Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Breyttir tímar

Mér líður ekki eins og ég hafi verið auðmýkt af því Ísland komst ekki í öryggisráð SÞ.

Mér líður eins og mér sé jafn slétt sama um öryggisráðið eins og mér hefur verið frá byrjun.

Það tekur ekkert frá mér - gefur mér ekki neitt.

Reyndar hefur mér fundist þetta framboð bölvaður hégómi en ég er auðvitað ekki með innmúraðar upplýsingar um hvað skiptir máli í heimi hér.

Í dag hef ég tapað húmornum.  Ég sé ekkert broslegt við nokkurn skapaðan hlut í augnablikinu en ég set allt mitt traust á að þetta rjátlist af mér þegar líða tekur á daginn.

Í dag er ég bálill. 

Ég ætla ekki út í það nánar, ég ætla að fara að taka til.  Skúra, skrúbba og þurrka af.

Það er ágætis meðal við reiði, depurð, hryggð og öllum fjandans neikvæðnipakkanum.

Fyrir sjálfa mig og alla hina sem ætla að mæta í dag og praktisera lýðræðið set ég meistara Bob Dylan hér fyrir neðan.

The times they are a-changin´.

Gæti ekki átt betur við en einmitt í dag.

 


mbl.is Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrota plebbastefnur og góð bók

Stefán Máni 

Das Kapital og Auðmagnið seljast sem aldrei fyrr í kreppunni.

Kannski ætti ég að fara að draga fram mínar Marxísku bókmenntir og rifja upp.

Ég held ekki.

Kapitalisminn og kommúnisminn eru gjaldþrota blebbastefnur sem báðar eru stokkfullar af mannfyrirlitningu.

Ég eins og fleiri ætlast til að ný vinnubrögð verði innleidd og peningatilbeiðslan heyri sögunni til.

En talandi um bækur.

Ég hef verið meira og minna óvirk í allan dag.  Ég er nefnilega að lesa bók sem heldur mér algjörlega fanginni úr spennu.

Stefán Máni, sem skrifaði metsölubókina Skipið (kom út 2006) er með nýja bók sem heitir Ódáðahraun.

Á bókarkápu stendur að bókin sé grafskrift íslenska hlutabréfaævintýrisins.

Merkilegt hvað sumir hitta á nákvæmlega rétta tímasetningu hvað varðar efni skáldsagna.

Þessi bók er um íslenskan glæpamann (bókin gerist 2007) sem fer úr dópsölu og yfir í hlutabréfasýsl. 

Eins og málið horfir við mér þá gilda í raun sömu lögmálin í glæpa- og fjármálaheiminum.

Ódáðahraun er afspyrnu skemmtileg bók og vel skrifuð.

Og svei mér ef það er ekki að renna upp fyrir mér lágmarks skilningur á hvernig fólk græðir stórar fjárhæðir með vægast sagt vafasömum hætti.  Aðeins og seint reyndar, hehemm.

Hvet ykkur til að lesa þessa.

Hér er viðtal við Stefán Mána í síðastu Kilju.

Farin að klára bók.

 


mbl.is Auðmagnið selst vel í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eretta minn eða þinn sjóhattur?

 

Í mörg ár skráði ég númerið mitt ekki í símaskrá og já börnin mín stillt og prúð það var ástæða fyrir því og nei, ég ætla ekki að segja þá sögu hér og nú.

En nú er ég í nýju símaskránni og þar sem ég vildi koma sterk inn í nýja útgáfu skráði ég starfsheitið fjölmiðill við nafnið mitt.

Húsbandið gat skráð atvinnuheitið sendill við sitt hérna um árið þegar hann notaði símaskránna til að koma aftan að mér af því honum fannst ég alltaf vera að senda hann í snatt.  Ég knúsaði hann í klessu þegar hann gerði þetta, fannst hann meinfyndinn og stórskemmtilegur.

Ég vildi sem sé setja þetta flippaða starfsheiti við nafnið mitt og ekki út í bláinn heldur þar sem það eru þúsundir sem eru inni á síðunni minni í hverri viku.

Þessi skráning gekk ekki eftir og ekki heldur hjá heittelskaða sem vildi gera eitthvað nýtt og setti gítareigandi fyrir aftan nafnið sitt.

Enginn stemmari fyrir fíflagangi hjá Símanum af þessu að dæma.

Símaskráin dissaði okkur sum sé og við erum ekki með neitt viðhengi í skránni, bara berstrípuð nöfnin okkar.  Plebbalegt.

Ég gleymdi svo að láta setja rauðan ferning fyrir framan nafnið mitt og trúið mér ég er beitt andlegum ofsóknum frá hverju einasta líknarfélagi sem hér starfar og þau eru ekki fá.

Í kvöld hringdi síminn.  Kona sem kallaði mig vinan (ég hefði getað verið mamma hennar eftir röddinni að dæma) var ákveðin í að koma mér í aðdáendaklúbb tiltekins félags.

Ég: Nei, því miður, engin aukaútgjöld eins og sakir standa.

Hún á háa Céi: En þetta eru bara 1500 krónur tvisvar sinnum og þú hefur tvo mánuði til að greiða gíróseðilinn VINAN.

Ég brímandi brjáluð en afskaplega kurteis: Má ég biðja þig um að kalla mig ekki vinu þína og ég mun ekki styrkja þitt félag né nokkuð annað í bráð.  Ástandið í peningamálunum er þannig.  En ég þakka þér fyrir að hringja.

Hún ákveðin í að taka lokahnykkinn sem henni var kenndur í gær á sölutækninámskeiðinu: En þetta félag vinnur þarft starf í þágu sóandsó og spurning hvort það sé ekki hægt að leggja örlítið af mörkum VINAN, það er hægt að skipta þessu í fernt, skipir miklu fyrir fjandans sóandsó félagið.

Ég: Vinan, vinan, vinan, vinan, ég er hérna með afskaplega fallegt lag sem mig langar til að syngja fyrir þig.  Það hefur setið í kokinu á mér vinan í allan dag og er að trylla á mér hálsinn.

Hún: Ha, syngja, ha, af hverju, hvað?

Ég blíðlega: Jú ég vil syngja fyrir þig vinan af því að ég get það.

(Þið sem lesið bloggið mitt vitið að það hafa orðið stríð og milliríkjadeildur vegna raddar minnar.  Merkilegt hvað fólk verður pirrað þegar ég tek lagið.)

Og ég söng af öllum sálarkröftum í eyrað á þessari elsku:

 Er þetta minn eða þinn sjóhattur?  Er þetta minn eða þinn sjóhattur?

Ég söng þangað til hún lagði á.

Takk vinan.

Úje.


Hvítvín-rauðvín-bjór (raðist eftir þörfum)

 

Ég hélt að Russel Crowe væri einn af þessum selebbum sem væru búnir að fara í meðferð.

Ónei, en hvernig á kona að henda reiður á öllu þessu þekkta fólki?

Guð, gæti mér verið meira sama?  Tæpast.

En ástæðan fyrir því að ég er að blogga um þessa frétt er einföld; ég stenst ekki mátið þegar alkar í svona bullandi afneitun setja það í heimsfréttirnar.

Sko Russel vinurinn er orðinn pabbi.  Þess vegna hefur hann dregið úr neyslu áfengra drykkja.

Vel að merkja dregið úr neyslu.

Það sem kom mér til að skella uppúr, þó tilefnið sé í sjálfu sér sorglegt er að leikarinn segist ekki geta drukkið dökkt áfengi.

Vodkað og Tequilað eru enn að gera sig hjá honum, hitt fer skelfing illa í hann.

Það var einu sinni sálfræðingur sem var með námskeið fyrir fólk hér á landi um hvernig mætti læra að drekka.

Og nei, þetta var ekki á nítjándu öld, námskeiðin riðu hér húsum á tíunda áratug síðustu aldar.

Vó, hvað ég held að margir alkar hafi stokkið til.  Alveg: Þarna er eitthvað fyrir mig, mig skortir kunnáttu í drykkjumennsku.  Það hlaut að vera.  Farinn á námskeið.

Ég eins og fleiri alkar hef staðið í tegundaskiptum blá í framan trúandi því að ef ég drykki minni bjór og rauðvín á móti þá myndi ég ná alsælu þeirri sem Bakkus boðar.

Nú eða hvítvín/rauðvín/bjór (raðist eftir þörfum).

Niðurstaða: Ég var sama gluggatjaldafyllibyttan án tillits til hvað ég drakk.

En mér persónulega gæti ekki staðið meira á sama um hvað Russel karlinn drekkur eða drekkur ekki.  Ég sá bara ágætis tækifæri til að spinna út frá þessari frétt um minn eigin alkóhólisma.

Minna mig á og svona.

Mikið djöfulli er gott að vera edrú.


mbl.is Russel Crowe dregur úr drykkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hnöppum hneppt

Hlutirnir gerast hratt þessa dagana, ekki hjá mér reyndar en ég er plebbi og alltaf á skjön og ská.

Grey Ólafur Ragnar sem auðvitað trúði manna heitast á íslensku útrásina hefur auðvitað þurft að horfast í augu við að ekki er allt sem sýnist í þessum klikkaða heimi.

Nýja bókin um forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar hefur verið innkölluð úr prentsmiðju vegna nýliðinna atburða.

Höfundurinn ætlar að breyta for- og eftirmála.

Pælið í þið krakkar hvurs lags havarí hefði orðið í prentsmiðjunum ef samtímis væri verið að gefa út bækur um Geir Haarde, Árna dýra og Davíð Oddsson ásamt litlum krúttlegum bæklingi sem fjallaði um dúllulega viðskiptaráðherratíð Björgvins G? Almó hjálpi mér.

Ég er hrædd um að það stæði ekki steinn yfir steini og mikið fjör hjá höfundum.

Ég ætla ekki út í ysið og þysið sem væri brostið á ef bók um Hannes Smárason væri á leiðinni.

"Hvernig hnöppum er hneppt í Kensington".

Farin að sinna ungviðinu.  Hrafn Óli a.k.a. Lilleman og Oliver Einari Nordquist.

Jösses hvað mér er trúað fyrir miklu.

Sé ykkur og það er ekki langt í það.

En mikið rosalega er á hreinu að ég mun lesa bókina um Pres.  Í henni eru birt ástarbréfin sem fóru á milli Davíðs og ÓRG.

Haldiði að það hafi verið sláttur á lyklaborði mannanna?


mbl.is Forsetabók afturkölluð úr prentsmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefðuð þið trúað þessu?

 

Í öllum hamaganginum sem gengur á þessa dagana las ég einhversstaðar að hagkerfið okkar myndi fara aftur um þetta tuttugu til þrjátíu ár.

Ég alveg: Nú, nú, hvaða hýstería er nú þetta?  Við lifum á opnum tímum, ferðalög ertu tertubiti og ekki krassa tölvurnar þó efnahagsástandið sé í sögulegu lágmarki.

En halló, ég hefði betur aldið mér á mottunni með yfirlýsingagleðina við sjálfa mig.  Ég hefði átt að hasta á Jennýju Önnu og hreinlega segja henni að þegja, svei mér þá.

Á mínum sokkabands þegar allar leiðir lágu til London fórum við systur mínar og vinkonur í hverja innkaupaferðina á fætur öðrum.  Þetta var sjötíuogeitthvað ofkors.

London var heimsborg tískunnar og fyrir fataóðar ungmeyjar var hún himnaríki á jörð.

Klúbbarnir gerðu ferðirnar ekki leiðinlegri og miðað við þeirra tíma tísku hvað varðaði karlkynið þá þóttu breskir testosterrónar alveg ferlega liggilegir í útliti.  Kannski af því að þeir voru svo töff til tausins.

Við steðjuðum sem sagt til London stelpurnar og til þess að nálgast gjaldeyri á þessum haftatímum sem aldrei koma aftur (jájá) fékk maður einhverja lágmarksupphæð punda gegn framvísun farseðils.  Þessi summa var hvergi nærri nóg, mikið lá við og margt þurfti að versla.

Maður þekkti mann sem þekkti leigubílstjóra á setuliðssvæðinu og þar fengust dollarar.

Svo fyllti maður alla vasa plús ferðatöskur af hundraðköllum sem hægt var að skipta í breskum bönkum.

Reyndar skil ég ekki hvernig við komumst með góssið inn í landið aftur algjörlega athugasemdalaust því keypt var fyrir heilu vinkvennahjarðirnar í leiðinni.

NB. þá var ein alvörubúð með fatnað í Reykjavík, sum sé Karnabær og þar af leiðandi litu öll ungmenni út eins og tvíburar.

Plebbarnir versluðu í Hagkaup, Guðrúnarbúð, eða Verðlistanum.

Upptalið, búið, bless.

Ég reyndar lét Drengjafatastofuna gera mér klæði eftir eigin teikningum.

En það sem ég er að segja hérna er að það þurfti fyrirhöfn og frumleika til að falla ekki inn í hópinn en hjarðeðli hefur aldrei verið mér að skapi.

En aftur að gjaldeyri.  Nú erum við komin aftur í tímann.  Nú er það mæting með farseðil til að fá fjármunina afhenta.  Vá, að tala um að rúlla afturábak niður minningargötu.

Hefðuð þið trúað þessu?

Ónei!

Leiheiheiter.


mbl.is Framvísa þarf farseðlum í bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri bankar?

Fyrir nokkrum árum, eftir einhverja þyrlupallaveislu í London ákváðum við hér á kærleiks að skipta um banka. 

Það var ekki um marga kosti að ræða í stöðunni allir voru í útrásarsukkinu nema SPRON og við fórum þangað að nánast öllu leyti með okkar tiltölulega litlu viðskipti.

Við höfum ekki séð eftir því.  Núna er það beinlínis gleðiefni á erfiðum tímum.

Nú vaknar fólk upp með andfælum þriðja daginn í röð við að búið er að yfirtaka banka.

Eru fleiri bankar til að taka?

Ég ætla rétt að vona að Sparisjóðirnir sem stunduðu ekki peningasúkk né hegðun sem flokkast undir mikilmennskubrjálæði séu í öruggu skjóli.

Annars endar þetta með að við sofum með aurana undir koddanum.

Það er eins gott að ég á yndisleg barnabörn sem ég get huggað mig við og eytt tímanum með.

Svo hef ég bækurnar mínar og aldrei er eins gott að hverfa inn í heim bókarinnar og á tímum sem þessum.

Þar eru nefnilega allt önnur lögmál við líði.  Ég hvet til lesturs.  Lestur er heilandi.

Farin að glugga í bókinni um Belle, hina hamingjusömu lúxushóru.

Sem er auðvitað ekki til.

En ég leyfi ykkur að fylgjast með.

Later.

 


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússkí urzad nadzoru finansów - WHAT???????

Við erum í sjokki við landsmenn.  Vel flest okkar sem komin erum til vits og ára erum svolítið ráfandi um eftir öll ósköpin sem hafa dunið yfir okkur undanfarið. 

Bara svo við séum með það á hreinu og hér er katastrófan færð til bókar.

En ég hélt að ég væri að tapa glórunni endanlega þegar ég í sakleysi mínu las Moggann í þessum skrifuðum orðum.

 Przyjęto ustawę o sytuacji wyjątkowej – kurs korony ustabilizowany tymczasowo
6 października parlament przyjął ustawę o sytuacji wyjątkowej z uwagi na szczególne okoliczności na rynku finansów. Ustawa już jest ważna.

Zgodnie z tą ustawą państwo ma prawo interweniować w działalność banków, funduszy oszczędnościowych i innych przedsiębiorstw finansowych a także zarządzać tymi przedsiębiorstwami finansowymi. Urząd nadzoru finansów ma prawo przejąć prowadzenie banków w całości lub częściowo. Fundusz hipoteczny może przejąć pożyczki hipoteczne banków.

Rząd oznajmił, że stan rachunków w bankach krajowych, funduszy oszczędnościowych i ich filii w całym kraju są w pełni bezpieczne. Filie banków na Islandii, usługi informacyjne, bankomaty i internetowa sieć bankowa są otwarte. Nadal możliwe jest ubieganie się o pożyczki i o udzielenie dokumentacji o przekroczeniach stanu konta. Dokłada się wszelkich starań do tego, aby klienci banków odczuwali w jak najmniejszym stopniu te zmiany, które zaszły.

Prowadzone są działania mające na celu wzmocnienie kursu korony islandzkiej i doprowadzenie do stabilności spraw związanych z kursem walut i poziomem cen. Bank Centralny (Seðlabanki) ustabilizował tymczasowo kurs korony na poziomie wkaźnika kursu 175, co odpowiada 131 koron w odniesieniu do Euro.

Informacje będą opublikowane od razu na stronie internetowej Centrum Międzynarodowego Alþjóðahús (z uwzględnieniem czasu przeznaczonego na tłumaczenie): www.ahus.is

Spennandi eða hvað?

Getur verið að við höfum verið að afsala sjálfstæðinu og tungumálinu fyrir rússagullið?

Jösses, ætli þetta sé ekki í fyrsta og eina skiptið sem Mogginn flytur fréttir á rússkí?

Vona það.

Ég hundskammast mín "nottla" fyrir að þekkja ekki muninn á rússneku og pólsku.

Ég mun ekki tala orð við sjálfa mig næstu dagana.


mbl.is Przyjęto ustawę
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóðakvöld - loksins - loksins

Ég óska Selfyssingum og nærsveitarmönnum innilega til hamingju með þessa viðbót í menningarlíf bæjarins.

Sóðakvöld er auðvitað eitthvað sem hvert bæjarfélag verður að hafa á dagskránni þegar dagar styttast og myrkur hellist yfir, bæði í beinharðri og grautlinri merkingu.

Það er svo ekki verra að sóðakjaftur og subbukarl skuli standa fyrir uppákomunni.

Það gerir þetta enn hámenningarlegra og meira notendavænt.

Sóðapésinn Eiður Birgisson hefur skemmtilegan subbuhúmor sem hæfir auðvitað vel í þessum frábæra bransa.  Hann hefur boðið Sóleyju Tómasdóttur, varaborgarfulltrúa á skemmtikvöldið og segir í DV:

"Við erum með merktan miða í miðasölunni handa Sóleyju og ef hún treystir sér til skulum við bera á hana olíu og leyfa henni að taka snúning í búrinu,“ segir Eiður Birgisson, annar eigenda skemmtistaðarins 800-Bar á Selfossi, en á laugardaginn verður haldið svokallað Dirty-Night, eða sóðakvöld eins og það gæti kallast á íslensku."

Þegar konur sem vita ekki betur eru að gagnrýna svona menningarviðburði verður auðvitað að klámvæða þær.  Sóley mun ábyggjalega vitkast til frambúðar ef hún gengur til liðs við mannvininn Eið Birgisson.  Sér ljósið, lætur niðurlægja sig svolítið.

Ein aðalröksemdafærsla hámenningarsinna í þessum bransa er einmitt að halda því fram að konur sem sjá ekki listina í nektardansi og annarri klámvæðingu á kynsystrum sínum er einmitt sú að þær þurfi að fá að ríða, já að það þurfi jafnvel að nauðga þeim ef þær eru ekki að meðtaka boðskapinn.  Það er semsagt skortur á klámtengdu kynlífi sem gerir konur að jafnréttissinum.

Nú er að bíða spenntur eftir að hin vaski lögreglustjóri Árborgar hreinsi upp í menningarsetrinu 800-Bar en það mun merkilegt nokk vera eitthvað ólögleg við þennan yfirvofandi listviðburð.

Svei mér þá ef Eiður Birgisson hefur ekki sannfært mig um að það sé beinlínis eftirsóknarvert fyrir konur að vera olíuborið barborð nú eða vera olíubornar í búri.  Smokkar ókeypis við innganginn.  Listahátíð snædd þú það sem úti frýs. 

Aumingja fáráðlingarnir í klámbransanum.

Ætli þeir viti hvað þeir gera?

Fífl með lítið.......

hehemm

 

heilabú?Devil


Afturkreistingarnir í Róm

páfi 

Það er vont að lesa fréttir þessa dagana.  Þær koma á færibandi skelfingarfréttirnar og á forsíðunum blaðanna er harmageddonboðskapurinn það sem mætir manni um leið og maður opnar augun.

Ég verð að játa að ég er orðin hálf hrædd.

En sumir hlutir eru alltaf eins.  Engar fjármálakreppur breyta t.d. ömurlegri skítaafstöðu katólsku kirkjunnar til margra hluta.  Einkum og sér í lagi hangir þetta valdabatterí eins og hundur á roði þegar kemur að réttindamálum kvenna.

Konum skal haldið niðri hvað sem það kostar.  Reyndar er mér fyrirmunað að skilja hvernig nokkur getur aðhyllst svona trúarbrögð sem ganga í berhögg við alla skynsemishugsun.

Í viðhengingu hér stendur eftirfarandi:

"Benedikt XVI páfi staðfesti í morgun andstöðu páfagarðs og kaþólsku kirkjunnar gegn getnaðarvörnum en 40 ár eru síðan fyrst var gefin út yfirlýsing frá páfagarði, svo kallað umburðarbréf páfa um þetta umdeilda málefni.

Getnaðarvörn „... þýðir að sneitt er framhjá hinum innilega sannleik ástar í hjúskap sem er tjáning á hinni guðlegu (líf)gjöf," sagði páfi í skilaboðum sem páfagarður birti í morgun."

Það liggur við að ég hafi andað léttar þegar ég las þetta.  Ekki vegna þess að mér hugnist heimskan í þessum afturkreistingum í kjólunum í Róm, (svo ég tali nú ekki um hina æpandi rauðu skó páfans sem segja meira en þúsund orð um hégóma hans) heldur vegna þess að ég þurfti svo innilega á því að halda að eitthvað væri eins og það er vant að vera.

Takk fyrir það páfakjáni.  Fólk gerir það til að tjá hina guðlegu lífgjöf.  Það er greinilegt að þú hefur ekki verið mikið í láréttri stöðu í bedda.  Guðleg tjáning er EKKI það sem fólk er mikið að pæla í, eða hvað?

Í dag ætla ég að reyna að róa mig niður.  Hanga í jákvæðninni og njóta þess að vera samvistum við þá sem mér þykir vænt um.

Ég ætlaði reyndar að fara að æsa mig upp úr öllu valdi í morgun þegar ég var búin að sprauta insúlíninu í lærið á mér og ég þurfti að troða í mig fæðu alveg pronto.

Ég alveg á innsoginu: Hvar er brauðið?

Minn heittelskaði: Hm.. brauðið, æi ég gaf fuglunum það.

Ókei, ég er komin í samkeppni við þresti.  Sætt.

Í kvöld koma Jenný Una og Hrafn Óli í pössun.  Mamman og pabbinn ætla að halda upp á afmælin sín.

Oliver elsku Londonbarnabarnið mitt er á landinu og á sunnudaginn verður hann hjá okkur þessi rússla.

Lífð heldur nefnilega áfram hvernig sem efnahagslífið djöflast og hamast.

Ég ætla að hafa það í huga alveg einn dag í einu sko.

Later with loveInLove (Er farin að ástunda smá guðlega tjáningu. DJÓK).


mbl.is Fordæming getnaðarvarna staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 2988334

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband