Færsluflokkur: Dægurmál
Sunnudagur, 26. júlí 2009
Þjóðhagslega hagkvæm brúðkaup framtíðarinnar
Vá hvað þetta hefur verið skemmtilegt brúðkaup!
Af hverju datt mér þetta ekki í hug?
Ég hefði örugglega ekki þurft að gifta mig svona ógissla oft ef ég hefði gert eins og þessi hjón í Minnesota.
Ég legg til að þetta verði gert að skyldu við athafnir.
Dansa sig inn í kirkju og út úr henni aftur.
Ekki leiðinlegt og þjóðhagslega hagkvæmt.
Hjón með svona húmor láta sér örugglega ekki detta í hug að skilja þegar þau lenda í vandræðum.
Þau fá sér snúning og leysa vandann á dansgólfinu sko.
Almáttugur, svo krúttlegt.
Ég get ekki sungið, en dansað get ég.
Hér eftir mun ég dansa mig í gegnum lífið.
Mótbárur?
Nei, ég hélt ekki.
![]() |
Steypti sér í kollhnís að altarinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 24. júlí 2009
Ástfanginn af bótoxi
Ein af dætrum mínum (að minnsta kosti) er skotin í Simon Cowell.
(Þú veist hver þú ert).
Hún hitti hann í fyrra þegar hún var úti að borða í London, þau töluðu saman og hann blikkaði hana.
Því miður þá náðist þetta sögulega atvik ekki á mynd.
En Simon á sama afmælisdag og yngsta stelpan mín, það hlýtur að gera það að verkum að honum er ekki alls varnað, því fólk á þessum degi er með hjartað utan á sér.
Spurningin er hvort Simon sem er bótoxaður frá enni og niðurúr, sé búinn að láta eiga við hjartað líka.
Svo hræddur við að eldast karlinn, hlýtur að vera skelfilegt að óttast hið óumflýjanlega.
Núna á sem sagt að halda afmælisveislu fyrir þennan krúttfrömuð í tilefni þess að hann verður fimmtugur 7. október n.k.
Um að gera að taka afmælið snemma og halda óslitnu fjöri fram á árs afmælisdag íslenska hrunsins.
Sautján fyrrverandi kærustur munu mæta í partíið.
Hvað með ALLAR hinar?
Sautján stykki er lítill og aumingjalegur afrakstur fyrir bótoxhöfðingjann.
Karlinn hætti við að giftast í fyrra.
Skíthræddur við að bindast öðru en bótoxinu og sjálfum sér.
Hann á eftir að enda aleinn og fokkings skíthræddur, ég er að segja ykkur það.
Djók.
Hvað er ég að fabúlera um Simon Cowell?
Jú, ég nenni ekki að vera alvarleg um helgar.
Og frá og með nú er mín helgi hafin.
Úje.
![]() |
Sautján fyrrverandi kærustur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 22. júlí 2009
..eins og að afneita börnunum sínum
Hugsið ykkur, Obama leyfði sér að klæðast gallabuxum opinberlega og ekki nóg með það, púkalegum gallabuxum í þokkabót.
Eins og hvert barn veit þá byrjaði Búskur forseti á því þegar hann varð forseti að banna starfsmönnum Hvíta hússins að vera í gallabuxum í vinnunni. Það er svo óamerískt.
Meiri tvískinnungurinn.
Það er ekkert bandarískra en einmitt gallabuxur.
Nema ef vera skyldi offita, burstaklipping og morð á fólki í fjarlægum löndum í nafni lýðræðis.
Þetta er eins og að afneita börnunum sínum.
Og heimurinn slefar af undrun.
Cry me a river.
![]() |
Obama ver buxurnar sínar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 19. júlí 2009
Sæt og sökkar?
Var að rekast hér inn eftir að hafa verið að gera skemmtilega hluti eins og að horfa á heimildarmynd um trúarbrögð.
Hversu heimskulegt og hættulegt það er að hætta að hugsa og trúa í blindni á biblíu- og kórankjaftiæði.
Svo sá ég þessa fyrirsögn: "Var hún of falleg fyrir fangelsið"?
Kona var látin fara af því hún var svo bjútífúl, en hún var fangavörður.
Eða svo segir hún.
Ég spyr; var hún ekki hundleiðinleg bara og óþolandi í samskiptum?
Sæt og sökkar?
Segi svona og mér gæti ekki staðið meira á sama.
Farin í kvöldbænir.
![]() |
Var hún of falleg fyrir fangelsið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 18. júlí 2009
Okkur var skapað að skilja - úje
Það er alltaf verið að rannsaka og rannsaka.
Sú nýjasta ber vinnuheitið "What´s love got to do with it" og leiðir mann í allan sannleika um hvaða sambönd eru líkleg til að endast og hver ekki.
Af hverju í áranum voru ekki svona rannsóknir í gangi þegar ég stóð í að giftast og skilja við mína fjölmörgu eiginmenn.
Hugsið ykkur óþægindin sem hægt hefði verið að sleppa við?
Alla brúðarkjólana sem ég hefði ekki þurft að kaupa?
Eða alla prestana sem ég hefði gefið helgarfrí?
Ég hef sagt ykkur frá því einhvern tímann hversu góð byrjunin á mínu fyrsta hjónabandi var.
En aldrei er góð vísa of oft kveðin (so here we go again).
Við rifumst á leið í kirkju.
Töluðumst ekki við undir athöfn en rétt náðum að hvæsa jáinu út á milli samanbitinna vara.
Héldum svo áfram að rífast langt fram eftir degi.
En vorum búin að sættast til að geta mætt í okkar eigin brúðkaupsveislu.
Fall er fararheill segja sumir.
En það er ekki rétt, hjónabandið stóð í ár eða svo.
Hefði átt að endast lengur hefði mér fundist.
Af því við reyktum bæði.
En það á að auka líkurnar á að sambönd haldist.
En okkur var skapað að skilja.
GARG og gaman.
Úje.
![]() |
Reykingar hafa áhrif á varanleika sambanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 15. júlí 2009
Að lokum og að lokum og svo að lokum - en ég fer ekki neitt
Skrýtinn dagur.
Hef verið bálill, ofsa glöð og allt þar á milli.
Nei, ég er ekki maníu-depressív, það er bara svo mikil spenna alls staðar.
Ég ætlaði að fara að blogga um ESB-dæmið, alveg svakalega alvöruþrungið blogg en svo nennti ég því ekki.
Þetta lið á Alþingi getur átt sig fyrir mér.
Ég segi mig úr lögum við þetta samfélag.
Ég ætla að gerast stjórnleysingi.
Bara að bomba sig í gegnum lífið. DJÓK.
En að þessu með að verða óléttur í sundlaug. Ég trúi því alveg að það sé til fólk sem trúir á svoleiðis getnað.
Ég meina það, ég átti vinkonu sem var dauðhrædd um að hún væri ólétt af því að strákur lagðist ofan á hana (þau bæði fullklædd og ekki var losað um eina tölu eða rennilás meinsstaðar).
Hún svaf ekki í marga daga eða alveg þangað til að líkaminn sýndi sig í fullri fúnksjón án óbeðins gests.
Ergó: Hún byrjaði á túr.
Málið var að það hafði farist fyrir að klippa út í pappa fyrir hana hvernig börn verða nákvæmlega til.
Og máli mínu til stuðnings, þegar ég held því fram að kynfræðsla sé betri af bókum en með verklegum æfingum, þá hélt ég og fleiri að það væri ekki hægt að verða með barni í fyrsta sinn sem stelpa svaf hjá strák.
Þessu trúðum við þangað til ein vinkonan fór út í verklega kynfræðslu á sjálfri sér og varð ólétt - í fyrsta sinn.
Jájá.
Þannig að þessi pólska hefur bara ekki lesið heima og ekki farið í margar verklegar æfingar.
Svo eitt að lokum.
Ég þoli ekki, "já sæll", "eigum við að ræða þetta eitthvað" og "öll ljós kveikt og enginn heima".
Er ekki búið að slíta þessu inn að beini?
Og enn eitt að lokum.
Er ekki hægt að fara fram á það við ákveðna þingmenn að þeir hætti að drusla Jóni Sigurðssyni "heitnum" með sér í ræðustól og nota allskonar frá honum sér til framdráttar?
Halló, vinnið ykkar eigin stríð þið ykkar með steingelda heilastarfsemi.
Sorrí langhundinn. Hef ekki komist til að blogga síðan í morgun.
Újejejejeje.
Og skammist ykkar þið sem voruð farin að halda að ég væri hætt að blogga.
The joke is on you.
Ég fer ekki rassgat.
![]() |
Getnaður í sundlauginni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Sjö sinnum samfarir
Ómæ, Jessica Simpson er ein á ný.
Ég veit nákvæmlega ekkert um þessa konu annað en að hún hrópaði upp yfir sig þegar henni voru boðnir "Buffalo wings" að hún hefði ekki vitað að Buffalóar hefðu vængi.
En hvað um það.
Cher, sú frábæra söng og leikkona sem er marg-endurnýjuð af lýtalæknum, trúði því að vindurinn hefði mótað höggmyndirnar af Bandaríkjaforsetunum í fjallið þið vitið.
Ég átti líka vinkonu fyrir margt löngu sem hélt að "hafa nóg á sinni könnu" þýddi að eiga nóg af kaffi á heimili.
Jájá.
Og ég trúði því líka til skamms tíma að guð kæmi börnunum fyrir innan í konum.
Kommon, allir eiga sín ljóskumóment.
Ég verð þó að játa að mér fannst eitthvað undarlegt við þessa aðferðarfræði Guðs almáttugs við að koma börnum í heiminn.
Af hverju var hann að flækja málinn og hafa fyrir að setja smábörnin inn í konur og láta þær svo hafa fyrir því biggtæm að koma þeim þaðan út?
Svo komst ég að þessu úti á róló þar sem kynfræðsla fyrir börn á öllum aldri hefur alltaf farið fram.
Einhverjir strákandskotar læddu út úr sér sannleikanum og líf mitt varð aldrei samt upp frá því.
Vitið þið hvernig barni líður sem á foreldra sem eru óseðjandi í rúminu?
Eignuðust sjö börn áður en þau náðu að stilla sig?
Sjö sinnum í samförum?
Meiri djöfulsins ólifnaðurinn.
Annað en ég.
Hmrpfmf...
![]() |
Jessica Simpson ein á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 12. júlí 2009
Á ekki einhver kartöflugarð?
Hafið þið pælt í því hvernig gott sumarveður gerir okkur Íslendinga brjálaða úr athafnasemi?
Ókei, ég veit ekkert um hvort sumarveðrið hefur svona áhrif á aðra en okkur á höfuðborgarsvæðinu enda skiptir landsbyggðin ekki máli.
Ekki neinu máli.
Við erum nafli þessa lands vér borgarbörn.
Ég hef sjálf orðið fórnarlamb sólarmaníu bæði í gær og dag.
Eins og frægt er orðið hentist ég til Þingvalla í gær og sú ferð kemst auðvitað á spjöld sögunnar.
Síðustu kaffigestir hinnar fornu Hótel Valhallar var kona nokkur, ákaflega fagurlimuð, hárfögur og smáfríð sem kom þar ásamt hjásvæfli sínum til margra ára og teyguðu þau svartan drykk úr glerskálum er bollar voru kallaðir á þessum skelfilegu umbrotatímum steingeldrar gróðahyggju Íslendinganna.
Síðan brann hið forna hótel til kaldra kola og hafa rústir þess aldrei fundist en munnmælasögur herma að gistihús þetta hafi staðið þar sem þinghelgi var til forna en í dag er skrautbílakirkjugarður merkur mjög.
En þetta var nú útidúr.
Ég riggaði upp öðru ferðalagi í dag.
Upp í Grafarvog til systur minnar.
Á leiðinni sá ég traktor í miðju íbúðarhverfi og hann andskotaðist þarna upp um allar brekkur og ég gat ekki betur séð en að bílstjórann vantaði.
Þá sagði ég við minn síðri helming:
Nei sjáðu, meira að segja vinnuvélar fá kast í góða veðrinu.
Og þá sagði hann að það væri skemmtilegt með svona sjálfstætt starfandi vinnuvélar og svo benti hann mér á mann sem kom gangandi ábúðarfullur mjög að vinnuvélinni og okkur fannst bæði athyglisvert og skemmtilegt hversu annar fótur mannsins var styttri en hinn.
Við vorum sammála um að þessi maður gæti ekki átt góða konu.
Ef þið eruð enn að lesa þessa andskotans vitleysu sem ég er að búllsjitta ykkur með þá eruð þið of kurteis og vel upp alin og þurfið að detta í það og skvetta ærlega úr sálarkoppnum og skandalísera svo um munar.
En núna er ég farin að hvíla mig fyrir átök morgundagsins.
Spáin er góð.
Hvað á maður að gera á morgun?
Á ekki einhver kartöflugarð að lána mér eða eitthvað?
Úje.
![]() |
Fólk skemmtir sér fallega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 9. júlí 2009
Vælt út yfir gröf og dauða
Tilfinningaklámið í Hollywood nær hæstu hæðum þessa dagana.
Ástæða: Michael Jackson.
Ég er ekki að gera lítið úr hinum látna en Ameríkumenn eru ótrúlegir sökkerar fyrir tilfinningasukki, yfirborðskenndu sorgarkjaftæði sem þeir elska að fá athygli út á.
Svo væmnir og tilgerðarlegir að það nær engri átt.
Núna biðjast þeir afsökunar í kippum og kös.
Fyrirgeeeeefið aðdáendur en ég missti mig úr ekka þegar ég sá kistuna hans MJ.´
Ég er svo tilfinningarík/ur að ég má ekkert aumt sjá. Búhú.
Ég gat ekki sungið þegar ég sá besta vin minn liggja þarna í kistunni og harmurinn yfirtók í mér raddböndin.
Allir í Hollý eru núna bestu vinir MJ.
Skrýtið, á meðan hann lifði var hann meira og minna einn.
En það er til fullt ar svona jarðarfarasökkerum út um allan heim.
Fólk sem mætir á kistuvaktina þó það hafi varla þekkt líkið í sjón.
Sumir hreinlega mæta á jarðarfarir sér til skemmtunar.
Halló.
Vonandi fær MJ nú að vera í friði fyrir grenjandi og syngjandi nýjum bestu vinum.
Kommon, hver vill láta væla yfir sér út yfir gröf og dauða.
Urrrrrrrrrrrrrr
![]() |
Kistan sló Carey út af laginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Blessi ykkur börnin góð
Prestar blessa hluti.
Líka fólk og allskonar bara.
Mér finnst hipp og kúl að láta presta blessa lítil börn.
Getur að minnsta kosti ekki skaðað.
En eru blessanir presta og preláta magnaðri en þeirra sem eru próflausir á kærleikinn?
Nú var biskupinn að blessa krossinn upp á Hallgrímskirkjuturni.
Vonandi bjargar það krossinum frá alkalískemmdum.
En mig langar að vita eitt (og reyndar fleira en eitt, það kemur seinna).
Hafa umboðsmenn guðs á jörðu blessað íslensku útrásina?
Mig rámar í að þeir hafi verið að ferma og skíra í boði bankanna og svona í gróðærinu, hví ekki þá að blessa þá sem plönuðu stærsta bankarán sögunnar?
Nei annars getur ekki verið.
Það hlýtur að hafa verið myrkrahöfðinginn sjálfur sem var með þar í för.
Svona miðað við útkomuna.
Ég neita að trúa að guð hafi eitthvað að gera með strákana "okkar".
Eða hvað?
Þetta er trúleysinginn sem talar frá menningarheimili sínu á Teig kenndum við hús guðs.
Ésús minn á fjallinu.
![]() |
Biskup blessar í hæstu hæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr