Leita í fréttum mbl.is

Fleiri bankar?

Fyrir nokkrum árum, eftir einhverja þyrlupallaveislu í London ákváðum við hér á kærleiks að skipta um banka. 

Það var ekki um marga kosti að ræða í stöðunni allir voru í útrásarsukkinu nema SPRON og við fórum þangað að nánast öllu leyti með okkar tiltölulega litlu viðskipti.

Við höfum ekki séð eftir því.  Núna er það beinlínis gleðiefni á erfiðum tímum.

Nú vaknar fólk upp með andfælum þriðja daginn í röð við að búið er að yfirtaka banka.

Eru fleiri bankar til að taka?

Ég ætla rétt að vona að Sparisjóðirnir sem stunduðu ekki peningasúkk né hegðun sem flokkast undir mikilmennskubrjálæði séu í öruggu skjóli.

Annars endar þetta með að við sofum með aurana undir koddanum.

Það er eins gott að ég á yndisleg barnabörn sem ég get huggað mig við og eytt tímanum með.

Svo hef ég bækurnar mínar og aldrei er eins gott að hverfa inn í heim bókarinnar og á tímum sem þessum.

Þar eru nefnilega allt önnur lögmál við líði.  Ég hvet til lesturs.  Lestur er heilandi.

Farin að glugga í bókinni um Belle, hina hamingjusömu lúxushóru.

Sem er auðvitað ekki til.

En ég leyfi ykkur að fylgjast með.

Later.

 


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

góðan daginn vina

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 9.10.2008 kl. 07:58

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

allt okkar i Sparisjódnum,thótt mann eigi andskotann ekki neitt..en thá er ég fegin ad vera thar akkúrat núna og vonandi their standi bara uppi eftir allt saman.

María Guðmundsdóttir, 9.10.2008 kl. 08:33

3 Smámynd: Líney

Líney, 9.10.2008 kl. 08:40

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Góðan daginn mín kæra! Ég geymi mínar skuldir hjá Landsbankanum vegna þess að það var síðasti ríkisbankinn. Nú bíður maður bara spenntur ...og gluggar í góðri bók.

Laufey Ólafsdóttir, 9.10.2008 kl. 09:29

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 9.10.2008 kl. 09:41

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Góðan daginn

Góð bók er gulli betri. Ég bý svo vel að eiga gott safn af góðum bókum. Þær beztu les ég á nokkura ára bili.

Varasjóðurinn á þessu heimili var færður í sjóð 9 í Glitni, eftir eindregin ráð bankafólks. Sem betur fer er maður orðinn nokkuð sjóaður. Veit að það er klisja að tala um verðmæti sem felast í hinum andlegu gildum, en partur af þeim eru bækurnar. Allavega sem leynifélagsmaður, get ég ekki leyft mér þann munað sem reiðin er, nægur er efniviðurinn í slíka reiði þessa dagana. Þess vegna byrja ég hvern dag á því að þakka fyrir þau sönnu auðæfi.

 Fann litlu gulu hænuna í bókakassa, íslenskuneminn á heimilinu er að stauta sig í gegn um hana.

Góðan dag á línuna.

Einar Örn Einarsson, 9.10.2008 kl. 09:41

7 Smámynd: Laufey B Waage

Vá hvað ég vildi að ég hefði haft vit á að fylgja minni sannfæringu þegar mér ofbauð bankasukkið og svínaríið, og farið yfir til sparisjóðsins. Samgleðst ykkur.

Mæli líka með lestri góðra bóka, samskipta við börn og barnabörn, - og svo hreyfingar úti í íslenska haustveðrinu.

Njóttu lífsins. 

Laufey B Waage, 9.10.2008 kl. 09:57

8 identicon

já, þetta var góður leikur hjá ykkur að gera þetta, ég sé rosalega eftir því að hafa ekki gert þetta líka, nú tala margir um sparisjóð ÞIngeyinga og Sparisjóð Bolungarvíkur og fleiri svona ör - banka sem eru að gera það bara ágætt núna. 

alva (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:14

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

SPRON sameinaðist Kaupþingi fyrir nokkru, ég efast um að þeir geti rifið sig lausa. Vona það samt (við erum í nb.is)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.10.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 2985720

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband