Leita í fréttum mbl.is

Er í lagi með borgarstjórann í Reykjavík?

Ég er vel upp alin og því ætla ég ekki að segja á mannamáli hvað mér finnst um borgarstjórann í Reykjavík.

En ég spyr; er allt í lagi með manninn?  Af hverju finnst mér alltaf eins og hann sé að segja eitthvað eftir handriti þegar ég sé hann tala?

 Svo eru þessar undarlegu uppákomur.  Maðurinn í Færeyjum með söngkonuna Sölvu við hliðina á sér, þau samvaxin frá mjöðm og niðurúr og hann er búin að bóka hana í gigg alveg á eigin vegum.

Það getur verið að það hafi tíðkast að borgarstjórar reddi giggum á Menningarnótt, en það hefur alveg farið fram hjá mér.  Ekki að ég hafi nokkurn skapaðan hlut á móti söngkonunni.  Ónei

Og svo skilaboðin um að heilindi hans skuli ekki dregin í efa.

Halló mister hershöfðingi yfir Borg Óttans.  Í mínum bókum er það leyfilegt að setja spurningamerki við orð og gjörðir pólitíkusa.  Á annað að gilda fyrir þennan mann?

Og svo yfirlýsingar varðandi Kárahnjúkavirkjun þar sem maðurinn hikar ekki við að segja ósatt til að fegra sjálfan sig svo ekki sé minnst á fulltrúa borgarstjórans sem skyndilega hætti í vinnunni upp úr þurru að því er virðist.

Enn eitt bíóið er svo Jakob Frímann sem er eins og skuggi Ólafs, svona einkalífvörður eða ámóta.

Þetta er ógeðslega undarlegt í laginu alltsaman.

Ég er bara almennur borgari sem fylgist vel með fréttum og læt mig borgina mína varða.

Og þegar ég súmmera upp það sem ég sé þá spyr ég;

er í lagi með borgarstjórann í Reykjavík?


mbl.is Segja borgarstjóra fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bólginn er með besefa,
bótoxið ei dregið í efa,
borgarstjóri,
í buxum stóri,
söngdívur færeyskar slefa.

Þorsteinn Briem, 26.7.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Í mínum huga hefur ólafur vaxið.....lætur ekki samstarfsflokkinn stjórna sér.    En þetta er auðvitað ónýt stjórn

Hólmdís Hjartardóttir, 26.7.2008 kl. 01:17

3 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Þegar ég hitti barna börnin koma þau sífellt til mín og sina mér ýmist hvað þau eru fín og dugleg að ger hitt og þetta, mér finnst þetta svo hjartnæmt og ég veit að þetta eldist af þeim einn góðan veðurdag, þótt ég kvíði því en þetta bar eðlilegur gangur þroskans.

En ég undrast hinsvegar að Borgarstjórinn okkar hafi ekki náð þessu þroska, hann tönglast stöðugt á því þegar hann kemur fram í fjölmiðlun að hann sé voða duglegur og ætli að sanna sig !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 26.7.2008 kl. 01:37

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jenný, þú þekkir ekki drenginn góða sem að labbaði keikur út úr Laugardagzhöllinni, undir dynjandi hlátrasköllum landsfundarins, eftir eitt gott Davíðsdjok um mannin, fyrir einfaldlega það að hafa staðið fyrir, & flutt tillögu eina umhverfisvæna, sem að féll í grýttann jarðveginn þar.

Margir góðir skátar aðrir en ég & hann flúið flokkinn þann síðan, á okkar forsendum, sem að er gott mál.

Þú, ein vinstri græn kýst frekar að nótera ekki þá umhverfisverndarhyggu sem að hann er að beita sér fyrir, í sínu starfi, til dæmiz í gær, í krafti síns embættis, af afli & í fínu trúzzi við samstarfsflokkinn.

Ég veit ég sagði þér þetta hérna í fyrra, en aftur, dæmdu af verkunum, ekki aumu ~zlúðrinu~.

Sumt býttar máli, kona...

Ég man að ég at

Steingrímur Helgason, 26.7.2008 kl. 01:39

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Okey, Jenný, ég er of þreytt akkúrat núna til að koma með rökfærslur. Ég er sammála þér í megindráttum, en samt er ég dóttir hátt sett embættismanns og hef líka pínu öðruvísi sjón á allt það sem gerist í þjóðfélaginu okkar. Ég meina, það gerist aldrei neitt, þó einhverjum einum finnist eitthvað og allt þarf að fara í gegnum "major" ferli áður en hlutirnir koma einu sinni til umfjöllunar..... Ég nenni ekki að fara í röksemdirnar right now, en trúðu mér, að embættismenn þessarrar þjóðar eru að vinna rassgatið út úr buxunum á sér og geta ekki einu sinni tekið sumarfríið sitt út..... þótt þeir eigi margföld sumarfrí inni hjá ríkinu. Ég virkilega trúi því, að þótt það líti út fyrir að ekkert sé að gerast, þá sé mjög margt í "byggingu" hjá okkar hæstsettu..... ég vona það allavega......

Lilja G. Bolladóttir, 26.7.2008 kl. 02:12

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lilja: Mér finnst alls ekki lítið að gerast í borginni, það er bara háttsemin og fyrirkomulagið sem ég set spurningarmerki við.

Hallgerður: Gjörum það.

Steini: Ég dáðist að Ólafi þegar hann stóð upp og gekk úr flokknum um árið, en enginn er hafinn yfir gagnrýni og þá ekki hann heldur.

Og mér finnst þetta allt frekar undarlegt.

Takk þið öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2008 kl. 02:15

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það væri meir mannsbragur á því hjá vinstri grænum að styðja Ólaf til góðra verka eða því sem þeir eru í orði kveðnu sammála honum um. Eða eru VG ekki græn? (Ég meina ekki eins og Framsókn)

Sigurður Þórðarson, 26.7.2008 kl. 02:58

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ahh, þú ert að tala um blörraða kvikindið. er það ekki að standa sig, verndandi fúaspýtur?

hvað Kobba varðar, fær hann ekkert nema meðmæli frá mér. ég fékk milljón stúdíótíma gratís hjá honum og hans fyrrverandi, fyrir ca 18 árum síðan. bara andskotans tregðan og harmonikkublæti misviturra útgefenda sem stöðvuðu heimsfrægð mína

Brjánn Guðjónsson, 26.7.2008 kl. 03:17

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Búið er að rífa hálfan annan helling af gömlum húsum við Laugaveginn og reisa þar forljóta steinkumbalda í staðinn. Það er ekki heilsteypt götumynd þar lengur, heldur alls kyns sýnishorn frá síðustu öld.

Hins vegar hafa nokkur gömul hús í miðbæ Reykjavíkur verið gerð upp á mjög smekklegan hátt og sjálfsagt að halda því verki áfram í einhverjum mæli.

Frjálslyndir og Íslandshreyfingin koma ekki að manni í næstu borgarstjórnarkosningum og ljóst að Samfylkingin og Vinstri grænir munu mynda næsta borgarstjórnarmeirihluta. Doktorinn aftur borgarstjóri og dísin forseti borgarstjórnar. Framsókn mun éta það sem úti frýs.

Innanlandsflugið verður flutt úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar eftir 16 ár og allt sjúkraflug verður með þyrlum að nýjum Landspítala, þar sem um 4 þúsund manns vinna.

Þrettán þúsund nemendur eru nú í Háskóla Íslands, um þrjú þúsund í Háskólanum í Reykjavík, sem einnig verður í Vatnsmýrinni á næstunni, og samtals um tvö þúsund starfsmenn eru við báða skólana.

Þjóðminjasafnið, Íslensk erfðagreining, Hótel Loftleiðir, stúdentagarðar og Umferðarmiðstöðin eru einnig á Vatnsmýrarsvæðinu. Samtals munu því eftir nokkur ár starfa í Vatnsmýrinni um 25 þúsund manns, sem munu þurfa á mikilli verslun og þjónustu að halda í Vatnsmýrinni, enda jafnmargir Hafnfirðingum.

Núverandi borgarstjóri gengur hins vegar svo langt að vera á móti verðlaunatillögu um uppbyggingu í Vatnsmýrinni, sem mjög margir voru ánægðir með. Einnig teikningu að nýrri byggingu Listaháskóla Íslands við Laugaveginn, vegna þess að hún "falli ekki nógu vel að götumyndinni við Laugaveginn"! Hvaða götumynd?!

Og í hverju felst þessi grænka Ólafs F. í Reykjavík?! Nokkrum gömlum húsum við Laugaveginn eða grasinu á milli flugbrautanna í Vatnsmýrinni, sem hvort eð er hverfur þegar flugbrautunum þar verður fækkað eftir 8 ár?!

Þorsteinn Briem, 26.7.2008 kl. 04:41

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kannski er hann geimvera sem lætur stjórnast fyrir neðan mitti.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.7.2008 kl. 08:45

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Hallur Magnússon, 26.7.2008 kl. 09:39

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steini: Takk kærlega fyrir þitt innlegg.

Hallur: Búin að lesa.

Takk öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2008 kl. 10:12

13 identicon

Hann virðisr vera frekar köflóttur kallinn.En þekki hann annars ekki neitt.Þetta færeyjaratriði er auðvitað tær snilld.Eins og brandari úr pontu í ákveðnu leynifélagi.En hvað veit ég um þetta mál? Ekkert

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 10:38

14 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það kann að vera að þú sért það syndlaus, Jenný, að þú getir með léttara móti en flestir aðrir kastað steinum og öðru lauslegu í fólk á förnum vegi. Um það skal ég ekki fullyrða, enda þekki ég þig ekki. Þó finnst mér einhvern veginn að um það megi hugsanlega efast.

Ekki þekki ég heldur Ólaf borgarstjóra nægilega vel til að treysta mér til taka upp hanskann fyrir hann með neinum sérstaklega haldbærum rökum. Þó hef ég heyrt langsamlega flesta sem þekkja til hans, hvar í flokki sem þeir standa, bera honum einstaklega vel söguna og segja að þar fari hinn vænsti og vandaðasti maður.

En þegar þú dyrfist að vaða uppá dekk og dylgja um meint "samband" hans við góða vinkonu mína, Sölvu Ford, þá segi ég hingað og ekki lengra góða mín! Svona drulludreifing er meira að segja þér ósamboðin!

Sölva er löngu orðin landsþekkt söngkona í Færeyjum, yndisleg ung kona, tveggja barna móðir í afar ástríkri og hamingjusamri sambúð með sínum manni, Christian. Hún er búin að vinna með öldruðum til margra ára og er nú búin að fá inni í háskóla í Danmörku í haust þar sem hún hyggst sérmennta sig í tónlistar-therapiu fyrir aldraða. Þessi stúlka má ekki vamm sitt vita og er með algert gullhjarta, alltaf boðin og búin til hjálpar og sérstaklega þeim sem minna mega sín.

Það kom engum á óvart  - nema rætnum Íslendingum sem sáu sér skotfæri á persónu Ólafs borgarstjóra - þegar hann bauð henni að koma og syngja hér á Menningarnótt eftir að hafa heyrt hana syngja í Færeyjum.  Það er hins vegar fólki eins og þér að "þakka" að þetta boð til listakonunnar var gert að tortryggilegum sora og látið í veðri vaka að þar byggi einhverjar annarlegar hvatir að baki. Eitthvað low-life hanky panky sem ætti ekki mikið sameiginlegt með heiðarlegum áhuga á list af þeim toga sem hæfðu Menningarnótt í Reykjavíkurborg.

Þú skrifar: Svo eru þessar undarlegu uppákomur.  Maðurinn í Færeyjum með söngkonuna Sölvu við hliðina á sér, þau samvaxin frá mjöðm og niðurúr og hann er búin að bóka hana í gigg alveg á eigin vegum.

Ég spyr þig: -Hvernig vogar þú þér að segja svona, Jenný?

-Hvernig heldur þú að þér liði ef einhver dylgjaði svona dólgslega um þinn mann, sem mér skilst að sé einhvers konar tónlistarmaður?

Settu þig í hennar spor - og í guðanna bænum reyndu að hugsa, þó ekki væri nema nokkur andartök, áður en þú ákveður uppá þitt eindæmi að rústa mannorði heiðarlegs fólks með jafn auvirðilega lágkúrulegum hætti og þú gerir hér að ofan!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.7.2008 kl. 11:41

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Nei Jenný mín...... það er EKKI í lagi með borgarstjórann

Heiða B. Heiðars, 26.7.2008 kl. 11:47

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf er hann með óráðsíu,
aldrei fékk hann á prófi tíu,
og mærin var gift,
meydómnum svipt,
Óli fékk þar aldraða tónlistarþerapíu.

Þorsteinn Briem, 26.7.2008 kl. 14:02

17 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Neibb, það er ekki í lagi með hann.

Pínu fyndið þetta með nítjándualdar götumyndina sem hann er alltaf að tala um, á nítjándu öld voru ekkert sérlega mörg hús við Laugaveg, á Listaháskólareitnum stendur eitt hús frá nítjándu öld - og það fær að standa áfram.

Leiðari Jóns Kaldal í Fréttablaðinu í dag er snilld.  

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.7.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2985734

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband