Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Tími reykingamanna er að renna upp - úje

Ég er í aðgerðum.  Hér á Leifsgötunni sko.  En það er leyndarmál, því ef það klikkar hjá okkur rokkhjónunum þá nennum við ekki að láta rukka okkur um það.  Þið farið með þessa færslu í gröfina - eðaeggi?

Við erum að trappa niður sígóið.  Kannski að hætta bara.  Það væri þá saga til næsta bæjar.

Tilvalið að gera á meðan við erum í húsapössun.  Út í garð að reykja og svona, ekki alltaf nenna fyrir því á kærleiksheimilinu.

Og ég keypti nikótínúða (þennan sem slengir manni í vegg) og munnstykki.

Ég segi ykkur að þetta gengur bara ljómandi vel.  Verð komin niður í karton á dag áður en grísinn nær að blikka.  Eða þannig.

Svo sá ég þessa frétt af honum Damien Rice sem reykti á sviðinu á Nasa í gær.

Er ég tímaskekkja?  Er ég að gefast upp í nikótínstríðinu á kolröngum tímapunkti þegar sigur mökkaranna er að ná landi?

Damien smókaði sig á sviðinu og reykingalöggan var ekki kölluð til.  Ha?

Það þýðir bara eitt, tími reykingamannanna er að renna upp.

Eða getur verið að maðurinn hafi fengið einhverja sérmeðferð af því hann er frægur, hipp og kúl?

Neh það getur ekki verið.  Við erum svo laus við snobb vér Íslendingar.Devil

Æi,ég held áfram niðurskurðaraðgerðum.

Það er ekki á vísan að róa með neitt.

Farin út í garð í morgunsígóið.

En ég mæli með úðanum.  Djöfuls kikk.


mbl.is Damien Rice lék á als oddi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegt líf

Ég er ekki hrifin af Iceland Express flugfélaginu.  Einfaldlega vegna þess að reynsla mín af þeim er ekkert sérstök.  En hvað um það, þeir geta alltaf bætt sig.

En húmorinn í blaðinu þeirra finnst mér frábær.  Enda er það Íri sem semur textann.

Borg Flóttans, Keflavík, fær mig til að brosa allan hringinn.

Manni í Reykjanesbæ finnst húmornum alvarlega misbeitt. 

Kannski er þetta alveg á grensunni, ég veit það ekki, en ég veit að mér þætti ekki verra að versla við fyrirtæki sem kæmi mér til að hlægja.

Svona erum við misjöfn.

Lára Ómars kynningarfulltrúi telur að svona kaldhæðinn húmor eigi jafnvel ekki við í svona blaði.

Ég er því ekki sammála, frekar en Reykjanesmanninum sem finnst að þeir sem vinni að landkynningu eigi að taka starf sitt alvarlega.

Ég er í kasti eftir að hafa fengið smá innsýn í innihaldið.

Borg Flóttans (eða please get me out of hear) Keflavík.

City of Near (Borgarnes)

City of Bear (Vík í Mýrdal)

City of Tears (Akureyri, og sagt óhjákvæmilegt að bresta í grát þegar þangað sé komið því „ef enn hefur ekkert slæmt gerst ertu ekki að taka þessa hringferð nógu alvarlega").

Ómæ, ég held ég endurskoði viðhorf mitt til þessa kaldhæðna flugfélags og gefi þeim séns.

Þeir eru krútt.

 


mbl.is Saklaust grín eða ferðamannafæla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskringla felldi mig

DSC_0183stor 

Suma daga ætti að meitla í stein.  Hreinlega vegna þess að þeir eru ógleymanlegir fyrir margra hluta sakir.

Dagurinn í dag er svoleiðis dagur.  Ekki í almanakískum skilningi, engin afmæli eða stórviðburðir, ónei, heldur lagði kvikindið sig svona.

Ég fékk tiltektarkast upp úr hádeginu og þegar ég fer af stað þá gerast hlutir.

Ég þvoði og skúraði og þvoði meira, blóðbunan stóð beinlínis aftan úr mér.

Og ég geng hraustlega til verks.  Ég missti bók ofan á stóran glervasa sem stendur á gólfinu (Gusla systir mín gaf mér hann og mér þykir því vænt um þennan fyrrverandi skrautmun).  Vasi fór í þúsund mola.

Og ég ryksjó, eins og beygingarsnillingurinn á einu dagblaðanna myndi orða það.  Hún er ein af þeim sem drekkur mörg köff á dag og úðar í sig hóp af súkkulöðum.  Sjitt hvað ég erfiðaði.

Svo tók ég stóru mottuna sem þekur góðan hluta stofugólfsins og snéri henni við.  Til þess þurfti ég að færa þungt stofuborðið og ryksuga undir mottunni.  Ég snéri svo mottuhelvítinu, bisaði borðinu á sinn stað til þess eins að komast að því að fíflið ég hafði snúið þessum risableðli í heilan hring.  Ergo: Allt á sama stað.  Ég endurtók aðgerð og var ekki að segja mjög fallega hluti á meðan.

Annars þarf ég að fara í bókahillurnar.  Þori því tæpast því ég fékk Heimskringlu í hausinn þarna fyrir jólin sem endaði í því að ég féll í bindindinu.  Löppin lagaðist ekki og ég fékk vöðvaslakandi og það endaði á 12 daga pillufylleríi.  Ég gæti sagt að Heimskringla hafi fellt mig í edrúmennskunni (hún felldi mig í gólfið svo mikið er víst), en það væri ekki satt.  Ég féll af því ég var ekki í nógu góðum málum.

En af því ég er svo frábær alki þá húrraðist ég strax inn á Vog.

Hvað er það með mig og bækur?

Úje og upp með húmorinn börnin góð.  Það verður ekki á allt kosið alltaf.

 


Misþyrmingar á eyrum og bjórgenum

Musclehead

Ég er alveg á fullu að blogga um heimskulegar rannsóknir.  Það er ein á dag að meðaltali á Mogganum sem fær mig til að skellihlæja.

Eins og þessi.  Hávaði fær fólk til að þamba meiri bjór.

Já, halló, það er sjálfur hávaðinn sem sest í bjórgenin og þau garga af þorsta?  Eruð þið ekki að grínast?

Þegar þú getur ekki talað í partíi eða á krá vegna helvítis láta og gargs hvað áttu þá að gera við sjálfan þig?  Brosa út í myrkrið eins og félagslega fjölfatlaður vanviti?  Að sjálfsögðu ekki, þú reynir að fela vandræðaganginn með því að skríða ofan í glasið þitt.

Og "the rest is history".  Sjáið dagbækur lögreglunnar ef nánari upplýsinga er óskað.Devil

En að öðru, þegar ég var að skrifa þetta þá mundi ég eftir einu alls óskyldu sem gerðist á skemmtistað.

Kona sem ég þekkti einu sinni fór á djammið með vinkonum sínum, ein þeirra var ekki var ekki sliguð af heilafarangri.  Hún sá mann, henni fannst hann sætur og hún fór til hans og sagði við hann; "blessaður, skjótt skipast veður í lofti". (Henni fannst frasinn svo djúpur eitthvað) 

Maðurinn; "What?????" 

Konan; "já skjótt skiptast veður í lofti bara, er eitthvað að því?" (Dálítið sár svona)Errm

Maðurinn; "Það hefði verið gaman að fá að vita hvað þú heitir og hvað þú villt mér áður en þú ferð að þylja veðurfregnir"W00t

Miðað við svona samtöl er kannski fínt að blasta músíkina þannig að ekki heyrist mannsins mál.

Ég er á því.

Annars fer ég ekki á bari svo mér er andskotans sama.

En af hverju er fólk að leggja á sig eyrnamisþyrmingar?  Fyrir búsið eða fyrir ástina eða félagsskapinn eða allt í senn?

Bíts mí.

Nei, nei, ég er að fokka í ykkur.  Ég skil alveg að fólk fari á djammið, ég var einu sinni í þeim sporum líka, sko áður en ég þroskaðist og fór að hanga með Guði og félögum á kvöldin.

En ég skellti þessari mynd inn af Gilzenegger, eða mér sýnist þetta vera hann.Halo

 

 


mbl.is Hávaði eykur bjórþambið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, fíflið þitt

 crying-bride

Þegar verið er að gera rannsóknir á hjónaböndum, sérstaklega fleiri en einu hjá sama einstaklingi, skil ég ekki af hverju enginn hefur samband við mig.  Ég er fokkings sérfræðingur í greininni og á bæði hjónabönd í fleirtölu og fjölmarga eiginmenn að baki.  Þetta vita allir, því ég gusa úr reynslubrunni mínum yfir gesti þessarar síðu við öll möguleg og ómöguleg tækifæri.

Meiri kjánarnir að tala ekki við mig.  Kristmann Guðmundsson er hjá Guði en hann var sérfræðingur sem sláttur var á.

Fyrsta hjónabandið endist best segja rannsakendurnir.  Ekki nógu lengi þó til að viðkomandi hoppi ekki í annað, því ef svo væri, væri enginn samanburður inn í myndinni. Döh.

Mín reynsla er ekki svona.  Ég reyndar man afskaplega lítið eftir fyrsta hjónabandinu mínu, það er í móðu, ekki vegna hugbreytandi efna heldur vegna þess að það er svo helvíti langt síðan að það átti sér stað.  Nánar tiltekið þ. 22. apríl 1973.

Þetta hjónaband var nærri því óvart, fínn vinur minn þessi eiginmaður og pabbi flottasta frumburðar í heiminum, hennar Helgu Bjarkar.  En auðvitað rauk vinskapurinn út um gluggann eftir að við fórum að deila beðju.

Einhvern tímann löngu seinna hlógum ég og þessi fyrrrrrrrrrrrrrrrverandi að því að við rifumst eins og hundur og köttur á leið í kirkjuna, vorum ekki á "speking terms" í athöfninni og jáin frussuðust illskulega út úr okkur og í huganum bætti ég við; "fíflið þitt".  Svo héldum við áfram að rífast fram eftir degi.  Dunduðum okkur alveg sæl við það, þessi krútt sem við vorum.

Ég man líka að ég fór í hárgreiðslu á brúðkaupsdaginn og hárgreiðslukonan spurði mig vingjarnlega í hvaða kirkju ég væri að fermast.  Ég molnaði í spað.  Hvílík grimmd.

En ég verð að halda áfram með hjónaböndin sem á eftir komu, málið er nefnilega að eftir því sem þeim fjölgar því betri verða þau.  Alveg eins og vínið, þið sem eruð að sulla í áfengi ennþá og skiljið ekkert nema bragð og áfengisprósentur.  Frusss

Merkilegt að enginn skuli hafa áhuga á að leita eftir sérfræðikunnáttu minni í hjónaböndum.

Ekki heldur hvernig á að ljúka þeim.

Ég er svo aldeilis hissa.

Úje.

 


mbl.is Fyrsta hjónaband endist best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af Neðurblökum og karpúlettum

20080708133051_7 

Húsband hentist í búð til að ná í nýjar kartöflur í dag.  Hagkaup í Smáralind er fyrsta búð frá vinstri við mig og sjá, ekki ein einasta kartafla til af íslenskum uppruna.

Við grétum hástöfum enda elskum við þessar íslensku.

Auðvitað fór sendingin í Nóatún, nema hvað.

En hér er lítil stúlka í heimsókn.

Hún fékk stappaðar karpúlettur með smjöri og salti (Maldon) eins og svo oft áður, að borða.  Hún tilkynnti mér að hún elskaði saltið mitt, það væri mikið betra en heima hjá henni.

Barn elskar alla hluti þessa dagana.

Einar er drátthagur maður og stundum biður hún hann um að "tattúa" sig og þá teiknar hann á handlegginn allskyns fígúrur og flottheit.

En nú var hann að vinna.  Barn bað ömmuna um að "tattúa".

Og amman tattúaði leðurblöku með grænum penna.

Barn: Þa vantar augun.

Amman teiknaði þau og krúsídúllaði leðurblökuna svolítið.  Barn virti fyrir sér listaverkið nokkuð glöð á svip og sagði svo:

Amma; ég elska N-eðurblökur.

Ég ætla ekki að segja ykkur í hvers lags kasti ég er núna.

En þið megið geta ykkur til.

Annars sefur hún í litla rúminu sínu og það rétt glittir í hana fyrir tuskudýrastóðinu sem hún raðaði í kringum sig áðan.

Jájá.

P.s. Myndina tók mamma hennar um daginn þegar Jenný mótmælti því kröftuglega að fá ekki að sofna í rúmi foreldranna og lagðist á gófið - og sofnaði.


mbl.is Íslenskar kartöflur í verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin dömubindakona hér

 42-17452310

Dagurinn í dag er formlega liðinn, kl. er 00.09.  Af því hann er farinn þá ætla ég að tala illa um hann.  Heyrir þú það dagur?

Ég vaknaði í morgun og nú bar svo við að ég sveif ekki fram úr rúminu, með hvítar dúfur sem fylgdu mér hvert fótmál, ég dansaði ekki morgundansinn á stofugólfinu og ég leit ekki út eins og hamingjusöm kona í vespré dömubindi.  Enda aldrei notað það stöff.

Dagurinn hefur verið ömurlegur.  Ö-M-U-R-L-E-G-U-R.  Megi hann hverfa í gleymskunnar dá.

Allir sem ég hef talað við í dag hafa átt leiðinlegan dag, er þetta að ganga?

Hvað er í andrúmsloftinu?  Af hverju eru sumir dagar handónýtir, frá byrjun til enda?

Ég fann að ég slappaði af rétt áðan og ég þurfti ekki að líta á klukkuna, það var kominn nýr dagur.

Í dag reif ég kjaft, var ókurteis amk. einu sinni, sparkaði í einn vegg (já vont) og hamraði eins og motherfucker með fingrunum á allar borðplötur sem á vegi mínum urðu.

ARG.

Ég má bara við einum svona degi í mánuði, ég er alki "for crying out loud", svo veik fyrir spennu.

Eins gott að ég er nokkuð jafnlynd oftast nær.

En varðandi þetta lið á ströndinni í Dubai, þá sagði heimildarmaður minn í þeirri borg mér að helvítis útlendingarnir 79 hafið glennt sig á ströndinni án trefla, látið sjást í ökkla og öxl, og einhverjir fóru úr peysunum.  Er það nema von að Dubaingunum sem misboðið.

Svona eru þessir útlendingar, kunna sig engan veginn.

Lalalalala lífið er ljúft.

Guði sé lof fyrir gullfiskaminnið.


mbl.is „Dónaskapur" á baðströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plebbalisti Jennýjar Önnu - varúð - ekki fyrir viðkvæma!

 duran11

Ég hef haft nógan tíma í dag til að hugsa.  Já, ég verð stundum lostin sterkri löngun til að nota heilabúið, þess á milli liggur það í algjörum dvala.

Og ég var að pæla í plebbisma.  Hvað mér finnst plebbalegt og að öðrum finnist ekki það sama og mér um málið.  Sumum finnst kannski eitthvað sem mér finnst hipp og kúl, algjörlega glatað.

Og hvað er plebbi, art.plebius(Devil), plebbaskapur?

Ég get nefnt dæmi um rakinn plebbisma.

Ef þú færð raðfullnægingar yfir lágu verði á grænum baunum og keyrir bæinn á enda til að nálgast baunadósina ertu sennilega plebbi.

Ef þú hrósar kjólnum vinkonunnar og hún segir; "takk bara 2000 kall í Hagkaup" eða þú dáist að garðsláttuvél nágrannans og hann svarar sömuleiðis; "takk bara 3000 karl í Ellingsen" þá ertu að tala við verðlagsplebba sem geta aldrei látið hjá líða að romsa upp úr sér góðum dílum.  Þeir setja merkimiða á lífið og þeir leita jafnvel  tilboða í útfarir þegar þeir missa náinn ástvin og deila útkomunni glaðir með erfisdrykkjusyrgendunum.

Og ef þú ferð á Þorrablót, þá ertu kannski í plebbahættu, þ.e. ef þú úðar í þig hákarli og sviðnum augum og heldur því fram að hvorutveggja kitli bragðlaukana og þig langi sífellt í meira.

Ef þú ert fyrstur í röðinni á öll svona endurkomusjó.  Ef þinn æðsti draumur er að Herman Hermit´s komi saman aftur og ef þú neitar að trúa að Presley sé dáinn eða þá Jim Morrison, þá erum við sennilega að tala um tónlistarplebba.

Ef þú ert karlmaður með líkhvíta loðna leggi í svörtum dralonsokkum, og þér finnst ekkert að því að ganga um á nærbuxunum og sokkunum fyrir framan elskuna þína, þá ertu vonlaus og veikur plebbi á lokastigi sjúkdómsins.

og að lokum, amk. að þessu sinni, ef þú grætur af söknuði eftir eitístískunni, bæði herðapúðum og hárgreiðslu, þá ertu sennilega staðnaður plebbi og mættir alveg fara að henda úr fataskápnum og sonna.

Meira seinna.

Bara góð sko.

Lögst í rannsóknir á snobbhæsnum.

 


Varstu að bora í nefið þegar ég hringdi?

 nef

Ég hef reglulega velt því fyrir mér þegar ég fletti blöðunum hvað fólk grerir sig rosalega til fyrir fjölmiðla.

Ég sé þetta oft fyrir helgar.  Þá er yfirleitt hringt í eitthvað fólk sem er þekkt meðal almennings og það spurt heimskulegra spurninga.

Eins og:

Hvað er í ísskápnum? Og svei mér þá ef ég fæ ekki minnimáttarkennd yfir því hversu flott ástandið er alltaf á innihlaldi ísskápsins þegar blaðamaðurinn hringir.  Upptalningin á innihaldi skápanna er svo framandi að ég þarf stundum að ná mér í orðabók.  Það eru aldrei leifar af kjötbollumáltíðinni í gærkvöldi hjá fólkinu, hvað þá plokkfiskur.  Hvað er orðið um íslenska matarmenningu?

Og svo er gjarnan spurt:

Hvað verður í matinn í kvöld: Og enginn svarar, súpukjöt, steiktur fiskur eða lamb í ofni.  Nei það er alveg Crameirrjruægssg ds fjd brulé eða Ajaur fraafajdjfir foi grasse.  Þannig að út um allt land er alltaf verið að elda 5 stjörnu máltíðir þegar blaðamaðurinn hringir.

Og svo síðan:

Hvað á að gera um helgina: Og svörin eru mörg og misjöfn en þau innhalda þvílíka dagskrá að ég verð þreytt eftir lesturinn og svo fylgir alveg, eftir að búið er að telja upp 2 leikhúsferðir, eina tónleika, eina tjaldferð, sundferð, heimsóknir, þá ætlar viðkomandi bara að taka þessar 10 mínútur sem eftir lifa af helgi í algjörri afslöppun!

Og svo þessi krúttlegasta:

Hvað varstu að gera þegar ég hringdi: Jú viðkomandi var að mála þakið, skipta um eldhúsinnréttingu, skrifa bók, mála Monu Lizu nr. 2 og kaupa banka.  Fólk er aldrei að hlusta á hádegisfréttirnar eða bora í nefið á sér þegar síminn hringir.  Er þetta eðlilegur andskoti?

Er það nema von að mér finnst ég arfaslök í öllum ofannefndum keppnisgreinum.

Ég var ekki svona aktív þegar ég var súperaktív og var nú aldrei nein lognmolla í kringum mig og er reyndar ekki enn. Híoghó.

En margir gleypa dægurfréttirnar hráar, bera sig saman við og hugsa; mikið djöfull er ég mikill plebbi.

Kannski að það sé ætlunin.  En þetta truflar mig ekki, mér finnst þetta bæði krúttlegt og fyndið.

Og svo var það hún Viktoría Svíaprinsessa sem hóstaði því út úr sér einhvern tímann við Se och Hör að hún elskaði jarðaber með rjóma.

Haldið þið ekki að hvorutveggja hafi selst upp daginn eftir?  Ég er að segja ykkur satt.

Þannig að ég geri því skóna að sumir hafi tilhneigingu til að gera eins og fræga fólkið.

Úff,

Jenný; hvað ætlar þú að gera í kvöld?

Ég: Jú eftir að ég hef hent nautasteikinni í ofninn, sultað og tekið slátur , slegið blettina í hverfinu og farið á myndlistarsýningu, þá ætla ég að taka því ógeðslega rólega, bara liggja með tærnar upp í loft, en það mun verða um kl. 04,00 í nótt.

Æi svo satt eitthvað.

P.s. Af gefnu tilefni þá hef ég heyrt að Sigounrne Weaver sé nefborari.

 


mbl.is Weaver til í aðra Alien
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geitungar í mýflugumynd

Með stírurnar í augunum eða nærri því settist ég við að lesa Moggann.

Mér brá alveg upp á eitthvað á mæli þegar ég sá þessa frétt.

Mér sýndist nefnilega standa að íslenski geitungastofninn væri að ná sér á strik.  Það hljóp hland fyrir hjartað á mér.

Sjúkkkkitt að það voru geitur.  Þær eru krútt.

Ég er reyndar búin að vera að leita út um allt að viðtölum við skordýrafræðinga vegna geitungavandamálsins.  Sko vandamáls geitunganna sem mér sýnist að sé verulega stórt í ár vegna þess að ég hef varla séð kvikindi.  Einn forljótur andskoti var hér á svölunum um daginn og svo sá ég einn hjá mömmu og pabba á föstudaginn.

Upptalið.  Eru þessir óvelkomnu innflytjendur ekki óvenjulega fáir í ár?

Og hunangsflugurnar hef ég varla séð nema í mýflugumynd.  Ji hvað ég er fyndin.  Hahahahaha.

Auli.

En án gamans; finnst ykkur ekki lítið um þessi kvikindi í ár?

Ég man nefnilega eftir geitungafaraldrinum fyrir nokkrum árum, þegar ekki var hægt að vera úti í görðum, það voru starfræktar heilu morðsveitirnar hjá tegundinni.

En að alvöru lífisins.  Vinsamlegast skrifið undir mótmælalistann vegna meðferðarinnar á Paul Ramses.  Hann er opinn fram eftir vikunni.

Og koma svo.

Bizzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz


mbl.is Geitastofninn er að ná sér á strik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.