Færsluflokkur: Dægurmál
Miðvikudagur, 1. október 2008
Lít ég út fyrir að vera gula línan?
Hvernig er að vera kona, hugsaði ég áðan þegar ég fattaði að ég er ekki enn búin að ná því út á hvað það gengur og komin á rétt liðlega fimmtíuogeitthvað.
Já ég veit hvernig það er að vera líffræðilega kona. Var alveg viðstödd mitt líkamlega líf, ofast að minnsta kosti og ég er ekki algjör nóbreinier.
Það sagði einu sinni við mig maður að konur sæktust í þvegla, tuskur, skrúbba og bón.
Það væri þeim áskapað, genetískt og að sama skapi væru menn fæddir án þessa hreinlætisvörublætis.
Ég hef séð vinkonur mínar fá raðfullnægingar í hreinlætisvörudeildum stórmarkaðanna. Já ég gæti nefnt nöfn en ég geri það ekki. Nöfnin eru með lögfræðipróf og ekki gott að fá þau upp á móti sér.
Kona ein sem hefur gert heyrinkunnugt að henni finnist konur ekki eiga að vera á Alþingi eða í stjórnunarstörfum sagði að það væri vegna þess að konur hugsuðu í knipplingum, víravirki og annarri krúttvöru.
Bæði maðurinn með genetísku kenninguna og þessi kona eru ekki skoðanasystkini mín.
Þetta var ég nú að hugsa þar sem ég frussaðist áfram í andlegu blóði mínu og kvenleika með uppþvottabursta og ég brenndi á mér puttana. Heitt vatn er mjög heitt.
Hvað eru skýr merki um kvenleika?
Þegar ég var yngri þá var þetta nokkuð ljóst.
Kvenleiki var settur í samband við útroðna snyrtibuddu, falleg föt, háa hæla, bökunarhæfileika, eldunarfimi, handavinnu, barneignir, plástraálímingar, nefsnýtur, skeinerí, þvott, saumaklúbba (ég hef ekki alið aldur minn í slíkum samkundum bara svo það sé á hreinu), viðkvæmni, grátköst og sláturtökur og eilífa höfuðverki og túrablæðingar.
Hm.. hvar var ég, tók ekki þátt í þessu nema að mjög litlu leyti?
Þetta eru auðvitað mýtur, allar mínar vinkonur ásamt moi fóru á túr þetta 12 sinnum á ári (give or take). Sá sem lýgur stöðugum túrablæðingum upp á konuna sína er sjálfur með vandamál í neðra. Eitthvað lágt á honum risið. Æi dúllukrúttin.
Núna er þetta öðruvísi.
Hvernig öðruvísi spyrð þú og ég svara; lít ég út fyrir að vera gula línan?
Er það nema von að ég siti hérna og átti mig ekki á því hvort ég er að koma eða fara?
Ég er komin á byrjunarreit, ég veit ekkert hvern fjandann ég er að gera hérna sem kona.
Ég veit hvað ég er að gera sem manneskja.
Ég er komin til að bögga yður.
Farin út að hlaupa berfætt í Laugardalnum af því mér líður eins og ég sé í aðalhlutverki í tútappa auglýsingu.
UNAÐUR.
Djóhók.
Later, þegar ég er komin með svar og niðurstöðu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 30. september 2008
Buisy, buisy day
Úff, framundan er bissí, bissí dei.
Ég kíkti á stjörnuspána og að vanda smellpassar hún við dagskrá þessa þriðjudags.

Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 28. september 2008
DD át kökuna mína!
Í gær var hér fullt af skemmtilegu fólki.
Það var mikið hlegið og svo voru sumir sem gúffuðu í sig innflutningsgjöfinni sem HÚN kom með fyrir okkur húsband. Hugsið ykkur móralinn. Alveg: Ég ætla að gefa vinkonu minni þessa girnilegu frönsku súkkulaðiköku af því mig langar ógeðslega í hana og hef ekkert borðað í allan dag.
Ég er ekki að spauga. Svona vini á ég. Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta hvíta hyski? DJÓK, ég á bestu vini í heimi. Já þetta var hún DD.
Jabb.
Og hér var Jenný Una Eriksdóttir ásamt bróður sínum honum Hrafni Óla sem skríður um allt á maganum eins og ormur og ryksugar allt upp af gólfinu. Dúllubarn!
Jenný Una varð hér eftir og ætlaði að sofa hjá okkur en eftir kvöldmatinn tók hún skyndilega þá ákvörðun að sofa heima. Það var auðsótt mál og Hljómsveitin keyrði prinsessuna heim.
Þegar hún var á leið út kallaði sú þriggja ára yfir öxlina á sér:
Amma, villtu hringja í FORELDRANA mína og láta vita að ég kemur heim!
Halló, hvað ertu gömul barn guðs og lifandi?
Næst heldur hún ábyggilega fyrirlestur fyrir mig um nýjungar í skammtafræðinni.
Í gær var hún svo að bisa við að teikna eitthvað og hún var ekki ánægð með afraksturinn.
Ég get ekki gert´etta, þett´er VONLAUST!
Jájá við hér við hirðina verðum að vera gætin í tali þegar sumir eru viðstaddir.
Allir út að hlaupa á meðan ætla ég að reykja mér til vansa.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Föstudagur, 26. september 2008
"You win some - you lose some"
Ég var að heyra að Bubbi sé að byrja með útvarpsþátt á Rásinni.
Eru einhverjir fletir ókannaðir á Bubba?
Ég veit það ekki, en fyrir mína parta er ég mett, nó ábót níded..
Óla Palla finnst Kona ofmetin plata.
Fokk og mér sem finnst Kona eina plata Bubba sem ég fíla almennilega.
Varðandi ofmetnar plötur, hugsí, hugsí.
Er ofmetin plata sú sem nær víðtækri spilun þrátt fyrir að gagnrýnendum finnist hún sökka?
Ef svo er þá er platan sem inniheldur lögin Lorelei og Eldhúsverkin með Maju Baldurs og Geimsteinum eða hvað þeir heita, sirkabát sú plebbalegasta sem ég man eftir. Hún hefur verið spiluð upp til agna en það viðurkennir ekki kjaftur að hafa gaman að þeirri plötu. Ekki þó maður beini byssu að höfði þeirra.
En eins og þið vitið þá var ég að flytja. Það klikkar ekki að þegar maður flytur, eins skemmtilegt og það nú er þegar allt er komið upp úr kössunum, að maður týnir einhverju sem skiptir rosalega miklu máli og getur ekki verið án fyrir nokkurn mun.
Það er að koma hálfur mánuður síðan ég flutti mig um set og ég finn ekki eftirfarandi:
Hleðslutækið fyrir Gemsann minn.
Grænmetisskrælarann sem ég er búin að eiga í fjöldamörg ár og er sá besti í heimi, hreinlega flengir grænmetinu af þannig að það flýgur í ruslatunnuna. Á meðan er ekki boðið upp á grænmeti hér á kærleiks, bara hreint ekki.
Körfuna með naglaklippunum, þeim smáu og stóru.
En...
Í staðinn hafa ostaskerarnir fjölgað sér úr einum og upp í þrjá og ég er allt í einu stoltur eigandi að gluggasköfu sem er dúndurgóð á stóra spegilinn.
Well, you win some - you loose some!
Svo er ég að hugsa svo margt þessa dagana.
Ætla ég að deila því með ykkur?
Já, en bara prívat.
Kjútpípúl ælofjúgæs!
![]() |
Bubbi hefur gert betur en á Konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Fimmtudagur, 25. september 2008
Ekki kraftgalla að sjá
Ég finn til með honum Hebba að lenda í þessu þakfokki þar sem hann býr.
Ég myndi hins vegar löngu vera farin eitthvað annað.
Ef þakið hans þarfnast ekki viðgerðar en nágrannarnir þurfa að laga sín hvað er þá að?
Allir fyrir einn - einn fyrir alla - bara með öfugum formerkjum?
Ég þekki alka sem lýsti því yfir í hroka sínum og í leiðinni af sinni frábæru kaldhæðni að hann drykki einn dag í einu. Hann tók speki leynifélagsins og hafði á henni endaskipti.
Hugmyndafræðin gengur sko út á að vera edrú einn dag í einu.
Það má nýta sér allan fjandann sér til framdráttar.
Það er svo mikið af smákóngum (húsvarðartýpurnar í kraftgöllunum) út um borg og bý.
Það er yfirleitt eitt svona fyrirbæri í hverju húsi þar sem fleiri en ein fjölskylda kemur saman.
Það eru þessir náungar sem moka frá útidyrunum (óbeðnir) á veturna með mæðusvip fórnarlambsins.
Það eru kubbarnir ábúðarfullu sem fara út með poka og týna lauf, sígarettustubba og sælgætisbréf upp af bílaplaninu og á meðan stynja þeir lágt og svo renna þeir augunum lymskulega upp í gluggana. Alveg: Eru ekki vitni að fórnfýsi minni og snyrtimennsku?
Það eru líka þessir snillingar sem oftar en ekki hafa látið eiga sig að kynna sér réttritun en eru samt ákaflega skrifglaðir. Þeir elska skilti og setja heilu ritraðirnar í skiltaformi upp í sameigninni.
Bannað að reikja.
Bannað að fara ynn á skónnum.
Þið vitið hvað ég meina. Er það ekki?
Þessi menn veljast yfirleitt sem formenn húsfélaga, það er, þeir fara í framboð á meðan hinn almenni maður/kona taka á flótta þegar á að fara að virkja í stjórnina.
Ég held að það sé svona fólk sem gefur dauðan og djöfulinn í að í nafni húsfélagsins skuli Hebbi borga þökin þeirra þó hann sé búin að laga sitt á eigin kostnað.
En, það er mannskemmandi að standa í svona erjum.
Ég myndi ráðleggja öllum að draga sig í hlé.
Að standa á sínu er eflaust hið besta mál, en hvað kostar það?
Ég myndi ekki vilja hafa svona nágranna. Ég læt fólk í friði og vill sjálf fá sama til baka.
En ég er afskaplega heppin með nágranna og svei mér þá það er engin húsvarðartýpa í mínu húsi.
Ekki kraftgalla að sjá í fleiri kílómetra fjarlægð.
Ég er heppin kona.
P.s. Þarf að skreppa aðeins til að fórna mér í þágu vísindana. Er að taka þátt í merkilegri rannsókn.
Ég get ekki dáið við að fara í blóðprufu er það?
Ok, þá nær það ekki lengra.
Ef minn tími er kominn þá þakka ég samfylgdina á liðnum árum.
Úje
![]() |
Neitar að borga þak nágrannans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Miðvikudagur, 24. september 2008
Játning
Stundum hlæ ég upphátt þegar ég les slúðrið í blöðunum.
Þetta sem kallast "Fólk í fréttum" en er auðvitað bara beint úr útlendum slúðurdálkum.
Þetta eru fréttir eins og þessi um hnakkaspikið á Jay Lo.
Eða þegar Madonna dettur á rassinn.
Ekki má gleyma að Meg Ryan var að segja frá því núna að Dennis Quiad hafi haldið fram hjá henni þegar þau voru gift fyrir milljón árum. Þeir sem lesa slúður hefðu getað sagt henni þetta á meðan hþau voru gift.
Annars hef ég aldrei lagt mig eftir svona "fréttum", ég á hins vegar eina dóttur og sú býr í London og hún veit allt um "Fólkið í fréttunum". En auðvitað kemst maður ekki hjá að lesa þegar verið er að þræða netmiðlana.
Og..
Það sem kætti mig svona að þessu sinni er fyrirsögn þessarar fréttar sem ég tengi við hér.
Lindsay hefur lengi verið lesbía!
Það er ekki sagt hvenær lesbíufyrirkomulagið sló Lindsay litlu í höfuðið en það mun vera dagsetning sem hún ætlar að halda leyndri.
Eins og þetta er sett fram má áætla að samkynhneigð konunnar sé eins og lungnabólga eða tennisolnbogi.
Lindsey hefur lengi verið með tennisolnboga. Hún vill hins vegar ekki gefa upp hvenær og hvernig hún kom sér upp þessu handarmeini en glottir leyndardómsfull þegar hún er spurð.
Ég ætti að þekkja þetta. Ég er gagnkynhneigð og búin að vera mun lengur en nokkurn gæti órað fyrir.
En, segi ég og brosi hæðnislega að þeim sem spyr um þennan merkisatburð sem legið hefur í þagnargildi, þá ætla ég og mínir fjölmörgu eiginmenn að halda upphafsdegi gagnkynhneigðarinnar innan fjölskyldnanna.
En ykkur get ég sagt í trúnaði og ég bið ykkur að segja ekki frá því fyrir nokkurn mun, þá var það einn vordag um kl. 15,13 eftir hádegi, þar sem ég steðjaði niður Bankastrætið í góðum fíling, að ég heyrði rödd inni í höfði mínu (karlmanns, nema hvað) segja ákveðinni röddu; Jenný Anna þú ert fyrir karlmenn.
Mér varð svo um að ég hef fram á þennan dag farið með þessa uppákomu sem mannsmorð.
Þess má svo geta í förbífarten að þennan sama dag í Bankastrætinu rétt áður en ég varð gagnkynhneigð þá fékk ég kvef.
Þetta var því dagur tveggja fyrirkomulaga.
Nema hvað.
![]() |
Lindsay lengi verið lesbía |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Mánudagur, 22. september 2008
Fyrir lengra komna og bannað börnum
Mér þykir gaman að láta hugann reika þegar ég geng í húsverk. Sumir setja tónlistina á fullt, ég ekki, einkum vegna þess að bakgrunnstónlist þjónar þeim tilgangi einum að ergja mig.
Þegar ég hlusta á tónlist sest ég niður og geri einmitt það. Þess á milli ríkir þögnin.
Ég hamaðist með tuskur og klúta, moppu og önnur hreinsidýr um allt.
Og það gerðist einhvern veginn þannig að ég fór að hugsa um kærasta.
Sennilega vegna þess að í morgun vorum við Jóna vinkona mín að ræða um að vera "passionately in love" hvað það væri skemmtilegt en jafnframt slítandi. Það er nefnilega algjör þrælavinna að vera á stöðugu hormónafylleríi.
Fyrsti strákurinn sem ég kyssti (á kinn minnir mig) er dáinn, ekki af því að hann hitti mig heldur af náttúrulegum orsökum. Ég stóð í brjáluðu vetrarveðri bak við Glaumbæ og þetta varðaði bara svona. Það tók marga daga að jafna geðið eftir að það rann upp fyrir mér ljós, þ.e. afhverju blaðsíðu 82 í heilsufræðinni var sleppt.
Svo fór ég á fast. Hann var með mér í Hagó. Hryllilega sætur, ekki mállaus, þó ég hafi aldrei heyrt hann segja heila setningu, hann var svo feiminn. Hann roðnaði afskaplega fallega og var ákveðinn í að verða sjómaður. Við vorum par í hálfan mánuð og síðustu þrjá daga sambandsins leiddumst við þegar enginn sá til. Svo sagði ég honum upp. Það dróst ekki upp úr honum orð. Við fermdumst sama dag og ég man að ég hugsaði þegar ég sá hann í kirtlinum í Nes að ég hefði nærri því verið búin að eignast hann fyrir mann!
Ég er ekki að grínast, samböndum fylgir ábyrgð sagði amma mín og þetta var áður en ég hætti að trúa orði af því sem fullorðnir sögðu. Því miður? Örugglega.
Svo var það sendiráðssonurinn norski, hann hafði ótakmarkaðan aðgang að grammafóni heima hjá sér á Fjólugötunni minnir mig. Þar má segja að stelpa hafi hangið með strák af því hann átti Bítlaplötur og gat spilað þær eins og maður.
En eftir þessi djúpu sambönd sem ég er að lýsa fyrir ykkur hér að ofan syrti í álinn fyrir þeim fjölskyldumeðlimum sem sáu mig læra til nunnu, eða húsmóður, eða hjúkrunarkonu með óflekkaðan meydóm.
Eftir þetta tímabil er sagan bönnuð innan 22 og verður skráð í myrkur sögunnar. (Ég var uppi á hippatímanum, what can I say?)
Þ.e. aldrei.
Nema ef vera skyldi að einhver tryði því að ég hefði sögu að segja sem er eitthvað frábrugðin annarra manna upplifunum.
Kannski að svo sé.
Nú eða ekki.
Allavega á ég gamlan vin sem telur mig getað skrifað ákveðið form af biblíu fyrir lengra komna.
Já við erum að tala um kökuppskriftir auðvitað.
Jösses hvað það er gaman að fokka í ykkur elskurnar mínar.
Farin að anda og elska ykkur eins og væruð þið mín eigin börn.
Ekki minna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 21. september 2008
Sveppi bjargar málinu
Ég er orðin sérfræðingur í morgunbarnatíma beggja stöðva.
Jenný er reglulega hjá okkur um helgar og þá er vaknað fyrir allar aldir og kveikt á sjónvartinu og horft á baddneddni.
Ætli það sé bara ég eða krullast fólk ekkert upp yfir þessu tilgerðarlega íslenska tali?
Þar sem allir hrópa í stað þess að tala eðlilega í einhverri vonlausri tilraun til hressleika?
Og Dóra landkönnuður - ésús minn almáttugur. Hún er líka á sunnudögum, sama rödd heyrist mér en þá í líki Díegos sem er líka einhvers konar könnuður.
Hugmyndin fín og ég hef hlustað á Dóru á ensku, en það er reyndar uppáhaldsprógrammið hans Olivers. Þar er þetta ekki svona hryllilega uppspennt.
Eftir að hafa haft barnatímann í eyrunum er ég búin á því eftir tvo klukkutíma. Mig verkjar í eyrun og langar til að tékka mig inn í klaustur einhvers staðar til að fá þögn og ró.
Reyndar nennir Jenný ekki svona lengi og guði sé lof fyrir það.
Ég veit ekki hvort er verra, fullorðnir að tala fyrir börn eða börn sem eru poppuð upp í ýktan hressleika sem sker í eyrun og er ekki nálægt eðlilegu tali á milli manna.
Sveppi hins vegar og Ilmur sem er með honum núna eru brilljant og mér finnst þau jafn skemmtileg og barninu.
Sveppi hreinlega reddar baddnaebbninu.
Ég lít svo á að það eigi að framleiða sjónvarpsefni fyrir börn sem er þeim sæmandi.
Það er hægt að gera svo miklu betur.
Komasho!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 19. september 2008
Djö.. langar mig til að sofa hjá þér
Ein ein selfölgelihets-rannsóknin hefur litið dagsins ljós.
Karlar hafa tilhneigingu til að ofmeta útlit sitt og persónutöfra. Hehemm.. Fréttir? Æ dónt þeink só.
Ekki það að konur eigi þetta ekki til líka, jújú.
En svo er til fólk sem tekur þetta alla leið. Sem er t.d. í skemmtanabransanum og heldur sig Adonis endurborið með hæfileika af guðs náð.
Ég man eftir tveimur íslenskum - í músík og ætla ekki að nafngreina þá.
Það er til svona fólk sem hefur ekki sans fyrir sjálfu sér. Er gjörsamlega ástfangið af eigin persónu. Þetta er fólkið sem horfir í spegil og segir hátt og skýrt;
Djöfull langar mig til að sofa hjá þér.
Liberace eða hvað hann hét, skrauthomminn á píanóinu er skólabókadæmi. Maðurinn var ekki alveg að gera sig í tónlistinni en dressin hans voru flott, þ.e. ef þú ert svag fyrir því að klæða þig í jólaskraut.
Hugs, hugs, hugs, Jane Mansfield var ein, sorgleg sagan hennar og allt það en hún var alveg með það á hreinu að hún væri leikkona. Ekki að gera sig.
Hugs, meira hugs, jú Cher, hún er ekki nein sérstök söngkona, en hún brillerar sem gína.
Fyrrverandi hennar hann Sonny hélt því fram að hún væri svo tóm í höfðinu að hún tryði því að vindurinn hafi mótað myndirnar af forsetunum í fjallið í Ameríku.
En hann hefur bara verið fúll út í konuna vegna þess að hún skildi við hann.
Munið þið eftir fleirum svona sem eru einir í sínum aðdáendaklúbbi?
Farin að týna strá.
![]() |
Karlar ofmeta persónutöfra sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Fimmtudagur, 18. september 2008
Andskotans kreppan?
Þrátt fyrir staðfasta ætlun mína um að láta krepputalið ekki ná tökum á mér var það búið að læða sér að mér bakdyramegin og núna í vikunni var gekk ég stynjandi um allt.
Ég hrökk við í hvert skipti sem ég stundi, hávaðinn var ógurlegur.
Þar sem mér leiðist hljóðmengun sá ég mér ekki annað fært að gera kreppuúttekt á lífi mínu, en kreppa er hvergi nema í hausnum á venjulegu fólki sem finnur hvorki fyrir upp- né niðursveiflum þannig að mark sé á takandi.
Þetta er útkoman:
1. Ég á heima á góðum stað þar sem mér er líður vel.
2. Ég á mat og aðrar lífsnauðsynjar og mun fyrirsjáanlega hafa á komandi árum. Þ.e. ef ég verð ekki dauð úr einhverju. Það verður amk. ekki hungur sem kemur mér fyrir kattarnef.
3. Ég á sígó enda með góðan og pottþéttan díler. Dópið er með ríkisábyrgð. Heppin ég.
4. Ég er allsgáð og dett ekki um allt og ætla ekki að gera ef ég fæ því ráðið, sem ég geri auðvitað, einn dag í einu.
5. Ég á bestu foreldra í heimi, bestu systkini, bestu dæturnar og barnabörnin, besta eiginmanninn og frábærustu vinkonurnar. Ég á líka fína fyrrverandi þannig að kreppan bitnar ekki á tengslum mínum við fólk.
6. Ég get farið í bíltúra um Stór- Reykjavíkursvæðið og jafnvel suður með sjó ef ég nenni. Enginn hefur enn dáið vegna þess að þeir þurfi að aflýsa Londonferð að hausti. Fúlt en þolanlegt og án verkja.
Ergó: Kreppan er í lágmarki af því að væntingarnar eru í eðlilegu hlutfalli við þá stöðu sem ég er í.
Ég er þokkalega glöð með það.
En...
Er ég sátt við stjórnmálamenn og hvernig þeir ráða málum okkar almennings?
Aldeilis ekki. Matarverð er hroðbjóður, öll þjónusta, lækniskostnaður, bensín, föt, sápa (jájá) og allur fjandinn er á ólýsanlegu lygaverði. Ég er algjörlega í stjórnaraðstöðu héðan frá kærleiksheimilinu. Be fucking sure about it.
En það breytir ekki því að ég get verið nægjusöm með það sem ég hef, þó dragtin og skóhaugurinn verði að bíða betri tíma. Ég lifi það af.
En það er af því að það er búið að sarga úr mér neysluhyggjuna. Ekki af því ég er svona svífandi kona með englageð. Ég er bara svo heppin, getum við sagt að hafa aldrei verið í neinni uppsveiflu.
Enda er það ekki hinn almenni maður sem hamast í lífsbaráttunni sem hefur keyrt þessa þjóð á kaf inn í kaldan klakann.
Ónei, þeir vita hverjir þeir eru og við hin andlitslausi massi erum ekki í þeirra hóp.
En mikið rosalega er þessi lína hér fyrir ofan ofsóknarkennd hjá mér. (Ætli ég fari að heyra raddir innan skamms?).
Hvað um það, kreppan leggst ágætlega í mig.
Farin að tína hafra.
![]() |
Lánshæfismat ríkisins staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 2987832
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr