Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Að hugsa um kynlíf í sunnudagsmessu

 sjopp

Ég er ein af þeim sem rýk ekki af stað þegar tilboðsdagar, Kringluköst og svoleiðis stöff er auglýst.

Ég er ónæm fyrir þess háttar, bæði í upp- og niðursveiflu.

Ég hef fordóma gagnvart útsölum.

Í denn voru útsölur nefnilega plat og prump.  Þá var verið að selja eldgamalt drasl af lager og það var á þeim árum sem ég kom mér upp ofnæmi fyrir innihaldslausum gylliboðum.

Útsölur í útlöndum hafa hins vegar haft aðdráttarafl sem hefur dregið mig að eins og segul um langan veg, milli borga og landshluta þess vegna.  Það er svo gaman að skoða og kaupa á svoleiðis fyrirkomulögum.

En að raunveruleikanum.  Í viðtengdri frétt er talað um að fjöldi manna hafi lagt leið sína á tilboðsdaga í Kringlunni um helgina.

Við erum misjafnar manneskjurnar.  Þessa dagana er ég eins og vopnaður vörður í Fort Knox, vei þeim sem ætlar að hafa af mér aur úr heimilisbuddunni. 

Að steðja í búðir er álíka æsandi tilhugsun fyrir mig nú um stundir eins og fyrir hina siðprúðu húsmóður í Vesturbænum að hugsa um kynlíf í sunnudagsmessunni.

Búðarráp er eiginlega  "the ultimate turnoff" þessa dagana.

Einhver sagði mér að við yrðum að eyða til að halda hjólunum gangandi.

Þrátt fyrir þekkta aðdáun mína á samfélagslegri þátttöku þá verð ég að vera stikkfrí að þessu leyti.

Ég verð að vera helvítið hún Fía í Djöflaeyjunni með péningana sína.

Þegar lítið er til skiptanna þá verður að forgangsraða.

En ég lofa ekki algjörum árangri í nýjum lifnaðarháttum.

Það koma bráðum jól og það er eins og ég finni smá titring í mér sem myndi mælast á jólamælinum.

Ég skal hundur heita ef ég tek ekki nokkur (kringlu)köst í aðdraganda jólanna.

En á hverjum morgni þessa dagana byrsti ég mig við sjálfan mig í spegilinn.

Ég beinlínis hvæsi á eyðslusegginn sem starir á mig trylltum kaupgleðiaugum úr speglinum.

Og ég segi ískaldri röddu, röddu þess sem meinar það sem hann segir;

Jenný Anna ég fyrirbýð þér að koma nálægt glingurbúðum í dag.

Og ég hlýði eins og barinn hundur.

Var einhver að segja að ég tæki mér fullmikið skáldaleyfi fyrir hádeg? Ha?

Ég hélt ekki.Halo

Farin að drekka nokkur köff til að hressa mig við.


mbl.is Kreppuskjól í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Knús á fokkings línuna

 Peace-and-Love

Ég er að bregðast við kreppunni.

Í kvöld hef ég legið yfir uppskriftum hér enda eins gott að elda mismunandi rétti úr þessum örfáu kjöttuttlum sem munu verða á boðstólnum hér á kærleiks, búhú.

En ég festist yfir uppskriftum af jólasteikum eins og kalkúnum, fasönum, bömbum og króódílum (ókei mínus kókófílinn) og fleiru slíku.  Ég hef alltaf verið mjög misheppnuð í sparnaði.  En ég gefst ekki upp.

En án gamans þá kvíðir mig fyrir morgundeginum.

Ég veit ekkert hvað dynur yfir á morgun, kannski verður búið að þjóðnýta Sparisjóðina í skóli náttmyrkurs. 

Síðan ég hætti að drekka hefur mig ekki kviðið fyrir mánudögum.  Ég tek þeim fagnandi.

Nema þessar vikur auðvitað.  Engum er að treysta, allir ljúgandi og ástandið á mér er eins og hjá flestum öðrum, ég er í áfalli, síendurteknu reyndar og spurningin er hvenær maður fer að grenja.

Það er mikið talað um að við verðum að styðja hvert annað, að við séum öll í sama báti.  Biskup, forseti, forsetisráðherra, allir, leggja áherslu á þetta.

Ég er sammála.

En samt er púkinn í mér glottandi út í annað (þegar enginn sér).  Ég hugsa; vá hvað gengið á manneskjulegheitum, náungakærleika og umhyggju hefur snarhækkað í kreppunni.   Allt í einu erum við metnaðarlausu hippalufsurnar með hugmyndafræði sem er verðmæt.  Það var aldrei.

Samkennd með náunganum og svoleiðis kjéddlinga og hommavæl hefur heldur betur ekki átt upp á pallborðið hjá jakkafatasamfélaginu á jeppunum.

Þar hefur hin ryðgaða regla; hver er sjálfum sér næstur verið einkunnarorð í verki og huga.

Ég hef stundum kallað peninga- og græðgisorkuna rakvélablaðsorku því það hefur á stundum verið beinlínis sársaukafullt að anda henni að sér.

En nú eru nýjir tímar.

Og ég ætla að faðma alla í klessu.  Alveg ókeypis.

Knús á fokkings línuna segi ég og óska ykkur góðrar vinnuviku.

Djöfull elska ég ykkur.


mbl.is Þóra er formaður Nýs Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amma Póló, afi Pilsner og barnahatari í peysufötum

 kókkassi

Íslendingar eru þrjóskir og ósveigjanlegir segir Hattersley, fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands.  Hann segir að málstaður Breta í þorskastríðinu hafi verið réttmætur og í nýja stríðinu sem nú geysar sé málstaðurinn það einnig.

Ég man eftir þessu þorskastríði jájá og mér fannst við ferlega flott þá og mér finnst það enn.

Ég man eftir Ólafi Ragnari Pres, með viðtalsþætti á ensku þar sem hann stóð sig alveg þræl vel.

Hjartað barðist í brjóstinu með málstað litla Íslands á móti andskotans Bretunum.  Það var svart-hvítt dæmi, við vorum réttu megin við strikið.  Algjörlega spikk og span.

En núna er ég ekki svo viss.  Auðvitað hefur Gordon Brown verið að nýta sér þessa stöðu Íslands til eigin vinsælda en ég vil ekki trúa því að óreyndu að þeir hafi gert sér það að leik að ljúga upp samtölum við íslenska ráðamenn.  Ef svo er þá eru þeir ótýnt pakk.  En bíðum aðeins.

Ísland á auðvitað ekki að láta bjóða sér þessa framkomu sama hvað er.  Þessi djöfulgangur í Bretanum hefur þegar skaðað okkur biggtæm.

En að kjarna málsins.  Hehe.

Ég var að hugsa um gildi íslensku krónunnar og auðvitað fleygði það mér í nostalgíu.

Ég bloggaði um litabókina fyrr í vikunni sem ég keypti á rétt tæpan níuhundruð kall og gaf mér nánast hjartastopp.

Ég man nefnilega eftir því þegar ég fór í Möggubúð á horninu á Ásvalla og Hofsvalla og keypti kúlur á 1 aur stykkið.  Þær voru í fánalitunum og Magga geðvonda sem var líka barnahatari í peysufötum, bjó til kramarhús úr umbúðapappír og taldi kúlurnar í það.  Svo sagði hún okkur að andskotast út með varninginn um leið og hún tók við peningunum.  Þjónustulundin í hámarki hjá helvítis kerlingunni, guð blessi hana.

Það voru til fimm aura stykki.  Rauður haltukjafti brjóssykur kostaði krónu.  Líka Bazúkatyggjó.

Og Pan tyggjóið var keypt í lausu eða í litlum kössum, kostaði kúk og kanil.

Á sunnudögum fékk ég rauðan tíkall í bíó.  Brúnn fimmkall fór í bíómiða í almenn og afgangur í nammi.  Poppkornið var poppað heima og tekið með í brúnum bréfpoka sem myndaði fitubletti af heitu poppkorninu.

Og svo fór mig að langa í ískalda Póló úr svona Kókassa á gólfi, (það varð svo mátulega kall) þegar ég bloggaði.  Ég fékk vatn í munninn. 

Rosalega var Póló góður drykkur og Ananas með dansandi Hawaymeyju íklæddri strápilsi á miðanum.

Ótrúlegt hvað lífið var einfalt.

Svo voru rauðar pylsur í matinn á laugardögum.  Með bræddu smjöri og kartöflum.

Ég finn bónlyktina úr sameigninni á Hringbraut 84 þegar ég skrifa þetta.

Á laugardögum var nefnilega allt skúrað út í hörgul.

Nostalgía je,je, je!


mbl.is Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðþrengdur kynlífsfíkill?

 duchovny

Ég verð að játa á mig algjöra vanþekkingu á vandamáli David Duchovny.

Ég veit ekkert hvernig ég á að taka á svona hrútleiðinlegu fólki með lágmarks leikhæfileika sem alltaf er að trana sér í sjónvarp og bíómyndir.

Ókei, við reynum aftur.

Ég veit ekkert hvað það inniber að vera kynlífsfíkill.  Ég hef greinilega fordóma gagnvart þessari fíkn því ég glotti alltaf með sjálfri mér þegar ég les um hana og hugsa alveg: Góður þessi, fullkomin réttlæting til að eyða lífinu í láréttri stöðu með einhvern ofaná/undir/uppá eða bakatil.

Ég er kynlífsfíkill.  Ég ræð ekkert við gredduna.  Halló, en ég á erfitt með að skilja þetta.  Súmí.

Ég viðurkenni hér með að ég er á tíuára stiginu þegar þessa "fíkn" ber á góma.

Alltaf þegar talað er um fíkn sperri ég eyrun.  Er sjálf óvirkur áfengis- og lyfjafíkill og máta þá aðrar fíknir við mína eigin reynslu.

Mín fíkn er konkret.  Hún felst í inntöku hugbreytandi efna sem ráðast á ákveðnar stöðvar í heilanum og misþyrma þeim.  Ergo: Vandamálið er áþreifanlegt. 

Spilafíkn skil ég, vegna þess að ég hef lesið um hana og ég hef talað við fólk sem hefur verið haldið henni.

En kynlífsfíkn?  Hvernig virkar hún?  Þ.e. þegar viðkomandi er ekki á fullu í "neyslu"?

Alveg: Ég verð að fá að r.... ég er svo bullandi veikur eitthvað?

Eru til leynifélög sem styðja við bakið á kynlífsjúku fólki?

Ég játa mig algjörlega úti að svamla í drullupolli.

Já og ég veit að þetta er ekki hlægilegt.  Sjáið Davíð hann er greinilega alveg búinn á því karlinn.

Best ég fari að kynna mér sexaddiction.

Sko strax eftir að ég er búin að kynna mér muninn á rússnesku og pólsku prentmáli.

Þetta er dagur afhjúpunar hvað mig varðar.

Ég er illa upplýstur pöbull í eintölu.

Fjandinn sjálfur.

Úje


mbl.is Duchovny kominn úr meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamstranir og afmælisbarn dagsins

Ég vakna alltof snemma.

Klukkan rúmlega sex var ég komin fram og farin á netmiðlana.

Nú tek ég á þessu rugli í sjálfri mér.  Ég breyti engu með þessari óbeinu þátttöku í efnahagsmálum.

Mér væri nær að fara og eyða peningum.

Segi svona.

Hvað var Bónusmaðurinn að hvetja fólk til að hamstra?

Er ekki í lagi hjá manninum?  Þetta er nú beinlínis framlag til hóptaugaáfalls.

Ekki að ég hafi hlaupið út og keypt inn í gámum en ég get ímyndað mér að barnafjölskyldur hafi orðið órólegar.  Það þarf að vera til matur handa blessuðum börnunum og þetta er illa gert.

br

En að dásemd þessa dags.

Fyrir 28 árum síðan fæddist litla barnið mitt hún Sara Hrund.

Hún er með hjarta úr gulli, hún er fyndin, skemmtileg og dugleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.

Ég er svo stolt af þessari stelpu sem hefur sigrast á lesblindunni sinni og er nú í einu og hálfu námi til stúdentsprófs með tvö lítil börn.  Reyndar á hún yndislegan mann sem tekur sinn hluta af pakkanum, en Saran lætur ekki stoppa sig í að ná markmiðum sínum, það er nokkuð ljóst.´

Elsku Saran mín, við óskum þér innilega til hamingju með daginn. 

Mamma þín þarf áfallahjálp.  "Litla barnið" hennar er komin fast að þrítugu.

Það gerir mig hundgamla.

Enn og aftur, til hamingju með daginn þinn elskan mín.Heart

Ég er farin í rúm. 

Heimurinn verður að klára sig rétt á meðan ég hvílist.

Dæs.


mbl.is Bankar verða opnaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu veikur - ekki gera neitt í því

Evan Handler öðru nafni "maðurinn hennar Charlotte í Sex and the City, heldur að hann sé að boða einhverjar nýjungar þegar hann hvetur sjúklinga til að óhlýðnast læknum sínum.

Halló krúsífer tíuárumsíðareðalengurmeðfréttirnar.  Ég hef gert óhlýðni við lækna að miðnafni mínu, ég hef meira segja gert svona læknaóþekkt að keppnisgrein.

Án þess að ég ætli að fara að opinbera aðra en sjálfa mig hér á þessari bloggsíðu þá get ég upplýst að mamma mín hún Anna Björg er ekki léleg í þessari íþrótt.

Í gegnum tíðina hafa læknar ráðið mér heilt þá sjaldan ég hef þurft á fund þeirra að sækja.

Þú þarft að vinna minna, borða betur, sofa meira, taka vítamínin þín, borða morgunmat, absólútt borða morgunmat og svona yfirleitt BORÐA og hætta að REYKJA.

Ég alveg: Jájá.  Ladídadída.  Væl í þessum mönnum, hugsaði ég og hélt áfram að reykja, gleyma að borða, sofa 4-5 klukkutíma á sólarhring.

Merkilegt nokk þá slapp ég nokkurn veginn lifandi þrátt fyrir að hafa sent þessum elskum fokkmerkið í huganum um áratuga skeið.

Seinni ár þegar heilsufarið fór að setja stein í götu mína mætti ætla að ég hafi setið og hlustað með öllum mínum eyrum. 

Á meðan mér voru lagðar lífsreglurnar hugsaði ég alveg: Heyrðu hvenær ætlarðu að bjóða mér eitthvað við ástandinu.  Eitthvað krassandi sem svæfir, róar og kemur í veg fyrir að ég þurfi að hafa fyrir þessu sjálf?

Ef það kom ekki nú þá tók ég dauðaatriði Hamlets á skrifstofugólfi læknisins og eftir gífurlega margar tilraunir tókst mér að kría út svefn og meððí.  Ég verið svo heppin (allt eftir því hvernig á það er litið) að ég hef alltaf haft lækna sem hafa verið að drepast úr samviskusemi og verið tregir á lyfseðlalausnir.

The rest is history.

En án gríns, Evan Handler er ekki að hvetja til þeirrar óhlýðni sem ég er að skrifa um hér, heldur hvetur hann sjúklinga til að fylgjast með og taka ábyrgð á eigin meðferð.  Sem er auðvitað rétt og satt.

En varðandi fíflið mig sem þurfti hálfa ævina til að þekkja minn vitjunartíma og læra að þiggja ráð og aðstoð, þá var það rauður þráður í gegnum alla mína sjúkrasögu sem var ekki mjög stór eða umfangsmikil lengst framan af að opírera eftir hinni gullnu reglu sjálfbirgingsins.

Segi læknirinn þér að taka 2 töflur að morgni, svo ég taki dæmi, þá tók ég amk. tvisvar sinnum meira.

Af hverju?

Jú ég svona greind eða þannig reiknaði dæmið út sem svo að læknar væru svo hryllilega varkárir að þeir létu fólk örugglega taka allt of lítið að öllu.

Er það nema von að ég hafi lagst í rúmið fárveik einu sinni þegar ég úðaði í mig stórum skammti af fúkkalyfjum af því ég nennti ekki að dreifa töflunum niður á daginn.

Það gerir maganum í manni hluti.

Arg í boðinu.

Er Geir vaknaður og kannski með fréttir?Devil


mbl.is Hvetur sjúklinga til að óhlýðnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökk fyrir þátt

Það sést á sjónvarpsdagskrá RÚV að það er komið haust.

Tveir íslenskir þættir eftir fréttir. 

Spaugstofan svona og svona, ég held að hún sé komin á leiðarenda, ansi þreytt svona en ég brosti alveg.

Svo er það nýi þátturinn "Gott kvöld".  Mér sýnist þetta vera íslenska útgáfan af "This is your live".

Það er ekki leyndarmál að mér finnst vera offramboð af þeim ágæta manni Bubba Mortens. 

Þessa dagana er hann áberandi.  Hann hefur tapað skrilljónum á hlutabréfakaupum og hann er bálreiður eins og hann sagði sjálfur í Íslandi í dag á föstudaginn.

Bubbi hefur boðað til mótmæla í næstu viku fyrir utan Alþingishúsið.  Eða er það hvatningarfundur til að fá ráðamenn til að gera eitthvað?  Annaðhvort.  Men hur som hälst þá get ég ekki samsamað mig Bubba í þessu máli.  Ég tilheyri þeim sem eiga ekki hlutabréf en á drullu erfitt með að láta enda ná saman og mér sýnist það eiga eftir að versna verulega.

Hlutabréfafólkið er í annarri katagóríu.

Já og Bubbi vill láta súa Hannesi Smárasyni.

En varðandi þennan þátt þá ætla ég að bíða og sjá hverju fram vindur.

Kannski ég verði bara þakklát fyrir að RÚV skuli draga fram listamenn og búa til um þá skemmtiþætti, sérstaklega svona fólk eins og Bubba sem maður veit svo lítið um.

Hér lýt ég í gólf af eintómu helvítis þakklæti.

Pirrrrrrrrrrrrrrr

Þátturinn.


Hégómagirni

Af ástæðum sem ekki verðar gefnar upp hér fór ég að hugsa um ákveðið lag, eða réttara sagt textann við það.  Það er einn af frábærari textum sem ég hef heyrt.

En áður en ég segi ykkur um hvaða lag er að ræða þá er ég líka búin að vera að hugsa um hégómagirni. 

Hégómagirni er rosalega erfiður löstur, skapgerðareinkenni, persónuleikabrestur. No?

Ég er hégómagjörn.  Viðurkenni það alveg og myndi meitla í stein ef ég væri beðin um það.  Ég er samt ekki heltekin af henni eins og sumir sem ég þekki.Whistling

Það eru ákveðnir hlutir sem ég kalla hégóma í mínu fari.  Æi ég held ég fari ekki út í það, viðkvæmt mál.

Er það ekki hégómagirnd að vera mjög upptekin af fötum?

Ef svo er þá er ég beisíklí ógeðslega hégómagjörn.

Þegar ég var 12 og 13 var ég speglasjúk.  Ég mátti ekki sjá spegil þá stillti ég mér upp fyrir framan hann og fór ekki nema að mér væri ýtt frá með valdi.

Amma mín sagði við mig að það væri hættulegt að hanga sífellt fyrir framan spegil.  Fjandinn gæti komið í hann.Devil

Krúttið hún amma mín að reyna að terrorisera sjálfsdýrkandann sem lét ekki segjast.  Ekki hrædd fyrir fimm aura.

Er það ekki hégómagirnd í dóttur minni (segi ekki hver) sem var með mér í IKEA um daginn og við kveiktum okkur í sígó þegar við komum út.

Hún alveg:  Mamma komdu á bak við stóra bílinn þarna.  Það er svo hvítahyskislegt að reykja fyrir utan Ikea, Bónus og sollis verslanir.

Ég: Ókei, stillum okkur upp með naglana fyrir framan Sævar Karl eða eitthvað.

Síðan small ég í jörð.  Hégómi?  Ég veit það ekki.  Hún hefur þetta ekki frá mér (djók).

En þetta lag með frábærari texta sem ég man eftir er um hégómagjörnu gæjana, sem halda að jörðin snúist ekki kringum sjálfa sig heldur þá.

"Þú ert svo hégómagjarn að ég er viss um að þú heldur að lagið sé um þig" Carli Simon.

Er ég nokkuð ein um að vera svona breysk?Halo


Djöfuls hetja

Það er búið að rigga upp nýrri mammonshöll.  Er endalaust hægt að bæta við búðum og stórmökuðum?

Við erum ekki milljón er það?

Allir sem ég þekki eru að tala um að minnka neyslu, spara í matarinnkaupum og meira að segja Melabúðarfrömuðurinn hún Helga Björk dóttir mín fór í Krónuna í gær.

Fólk sem ég tala við er með áhyggjur af komandi mánuðum.  Allir eru í óvissu, hangandi í lausu lofti.

Ég hefði haldið að það yrðu bara þyrlupallar sem mættu á opnun verslunarmiðstöðvarinnar á Korputorgi.  Þyrlupallar sem eiga skítnóg af peningum.  Reyndar geri ég mér grein fyrir að þeir versla í Harrods en ekki í mollum, en þið vitið hvað ég meina.

Nei en ekki er það svo.  Fólk streymir í samlede verker í þessa nýju neysluhöll.

Kannski til að skoða?

Ædónþeinksó.

Merkilegt með okkur Íslendinga við erum alveg ótrúlegir afneitunarsinnar.

Við trúum aldrei fyrr en við lútum í gólf og okkur nuddað upp úr hinum súrrealíska raunveruleika sem óforvarandis (segja sumir) hefur skollið á okkur.

Ég eyðsluseggurinn fer ekki í þetta moll.  Reyndar er ég mollhatari (já og úlpuhatari), ég fór ekki í Smáralind fyrr en einhverjum árum eftir hún opnaði, nánar tiltekið í fyrrasumar.

Moll eru leiðinlegt fyrirbrigði litlu búðirnar eru krúttlegastar og bestar.

Ég er farin í lagningu.  Sko rúmlagningu.  Ég er að drepast úr þreytu enda vaknaði ég með veik börn klukkan sex í morgun.

Ég er ekkert annað en djöfuls hetja.  Það er ég.


mbl.is Mikill áhugi á nýrri verslunarmiðstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggróman

petit

Ég var að klára að lesa þessa skáldsögu og hún heitir Petite Anglaise. 

Rómanar eru ekki mínar uppáhaldsbókmenntir en þær geta verið fínar til afslöppunar þegar þannig stendur á.

Þessi bók hreif mig með sér af því ég tengdi auðvitað á fyrstu blaðsíðu við ensku stelpuna sem býr í París ásamt lítilli dóttur.

Hún er nefnilega bloggari.  Hún byrjar að halda dagbók á netinu og eins og við sem bloggum þekkjum flest, þá tekur bloggið hennar sína eigin stefnu.

Petite skrifar undir dulnefni og ég skemmti mér prýðilega þegar hún segir frá spenningnum yfir fyrstu kommentunum, þegar hún fer á bloggvinahitting en svo lendir hún í ástarsambandi og, og, og, meira segi ég ekki.

Á bókarkápu segir að hulunni hafi verið svipt af Petite þegar hún var rekin úr starfi vegna bloggsins (Hrönn ég gef þér þessa í jólagjöfDevil), fór í mál við vinnuveitendur og fékk skaðabætur.

Bloggið er komið til að vera.  Það er bara skemmtilegt.

Bókin er fín dægradvöl og ég mæli með henni.

Bloggarar eiga eftir að brosa út í annað við lesturinn.

Góða skemmtun.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 2987832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.