Færsluflokkur: Dægurmál
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Ég er hætt að blogga - eða hvað?
Mogginn birtir af og til krúttlegar "fréttir" af einum sambloggara henni Ásdísi Rán og það er bara í fínu lagi.
En hvernig væri að birta fleiri.
Það gæti verið "frétt" um nýjan rækjurétt Jens Guð.
Ég saknaði líka "fréttar" um að Stebbi Fr. væri hættur að blogga.
Og líka "fréttarinnar" um að hann væri byrjaður að blogga aftur vegna fjölda áskorana daginn eftir.
Annars er visir.is duglegur að birta fréttir af Moggabloggurum.
Eins og Magna, Sverrir Stormsker og nú man ég ekki eftir fleirum í bili.
En stundum rek ég mig á mér til mikillar skelfingar að bloggheimurinn er afskaplega lítill amk. finnst mér það stundum.
Þá fæ ég þessa tilfinningu um að ég sé önd á polli og pollurinn er frekar svona lítill og ræfilslegur.
En samt þykir mér vænt um hann.
Og núna ætla ég að hætta að blogga og snúa mér að mikilvægum verkefnum. Ég er hætt að blogga - núna.
geisp, bor í nef, klór í haus, dingl í augnhárum og fleiri mikilvægar aðgerðir.
Jájá, hættið að bögga mig.
Ég er byrjuð að blogga aftur.
Vegna óteljandi áskorana, massívrar þjóðarsorgar og hýsterískra viðbragða hins vestræna heims eins og hann andskotans leggur sig.
Hvað get ég sagt?
Það elska mig allir? Dæs, dæs, dæs.
Súmítúðebón.
![]() |
Ásdís Rán tjáir eiginmanni sínum ást sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Að hanga saman á munni eða mjöðm
Ef Baldur Guðmundsson, annar höfundurinn að mér hefði haft forsetaembættið til að bjóða sig fram í og komast þar með í leyniþjónustumenn til að gæta þeirra sjö dætra sem hann á heiðurinn af, þá bölva ég mér upp á að hann hefði gert það.
Svipurinn á honum þegar kæróarnir komu upp að húsinu var ekki blíðlegur.
Þannig að maður hætti bara að taka þá heim að húsinu - ekki flóknara en það.
Geymdi þá í næstu götu bara.
En nú er ég hér vestur í bæ með útsýni í allar áttir, þ.e. ef það væri ekki orðið svona fjári dimmt og ég sit hér vafin innan í teppi og er að reyna að venjast apple tölvu barnabarnsins.
Ég er í rauninni orðin afskaplega íhaldssöm.
Þegar ég fékk mína fyrstu tölvu 1986 eða 7, Makka auðvitað, þá hefði ég svarið fyrir að ég ætti eftir að nota annað. En svona er lífið.
Og núna rembist ég eins og rjúpan við staurinn og reyni að láta mér lynda við mína fyrstu ást sem hefur auðvitað farið töluvert fram bæði í þroska og útliti og ég veit að það á eftir að smella.
Rétt eins og það gerði með mig og húsband sem héngum saman á munninum í denn, fórum í sitthvora og erum núna samvaxin á mjöðm.
Þess má geta í forbífarten að sama húsband lenti í Obama, ég meina föður mínum hérna um árið þegar honum var sagt að bíða úti eftir mér. Mér fannst maðurinn hafa sloppið vel.
En hvað um það.
Þessi færsla var frá toppi tilverunnar í besta bæjarhluta Reykjavíkur.
Síjúgæs.
![]() |
Hótar að siga leyniþjónustunni á kærastana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Fréttir úr snyrtibuddunni
Þarna hljóp á snærið hjá mér. Loksins, loksins rannsókn sem segir mér eitthvað af viti.
Ég hef verið að pæla í því af og til hversu mikill tími fari í að taka sig til, sko yfir ævina. Ekki að ég sjái eftir tímanum sem ég hef lagt í málið, heldur vegna þess að mig grunar að það sé dágóður slatti af dýrmætum klukkustundum sem ég hef notað í málefnið. Jæja ég hef amk. ekki gert eitthvað af mér á meðan ég er með nefið ofan í snyrtibuddunni eða hálf inni í fataskáp að velja mér föt.
Ég gæti sagt ykkur sögur.
Tímarnir eru að meðaltali 3.276 á heilli ævi.
Ég held að það geti verið meira, í mínu tilfelli. Amk. hef ég á sumum tímabilum nánast búið í snyrtibuddunni eða með andlitið flatt út á spegilinn svo ég minnist ekki á þá tíma þar sem ég hef átt lögheimili í klæðaskápnum. Úff.
Ég er stilltari þessi misserin vegna þess að ég er gránduð af heilsufarsástæðum. Er ekkert mikið að mála mig og svona nema að ég eigi erindi út í bæ. Sama gildir um fatnað, ég prófa ekki allan fataskápinn á morgnanna áður en ég geri það upp við mig hverju ég eigi að klæðast hér innan fjögurra veggja heimilisins.
En þetta ástand er vonandi tímabundið og áður en ég get talið upp að 4566 mun ég vera komin á fulla keyrslu í fatamátun og meiköppi.
Og þá mun heyrast flett, flett, flett, í mínum troðfulla klæðaskáp þar sem 95% af flíkum eru svartar, afgangur grár. Ansi erfitt að finna það sem leitað er að, einkum vegna þess að ég veit ekki að hverju ég er að leita. Só?
Svo er það baðherbergið með speglinum. Krem, meik, blöss, augnblýantur, maskari, varalitur, varablýantur. Hár blásið, greitt, ekki að gera sig, greitt aftur, ók þetta verður ekki betra. Stella tekin og henni úðað á meistaraverkið.
Skór valdir, þessir, nei, þessir, máta, ekki að gera sig þessir, nei, æi það er farið í þá skó sem fyrst voru mátaðir.
Þegar hér er komið sögu er húsband eða aðrir heimilismenn sofnaðir á næsta stól.
Viðkomandi vakinn og minntur óþyrmilega á að líf með konum getur verið flókið. Dásamlega flókið og talið í geimferðum samanber viðhangandi frétt.
Augnahárum dinglað á leiðinni út og því haldið áfram þar til hreinsikrem og önnur fegrunarlyf eru smurð á í tonnum. Þetta er lygi, þetta síðasta sko, vatn dugar ágætlega.
Hér hefur ekki farið mínúta til spillis.
Eða hvað?
![]() |
Tímafrekt að hafa sig til: 3.276 stundir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Þegar ég dó
Ég hef á ákveðnum tímabilum lífs míns verið sjúklega upptekin af jarðarför. Minni eigin sko.
Þegar ég var á gelgjunni og þurfti að ná dramatísku hámarki til að geta grátið úr mér augun af samúð með sjálfri mér, þá setti ég í huganum upp mína eigin jarðarför og hún var sorgleg.
Og ég sendi þeim sem höfðu verið vondir við mig kaldar kveðjur og ég setti þá framarlega í kirkjuna þar sem þeir sátu vitstola af sorg, þeir höfðu sent mig í dauðann.
Og hvernig dó ég svo? Jú ég dó oftast úr kulda, vosbúð, hungri (gat ekki borðað vegna harms) eða þá að ég hafði gengið um fjörur til að róa storminn í huga mér og gáði ekki að mér og hné niður örmagna - og lést.
Svo kom sá sem hafði sent mig yfir móðuna miklu, með skítlegri framkomu við mig engilinn, og greip mig í fangið, lokaði augum mínum og gargaði í himininn; Drottinn hvað hef ég gert?
Þið sem eruð orðin stóreyg af undrun yfir því hversu biluð ég er (var, hætt að setja upp jarðarfarir) getið róað ykkur með því að ég hef það frá flestum vinkonum mínum að þær dunduðu sér reglulega við að jarða sig í huganum á gelgjunni. Við erum svona stelpurnar.
Svo kom jarðarförin. Kirkjan var kjaftfull, hlaðin blómum, allir grétu með þungum ekka.
"Bara að ég hefði verið betri við þessa manneskju sem VAR of góð fyrir þennan heim" hugsuðu þeir snöktandi, lífi þeirra eins og þeir þekktu það var lokið. Aldrei myndu þeir brosa aftur, ljósið í heiminum var slokknað til frambúðar.
Þegar hér var komið sögu grét ég með þungum ekkasogum af sorg yfir því hversu örlög mannsins geta verið grimmileg, hvernig eitt augnablik getur ráðið úrslitum um líf og dauða.
Ég sagði það, ég VAR biluð.
En það vantaði alltaf upp á eitt í þessum draumum. Ég gat ekki verið viðstödd jarðarförina, maður fokkar ekki upp náttúrulögmálunum þó í huganum sé.
En þessi Breti sem sá auglýsingu um sitt eigið andlát var nálægt því að verða vitni að eigin jarðaför.
Farin að biðja húsband um að knúsa mig, ég er óhuggandi af harmi.
Guð minn góður hvað yrði um heiminn ef ég myndi hrökkva upp af. Þið getið þetta ekki án mín.
Hún Jenný Anna var svo góð kona, henni féll aldrei verk úr hendi. Veggir heimilis hennar eru þaktir klukkustrengjum eftir hana og hún hugsar ALDREI um sjálfa sig, bara um aðra. Hún gekk um þrautpínd af alvarlegum sjúkdómum en hún lá ALDREI í rúminu. Guð veri með henni.
Nú er mér orðið óglatt. Ég afþakka minningargreinar.
Úje.
![]() |
Fregnir af andláti stórlega ýktar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 15. ágúst 2008
"Go Oli, go, go, go"
Við Britney eigum eitt sameiginlegt. Við elskum að þrífa og búa til kvöldverð.
Í mínu tilfelli er engin húshjálp til að rífa af mér þessi uppáhaldsverkefni mín en Britney greyið er ekki eins heppin, hún er með húshjálp sem eyðileggur oftar en ekki fyrir Britneyju á þessum vettvangi.
Ööömurlegt fyrir stelpuna.
Annars er ég að ljúga, mér leiðist að þrífa en ég hef sætt mig við ástand sem ég fæ ekki breytt. Fyrir löngu reyndar. Málið er að ef maður tilheyrir ekki Bónusfeðgum, Landsbankamógúlnum eða bresku konungsfjölskyldunni þá er nokkuð ljóst að maður þarf að taka sér kústa, klúta og moppu í hönd með reglulegu millibili.
En klaufaskapurinn sem ég sagði ykkur frá í færslunni hér á undan var ekki einangrað tilfelli vegna álags út af borgarmálum. Ónei. Hlutir héldu áfram að gerast.
Þannig vildi til að ég bakaði æðislegt pæ til að hafa sem eftirrétt og meiningin var að bjóða húsbandi upp á volga sneið með þeyttum rjóma.
Ég henti á mig svuntu sem á stendur "Go Oli, go, go, go" og byrjaði að þeyta rjómann.
Ég þeytti og þeytti og þeytti og þeytti. Rjóminn breyttist ekki í skálinni nema hann varð svona froðulegur og skrýtinn.
Ég alveg: Svona er sumarrjóminn hann þeytist ekki eða alveg ferlega illa. Lalala. Brrrrrrrrrrrrrrrrrr og áfram hélt ég. Tíu mínútum og mögnuðum fingrakrampa síðar gafst ég upp því þá var rjóminn eins og já .. ég fer ekkert nánar út í það.
Og ég teygði mig í rjómafernuna og sjá, ég var að þeyta matvinnslurjóma.
En það getur nú komið fyrir alla.
Eþaeggi?
![]() |
Britney elskar húsverkin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
PR- liðið samt við sig
Erill vinur minn hefur ferðast eins og motherfucker um landið yfir helgina. Gert usla hér, annan þar, algjörlega eins og af honum er ætlast. Þessi náungi lætur mann aldrei verða fyrir vonbirgðum.
Annars er Erill karlinn samnefnari fyrir ólæti, ofbeldi, drykkjuæði, rúðubrot, ælur á víðavangi og aðra viðurkennda fylleríishegðun á útihátíðum.
En að máli málanna. PR-mennsku þeirra sem standa fyrir útihátíðum. PR-mennskuna má sjá í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna yfir verslunarmannahelgina. Þeir sem tala geta ekki lofsamað dýrðina á sinni hátíð nógsamlega.
Í fyrra var ferilskrá Erils skrautleg víða um land. Þegar ég bloggaði um það fékk ég óða eyjamenn og akureyringa á bakið. Ég var að tala niður þeirra heilögu hátíðar.
PR-mennskan verður aldrei öflugri en EFTIR helgina. Þá eru sjálfboðaliðarnir margir sem vilja útbreiða hversu vel heppnuð þeirra hátíð hafi verið.
Og ég efast reyndar ekkert um að svo hafi verið fyrir flesta.
En..
tvær skráðar komur á neyðarmóttöku nauðgana er mikill og stór fórnarkostnaður
níu líkamsárásir í eyjum og fólk enn með ólæti þar í nótt kveikjandi í tjöldum
slattar af fíkniefnamálum, smávægilegum, hvað sem það nú þýðir
einhver laminn í höfuð með flösku hér, annar kjálkabrotinn þar.
Ég ætla að leyfa mér að finnast þetta of mikill og hár fórnakostnaður.
Hvað sem sjálfskipaðir ímyndafræðingar hafa um það að segja.
En fólk stendur með sinni hátíð. Það er nokkuð ljóst.
Alveg er mér andskotans sama hver gerir hvað í hvaða þorpi. Þetta er allt að gerast á Íslandi.
Vantar í mig hreppagenið?
En ég sendi Margréti Blöndal og hennar fólki hamingjuóskir með ágætlega unnið starf. Þetta hefði getað orðið svo miklu verra.
Amen.
![]() |
Erill hjá lögreglunni í Eyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 4. ágúst 2008
Ég er ástfangin - púmm og pang - og?
Ástarsorg er háalvarlegt mál. Krísa sem er ekkert ósvipuð því að missa náinn ættingja, þ.e. þegar um löng sambönd er að ræða.
En..
það er ekki mín sérgrein þó ég hafi upplifað nokkrar svoleiðis þá voru þær eiginlega ekki alvöru með nokkrum sárum undantekningum.´
Þegar ég var ung og ör var ég ástfangin nánast á hverjum degi. Af nýjum og nýjum sko. Ástfengnin rann hinsvegar af mér jafn snögglega og hún heltók mig. Búmm Pang.
Ég var að ræða það við gamla vinkonu (Eddu Agnars) um daginn hversu rosalega lítið þurfti til að ástarvíman rynni af manni þarna á upphafsárum fullorðinslífsins.
Svartir krepsokkar sem innihéldu líkhvíta og háruga spóaleggi hröktu hrifningarvímuna á brott eins og hendi væri veifað. Viðkomandi ástarviðfang vissi þá ekki hvaðan á sig stóð veðrið, hafði verið tilbeðinn áður en hann lyfti buxunum upp svo sást í bífurnar og var snarlega hrakinn á brott. Skýringalust.
Svona fór þessu fram í nokkur ár. Asnalegar höfuðhreyfingar, klór í rasskinn, hallærislegur hósti, ótímabær söngur og danstaktar settu hvern drenginn á fætur öðrum á dauðalistann.
Og svo lenti maður í svona niðurskurði sjálfur, sem ég reyndar skil ekkert í enn þann daginn í dag, enda fullkomin þá sem nú.
En alvöru ástarsorgirnar og ævintýrin áttu svo sannarlega eftir að banka á dyrnar með sínum ljúfsáru upplifunum.
Og ég grét flóðum.
En ég tók mig í gegnum allan tilfinningaskalann með hjálp sjálfrar mín og vinkvennanna.
Mínar ófarir hefa sýnt sig verða mun alvarlegri þegar ég tek hana til fagmanna. Þá fer ég nefnilega að bera virðingu fyrir viðkomandi upplifunum og þori ekki að kroppa í þær. Ég held að það sé vegna þess að prísinn á faghjálp er á við meðal sófasett. Algjör bilun.
En þetta á auðvitað ekki við þegar um alvöru krísur í lífinu er að ræða. Þar hafa sálfræðingar og geðlæknar bjargað lífi mínu.
I´m in love. Jájá, so what´s new?
![]() |
Aðstoð í ástarsorg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 3. ágúst 2008
Fljúgandi um á bikiníi í norðangarranum
Ég er svo fávís varðandi himinhvolfið og alla útreikninga, stöður tungls og stjarna. Ég glápi bara upp í loftið og nýt þess sem ég sé og það nægir mér. En ég sá ekki sólmyrkvann fyrr en á þessu myndbandi hér.
Ég er líka ansi fáfróð um allt sem heitir "global warming" en ég veit hvað ég upplifi á sjálfri mér og svo er ég með heilbrigða skynsemi sem gerir það að verkum að það er hægt að leggja saman tvo og tvo.
Þegar ég fluttist heim frá Svíþjóð 1985 sá ég að humlur og geitungar voru komin á undan mér. Ég brjálaðist og hélt ég væri farin að sjá ofsjónir. Ónei, kvikindin voru komin til að vera.
Þegar ég var að alast upp voru randaflugur það eina með vængi sem hægt var að fá móðursýkiskast yfir á Íslandi. Ergó: Það voru breytingar á lofstlagi í gangi. Nokkuð ljóst þó það væri vart merkjanlegt.
Og sumur bernsku minnar sem auðvitað voru alltaf sólrík í minningunni voru köld. Í Reykjavík var alltaf næðingur í sól. Á unglingsárunum þurfti maður að ríghalda sér í svalahandrið í sólbaðinu, ef maður vildi ekki láta fjandans norðanáttina rífa sig upp með rótum á bikiníi, sólgleraugum og öllu setöppinu.
Ég hékk í Nauthólsvíkinni undantekningarlaust skjálfandi úr kulda. Það var ekki hægt að striplast.
Það var ekki út af feimni sem litlar stelpur hérna í denn drógu teppin yfir sig í sólbaði, þær voru að drepast úr kulda.
Og nú eru dagarnir svo heitir að maður leitar í skuggann.
Jöklarnir eru að bráðna.
Það eru göt á lofthjúpnum.
Tíðni húðkrabbameins hefur aukist.
Ísbirnir vaða um fjöll og firnindi.
Trúir einhver að ekkert af þessu sé af mannavöldum? Af áníðslu mannisins á jörðinni og himinhvolfinu?
Þá er bara ekki í lagi með fólk.
Ég vil ekki fokka upp náttúrunni fyrir afkomendum okkar.
Halló, vöknum.
ARG með veggjakasti. Biggtæm veggjakasti.
![]() |
Nærmyndir af sólmyrkva |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 28. júlí 2008
Selbitarnir í lífi mínu
Ég hefði gjarnan viljað að lundinn sem beit leiðindaeiturbrasarann Ramsey í nefið, hefði bitið hann fast í rassinn og fengið til liðs við sig alla fjölskylduna.
Þar fyrir utan er mér slétt sama um þennan karl. Mér er slétt sama um Mel Gibson og alla aðra Íslandsvini, nema hvað ég vona að þeim líði vel hérna, eins og öllum öðrum ferðamönnum.
En ég fékk alveg í magann í fyrra þegar ég keyrði fram á Jodie Foster í miðbænum. Hún er ein af mínum uppáhalds.
Ég fór í öreindir mínar í framsætinu (ók, ég tók þessu með stóískri ró), en ég sá konuna áður en blöðin vissu að hún var hér. Nananabúbú.
Og við höldum áfram. Ég hitti Freddy Mercury í Oxfordstreet og bókstaflega hnééé að fótum hans. En ég lét samt eins og ég hefði dottið heiðarlega, af því að ég myndi aldrei, aldrei, vilja sýna einhverjum selbitum að ég væri svag fyrir þeim. Það skal tekið fram að þetta var áður en ég vissi að hann væri hommi, maður bar enn vonir í brjósti. Muhahahaha.
Annars hef ég áður bloggað um hittinga mína við hetjurnar í lífi mínu, en aldrei er góð vísa of oft kveðin. David Bowie á Marquee klúbbnum og á Speek Easy. Ómæfokkinggodd hvað hann var bjútífúl.
Ég hékk inni á Vanilla Park í heilt kvöld til að bíða eftir Bítlum, þeir komu ekki en mér leið eins og þeir hefðu gert það. Jájá, þurfti ekki mikið til að gleðja mann í þá daga.
Og ég sá Gilbert O´Sullivan (leim) spila á hvítan flygil á efstu hæð í Biba í Londres hérna um árið.
Dubie Brothers voru á Speak Eeasy og ég horfði á þá með fyrirlitningu. Til að hemja aðdáunina. Alltaf kúl, sko alltaf í öllum aðstæðum hún Jenný Anna.
Svo leið bara yfir mig uppi á herberginu mínu á Regent Palace þegar engin vitni voru til staðar.
Ó mín elskaða "Swinging London" hvernig er komið fyrir yður?
Meira seinna,
Farin að leita að stórstjörnum á Laugaveginum.
I´m so excited.
Úje
![]() |
Óblíð náttúra og lundar hrelldu Ramsey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 27. júlí 2008
Elskulegheit er miðnafnið mitt - úje
Ég ætla að vera elskuleg - í 101 um næstu helgi.
Ég er svo mikill innipúki að ég fer ekki einu sinni á innipúkahátíðina, vill bara vera heima.
Það er auðvitað þessi eiginleiki minn að vera sífellt á skjön (segir pabbi) sem gerir það að verkum að þegar allir fara út - nú - þá fer ég inn.
Þegar allir fara í ferðalög - læsi ég dyrunum og hendi lyklinum.
En sumarið er búið að vera frábært. Mín frönsku gen hafa stokkið í húðina á mér og nú er spurning um hvort mér verður ekki vísað úr landi, ef einhver frá Útlendingastofnun gengur í flasið á mér. Ég er búin að búa í garðinum á Leifsgötunni þar sem hitinn er ólýsanlega mikill unaður.
Ég held áfram að passa hús dóttur minnar og í Sverige er 30 stiga hiti.
Jenný Una týnir ber og blóm og baðar sig á strönd. Hrafn Óli kemur bara með agíar hinn ánægðasti.
Kisan Núll er dálítið pirrandi þegar hún stekkur á mig á nóttunni en æðruleysi mitt kemur í veg fyrir að það gerist hlutir.
Jökklinn minn, elsta barnabarnið er á leið með afa sínum í sólina í Króatíu. Ekki leiðinlegt.
Annars vona ég að Akureyringar fái svefnfrið um Verslunarmannahelgina og að allir verði glaðir og ánægðir, að kaupmenn þéni mikla peninga, að gleðisafinn í Vínbúðinni seljist ekki upp, að allir dílerar detti á hausinn og fótbrotni og að andi almættisins svífi yfir vötnunum.
Vestamanneyingar mega líka nota þessi áhrínisorð.
Farin að ...
æi ykkur kemur það ekki við. En það er djúsí - bílív jú mí.
Úje
![]() |
Þemað er elskulegheit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 2987831
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr