Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Það skreppur saman

Það er vantrauststillaga á ríkisstjórnina í uppsiglinu.

Jájá og ekki mínútu of seint.

Annars er krepputalið farið að ná inn í smæstu umræðuefni hér á kærleiks.

Ég geng um eins og sparibaukur og það liggur við að ég sé farin að margnota einnota kaffifilttrana.

Samt finn ég lítinn mun.

Það skreppur allt saman þessa dagana.  Haldið ykkar sauruga hugsunarhátt fyrir ykkur sjálf plebbarnir ykkar.

Á þessum tíma í fyrra var ég farin að jólablogga eins og engin væri framtíðin. 

Komin á kaf í stemminguna enda rétt rúmur mánuður til jóla þá eins og nú.

En með kreppunni koma ákveðin vandamál, hvað á að gefa í jólagjafir, skal föndrað, bakað og boðið í bjóð?

Auðvitað mun allt þetta mínus föndur verða ástundað enda nægur tími í janúar til að fremja kviðristur af örvæntingu og angist vegna framtíðarinnar.

Ég hef aðeins eina ósk varðandi jólagjöf.  Hún er ekki stór, ekki svo dýr, en ansi fyrirferðamikil.

Ég vil kosningar í vor.

Ég vil þjóðstjórn núna.

Ég vil Davíð úr Seðlabankanum, Baldur Guðlaugsson úr fjármálaráðuneytinu, sannleikan varðandi efnahagshrunið á borðið og ýmislegt annað lítið og löðurmannlegt.

Skiljið pakkann eftir hérna þegar þið farið út af síðunni minni elskurnar.

Ég ætla að jólast smá.

Setjum jólin í hjartað og hlutið á þessa snillinga.

Falalalalala

 


mbl.is Undirbúa vantrauststillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar eru hættulegar

Mikið varð ég standandi hlessa þegar ég sá Kastljósið áðan og sá "fíflið og dónann"  taka viðtalið við forsætisráðherrann.

Geir hefur væntanlega tekið Helga Seljan í sátt.

Burtséð frá því þá er ráðherrann kominn með nýja taktík til að ýta hugmyndinni um kosningar út af borðinu.

Það er hættulegt að kjósa á næsta ári.

Það er hættulegt fyrir efnahagsstefnuna, trúverðugleika Íslands þar sem ástandið er svo viðkvæmt og pólitískur órói gæti sent allt út í fjandans hafsauga. 

Geir er alveg hrifin af lýðræði og sonna, en kosningar eru ekki tímabærar, segir hann, gætu hreinlega komið öllu í kalda kol.

Lýðræði er vesen og kosningar enn meira vesen vegna þess að Geir veit auðvitað jafn vel og ég að Sjálfstæðisflokkurinn fengi sögulega rasskellingu í þessum kosningum ef af yrði.

17 ár er alltof langur tími fyrir sama flokkinn við völd.

Skipta um, þó fyrr hefði verið.

Kjósum fjandinn hafi það.

B.t.w. Geir þekki Baldur Guðlaugsson og hefur ekki ástæðu til að ætla að hann hafi verið að innherjast.

Fyrst svo er þá getum við borgararnir slappað af - Geir segir að þetta sé ók.

Aular.


mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg einstök kona

 mp

Það hefur bjargað mér í kreppunni að hafa nóg að lesa.

Ég er þannig í sveit sett nú um stundir að ég hef endalaust af tíma.  Það er spurning um andlega heilsu þeirra sem svo er ástatt um að hafa eitthvað til að stytta sér stundir með.

Ég var líka að predika yfir ykkur um daginn, benda á að það væri góð leið að lesa sig í gegnum kreppuna og auðvitað fer ég að mínum góðu ráðum.

Í ár eru tvær kærar vinkonur mínar á bókamarkaði.

Jóna og Magga Pála, eða Margrét Pála Ólafsdóttir til að hafa þetta virðulegt.  Ég er búin að lesa bókina hennar Möggu og ég sver það ég sleppti henni ekki fyrr en ég var búin með hana.

Bókin heitir; "Ég skal vera grýla" og er afskaplega viðeigandi titill á bók um þessa konu get ég sagt ykkur.

Margrét Pála er einstök kona, ekkert venjulegt við hana og hún er svona kona sem hægt er að skrifa um heila bók, gott ef ekki ritröð án þess að manni leiðist.

Þó ég þekki konuna nokkuð vel hafði ég ekki hugmynd um margt það sem á daga hennar hefur drifið.

Nú má fólk hafa skoðanir á Hjallastefnunni með eða á móti, það skiptir ekki máli, en Magga Pála er öllu meira en stefnan sem hún hefur byggt upp og er orðin þekkt víða um heim.

Magga Pála er íslenska baráttukonan sem gerir meira en að muldra ofan í bollann sinn.  Hún lætur verkin tala og hún hefur ekki alltaf verið vinsæl fyrir þennan eiginleika sinn.

Bókin fjallar um sveitastelpuna, mömmuna, eiginkonuna, einstæðu mömmuna, baráttukonuna, ástföngnu konuna, ömmuna og leikskólastjórann.

Magga Pála segir okkur frá baráttunni við brennivínið sem hún svo afgreiddi úr lífi sínu eins og hennar er von og vísa.

Hún segir frá reynslu sinni af hinum ýmsu útistörfum til sjávar og sveita, um landið og miðin.

Óke, farin að fíflast smá, ég ætla að láta ykkur lesa bókina en ekki úrdrátt úr henni hér á minni síðu.

Lesið þessa bók.

Ég mæli með henni.

Svo ætla ég að segja ykkur frá bókinni hennar Jónu vinkonu minnar fljótlega.

Ajö mina vänner, vi ses i kriget.


Játning

whitch 

Ég hef verið að reyna að finna eitthvað í fari mínu sem má laga, en það er ekkert að hafa.

Þetta er ekki kjaftæði út í bláinn heldur bláköld staðreynd beint frá höfuðstöðvunum - moi.

Ég er alsaklaus og hef ekkert á samviskunni.  Aðrir eru í þeirri deild.

En svona hefur þetta ekki alltaf verið - ónei.

Ég hef átt mín móment af ófullkomleika, ég viðurkenni það.

Ég var hyskin, löt, óheiðarleg, leiðinleg, illgjörn, andstyggileg, rætin, umtalsill og ofsafengin bredda.

Jájá.

En það gekk yfir á tíu mínútum sléttum.

Eretta íslenskur eiginleiki, þetta með fullkomnunina?

Éheldabarra.

Hvað get ég sagt?

Yðar heilagleiki sem þarf að þjóta.Devil


Ég elska leigumorðingja og HH

 hallgrmur

Ég vaknaði í morgun og var bara nokkuð sæl með mig.

Ég ákvað að skella inn einu bókabloggi fyrir ykkur ormarnir ykkar enda veit ég að þið getið enga bók lesið nema að fá fyrst að heyra hvað mér finnst um viðkomandi rit.  Jeræt.

En á gamans, skellum okkur beint í gamanið.

Ég elska Hallgrím Helgason!

Sko bækurnar hans.

Maðurinn er svo mikill snillingur með lyklaborð og orð þannig að ég verð sjaldnast fyrir vonbrigðum.

Nýja bókin hans "10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp" er snilldin ein.

Hún fjallar um króatískan leigumorðingja sem kemur til Íslands frá Ameríku og til að gera langa sögu stutta þá er hann hér og kemst hvergi.

Er hægt að láta sér þykja vænt um samviskulausan leigumorðingja?

Já klárlega ef það er Hallgrímur Helgason sem býr hann til.

Þessi raðmorðingi er dúllurass og sjarmatröll og ég var í kasti á meðan ég las.

Þið munuð kynnast konunni Gunholder, fara í Cop War og á fleiri spennandi staði.

Og nú segi ég ekki meir.

Ég mæli algjörlega 100% með þessari bók.  Hallgrímur er einn af mínum uppáhalds rithöfundum.

En nú er ég að fara að gæta hans Hrafns Óla a.k.a. Lilleman.

Gerið ekkert af ykkur á meðan.

Úje


Naga þeir blýanta?

Mehdi Kavyan Pour frá Íran hefur verið í hungurverkfalli í níu daga til að mótmæla þeirri ákvörðun yfirvalda að senda hann aftur til heimalandsins.

Í fjögur ár hefur maðurinn beðið eftir að mál hans væri afgreitt.

Hvað eru þeir að gera hjá Útlendingastofnun?

Naga blýanta?

Mehdi segist frekar vilja svelta til bana í rúminu sínu en að snúa aftur til að deyja í fangelsi.

"Mehdi segist hafa unnið fyrir póst og símamálastofnun í heimalandinu og haft þann starfa að hlera síma. Trúnaðarupplýsingar hafi horfið af skrifstofunni og kjölfarið hafi tveir samstarfsmenn hans látist við dularfullar kringumstæður".

Í fyrsta lagi er ólíðandi að láta fleiri ár líða á meðan örlög fólks eru ráðin.

Í öðru lagi þá þykir mér furðulegt að maðurinn skuli ekki fá hér hæli, það er ekki eins og fagnaðarlætin bíði hans í heimalandinu ef hann snýr aftur.

Nú má auðvitað reikna með að útlendingapólitíkin versni um allan helming þegar samdráttur verður í þjóðfélaginu.

Það er helvíti fín afsökun til að losan við fólk.

En bara svo það sé á hreinu þá er svona framkoma ekki neinum bjóðandi.

Ég vil að Útlendingastofnun endurskoði málið og veiti manninum hæli.

Hann er búinn að bíða of lengi eftir afgreiðslu.

Hagið ykkur.

 


mbl.is Vill frekar deyja en snúa aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litli framsóknarmaðurinn

Mér finnst frábært að sjá hvernig Íslendingar þjappa sér saman þessa dagana.

Þá er ég ekki að meina samþjöppun þá sem ráðamenn eru að biðja um.  Þjöppunina sem á að fela í sér óskorðað þol fyrir furðulegum vinnubrögðum þeirra og leynimakki.

Nei, ég er að tala um fólkið á Austurvelli, og á Nasa í gærkvöldi og auðvitað tónlistarmennina sem buðu landsmönnum á tónleika á laugardagskvöldið.

Tónlistarmenn hafa í gegnum tíðina verið iðnir við að gefa vinnuna sína í þágu góðra málefna.

Tónleikarnir á laugardaginn voru fallegt framtak til að létta fólki lífið í kreppunni sem alla er að drepa.

Og kemur þá ekki litli framsóknarmaðurinn (Óskar Bergsson) og eyðileggur stemminguna, eða reynir það að minnsta kosti.

Óskar lét hafa eftir sér í visi.is að þetta væru útgáfutónleikar.

Ergó: Listamennirnir voru að troða upp til að selja plöturnar sínar, að sjálfsögðu, helvítis mangararnir.

Er það nema von að framsóknarmaður og það í borginni hafi ekki hugmyndaflug í að það sé til fólk sem gerir eitthvað í óeigingjörnum tilgangi.

Án þess að ota sínum totta.

Án þess að græða á því sjálft.

Þvílíkur andskotans gleðispillir.

Það eru erfiðir tímar, eins og skáldið sagði, og okkur veitir ekki af að grípa hvert tækifæri til að láta okkur líða vel, slaka á og gleðjast.

Fjandinn fjarri mér að menn eins og litli framsóknarmaðurinn eigi að geta fokkað því upp enda voru tónleikarnir haldnir þrátt fyrir tilraun hans til að koma í veg fyrir það með bölvuðum óliðlegheitum.

Alveg eins og Austurvallafundirnir verða stærri og stærri og Borgarafundirnir líka.

Íslenskur almenningur hefur vaknað til lífsins og lætur ekkert stoppa sig.

Ekki litla framsóknarmenn né heldur nokkurn annan sem vill halda öllum í sama kómanu og undanfarna áratugi.

Jess.

Allir út á götu.


mbl.is Tónlistarmenn argir út í Óskar Bergsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austurland að Glettingi

 old_radio

Þegar ég í bríaríi var að fabúlera um að ég gæti hugsað mér að gerast vitavarða í færslunni hér fyrir neðan, fór hausinn á mér á flug.

Muniði eftir veðurfregnunum í denn (þær eru reyndar eins enn í dag)?

Það sem ég velti mér upp úr frösunum.

Austurland að Glettingi varð mér tilefni til margra ára pælinga. 

Hvað var átt við með Austurland að Glettingi? 

Ég spurði ekki frekar en ég gerði þegar ég hélt að ættingjar þulanna hríðféllu í stórum stíl.

Það hefur komið til tals hérna áður. 

Elskulega móðir mín, hjartkær sonur okkar og ástkær faðir okkar lést sóandsó.

Ég alveg; Guð minn góður, það sem lagt er á sumt fólk.

Þar sem ég spurði engan um þessa háu dánartíðni ættingja þulanna í útvarpinu þá liðu þó nokkur ár í þoku sem þeir dvelja í sem ekkert vita í hausinn á sér eða þangað til einn daginn að það kviknaði á perunni.

Af hverju spurði ég ekki um dánartilkynningarnar?

Nú eða Austurland að Glettingi?

Hvað þá hvernig börnin yrðu til?

Það var beinlínis móðgandi á láta segja sér að Guð setti börnin í maga mömmu minnar.

Aftur og aftur, endalaust.

Í stað þess að spyrja vafraði ég um í villunni vitandi að það var verið að ljúga að mér og málið upplýstist ekki fyrr en á Róló þegar villingarnir í hverfinu leiddu mann í sannleika.

Þeir orðuðu sannleikann ekkert sérstaklega pent.  Hm.....

Glettingur er reyndar fjall fyrir austan.

Hana... þá vitið það villingarnir.


Ég vildi vera verðurathugunarkona eða vitavarða

Ég held að ég sé antisósjal. 

Með árunum stend ég mig að því að vera alveg ferlega leiðinleg þegar sjálfshátíðir eru annars vegar.

Edduverðlaunaafhendingin er sjónvarpsefni sem mér leiðist svakalega. 

Óskarsverðlaunin reyndar líka.

Fyrirgefið en ég fæ nákvæmlega ekkert út úr svona jippói.

En Egill Helga vann þrjár Eddur og það sá ég.  Hann átti alveg inni fyrir því.

Og minn annars rólegi eiginmaður hringdi töluvert mörg símtöl til að kjósa Egil sem sjónvarpsmann ársins eða eitthvað svoleiðis.

Annars fékk sú frábæra kona Elísabet Ronaldsdóttir Edduna og ég get svarið það, það var þess virði að verða vitni að því.  Enda bara snillingur hún Beta.

Svo fór ég annað að sýsla.

En ástæðan fyrir því að ég er að opinbera í mér vitavarðarelementið eða Hveravallagenið er sú að ég vil ekki hafa kreppufærslu efsta þegar ég fer og legg mig.

Ég ætti í raun að vera veðurathugunarkona á Hveravöllum þ.e. væri það jobb enn við líði.  Hitta ekki kjaft mánuðum saman.  Stundum líður mér bara þannig.

Eða liggja í vita út við endamörk heimsins þar sem vindurinn hvín og það brakar og brestur í vitanum og bara bækur á bækur ofan að lesa.

Einn mínus við vitann.  Ég er svo lofthrædd.

Ég tek það næst besta, ég pirra mig á Eddunni.

Meinið er að ég er ekki einu sinni pirruð af því ég skipti um stöð og sagði bæbæ Edduverðlaun.

Annars er Ísland svo lítið þjóðfélag að það er alltaf sami hópurinn á svona verðlaunahátíðum.

Maður er alveg: Já hann hefur fitnað síðan í fyrra.  Hún er í sama kjólnum og þegar hún vann í fyrra.  Þessi er búin að eiga, hún var ólétt í fyrra.  Lítur vel út.  Jösses.

Ekki að þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbrigði.  Í Ameríku er þetta alltaf sama liðið kjósandi hvert annað hægri - vinstri.

Hvað um það til hamingju Egill.

Nokkuð gott mál segi ég verandi áhangandi þátta mannsins, svona oftast að minnsta kosti.

En Betan hún var flottust.  Beisíklí komst enginn með tærnar þar sem stúlkan hefur hælana.

Djö.. hætt þessu tuði - farin að hallast.

 


mbl.is Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þolanlegt út um gluggann

Ég get ekki orða bundist með mannanafnanefnd.

Mér finnst að sú nefnd hljóti að samanstanda af embættismönnum sem hafa reykt eitthvað ólöglegt í óhóflegu magni þó það sé vonandi ekki raunin.

Þeir samþykkja ótrúleg nöfn en banna önnur vel þolanleg.

Auðvitað eru svona nefndir algjörlega út úr kú, foreldrum ætti að vera treystandi til að vera ekki að misbjóða börnum sínum með heimagerðum hroðbjóði en þegar það gerist þá ætti að vera hægt að gera athugasemd við skráningu á nafninu.

Ég get samt ekki skilið af hverju foreldrar vilja kalla börnin sín sumum nöfnum.

Eins og Ástmörður, Skuggi, Ljósálfur og Náttmörður.

Minn mælikvarði á nöfn er einfaldur.  Þola þau að vera görguð út um gluggann.

Skelfir og Skíma: Inn að borða núna.

Svo eru nöfn eins og Skuggi.  Hugsið ykkur að vera þunglyndur og heita þessu nafni.

Eða Gestur, sem er auðvitað fallegt nafn en sá maður getur ekki sagst vera gestur á eigin heimili og reikna með því að vera tekinn alvarlega.

Annars er ég orðin frekar höll undir gömlu góðu íslensku nöfnin en þau voru gjörsamleg át þegar ég var að eiga börn.

Þorgerður, Hjördís, Þórunn, Hallveig og Margrét.  Yndisleg nöfn alveg hreint.

Annars slapp ég ágætlega.  Fór sum sé aldrei á Kapítólustigið.  Það er beisíklí andlegt ofbeldi á börnum að skíra þau Kapítólu.  Hvað þá Lofthænu eða Almannagjáu.

Helga Björk mín elsta heitir í höfuðið á henni ömmu minni sem ól mig upp.

María Greta eftir föðurömmu og systur minni.

Sara Hrund út í loftið bara.

Nöfn stelpnanna minna eru aktjúallí þolanleg út um glugga.  Það er málið.

En mannanafnanefnd hafnar nöfnunum Magnus og Sven.

Halló, get a grip.

Annars er ég nú svona að fabúlera hér í morgunsárið bara.

Enginn vaknaður nema ég.

Farin að kíkja á jóladótið.

Mig vantar birtu og yl.

Úje.

 


mbl.is Aðólf, Júní, Maríkó og Skugga samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 113
  • Frá upphafi: 2988332

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.