Færsluflokkur: Dægurmál
Sunnudagur, 5. júlí 2009
Davíð og Debbí túlka í kór
Ég kemst ekki yfir það hvað Davíð hefur mikinn slagkraft.
Annan daginn í röð hafa staðhæfingar Davíðs um hvaðeina verið reknar ofan í hann með staðreyndum.
Davíð er bara í rugli og tjóni ef hann opnar munninn.
Og hverjum er ekki sama um söguskýringar DO?
Reyndar sagði húsband mér að það væri gott að hvorki ég né Davíð værum túlkar hjá Sameinuðu þjóðunum.
Hann hefur reyndar kallað mig Debbí túlk í mörg ár þessi elska þegar hann gapir yfir upprifjunum mínum af fortíðinni sem hann vill meina að séu með ævintýralegri söguskýringum en gerist og gengur.
Stundum minnist ég á eitthvað úr fortíðinni og þá oftast mér til framdráttar í argjúmenti og þá segi ég t.d.; Manstu þarna um vorið að við fórum og gerðum og þú sagðir og ég sagði og þá gerðist þetta?
Hann: Nei, það var alls ekki svona, þetta var um vetur og þú varst ekki einu sinni með í för og ert því ekkert til frásagnar um þetta atriði.
Ég: Hvað er að þér, ég var víst þarna, ég held að ég muni það, var í svörtu leðurkápunni, stígvélunum sem ég keypti í London og þú varst í gráa jakkanum með hárið í tagli.
Hann: Þetta er ekki argjúment Debbí mín, þetta er tísku- og hárgreiðslulýsing.
Ég: Ég er bara að benda þér á að ég man meira að segja hvernig við vorum klædd svo vertu ekki að draga allt í efa sem ég segi, minni mitt er óbrigðult sem er meira en þú getur státað af.
Hann: Það er enginn mælikvarði á eitt né neitt, þú manst hvernig fólk var klætt í sjoppunni þegar við fórum og leigðum mynd 1998 en þú ert löngu búin að gleyma hvað myndin hét.
Ég: Nei, það var Steel Magnolias.
Hann: Aha! Ég vissi að Debbí væri mætt í öllu sínu veldi.
Værir þú að túlka hjá UN þá hefði heimsstyrjöld skollið á fyrir löngu síðan.
---
Hvað get ég sagt, maðurinn er beinlínis vondur við mig.
Svona er ég, deili öllu með ykkur, leit á g-bletti, skoðun minni á Davíð og rifrildum á kærleiks.
Og er svo opin frjáls og utanáliggjandi.
Hjálp.
![]() |
Ósvífin og ódýr afgreiðsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. júní 2009
Slúður er listgrein
Ég er einbeitt og glerhörð í viðleitni minni við að fylgjast ekki með slúðri um fræga fólkið úti í heimi og ekki hérna megin hafs heldur.
Þess vegna er ég reglulega eins og stórt spurningarmerki í framan þegar ég les netmiðlana.
Þar rekst ég á nöfn fólks sem ég kannast ekki við og ég fæ þá á tilfinninguna að ég hangi ekki með í svinginu.
Megan Fox er á netmiðlunum á hverjum degi.
Á visi.is eru tvær til þrjár nýjar "fréttir" af þessari konu á dag.
Og stundum hér á Mogga í gúrkunni.
Meira að segja eyjan rapportar um líf Megan.
Karlinn hennar Megan grætur. (Ó nei, það er karlinn hennar Katie Price þorrí).
Búhú.
Fyrirgefið en mér gæti ekki staðið meira á sama.
Að fylgjast með slúðri er full atvinna hvorki meira né minna.
Ellý Ármanns á visi hefur gert slúður að listgrein.
Sjáið svo pressuna um MJ, megi hann hvíla í friði.
Ég persónulega líki því við vanhelgun látinnar persónu að tíunda ástand hennar, eins og t.d. að MJ verið hárlaus, hvað hann var þungur, hvað maginn hafi innihaldið við dauða hans og fleiri fréttir um fyrirkomulag hans á dauðstundinni.
Eitthvað sjúklegt við þennan rosalega áhuga okkar á "frægu" fólki.
Einkum og sér í lagi látnu, frægu fólki.
Ekki að ég sé að fordæma þetta en í æsku minni var svona fólk kallað eldhúsglugganjósnarar.
Þá var nefnilega engin eftirspurn eftir fréttum af frægu fólki en kerlingarnar sumar njósnuðu um náungann út um gluggann.
Settu glas á vegg og upp að eyra og rapportuðu svo um samfaratíðni, rifrildi og fleira af grunsamlegum lifnaði nágrannans í morgunkaffinu hjá vinkonunum.
Þetta eru konurnar (og karlarnir) sem fóru í gegnum ruslið hjá nágrannanum.
Svo var gefin skýrsla á Hagkaupssloppahittingnum í blokkum út um allan bæ.
Hvað er ég að velta mér upp úr þessu?
Jú, nú veit ég hver Megan Fox a.k.a. athyglissýki.com.
Alltaf að læra.
En líf mitt er ekki auðugra á nokkurn hátt.
Sjitt.
![]() |
Megan Fox biður skólastrák afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 27. júní 2009
Súmítúðefokkingbón
Stelpur; vitið þið að hamingja ykkar fer dvínandi strax og þrítugasti afmælidagurinn ykkar er liðinn?
Nú, vissuð þið það ekki?
Ekki ég heldur nefnilega, en það er búið að rannsaka málið og við erum hamingjusamastar 28 ára en svo er það beina andskotans niðurleiðin með hamingju, kynlíf og útlitsánægju.
Til hvers er líf eftir þrítugt?
Það var sko hárvöruframleiðandinn Clarol sem fann út þessa miklu speki.
Ég fór strax aftur til áranna tuttuguogátta til þrítugs.
Bíddu, hugsíhugsíhugs.
Nebb, stemmir ekki, það var fyrst eftir þrítugt sem ég varð ánægð með mig og síðan hef ég verið á óslitinni sjálfshátíð með eilífum raðfullnægingum, speglablæti og hamingjuópum.
Jeræt.
Ég er svo hundleið á rannsóknum sem virðast gerðar til að sanna mýtuna.
Eins og t.d. um konuna sem markhóp.
Sem betur fer erum við jafn ólíkar og við erum margar.
Mis feitar, glaðar, graðar og brosandi.
Fyrirgefið orðbragðið.
Ég er af kynslóðinni sem fékk ekki að lesa blaðsíðu 82 í heilsufræðinni.
Kennarinn hljóp yfir kynfræðslu á einni blaðsíðu.
Sem sýndi mynd af leggöngum og þverskurð af kynfæri karls.
Þess vegna á ég erfitt með að skrifa gredda, ríða, píka og tittlingur.
En maður verður að láta sig hafa það.
En...
Þessi hamingjusama kona á óræðum aldri gefur skít í svona rannsóknir.
Súmítúðefokkingbón.
![]() |
Konur hamingjusamastar 28 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 26. júní 2009
Presley "all over again"
Michael Jackson er dáinn.
Milljónir syrgja.
Fara Fawsett dó líka í gær.
Presley dó úr lyfjaáti.
Þeir segja að MJ hafi gert það líka.
Strax er byrjað að kenna læknunum um.
Hef eiginlega ekki skoðun á þessu en það er alltaf sorglegt þegar fólk deyr á besta aldri.
Já og MJ var auðvitað snillingur á sínu sviði.
En aftur velti ég fyrir mér gildi mannslífa.
Á hverju augnabliki deyja börn um allan heim, úr sjúkdómum, vannæringu, ofbeldi og fátækt.
Það hvílir þungt á mér og hefur alltaf gert.
Þess vegna stilli ég mér á kantinn og fer ekki á samskeytunum þegar stjörnur deyja.
En ég finn til með þeim sem eftir lifa.
Og ekki orð um það meir.
![]() |
Michael Jackson er látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 21. júní 2009
Aldrei, aldrei, aldrei, fótboltablogg!
Einn af andlausari dögum þessa sumars er í dag hvað mig varðar og vonandi verður hann fljótur að líða.
Er reyndar með flensu og var slegin þeirri hugsun áðan að kannski væri það svína.
Hélt jafnvel að það kæmi í bakið á mér að vera með yfirlýsingar um daginn um að ég hræddist ekki flensur, af hvaða toga sem væri.
Það er yfirleitt þannig hjá mér í lífinu að ég má ekki fullyrða um nokkurn skapaðan hlut, þá hreinlega gerist það gagnstæða og lætur sjaldnast bíða eftir sér.
Fullyrðingar eins og; ég ætla aldrei að blogga, aldrei að fara á feisbúkk, aldrei að versla í Bónus (eftir hrun), aldrei á sólarströnd, aldrei að borða hákarl, aldrei að verða alki (já ég veit, manni er ekki við bjargandi), aldrei að falla fyrir tónlistarmanni, hvað þá giftast einum, aldrei að blogga um fótbolta, hafa heldur betur komið aftan að mér.
Nú er sem sagt komið að síðasta lið á aldrei listanum.
Fótboltabloggi.
En það er út frá fagurfræðilegum sjónarmiðum sem ég blogga um Ronaldo.
Róleg, nei mér finnst hann ekkert ofboðslega fagur þó hann sé sykursætur og svona.
Hann er nefnilega plebbi.
Hangir með París Hilton.
Er í Gucci skóm, með tösku, belti og bílsæti "to match".
Er ofurtanaður.
Algjör "tíu árum síðar" nörd.
Svo er hann montinn eins og hani.
En hvað um það.
Hugsí, hugsí, hvað á ég eftir að gera sem ég ætla aldrei að gera?
Jú, halda á spikfeitri könguló.
Það verður friggings aldrei.
Tókuð þið eftir að það er ekki minnst einu orði á bolta í þessu fótboltabloggi?
Súmí.
![]() |
Ronaldo útskýrir af hverju hann yfirgefur United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 19. júní 2009
Á sjittlista guðs
Ef guð er til, sem ég veit ekkert um, þá hlýtur hann að hafa vaknað illa s.l. haust og sett okkur á sinn persónulega sjittlista.
Alveg: Þessir forstokkuðu hrokagikkir, Íslendingar, þurfa að læra lexíu hérna og það þó fyrr hefði verið.
Maðurinn (veran) hefur séð að við vorum um það bil að rústa hagkerfum heimsins. Við gerum allt svo vel, svo alla leið eitthvað.
Svo hefur hann hent sér undan sænginni, beint í bleyjugaskirtilin og hafist handa við að gera fagurt mannlíf við Bankafossa að hreinu helvíti á jörð.
Eins og bankahrunið sé ekki nóg þá eru náttúruöflinn með guði í liði.
Hlutir koma af himni ofan.
Jörð skelfur og ætlar að halda því áfram sýnist manni.
Alveg þessi kall: Ekki slaka á, verið á nálum fíflin ykkar.
Það er bókstaflega ekkert eins og það á að vera.
Álverð lækkar, sumarið er kalt, krónan í tjóni, Gulli Snoð með áhyggjur af velferðarkerfinu, hús eru eyðilögð í vafasömum tilgangi, öryrkjar og gamalt fólk fá fokkmerki frá ríkisstjórninni, Lennon er dáinn, hællinn laus undan skónum mínum, ég braut nögl, það er sprunga í eldhúsglugganum mínum, kirsuber kosta hvítuna úr augum okkar, ég finn ekki plokkarann, Kópavogur sökkar, mig vantar kjól, það er verið að myrða hvali og ég er með hausverk.
Hvernig haldið þið að maður geti búið við þetta?
Kreppa hvað?
Gleði, gleði, gleði.
![]() |
Reykjanes skelfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Föstudagur, 19. júní 2009
..og hjónin komu standandi niður - nema hvað!
Það rignir hlutum frá himni í dag.
Eins og flestir vita þá dúndraðist rakettufyrirbæri á jörðina í Sandgerði.
Svo hrundu þessi ágætu hjón af himni ofan og lentu farsællega á Álftanesi.
Svo er að minnsta kosti sagt.
Ljósmyndari einhvers fámiðils var að störfum við húsarústir á Álftanesi og náði mynd af þessum velklæddu heiðurshjónum sem eins og ávallt og ævinlega komu standandi niður.
Nema hvað?
![]() |
Furðuhlutur féll af himni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 18. júní 2009
"In case" ég veikist eða slasist
Ég nenni ekki neinni jákvæðni í dag.
Í mínum huga er bara mánudagur og þá er gott að taka út pirringinn fyrir vikuna.
Ég var nefnilega haldin sjúklegri jákvæðni á s.l. mánudag og er enn að jafna mig.
Fyrsta mál á dagskrá er þessi glataða auglýsing frá Byr um fjárhagslega heilsu.
Eru ekki peningar búnir að gera okkur að bullandi lasinni þjóð og fjárhagslega fárveikri?
Fyrir utan að ég er búin að fá nóg af því að peningum sé troðið inn í alla skapaða hluti.
Þar er það búið. Tjékk.
Og talandi um heilsu.
Ég þarf stundum af fara til læknis.
Eins og flestir.
En það er sama hvað hrjáir mig ég fæ standard svar frá öllum læknum sem ég rekst á (ókei, ýkjur en ég má, þetta er mín síða).
Ég datt (full) á svölunum um árið þegar ég reikaði um með bjór í hendi grillandi eins og fífl og var að reyna að herma eftir lífi venjulegs fólks.
Hvað um það, ég fór á slysó, slösuð á hné (ó þú yndislega afneitun, mér láðist að útskýra hvernig ég gat mögulega hafa troðið löppinni undir gasgrillið, sem var framkvæmanlegt á 15. í bjór, vegna þess að nefndir útlimir voru orðnir mjúkir og útvatnaðir, en það er önnur saga).
Læknirinn sagði mér að hætta að reykja.
Það sprakk í mér hljóðhimnan um daginn, læknir kom heim, hann var fínn og gaf mér lyf við ígerðinni í eyranu og sagði mér í leiðinni (rarararara) að hætta að reykja.
Ég gæti dáið hérna úr fótbroti, alkahólisma (eins gott að ég er hvínandi edrú), astma, sólarexemi, gláku eða heimakomu (hvað er það?) af því að læknirinn sæi ekki í gegnum reykkófið.
Það gæti keyrt á mig ökutæki og mér yrði sagt að hætta að reykja!
Fjandinn hafi það, ég verð að hætta að reykja.
In case ég veikist eða slasist.
Djöfuls verkun, þetta endar með að ég losna frá jörðinni upp í fjandans himinhvolfið í dúndrandi háheilagleika.
Svo fullkomin sem ég er að verða.
Dæs.
Mánudagur, 15. júní 2009
Ég mun stofna grúppu á feisinu
Það stendur í Tíund, fréttabréfi ríkisskattstjóra í umfjöllun um hrunið, að endurskoðendur hefðu átt að láta meira til sín taka.
Það er eins gott að ég er djollí gúdd felló í dag því ég nenni ekki að henda mér fyrir björg eða garga mig hása.
Er nokkuð skelfilegra í fjármálalífi en endurskoðendur á róandi?
Nú eða endurskoðendur með athyglisbrest?
Það er svona álíka skelfileg tilhugsun og að lenda á blindum leigubílstjóra með torgfóbíu.
En að feisinu.
Það eru stofnaðar grúppur á feisinu til að afla stuðnings við allt mögulegt.
Eins og "burt með Valtý", "burt með Gunnar Kópavog", "inn með Evu (Joly)", "ekkert Icesave" og svo má lengi telja.
En svo eru þeir sem taka alla hluti of langt.
Sumir eru svo feisbúkkaðir að þeir stofna hatursgrúppur utan um hvað eina.
Dæmi:
Hárgreiðslukonan sem tekur mánudaginn út á hárinu á þér, fær um sig grúppu.
Nágranninn sem rífst við konuna, fær líka á sig grúppu.
Eiginmaðurinn sem þú ert að skilja við og er með eitthvað attitjúd á á hættu að það verði stofnuð um hann grúppa og meðlimirnir orðnir á tíundaþúsund fyrir hádegi bara.
Nema hvað.
Þetta er nútíminn. Eins gott að haga sér.
Ég er skíthrædd um að það verði stofnuð um mig grúppa.
Og þó, um hvað?
Ég er fjandans fullkomin og það veit hvert barn.
Og hagið ykkur svo villigarnir ykkar.
Annars.......
![]() |
Segir endurskoðendur hafa átt að láta meira til sín taka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 12. júní 2009
"Veronica decides to lie"
Það er ekki nóg með að Berlusconi sé stórklikkaður pilsaeltir allur löðrandi í hormónum, heldur er konan hans (fyrrverandi) í meira lagi undarleg!
Hugsið ykkur perraháttinn, að neita orðrómi um framhjáhald!
Ég hef reyndar aldrei heyrt neinn ganga svona langt í forherðingu.
Allir, sem ég þekki og eru með "salada on the side" játa fúslega öllum ásökunum um framhjáhald alveg um leið og einhver svo mikið sem ýjar að því.
Hvaða funn er í að hoppa um á afleiðum/hliðarvegum ef enginn er til að velta sér upp úr því?
Tökum mig t.d.
Ég hef haldið reglulega framhjá mínum fjölmörgu eiginmönnum. Aldrei nokkurn tímann hef ég lýst mig saklausa af því þegar (ef) þeir hafa spurt. Aldrei.
Ég lýg ekki að mínum löggiltu elskhugum - það er auðvitað ekkert annað en óheiðarleiki og ruddamennska.
Maður hefur sómatilfinningu þó lausgirtur sé og það með afbrigðum.
Andskotinn, ég er að fokka í ykkur, finnst svo merkilegt að það skuli teljast til tíðinda að fólk neiti framhjáhaldi.
Alveg: Veronica Lario, ástkær eiginkona mín, er það rétt að þú haldir framhjá mér, dúllurassinum þínum honum Berlusconi, elsku litla, sæta krúttinu þínu? Ha Veronika? Gússígússígússi!
Hún alveg: Neiiii - ertu ekki að fokking kidda mig Berli? Ég elska þig hormónavöndullinn minn.
Halló, það er kreppa, allt á leiðinni til andskotans og það er verið að velta sér upp úr þessu.
Mátulegt á ykkur að fá þetta brössoff frá mér fyrir að lesa þessa "frétt".
Farin að hitta elskhugann - eða væri á leiðinni i það ef ég ætti einn.
Take me to the limit one more time - lalalalalala!
![]() |
Neitar orðrómi um framhjáhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 2987667
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr