Færsluflokkur: Menning og listir
Mánudagur, 1. desember 2008
Meðferðuð til háheilagrar edrúmennsku
"Mér hlýtur að vera í nöp við sjálfa mig" sagði ég stundarhátt við undirritaða þegar ég sat vafin innan í teppi og peysur úti í fimbulkuldanum og reykti rétt áðan.
Sígó er mín eina fíkn sem eftir stendur í þeirri andans hreingerningu sem ég hef gert á sjálfri mér undanfarin ár (tugi).
Eftir að hafa meðferðað sjálfa mig til háheilagrar edrúmennsku (að svo miklu leyti sem hægt er að tala um háheilögheit í sambandi við mína aumu persónu) á ég þennan eina löst eftir og mér þykir vænt um helvítið á honum.
En eftir að sígófíknin var gerð brottræk úr veislusölunum á kærleiks og send með skömm út í skýli hefur gamanið farið að kárna illilega.
Ég hef ekki heilsu í þetta. Ég þoli illa kulda.
Það er ekki til sú úlpa, þeir vettlingar, treflar, teppi eða föðurland sem getur klætt af mér þennan napra andskota sem smýgur inn í merg og í bein.
Ég sagði við minn löggilta elskhuga í gærkvöldi að mér væri orðið alltaf kalt.
Hann sagði spekingslega: "Það er kalt úti, kalt inni, kalt í sálu, kalt í sinni (maðurinn er gangandi rímnamaskína) og það er kreppan sem leggst svona í veðurfarið.
Ég: Ekki drepa mig úr jákvæðni.
Hann: Ó ég gleymdi að taka fram að við eigum hvort annað og lauk í ísskápnum. Þessari ástarjátningu fylgdi illyrmislegt glott.
Ég sagði honum auðvitað að ég elskaði hann líka og svo sparkaði ég í sköflunginn á honum til að undirstrika mínar ólgandi tilfinningar.
En þetta er ekki alslæmt. Það fæst nikótínúði í apótekinu og ég er alvarlega að íhuga notkun á viðkomandi. Það er einfaldlega of kalt fyrir fíkn sem iðkuð er undir beru.
Ef ég hætti að reykja þá á ég ekkert eftir, enga bresti, allir gallar heyra sögunni til og mynd mín mun lenda á koparristum og íkonum í nálægri framtíð.
Hvað get ég sagt?
Ég er alls ekkert fyrir að ýkja.
Þetta er fíflafærsla í boði komandi hátíðar.
Gleðilegan jólamánuð krúttin mín.
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Í alvörunni amma
Ég er kuldaskræfa. Segi og skrifa.
Meira að segja lét ég mig hafa það að sitja heima hérna á árum áður þegar kveikt var á jólatrénu á Austurvelli. Ég sem er svo mikill sökker fyrir jólatrjám.
En manneskjunni er ekki eðlilegt að vera kalt. Það stríðir gegn öllum lögmálum, ég sver það.
Ég held hins vegar að Jenný Una fari með foreldrum sínum og bróður á þessa uppákomu í dag.
Annars er fyrsti í aðventu og ég á bara eftir að skreyta jólatréð - ég er að fíflast með ykkur.
Ég ákvað í morgun þegar ég var vakin af lítilli stúlku að ég skyldi ekki hugsa, skrifa eða tala um kreppu í dag.
Ég mun standa við það alveg þangað til að það hentar mér ekki lengur.
En aftur að djamminu.
Jenný Una sagði við mig áðan:
Amma: Grýla er ekki til nema í söngbókinni minni.
Ég: Það er alveg rétt hún er sögupersóna.
Jenný Una: Hún étur börn í þykustunni og líka jólakötturinn í útarpinu.
Amman: Já en það er bara í þykjustunni.
Jenný Una: Já ég veita. En kistur éta mýsir og mýstir éta firrildi í alvörunni amma.
Þar hafið þið það. Smá dýrafræði í boði Jennýjar Unu.
![]() |
Grýla prýðir Óslóartréð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 28. nóvember 2008
Af hverju valdi ég ekki Galapagoseyjar?
Aðgerðir kynntar eftir hlegi segir ríkisstjórnin.
Kannski kortéri fyrir þjóðfund?
Tek undir með Heiðu, látum okkur ekki vanta á þjóðfundinn.
Og ef ég heyri einu sinni enn ráðamenn og aðrar silkihúfur segja...
"Ég skil vel reiði almennings en"
( mér dettur ekki í hug að lyfta upp mínum hlupkennda rassi af mínum valdastól til að bregðast við þessari reiði, ónei, en ég skil hana ofboðslega vel... meiri aularnir).
Þá enda ég í rúminu og það til langdvalar.
Annars ætla ég að horfa á sjónvarpið.
Er alveg í því sko að refsa mér fyrir að hafa fæðst hérna. Sjónvarpsdagskrá RÚV gerir mér hluti.
Af hverju valdi ég ekki Galapagoseyjar til að fæðast á?
Segi svona.
Elska ykkur í milljón.
Örlítið seinna
![]() |
Aðgerðir kynntar eftir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Föstudagur, 28. nóvember 2008
Mjólkurpeningar?
Mér er kallt. Að utan sem innan.
Ekki nema von á þessum síðustu og bestu.
En...
Í dag ætla ég að passa Hrafn Óla á meðan mamma hans fer í próf.
Ég ætla að kveikja á kertum og reyna að fá í mig jólastemmingu.
Það eru bara 26 dagar til jóla. Ekki í lagi hvað tíminn flýgur áfram.
Svo var ég að pæla í Davíð Oddssyni. Já mér er kalt á sálinni, ég sagði það.
Finnst engum þarna í valdabatteríinu neitt athugavert við að hann þegi yfir því í heila viku að peningarnir frá IMF séu komnir inn á reikning hjá Seðlabanka.
Það er ekki eins og þetta séu mjólkurpeningar heimilisins. Þetta eru milljarðar.
Ég er hætt að botna í nokkrum hlut.
Þetta lagar.
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
...og ég gaf frá mér undarlegt dýrahljóð
Nú ætla ég að klæmast smá sjálfri mér til skemmtunar.
Nei, segi svona, hef ekki alveg smekk fyrir því.
Sko, Rachel Johnson hefur hlotið verðlaunin fyrir lélegustu kynlífslýsinguna í bók þetta árið.
Setningin sem gerði útslagið var: og ég gaf frá mér undarlegt dýrahljóð.
Annars man ég eftir nokkrum góðum sem ég hef safnað í hausinn á mér í gegnum árin.
"Þau veinuðu bæði af frygð samtímis svo hljómaði um allt hverfið".
"Húð hennar emjaði af nautn".
"Þau smullu saman með hávaða ofan á rúmið á hótelherberginu".
"Tungur þeirra eltu hvor aðra yfir lendur líkamans langa stund".
Ég dey.
Annars er ég á því að það sé erfitt að skrifa spennandi kynlífslýsingar.
Af hverju spyrð þú dúllan mín?
Sko, ég reyni að útskýra, unaðurinn felst í alvörunni, ekki uppskrúfaðri uppröðun á orðum.
Ég er alki, kommon ekki skoðaði ég sölubæklinga ÁTVR þegar mig langaði í glas. Hefði ekki dugað við þorstanum mikla sem aldrei varð svalað.
Sama gildir um falleg föt. Glætan að þú skoðir vörulista til að fullnægja lönguninni.
Ónei, þú steðjar í búð og verslar fyrir þúsundir.
Kynlíf á ekki að lesa um.
Eða...?
![]() |
Verðlaunuð fyrir vonda kynlífslýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Í upphafi skyldi endirinn skoða..
..er speki sem mér hefur sjaldnast tekist að tileinka mér þó góð og gegn sé.
Ég hef vaðið áfram í lífinu eins og stórtæk vinnuvél og endað með því að hrapa fram af næstu brún. Oft að minnsta kosti.
En ég hef auðvitað tileinkað mér þessi sannindi með öfugum formerkjum. Hvað annað?
Þegar ég les bækur þar sem endirinn skiptir máli þá hef ég oftast þann háttinn á að fljótlega eftir að ég byrja að lesa og er komin með aðalpersónurnar á hreint, hver heitir hvað og svona, þá fer ég í endirinn.
Þetta þykir mörgum hinn argasti öfuguggaháttur og ég virði þá fyrir afstöðuna en gef jafnframt fullkomlegan skít í hana.
Málið er að ég nýt þess að lesa góðan texta og ég nenni ekki að láta óþarfa spennu og áhyggjur af sögupersónunum þvælast fyrir mér. Ergó: Ég tékka á hver myrðir, elskar, hatar, kyssir,lemur hvern og nýt svo bókarinnar í rólegheitum.
En.. nú tók ég ákvörðun um að gerast ábyrgur lesandi bóka með endi sem skiptir máli.
Ég lagði á mig fjölmargar æðruleysisæfingar og hélt lúkunum á mér föstum um bókina hennar Auðar Jónsdóttur, sem reyndar er einn af mínum uppáhalds höfundum.
Ég sat nokkuð upp með mér og hélt oftsinnis að ég væri búin að sjá í gegnum plottið. Full sjálfsánægju las ég til enda....
Hm... plottið tók mig gjörsamlega á rúmstokknum.
Hvað get ég sagt? Ég blogga yfirleitt bara um bækur sem ég hrífst af.
Það er vegna þess að ég er enginn alvöru bókagagnrýnandi, enda skortir mig allar forsendur til þess.
Ég er lesandi og ég deili með ykkur skoðun minni á þeim bókum sem mig langar til að þið ljósin mín í himninum fáið hlutdeild í.
Auður er ein af mínum útvöldu. Ég held að hún sé að toppa sjálfan sig með þessari bók. Lesið Vetrarsól.
Ajö!
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Bráðlega fyllum við Egilshöll (þrátt fyrir að við séum ekki þjóðin sko)
Fundurinn í kvöld var ótrúlega öflugur
Þvílíkur fjöldi af fólki samankomin og stemmingin var áþreifanleg.
Allir fummælendur voru kraftmiklir og góðir en Margrét Pétursdóttir verkakona, kom sá og sigraði.
Hvar hefur þessi frábæra kona falið sig fram að þessu?
Það er ógleymanlegt að upplifa samkenndina sem ríkti á fundinum í kvöld og það gerir það að verkum að ég trúi að almenningur geti flutt fjöll ef honum dettur það í hug.
Samtakamátturinn er nefnilega öflugt tæki. Við Íslendingar erum að komast að því þessa dagana.
Ráðherrarnir voru ráðherrar, ekkert nýtt þar að fá en þeir mættu flestir og fá plús í kladdann fyrir það.
Mér fannst þó að ISG hefði mátt skilja hrokann eftir heima því hann skein klárlega í gegn á tímabili.
Hún talaði um að það væri ekki endilega þjóðarvilji sem endurspeglaðist í troðfullu Háskólabíói.
Reyndar hef ég engan heyrt sem heldur því fram að fundargestir á borgarafundum eða mótmælum á Austurvelli séu að gera tilkall til neins annars en að á þá sé hlustað, að hætt verði að ljúga að þjóðinni, svo bljúgar óskir okkar séu nefndar.
Hvað um það, meirihluti almennings í þessu landi vill kosningar á nýju ári og framhjá því verður ekki horft.
Og við hættum ekki fyrr en þeirri ósk verður framfylgt.
Sorrí, en þannig er nú það þið sem eruð í miðjum friggings björgunarleiðangri.
Bráðlega fyllum við Egilshöll.
Þetta í kvöld var aðeins æfing.
B.t.w. Geir var ferlega hissa á hvað margir voru á fundinum.
Geir vakna, átta sig og hrista af sér slen.
Djísús.
![]() |
Bankaleyndina burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Ég vill ekki hleypa upp þessu partíi en....
Ég vill ekki vera gleðispillir, ég vil ekki hleypa upp partíinu með því að hella úr glasinu mínu framan í næsta mann og ég vil ekki úa þegar allir klappa en kæra ISG ...þú segist myndu vera með á mótmælunum á Austurvelli værir þú ekki í ríkisstjórn.
Sko.. ef þú værir ekki í ríkisstjórn ásamt Geira þá væru engin mótmæli.
Málið er einfalt.
Þjóðin vill kjósa.
Þjóðin vill Seðlabankafílinn í postulínsbúðinni burt.
Þjóðin vill nýtt fólk, nýja sýn.
Nýir vendir sópa best.
Kommon, fólkið fyrst svo flokkurinn segir þú.
Voðalega hljómar þetta eitthvað áróðurskennt og búið til af Sven Ingvars frá Nató.
Fólkið vill kjósa - það er bara þannig.
Það þarf ekkert að draga lappirnar okkar vegna. Bara svo það sé á hreinu.
Svo má Samfylkingin klappa fyrir þér þangað til hún verður marin á fingrunum.
Að öðru leyti finnst mér þú frábær.
Ójá.
![]() |
Áfallastjórnuninni lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 22. nóvember 2008
Ég ætla ekki að drepa þig - ég ætla að bana þér
Flott hjá stelpunum að klæða Jón í bleikt. Fer honum.
Annars er þetta jólafærsla. Það er ekki hægt að slugsa svona með jólaæsinginn sem ég á að kveikja hjá lesendum þessarar síðu í boði jólasveinsins. Ég er ekki að standa mig.
Ég gerðist djörf í framkvæmdunum í dag. Þvoði glugga og henti upp seríum og ég gerði það sjálf og alein.
Það er stórmerkilegt í sjálfu sér fyrir mig svona persónulega vegna þess að ég er með fóbíu fyrir öllu sem þarf að mekanisera með einhverjum hætti.
Ég er vön að láta hinn aðila heimilissins í svona djobb.
Þarna þurfti ég að negla 2 litla krúttlega nagla og það tókst.
Hamar notaður og allt, engin slys á fólki og engar rúður brotnar.
Arg... ég get ekki jólast.
Ég er svo reið og áhyggjufull.
Og löggan, halló, kallar viðbjóðslegan piparúðann - VARNARÚÐA!
Get a live, hvern er hún að reyna að blekkja?
Þetta er eins og að segja t.d. ég ætla ekki að drepa þig ég ætla að bana þér.
Sami hlutur og jafn vont.
Helvítis aulaháttur.
Ég ætla að hugleiða smá.
Cry me a river
![]() |
Neyðarstjórn kvenna klæddi Jón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 22. nóvember 2008
Jepparnir eru þagnaðir
Munið þið eftir leikritinu Jeppi á Fjalli? Ekki? Ok.ok, skítsama, það var sýnt við miklar vinsældir í bernsku minni.
Við tökum meiri jeppa á eftir.
Hvernig ætli þetta ár verði í minningunni, árið 2008?
Það gerðist margt fínt á þessu ári hjá mér persónulega en ég er eiginlega nú þegar búin að gleyma því.
Sko, ef þú ferð í partí og það er ógeðslega gaman og svo fara tveir kærir vinir að slást, segjum útúrdrukknir, þá verður samkoman ekki skemmtileg í minningunni. Það sem eftir mun standa er þegar Palli og Gummi brutu friggings mávastellið hennar Lóu og Raggi datt á hausinn og það þurfti að sauma tvö spor í heimskan hausinn á honum.
Ergó: 90% af veislunni var frábær, restin sökkaði og hún stendur eftir.
Þannig held ég að það verði með árið 2008. Fólk mun taka um magann, rúlla augunum og horfa til himins og segja: Ésús minn, það guðsvolaða ár.
(En það reddaðist sem betur fer því við settum ríkisstjórnina af og kusum um vorið, nema hvað).
En aftur að þessu með jeppana.
Ég held að árið 2008 verði ár hinna heimóttalegu jeppaeigenda.
Flestir jeppar eru ekkert notaðir uppi um fjöll og firnindi, ekki margir sem þurfa að ryðjast yfir jökulinn á leið í vinnuna. Fara yfir ÁR til að mæta á skrifstofuna. Nei,nei.
Ég held nefnilega að þeir sem eiga jeppa aksjúallí bara út af því að þótti flott í gróðærinu, séu doldið svona vandræðalegir þegar þeir þurfa að skjótast í Bónus eða eitthvað eftir bjúgum í kvöldmatinn.
Alveg: Sjitt hvað ég vildi vera á Fiat Uno.
Árið er 2008 og jepparnir eru þagnaðir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 113
- Frá upphafi: 2988332
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 111
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr