Færsluflokkur: Menning og listir
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Ógreiddur í diskó og ég veit ekki hvað
Kæra Hanna Birna og Óli Eff
Það er ekki fallegt að fara svona með fréttamennina okkar og láta þá hanga tímunum saman niðri í Ráðhúsi að bíða eftir að miðla til okkar þeirri vitleysu sem þið eruð með á prjónunum núna til að draga athyglina frá því að þessi meirihluti ykkar er ekki stjórntækur.
Eða hvað?
Mér er illa við að láta krúttið hann Helga Seljan hanga matar- og kaffilausan daginn á enda á meðan þið hangið í einhverju páergeimi inni á skrifstofu.
Heyriðiþað.
En Hanna Birna er farin heim. Hún fór bakdyramegin. Æsispennandi eltingaleikur fjölmiðlamanna við bílinn þegar hann renndi hljóðlega upp úr bílastæðahúsi Ráðhússins og setti síðan í fluggír og brúmmmmmmm í burtu. Tatammtatatammm.
Spennó?
Nei, ekki vitund. Og borgin titrar, borgarbúar halda niðri í sér andanum. Er íhaldið að hræða manninn með perlufestina eða er fjórði meirihlutinn að verða til?
Nananabúbú pólitík og ekkert annað.
En Jakob Frímann var ógreiddur í diskójakkafötum í sjónvarpinu og varðist allra frétta. Það var amk. sjón að sjá og ekki oft sem sá maður er undirleitur og orðlaus.
Og..
Egill Helgason er kominn með nýja greiðslu og er þar að auki orðinn rauðhærður. Augabrúnir og allt! Dálítið væld en samt snyrtilegur, eins og skáldin sögðu forðum.
Vá hvað þetta er geggjaður dagur og hér má sjá Egil.
![]() |
Fundur í Ráðhúsi sagður búinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Íslandi allt - úje
Þegar Íslendingar byrjuðu að flykkjast í sólarferðir voru fjöldafylleríin svakaleg. Flugvélarnar dúuðu og ölóðar kerlingar og karlar hræddu líftóruna úr starfsfólkinu um borð.
Svo var djammað og djúsað í þessar vikur sem dvalið var á Spáni og það vita allir sem kæra sig um að íslenska þjóðin var sér til skammar á Spánarströndum fyrir að kunna ekki að haga sér í ferðalögum.
Svo má ekki gleyma matnum sem fólk tók með sér, það átti ekki að fara að éta baneitraðan hroðbjóð spánskra villimanna - ónei, hangikjötið, fiskbúðingurinn og saltfiskur var tekinn með.
Sumir voru að selja saltfisk í fríinu. Jabb, þetta var skrautlegur tími.
En það var þá.
Í Danmörku hér á árum áður var talað um að þekkja mætti Íslendinga og Svía á Strikinu án þess að heyra hvaða mál þeir töluðu.
Svíarnir þekktust af því þeir þvældust á göngugötunni dauðadrukknir.
Íslendingarnir þekktust af því sama plús að þeir voru með milljón innkaupapoka í eftirdragi.
Það eru alltaf einhver alkahólíseruð þjóðarbrot að þvælast út um heimsbyggðina í leit að fjöri. Svei mér þá ef þetta skiptist ekki reglulega á milli þjóða.
Svíar vilja meina að Finnar séu nánast óalandi og óferjandi með víni. Þeir fari í flokkum og hafi hátt. Vilji slást. Satana perkille.
Og nú er enska þjóðarsálin að gera sig fræga á Spáni vegna fylleríishegðunnar sem oft endar með sjúkrahúsvist.
En hvaða þjóðarbrot göslast hér um á Íslandi eins og bilaðir valtarar?
Finnar?
Danir?
Fólk frá Balkan?
Englendingar?
Svei mér þá ef nokkur þjóð toppar okkur Íslendingana í fönninu.
Við erum best í öllu. Ávallt og allsstaðar.
Sjáið handboltaliðið í Peking.
Íslandi allt - úje
![]() |
Breskir ferðamenn hegða sér illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 9. ágúst 2008
Í morgun gerðist það
Ég vaknaði í morgun, teygði úr mér, svipti gluggatjöldunum frá, söng óðinn til gleðinnar (fyrsta vers) og sveif fram í eldhús berfætt og unaðsleg.
Og það hafði gerst. Mér var kippt niður úr teiknimyndasettöppinu sem ég hafði komið mér í og sjá - mér var ógeðslega kalt á tánum.
Það var þá sem ég brosti allan hringinn (blíðlega ekki illyrmislega) og ég vissi að sumarið er um það bil að víkja fyrir haustinu. Auðvitað eru vikur í það en þetta var fyrsta áminningin og hún var sláandi fyrir fæturna á mér.
Jenný hundskastu í innskó þegar þú vaknar á morgnanna. Naktir fætur eru nónó.
Og að Eric Clapton. Sem er heitur í alla staði og ekki orð um það meir. Þessum manni tókst án þess að hafa fyrir því að safna 99% allra sem ég þekki á einn stað í gærkvöldi og það var ekki hægt að ná í kjaft. Ef ég hefði nú dáið!!!
Miðað við þann sundurleita hóp fólks sem ég þekki og elska er það kraftaverk að hafa holað liðinu á einn og sama staðinn á sama tíma. Friggings kraftaverk.
Ég, fumburðurinn (sem var að passa Oliver), Jökull og Leifsgötufólkið voru þau einu sem ég veit til að hafi verið heima hjá sér. Jú og mamma og pabbi en þau eru pre-Clapton.
En Clapton getur gert fólki hluti þannig að ég næ þessu.
En Grímur Atlason er í vondum málum ef hann ætlar að reyna að toppa sjálfan sig.
Nú dugir ekkert minna en Stones og þá skal ekki standa á mér að mæta.
Jafnvel þó ég verði að kaupa miðana á strjálgreiðslum.
Og já, meðan ég man. Góðan daginn aularnir ykkar.
Úje.
P.s. Eins og sjá má af mynd er ég stax komin í hlýjan fótabúnað.
![]() |
Um 12.000 hlýða á Clapton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 8. ágúst 2008
Raddir okkar Áddna
Ég blogga stundum um söngröddina sem guð gaf mér, nú eða forfeður mínir, mér er sama hvaðan hún kemur, en hún er voooond.
Réttara væri að segja að ég hafi enga söngrödd hlotið, merkilegt því nú er ég andskotanum næmari á músík og algjörlega tilvalinn kandídat fyrir hljóðnema fyrir utan þessa örlitlu tæknilegu örðugleika sem ónýt rödd hefur í för með sér.
Reyndar vill húsband fá mig á plötu, honum finnst að röddin mín verði að varðveitast. Meiri aulinn.
Stundum man ég eftir lagi sem mig langar til að hann muni eftir líka og svo tek ég nokkrar laglínur og spyr hvort hann muni ekki eftir laginu.
Hann alveg: Hvaða lagi?
Ég: Once upon a time in nowhereland where we blablabla...
Hann: Með hverjum ég kannast ekki við lagið? Ha????? Syngdu það aftur.
Ég: My darling is over the ocean wiiiiithhhhhhhhhhh you (vongóð)
Hann: Einu sinni enn þá næ ég þessu!
Ég: Æi farðu og gleymdu þér addna.
Og af hverju er ég að hugsa um þetta núna?
Júbb, ég sá þetta í visi.is
Ég finn til sterkrar samkenndar með Árna Johnsen vegna söngraddanna okkar.
Munurinn á mér og honum er sá að hann er hamingjusamlega ómeðvitaður um að röddin hans er ekki til að hengja út á snúru en ég syng bara í huganum, það gæti einhver heyrt í mér you see.
Og því bið ég guð um að láta mig aldrei, eitt andartak gleyma því að ég syng hræðilega.
Svo ég fari ekki að vaða um í brekkum landsins eða grillpartíum misþyrmandi eyrunum á fólki, handviss um að ég hafi það sem til þarf.
Ég vil ekki verða svoleiðis.
Lalalalalala og ég blogga til að gleyma.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Tónleikasalur öreiganna
Ég er ekkert svakalega hrifin af Clapton en hann er auðvitað gítarsnillingur.
Ég get ekki fyrirgefið honum að hafa stungið undan Harrison (jeræt).
En það er að koma út ævisaga kappans á íslensku, þýdd af vini mínum Orra Harðarsyni, snillingi. Ég les allt um rokk sem kemur út og bíð spennt.
Og svo las ég að karlinn hafi valið Ellen Kristjánsdóttur til að hita upp fyrir sig. Fyrirgefðu Clapton en ég er hrifnari af Ellen en ég er af þér. Þú kannski hitar upp fyrir hana?
Að öllu gríni slepptu þá finnst mér Clapton hafa valið eina af flottustu söngkonunum okkar hana Ellen. 1-0 fyrir karli.
En svo að tuðinu.
Ég var að lesa í DV að OR mitt og þitt fyrirtæki væri búið að bjóða 50 útvöldum viðskiptavinum á tónleikana. Til að styrkja viðskiptasambönd. Halló.
Ég er búin að fá hundleið á þessu andskotans brölti stjórnenda hjá opinberum fyrirtækjum með peninga almennings í allskyns uppákomur frá laxveiðum til tónleika.
Þetta lið getur borgað fyrir sig sjálft.
Ég sit heima. Jájá og er sátt við það.
Miðinn kostar litlar 8.400 krónur.
Ég er ekki búin til úr peningum.
En ég græt það ekki, ég fer á Youtube.
Tónleikasal öreiganna.
Dásamlegt lag og söngur.
![]() |
Þeir sem ætla á Claptontónleika gefi sér tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Svo löngu komið nóg
Ég er eiginlega komin með mikið meira en nóg af ruglinu í borginni.
Ekki bara af Ólafi Eff heldur íhaldinu líka, sem virðist vera í feluleik og læðast með veggjum.
Brottvikning Ólafar Guðnýjar virðist vera bullandi ólögleg. Við vitum öll nú þegar að brottreksturinn er siðlaus.
Á þessi skammarlega gjörð Óla Eff eftir að kosta skattborgarana í Reykjavík einhverjar millur í skaðabætur?
Lesið frábæran pistil Daggar Páls um málefnið.
Hvernig væri að þetta lið í meirihlutanum mætti í vinnuna og tæki á málinu?
Eða ætlar íhaldið að samþykkja þennan gjörning borgarstjórans?
Það er fyrir svo lifandis löngu komið nóg af þessari óstjórn og rugli í borginni.
Búin að fá mig fullsadda og ég er sko ekki ein um það.
Þarf fólk að fara að skrifa á lista eða hvað?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 4. ágúst 2008
Dauðastríð???
Amy, Amy, Amy, hvar endar þetta með þig stúlka?
svo ung...
Svo flott, svo hæfileikarík ...
..svo breytt
svo sorgmædd
svo mikið meira dauð en lifandi.
Ef Amy Winehouse getur ekki bjargað sjálfri sér þá ætti hún að minnsta kosti að geta verið gangandi aðvörun til fólks um að fara ekki í ruglið.
Ömurlegt að horfa upp á þessa stúlku nánast deyja í beinni í fjölmiðlum á hverjum degi.
Úff
Frábært lag með stelpunni.
![]() |
Amy syngur um matinn sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 4. ágúst 2008
Að geraða upp í fjalli - búið bless
Ég er í nokkrum vanda stödd varðandi áhorf mitt á kvikmyndir.
Í fyrsta lagi þá nenni ég sjaldan í bíó og bíð svo von úr viti eftir að þær myndir sem ég tel að ég verði að sjá komi á leiguna. Þar sem ég er í och för sig ekki að flýta mér þá er þetta ekki vandamálið. Það er hinsvegar reglulegt rifrildisefni hér við hirðina á hvaða mynd eigi að horfa þegar þannig stendur á.
Ég er með ákveðna reglu þegar ég vel mér myndir. Ég vil ekki kúrekamyndir, sæens fiksjón, söngvamyndir, bardagamyndir (með örfáum undantekningum) og ég vil ekki sjá ástarvellur. Titanikk sem ég slysaðist á í bíó hérna um árið drap mig nánast tilfinningalega. Ég get ekki beygt mig fram til að ná mér í epli án þess að fá leiftur í hausinn og sjá fyrir mér helvítis stafnatriðið (eða var það bakborðinn?) úr þeirri ógeðslegu bíómynd.
Þegar þessar bíómyndakategóríur eru mínusaðar frá úrvali eru ekki margar eftir. Og aftur og aftur kemur húsbandið heim með myndir sem hann vill horfa á og ég ekki. Hann reynir alltaf að semja mig niður að sjónvarpinu og fá mig til að þagna og gefa myndunum séns. Sem ég auðvitað geri af því ég er svo friggings líberal.
Og í kvöld tókst honum það. Brokeback mounten var mynd kvöldsins. Hún er kúreka- OG ástarmynd. Hvað get ég sagt?
Húsband sagði mér að hún hafi fengið þrjá Óskara og ég spurði hvort það ættu að vera meðmæli?
En ég horfði. Voða kjút þriggja vasaklútamynd með hommum í tilvistarkreppu ríðandi upp í fjalli, með kúrekahatta og hesta.
Mínir hommavinir eru ekki svona rosalega dán eins og þessir. Myndin er ljúf en hún er hundleiðinleg. Hver bömmerinn rekur annan. Ekki ljós punktur nema rétt á meðan þeir geraða. Svo er farið heim í sitthvort héraðið og bömmerinn heldur áfram.
Má ég þá heldur biðja um Guðföðurinn, Kill Bill. Bird Cage og American Gangster. Þær eru meðal minna uppáhalds.
Já og ég ætla ekki að sjá Batman. Hún er ekki í mínum flokki.
Plís komið með góðar hugmyndir. Mig vantar eitthvað að horfa á.
![]() |
Enginn bilbugur á Batman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Vínber og lambaspörð
Ég hef séð nokkur blogg í dag þar sem "fréttamaðurinn" Sverrir Stormsker og svo Helgi Seljan hjá Kastljósi eru spyrtir saman vegna atburða gærdagsins.
Helgi Seljan vegna viðtalsins heimsfræga við Óla Eff
Sverrir Stormsker vegna bjánagangs við Guðna Ágústsson.
Mér finnst þessi samanburður út úr kú.
Þeir eiga tvennt sameiginlegt þessir ágætu menn.
Þeir eru íslenskir og báðir karlmenn eftir því sem ég kemst næst.
Fleira kem ég ekki auga á.
Helgi Seljan er góður fréttamaður, fylginn sér og mér finnst hann góður í viðtölum.
Sverrir Stormsker er kjaftfor tónlistarmaður sem er bara allt í lagi, ef fólk hefur smekk fyrir svoleiðis. Núna fíflast hann í útvarpi, en það er langur vegur frá því að hann sé fréttamaður.
Hvað er fólk að fara til hans í viðtöl ef því líkar ekki að láta Sverrir subbukjaftast yfir sig?
Halló, ekki bera saman vínber og lambaspörð.
For crying out loud.
Úje.
![]() |
Guðni gekk út í beinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Þú ferð ekki fet Jenný Anna
Þegar maður lítur yfir blöðin sést að Íslendingar eru með veður á heilanum, sem er skiljanlegt.
Ég var reyndar alveg að fá mig fullsadda fyrr í dag þegar ég sat og lak nánast í gras þar sem ég sólaði mig eins og fín dama. Og nú er ég hætt. Ætla ekki að verða að efni í leðursófasett.
En varðandi verslunarmannahelgina sem er að bresta á. Ég fékk aldrei að fara á meðan ég hafði ekki þroska til að gera það og löngunin var hvað sterkust og þegar ég var komin með þroskann þá var löngunin horfin alveg eins og lög gera ráð fyrir.
Ég vann allt árið að því. þegar ég var 15 ára, að fá pabba til að hleypa mér í Húsafell. Maðurinn var algjörlega ósveigjanlegur. Ekki að tala um. Og ég grét og grét, bæði hátt og í hljóði. Faðir minn horfði á mig algjörlega ósnortinn af harmi mínum og sagði uppörvandi röddu: "Þú mátt fara í dagsferð til Þingvalla, ég skal keyra þig og vinkonurnar og ná í ykkur eftir kvöldmat". Ég nánast small í gólf. Maðurinn hafði aldrei verið ungur og hann var grimmur og gegnvondur.
Ég reyndi að útskýra fyrir höfundinum að mér, án þess að sýna hvað mér var stórlega misboðið, að það væri erfitt að framkvæma þessa snilldarhugmynd. Fyrir það fyrsta væru vinkonurnar á leiðinni í Húsafell, þær ættu foreldra sem TREYSTU þeim og málið því dautt.
Baldur Guðmundsson sagði þá nokkuð glaðklakkalegur: "En Jenný mín þú tekur bara systur þínar (5eða 6) með þér í ferðina (á bak við hann heyrðist í frú Önnu hlægja kvikindislega ofan í bringuna á sér).
Merkilegt, þetta þaggaði niður í mér það árið og það næsta líka. Og svo kúldraðist í einhverja plebbaferð með foreldrunum og unglingaveikin heltók mig sem aldrei fyrr.
Svo fékk ég rapport frá vinkonunum. Hver byrjaði með hverjum. hver hætti með hinum og allan þann pakka.
Ég hafði hins vegar ekki frá neinu að segja.
En takk samt mamma og pabbi, ég þurfti að láta bjarga mér frá sjálfri mér.
![]() |
Útlit fyrir ágætis veður um verslunarmannahelgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2988376
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr