Færsluflokkur: Menning og listir
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
..á Jamaica man
Mig hefur oft dreymt um að lenda í framandi landi, þegar ég flýg á mína venjulegu og hversdaglegu staði, eins og t.d. Köben. Að fara til Kaupmannahafnar er eins og að skreppa inn í Fossvog í kaffi til mömmu og pabba, tekur aðeins lengri tíma bara.
En ég elska þá borg.
Ég er líka fullkomlega og algjörlega ástfangin af minni elskuðu Svíþjóð, aðallega þó þegar ég á ekki heima þar. Var ekki alveg eins hrifin þegar ég bjó þar, sem von er. Það er bara kjaftæði að grasið sé ekki grænna hinum megin við lækinn, það segja þeir sem eru í hlekkjum heima hjá sér.
Merkilegt, mig langar alltaf þangað sem ég er ekki og þó er það ekki svo merkilegt, manni getur ekki langað þangað sem maður er staddur. Þorrí, þillí mí.
En að efninu. Það væri ekki leiðinlegt að vera með góðan pening og slatta af plasti og lenda á Bahamas eða í einhverju framandi landi sem er ekki með eitraðar köngulær. Jafnvel þó maður hafi í sakleysi sínu verið á leiðinni til Þórshafnar í gönguferð eða eitthvað alveg æsingarlaust.
Nú virðist þetta vera að ganga. Svíi frá Värmland var ásamt konu sinni á leið á ráðstefnu í Reykjavík en dummisen bókaði þau til Rijeka í Króatíu. Maðurinn keypti miðana á netinu og hélt að þetta væri skammstöfun á Borg Óttans. Rijeka - Reykjavík, ég get skilið manninn. Jeræt.
Og svo voru það velsku hjónin sem voru á leiðinni til Kanarí lentu í Tyrklandi. Kíktu ekki á brottfararspjöldin í lúkunum á sér.
Ég held að þetta sé hipp og kúl ferðamáti framtíðar. Þú bókar A og lendir B.
Þú kaupir miða til Englands og lendir á Jamaica man.
Kúl sjitt.
Úje
![]() |
Ætluðu til Reykjavíkur - lentu í Rijeka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 21. júlí 2008
Hlandkoppur á elliheimili
Þegar ég var að alast upp og langt fram á þrítugsaldur skilgreindi ég íslenska karlmenn og raðaði þeim í fimm kategóríur.
Ruddarnir, sem hættu í skóla 12 ára, lásu aldrei neitt annað en bankabókina sína, fóru á lúðu og steinbít, migu og kúkuðu í saltan sjó, snýttu sér á gólfið, hræktu á konur, klóruðu sér í pung og ráku við í fjölmenni. Þeir þóttu vera karlmenni hin mestu þessir ógeðismenn. Ég var aldrei sammála og þeir hrundu úr móð.
Menntamennirnir, sem nú eru flestir komnir í yfirvigt, voru grannir, fölir og pervisnir, reyktu franskar sígarettur, héngu á Tröð, ortu ljóð og voru með axlarsítt hár. Svona tæringartýpur, alltaf með trefil og hóstandi ofan í bringuna á sér. Mér fannst þeir törnoff með örfáum undantekningum. Þeir áttu ekki upp á pallborðið nema hjá kvenkyns tvíburum sínum.
Hipparnir, með hárið niður í mitti, sem bökuðu vöfflur og brauð, eða opnuðu leðurverkstæði, reyktu hass og sögðu vávává í tíma og ótíma, gengu í afganpelsum með 3 m. langa trefla, bjöllur og keðjur, leðurarmbönd og fleira glingur. Þeir voru undantekningarlítið berfættir í skónum, áttu aldrei krónu og fóru sjaldan í bað. Ég baðaði nokkur stykki og fannst þeir sætir, nýbaðaðir og nýpúðraðir.
Mestu plebbarnir, voru MR-náungarnir, litlu karlarnir, svona 17 ára gamalmenni í hvítum nælonskyrtum með lakkrísbindi, "innvíðum" terlínbuxum og menntóúlpu. Þessir hoppuðu yfir unglingsárin og lentu beint á "háttíþrítugsaldrinum". Þeir gerðu álíka mikið fyrir kynhvötina og hlandkoppur á elliheimili.
Svo voru það perlurnar á fjóshaug lífsins sem er ekki hægt að setja í kategóríur. Það voru mínir menn og ykkur kemur ekki afturenda við hverjir þeir voru.
En nú óttast ég að maðurinn í lið eitt sé að hefja sig til vegs og virðingar.
Sel það ekki dýrar en ég keypti það.
Mæómæ.
![]() |
Guðjón hættur með ÍA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Laangdreginn aulahrollur
Ég verð alltaf sannfærðari með hverjum deginum sem líður að við Íslendingar erum ekki mjög gestrisið fólk (nema við suma) og svo erum við enn með aðra löppina í torfbæjarhurðinni. Erum ekki alveg tilbúnir til að stökkva inn í nútímann og skella á eftir okkur.
Þegar ég horfði á laaaaaaaaangt og ítarlegt viðtal við sýsluna á Ísafirði þar sem hún tíundaði skelfilegan glæp mannsins sem seldi myndir á Vestfjörðum og romsaði upp úr sér öllum lögunum sem maðurinn hafi hugsanlega brotið, að myndirnar hafi verið gerðar upptækar, fjármunir hans og aðrar persónulegar eigur, þá var mér næstum því skemmt. En ég gargaði mig hása í staðinn.
Hvar sem ég hef komið um heiminn hefur allskyns fólk selt ýmsan varning út um allt og enginn hefur séð neitt athugavert við það. Bara skemmtilegt innlegg í mannlífsflóruna.
Svo kemur einhver maður til Íslands með fokkings myndir og dót til að selja og hann er handtekinn og varan gerð upptæk. Hann vantaði leyfi til að selja varninginn og gott ef ekki verslunarpróf með láði frá einhverjum skóla. Er ekki bara hægt að segja nei takk ég vil ekki kaupa? Þarf þetta að stofna móralnum á Vestfjörðum í stórkostlega hættu?
Mér finnst, ef ég segi bara nákvæmlega það sem ég er að hugsa, að þarna liggi kynþáttafordómar á bak við viðbrögðin. Það er eins víst og nótt fylgir degi að í svoleiðis aðstæðum byrjar fólk ósjálfrátt að ryðja úr sér lögum og reglugerðum (mál Paul Ramses).
Við ættum að gæta þess Íslendingar að fara að hugsa svolítið hvernig við komum fram við fólk frá öðrum löndum. Já öllum öðrum löndum.
Þetta mál er einn allsherjar, langdreginn aulahrollur og ég næ honum ekki úr mér.
Take a chill pill!
![]() |
Bauð málverk til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 19. júlí 2008
Blankur Bubbi?
Stundum er ég ógeðslega fyrirsjáanleg. Það er svo dæmigerð Jenný Anna að láta Bubba pirra sig.
Ég var búin að lofa mér að hætta að blogga um Bubba þegar hann fer í taugarnar á mér, það er svo vont fyrir þrýstinginn, en get ég staðið við það? Nei, að þessu sinni verð ég að gera eins og allir hinir og pirra mig á prenti.
En ég ætla að byrja á jákvæða hlutanum. Bubbinn er ágætur í viðtalinu. Ekki óbærilega montinn (en montinn samt), ekki mjög yfirlýsingaglaður og bara svona í skárri kantinum. Svo er hann hamingjusamur og það gleður mig alltaf þegar fólki líður vel.
Og þá er það frá eins og skáldið sagði.
Bubbi hefur talað gegn öllum andskotanum. Hvölum, fátækt, græðgi og með serbnesku blómi.
Og nú telur hann sig þess umkominn að segja Björk og Sigur Rós fyrir hvaða málefni þau eigi að halda tónleika. Hann segir orðrétt:
"Sá sem býr á Íslandi í íslenskum raunveruleika á að gera sér grein fyrir því að það eru alvarlegri hlutir að gerast en álversframkvæmdir."
Ásbjörn, "wake up and smell the fucking coffie". Álversframkvæmdir og virkjanir, umhverfisspjöll og allur sá pakki er varanlegt vandamál fyrir komandi kynslóðir ef stjórnmála- og peningamenn fá vilja sínum framgengt.
Bubbi hefði verið maður að meiri hefði hann sleppt þessu skítkasti í garð Bjarkar og Sigur Rósar.
En ég skil vel að fátæktin sé Bubbanum áhyggjuefni. Í viðtalinu kemur fram að hann tapaði stórfé í hlutabréfaviðskiptum. Í ljósi þess skil ég röflið í honum.
Fátæktin er eilíft baráttuefni. Stjóriðjumartröðin er mál dagsins í dag. Ef við reynum ekki að koma í veg fyrir stórslysin þá sitjum við uppi með álver út um allt, eiturspúandi náttúruspilla sem jafnvel verða ekki aftur tekin.
Ég hef áhyggjur að því.
En ég hef ekki tapað krónu í hlutabréfaviðskiptum. Einfaldlega vegna þess að ég kaupi ekki hlutabréf. Amma mín talaði úr mér græðgina í frumbernsku.
Så det så.
Kem að vörmu
![]() |
Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 17. júlí 2008
Skúbb hjá Svani
Krúttið og hrukkudýrið hann Ronnie Wood hunskaðist í meðferð í gær. Gremlingurinn er búinn að vera á fylleríi síðan á frumsýningu myndarinnar um bandið "Shine a light".
Við alkarnir eigum ekkert að vera að tuða um hver er verstur en það fara ekki margir í sporin hans Ronnie nema ef vera skyldi glæsilegasta mannflak í heimi; Keith Richard.
Ég var að ræða Ronnie við húsband í gærkvöldi en bæði erum við heitir aðdáendur Stones.
Ég sagði við húsband að það ættu að vera lög sem bönnuðu tjásugreiðsluna hans Ronnie style 197ogeitthvað. Hann og Roddinn (Stewart) fóru á sömu hárgreiðslustofuna í London og Ronnie hefur ekki enn látið breyta um stíl.
Húsband: Hvaða máli skiptir það þó hárið á honum sé túperað er það ekki músíkin sem gildir?
Ég: Nehei, ekki bara músíkin, lúkkið dregur þessa menn hálfa leið. Sjáðu mannflakið, Keith sem er að gera sig þrátt fyrir að nályktin finnstist langar leiðir og hann hafi tekið pabba sinn í nefið.
Og við eyddum dágóðum tíma í að ræða útlit og klæðaburð tónslistarmanna fyrr og síðar. Beethoven kom við sögu og Franz List. Jájá. Og svo mundi ég eftir því að Keith barði Ronnie til edrúmennsku, mannflakið svo milt eitthvað.
En einn af mínum uppáhalds bloggurum er hann Svanur sem bloggar frá Englandi. Í gær skrifaði hann færslu um Ronnie, hann hafði nefnilega hitt manninn á kaffihúsi í fyrradag. Þetta er skúbb. Ég held að það hafi ekki margir séð þessa færslu og þið sem viljið vita hvað Ronnie var að segja í fyrradag farið hingað og lesið.
En annars er ég góð bara.
Farin að dansa.
![]() |
Ron Wood í meðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Miðvikudagur, 9. júlí 2008
Er allt falt fyrir peninga á Íslandi?
Ég er að safna mér fyrir sumarbústað eða væri að því ef ég ætti peninga til að leggja til hliðar.
Segjum nú að ég myndi vinna í lottói (verð þá að muna að taka þátt), eða með einhverjum hætti eignast peninga afgangs og ég færi í sumarbústaðagerð.
Þá fýsir mig að vita hvar er hægt að kaupa lóðir á Þingvöllum, helst inni í þinghelginni á Valhallarstíg þar sem þyrlur sveima þessa daga með byggingarefni fyrir glæsihýsi auðugra eiganda?
Get ég pantað mér eitt stykki lóð, bara út á mitt alþýðlega fas?
Og getur einhver sagt mér hver sér um úthlutanir á lóðum í þjóðgarðinum?
Ef við Íslendingar eigum nóg að einhverju þá er það landrými, getur þetta lið ekki byggt annarsstaðar en þarna?
Hvern andskotann er verið að leyfa einhverju forréttindaliði að byggja ofan í þinghelginni, á stað sem við væntanlega viljum öll geta heimsótt án þess að okkur mæti girðingar og varnarvirki ríka fólksins.
Mikið rosalega er mér heitt í hamsi.
Mikið fjári er ég leið á að láta segja mér að ég jónajóns eigi að herða fjandans sultarólina, lifa á loftinu ef ekki vill betur á meðan hin þjóðin í landinu byggir í MÍNUM þjóðgarði og notar til þess þyrlur í kreppunni.
Það er eitthvað asskoti mikið að.
Og veit einhver hvert ég á að snúa mér með fyrirspurnir?
ARG
![]() |
Þyrlur sveima yfir þjóðgarði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Varstu að bora í nefið þegar ég hringdi?
Ég hef reglulega velt því fyrir mér þegar ég fletti blöðunum hvað fólk grerir sig rosalega til fyrir fjölmiðla.
Ég sé þetta oft fyrir helgar. Þá er yfirleitt hringt í eitthvað fólk sem er þekkt meðal almennings og það spurt heimskulegra spurninga.
Eins og:
Hvað er í ísskápnum? Og svei mér þá ef ég fæ ekki minnimáttarkennd yfir því hversu flott ástandið er alltaf á innihlaldi ísskápsins þegar blaðamaðurinn hringir. Upptalningin á innihaldi skápanna er svo framandi að ég þarf stundum að ná mér í orðabók. Það eru aldrei leifar af kjötbollumáltíðinni í gærkvöldi hjá fólkinu, hvað þá plokkfiskur. Hvað er orðið um íslenska matarmenningu?
Og svo er gjarnan spurt:
Hvað verður í matinn í kvöld: Og enginn svarar, súpukjöt, steiktur fiskur eða lamb í ofni. Nei það er alveg Crameirrjruægssg ds fjd brulé eða Ajaur fraafajdjfir foi grasse. Þannig að út um allt land er alltaf verið að elda 5 stjörnu máltíðir þegar blaðamaðurinn hringir.
Og svo síðan:
Hvað á að gera um helgina: Og svörin eru mörg og misjöfn en þau innhalda þvílíka dagskrá að ég verð þreytt eftir lesturinn og svo fylgir alveg, eftir að búið er að telja upp 2 leikhúsferðir, eina tónleika, eina tjaldferð, sundferð, heimsóknir, þá ætlar viðkomandi bara að taka þessar 10 mínútur sem eftir lifa af helgi í algjörri afslöppun!
Og svo þessi krúttlegasta:
Hvað varstu að gera þegar ég hringdi: Jú viðkomandi var að mála þakið, skipta um eldhúsinnréttingu, skrifa bók, mála Monu Lizu nr. 2 og kaupa banka. Fólk er aldrei að hlusta á hádegisfréttirnar eða bora í nefið á sér þegar síminn hringir. Er þetta eðlilegur andskoti?
Er það nema von að mér finnst ég arfaslök í öllum ofannefndum keppnisgreinum.
Ég var ekki svona aktív þegar ég var súperaktív og var nú aldrei nein lognmolla í kringum mig og er reyndar ekki enn. Híoghó.
En margir gleypa dægurfréttirnar hráar, bera sig saman við og hugsa; mikið djöfull er ég mikill plebbi.
Kannski að það sé ætlunin. En þetta truflar mig ekki, mér finnst þetta bæði krúttlegt og fyndið.
Og svo var það hún Viktoría Svíaprinsessa sem hóstaði því út úr sér einhvern tímann við Se och Hör að hún elskaði jarðaber með rjóma.
Haldið þið ekki að hvorutveggja hafi selst upp daginn eftir? Ég er að segja ykkur satt.
Þannig að ég geri því skóna að sumir hafi tilhneigingu til að gera eins og fræga fólkið.
Úff,
Jenný; hvað ætlar þú að gera í kvöld?
Ég: Jú eftir að ég hef hent nautasteikinni í ofninn, sultað og tekið slátur , slegið blettina í hverfinu og farið á myndlistarsýningu, þá ætla ég að taka því ógeðslega rólega, bara liggja með tærnar upp í loft, en það mun verða um kl. 04,00 í nótt.
Æi svo satt eitthvað.
P.s. Af gefnu tilefni þá hef ég heyrt að Sigounrne Weaver sé nefborari.
![]() |
Weaver til í aðra Alien |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Gítarar með fyrirkomulagi
Hver er fréttin?
Að Björn Jörundur hafi gleymt gítarnum sínum, atvinnutækinu, sjálfri gígjunni? Að það sé eitthvað sem ég og aðrir þurfi að henda reiður á?
Ég skiletteggi.
Sumir hafa farið með ruslapoka heimilisins með sér í vinnuna og skilið vinnupappírana eftir heima, jájá og það þótti ekki fréttnæmt þrátt fyrir að það hafi orðið heljarinnar uppnám á vinnustað vegna lyktar úr pokahelvíti.
Sumir tónlistarmenn sem ég þekki, og ég nefni ekki nöfn, hafa farið til Köben í staðinn fyrir út á Umferðarmiðstöð til að ná sér í kjamma eftir djamm, óvart, en með gítarinn og það kom ekki stafur um það í blöðunum, enda dálítið langt síðan.
"Fréttirnar" á sumrin geta verið svo hryllilega mikið uppfyllingarefni að það er nánast ekki fyndið.
Er verið að segja manni eitthvað hérna? Er verið að læða að manni kjaftasögu um ástand gítareigandans Hvert er markmiðið með þessari frásögn?
Burtséð frá því þá er ég ekkert viss um að það sé algengt að menn gleymi hljóðfærunum sínum hér og þar.
Á þessu heimili eru þeir hafðir í sérstöku herbergi, þeir eru teknir út að ganga (ok ekki alveg) og það er farið með þá eins og gull og þeir heita framandi nöfnum eins og t.d. The Mitchigan og Gretch New Yorker. Eða eitthvað sollis.
Hvernig getur maður gleymt þannig fyrirkomulagi?
En að gleyma sjálfum sér er allt annað mál.
Það skiljum við hér á kærleiksheimilinu.
Lalalala, haldið ykkur á mottunni addna.
P.s. Myndin er af New Yorkernum gott fólk.
Björn Jörundur snæddu hjarta.
![]() |
Björn Jörundur gleymdi gítarnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Heima hjá Hamlet
Ég finn til samkenndar með þessum aldraða Svenson sem fannst svo stutt á milli Helsingör og Helsingborg að hann stal litlum árabát og ætlaði að róa yfir þessa 5 km. sem eru þarna á milli.
Ég var nefnilega einu sinni að flippa í Helsingör - þegar ég var hippi. Reyndar svona helgarhippi í flottum hippafötum sem ég keypti á Strikinu og þegar ég gekk um þá hringlaði í mér vegna allra bjallnanna og hins glingursins sem ég hafði hengt utan á mig. Ég var bæði hipp og kúl.
Og ég sagði við vinkonur mínar að við ættum að reyna synda yfir til Svíþjóðar, þetta væri svo stuttur spölur. Mér fannst það ekki vitlaus hugmynd enda var ég 17 og hélt að ég gæti nánast flogið og það án þess að vera á hugbreytandi efnum.
En eitthvað voru undirtektirnar dræmar þannig að við fórum í sólinni upp í Krónborgarkastala, þar sem Hamlet átti að eiga heima og lágum þar og hlustuðum á "Here Comes the Sun" með Bítlunum.
Ég man eftir tilfinningunni þar sem ég lá í sólinni og allt var svo nýtt og rétt að byrja. Skrýtið að sum augnablik sem eru ekkert sérstakt í hinu stóra samhengi sitja samt eftir í minningunni, svo sterk og lifandi að maður getur nánast teyg sig í þau.
En hvað um það.
Það er svo önnur saga að seinna átti ég eftir að koma til Helsingjaborgar, frá Gautaborg og þá var ískuldi og snjór.
Og mig langaði ekkert að synda yfir til Danmerkur.
Jafnvel þó Hamlet ætti heima þar.
Ég var í dragt og háum hælum, það hringlaði ekki í mér og ég var löngu hætt að vera hipp og kúl.
Sjitt hvað ég er orðin gömul.
![]() |
Reyndi að róa Eyrarsundið eftir sumbl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Mánudagur, 30. júní 2008
Útvarp Reykjavík
Djöfullinn danskur bara.
Hér var ég búin að skrifa þessa frábæru færslu þar sem ég andskotaðist út í RÚV fyrir að hækka afnotagjöldin og svo bara hvarf hún í cypertómið.
Arg.
En þessi fræsla verður ekki skrifuð aftur,þarna var einfaldlega snilld á ferðinni sem ekki er hægt að endurtaka. En hún var listaverk, full af hárbeittri krítik, andagift og húmor. Þið verðið að taka mín orð fyrir því.
Þannig að ég segi bara eins og þjóðskáldið; "Djöfuls hækkanir alltaf hreint".
Og svo sendi ég þessum 20 "stöðugildum" (hefur ekkert með fólk að gera er það?) samúðarkveðjur.
Dem hvað færslan var flott.
Annars sæmileg.
Later.
![]() |
RÚV fækkar stöðugildum um 20 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2988376
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr