hér.
Ég neita því hins vegar að hafa verið að ráðast með illkvittni að Guðjóni en ég hef ekki lesið nein önnur blogg um þetta svo ég muni. Það má því vel vera að fólk hafi verið eitthvað vont við karlinn, en ég sé ekkert að því að við gerum smá grín að hvort öðru í lífinu.
Ætli maður hafi ekki fengið sinn skammt og vel það og það sem meira er að í mínu tilfelli hef ég gert mig að fífli oftar en ég hef tölu á.
En Guðjóni er ekki hlátur í hug. Leiðinlegt.
Yfirlýsingin var svo dúllulega sjálfhverf eitthvað.
Písandpahappíness mæmen.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2988376
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr