Færsluflokkur: Fjölmiðlar
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Atvinnulygarar?
Ég var að pæla í því í gær þegar Samfylkingarmenn og Sjálfstæðis rifust í fjölmiðlum, að í stjórnmálum sé beinlínis litið á það sem eðlilegan hlut að segja ósatt.
Alveg fram á síðustu daga ríkisstjórnarinnar lýstu formenn flokkanna því yfir að í ríkisstjórninni ríkti eindrægni, samheldni og trúnaður.
Í raun alveg þangað til Samfylkingin fór á límingunum á Þjóðleikhúskjallarafundinum.
Núna, hins vegar, þá tala menn úr báðum flokkum eins og þetta stjórnarsamstarf hafi verið helvíti á jörð.
Þið vitið hvað ég meina, nenni ekki að telja upp brigslyrðin, þau má lesa og horfa á í öllum miðlum.
Það er eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi að ljúga eins og sprúttsali ef þú ert alþingismaður eða ráðherra.
Og þá spyr ég ekki vitandi nokkurn skapaðan hræranlega hlut:
Hvernig á maður að trúa orði af því sem þetta fólk segir?
Eins og þetta horfir við mér þá er þetta ógeðisvinna sem getur kostað fólk nætursvefn þ.e. ef það gengst inn á þessi vinnubrögð.
Hvernig er þetta hægt?
Svarið því!
![]() |
Samfylkingin bugaðist" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Jóhanna útgjaldaformælandi
Sjálfstæðismenn eru fúlir, ef fer sem horfir þá verða þeir í stjórnarandstöðu á komandi mánuðum og í fyrsta sinn í 17 ár.
Ég held að Sjálfstæðismenn geti ekki séð sig öðru vísi en við völd.
Ég er alveg viss um að þeir treysta engum við stjórn nema sjálfum sér, líka þegar þeir hafa misst algjörlega niður um sig eins og núna.
Svekkelsi íhaldsins hefur birst í fjölmörgum viðtölum við þá í dag og þeir fara hamförum gagnvart Samfylkingunni.
Geir reyndi þó að vera málefnalegur í Kastljósinu og tókst það bærilega á köflum.
En vafasamasta hrós sem ég hef heyrt lengi kom frá honum í kvöld þegar hann var spurður álits á Jóhönnu Sigurðardóttur.
Honum finnst hún mæt kona.
Hún er hins vegar "útgjaldaformælandi". Formælandi mikilla útgjalda og ekki niðurskurðarkona.
Ég held að þetta sé eins vafasamt og það getur orðið úr munni íhaldsmanns.
Jóhanna er sem sagt eyðsluseggur á opinbert fé.
Það hefur íhaldið verið líka.
Bara í vitlausum geira.
Geir minn, reyndu að hemja sárindin.
Kannski er betra að vera ekki að reyna að vera málefnalegur í umræðu um fólk sem maður er pirraður út í.
Það endar með hreinni formælingu.
Bíða aðeins með það bara.
Útgjaldaformælandi.
Ég dey.
![]() |
Bauð Ingibjörgu að verða fjármálaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Lýðræðið sigraði
Þar sem ég sat yfir fréttum og Kastljósi sló það mig fast í höfuðið og tók síðan beina stefnu í hjartað og gerði það að verkum að ég fór að grenja úr gleði.
Þetta það var að ég áttaði mig á því sem hefur raunverulega gerst á Íslandi og hvers vegna.
Að í dag hafði fólkið, við mótmælendur sigur, í hvaða formi sem við lögðum hald á plóginn.
Það eru svo langar í mér leiðslurnar að þessi dásamlegu tíðindi voru að renna í gegnum fattarann fyrst núna.
Þessi hryllilega ríkisstjórn er fallin.
Það verða kosningar í vor.
Á meðan verður farið í helstu mál eins og björgunaraðgerðir fyrir heimilin í landinu.
Stjórnlagaþing (ætla ég rétt að vona).
Þessi dagur verður ávallt í minnum hafður.
Í dag varð lýðræðið alvöru á Íslandi.
Fólkið hafði sigur!
Eruð þið búin að ná þessu?
![]() |
Ný ríkisstjórn í kortunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. janúar 2009
Hjónaskilnaður á fullu blasti
Allir sem lesa síðuna mína vita að ég hef átt fjölmarga eiginmenn. Jájá.
Þar sem ég hef skilið við einn til að giftast öðrum nokkuð reglulega þá þekki ég skilnaði alveg út í hörgul. Ég er nú hrædd um það. Vanir menn, vönduð ... þið vitið.
Áður en lengra er haldið þá er best að segja að ég ýki mjög sjaldan og aldrei í sambandi við hjónabönd mín sem hafa gert mig að eftirsóttum skilnaðarráðunaut víða um heim.
Enda bíð ég við síman í þessum rituðum orðum.
En aftur að skilnaði dagsins.
Nú haga stjórnarflokkarnir sér eins og hjón í skilnaði.
Reyndar hagar Sjálfstæðisflokkurinn sér eins og aðilinn sem vill ekki skilja og er ofboðslega ósáttur við makann sem er stokkinn á brott og kominn á glænýjar biðilsbuxur.
Makann sem jafnvel er kominn í hálfgildings hankípankí með öðrum.
Ásakanirnar koma á færibandi frá þingmönnum flokksins og ráðherrum.
Þeir nota þar sína uppáhalds ásökun á andstæðinga í pólitík sem er orðin svo þreytt og bitlaus að maður brosir bara og reynir að umbera þessi krútt.
Samfylkingin er ekki starfhæf, segja þeir. Allt í glundroða á þeim bæ. Þeir geta ekki hagað sér á meðan mamman bregður sér frá og þá gera þeir allt vitlaust.
Hún er svo tætt Samfylkingin klykkja þeir út með. Svei og skamm.
Það er ekki til verri glæpur í pólitík í augum íhaldsins en óþekkt í flokki.
Að einhver segi skoðun sína áður en að slá fyrst á til formanns og fá leyfi.
Ein rödd einn flokkur er þeirra mottó.
Það er nú meira hvað það skilar miklu.
En.. nú veit ég ekkert hvað verður frekar en aðrir.
Það eina sem ég veit er að ég vill fá breytta stjórnarskrá, meira lýðræði og minni flokkavald.
Ég vil fá að kjósa fólk.
En ég verð að játa að þegar ég horfði á Ingibjörgu Sólrúnu á blaðamannafundinum í morgun þá sá ég glitta í gömlu góðu ISG, þessa konu sem mér finnst frábær. Það kviknaði örlítill baráttublossi í hjartanu á mér sem ég tengi einkum við gamla bardaga sem voru eldheitir.
Það er greinilega stórhættulegt úteislun fólks að starfa með Sjálfstæðisflokknum.
Svo er eitt að lokum, en samt ekki að lokum, mikið ofboðslega fer í taugarnar á mér hvað veist er að honum Steingrími J. og honum ætlaðir alls kyns hlutir, eins og að skila láninu frá IMF. Maðurinn sagðist vilja sjá skilmálana. Andið róleg.
Djöfuls hræðsla er þetta.
VG bjuggu ekki til þetta hrun. Voru algjörlega fjarverandi á meðan græðgisfurstarnir tóku okkur í görnina í stærsta bankaráni sögunnar.
![]() |
Samfylkingin ekki starfhæf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Og stjórnin fauk en hvað svo?
Þar fauk stjórnin.
Löngu, löngu tímabært.
Auðvitað er það hið besta mál en það sem sló mig eins og blautur þvottapoki í andlitið er eftirfarandi:
Flokkahagsmunir eru ofar þjóðarhag, nú eftir sem áður.
Forgangsröðunin er skýr, flokkurinn fyrst svo kemur þjóðin með ef hún vill.
Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki látið eftir forsætisráðuneytið, af því bara sagði Geir það getum við ekki sætt okkur við.
Skýring Geirs á ástæðunni fyrir að svona er komið er að stærstum hluta vegna þess að Samfylkingin er sundruð, tætt og hver höndin upp á móti annarri.
Geir vill hafa forystu í þjóðstjórn, enda hefur vinnan eftir hrun gengið alveg prýðilega.
Geir hefur áhyggjur af áliti heimsins, hvað mun fólk halda? Mun það missa allt traust á íslenskum stjórnvöldum?
Geir er sem sagt ekki ljóst að enginn hefur trú á íslenskum stjórnvöldum, ekki kjaftur í útlöndum.
Það sem mér fannst nánast lamandi er sú staðreynd að Geir minntist ekki orði á fólkið í landinu.
Sú staðreynd að tiltrú almennings um allt land á stjórninni er löngu farin virðist gjörsamlega hafa farið fram hjá ráðherranum.
Hann sendi okkur ekki einu sinni kveðjur (jeræt, beið alveg með öndina).
Svo kysstust þau bless hann og ISG.
Geir fullyrti við Höllu Gunnars þingfréttaritara að ástand mála er ekki honum að kenna.
Hann hefur ekki brugðist.
Gott fólk ég er með upp í háls af flokkakerfinu.
Er einhver hissa á því?
Áfram grasrót, nýtt fólk og frjóir heilar af öllum stéttum, um allt land á öllum aldri.
Nú er lag, leggjum í púkkið.
![]() |
Stjórnarsamstarfi lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Hvað rugl er þetta?
Við höldum áfram að meika það í útlöndum.
Okkar eigin Geir H. Haarde er á lista yfir 25 menn sem breska blaðið Guardian birtir í dag og segir að bera ábyrgð á efnahagshruni heimsins.
Hvað er að þessum mönnum?
Hvernig væri að þeir kynntu sér íslensku skýringuna á ástandinu, þessa einu réttu?
Þá kæmust þeir að því að þetta er misskilningur.
Hrunið á Íslandi er vegna efnahagshrunsins í útlöndum.
(Og kannski smá vegna stærðar bankana svo öllu sé nú til haga haldið).
![]() |
Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mánudagur, 26. janúar 2009
"Pros and cons"
Stjórnmálamenn verða að geta staðið í lappirnar og stillt sig um að hlaupa í sífellu eftir almenningsálitinu.
Það er auðvitað kostur.
Sparsemi er líka kostur í fari fólks.
En þegar sparsemin verður níska þá snýst hún upp í martröð og verður óþolandi löstur og nískupúkinn verður að læra á jöfnum hraða að venjast því að vera aleinn í heiminum, nema auðvitað að hann eigi einhverja að sem sjá skyldu sína í að hanga yfir honum þrátt fyrir þennan óþolandi galla í veikri von um að erfa kvikindið.
Sama er með festuna. Flottur eiginleiki. Láta ekki henda sér til og frá í áhrifagirni og popúlisma.
En eins og með sparsemina getur festan í fari stjórnmálamannsins snúist upp í hreina þrjósku og vangetu til að meta stöðuna rétt.
Svona upplifi ég Geir þessa dagana. Festan er orðin að griplími sem hreyfir ekkert í kringum manninn sem b.t.w. var krúttlegur í sínum frjálslega klæðaburði í dag bindið var í pössun og fráhneppt í hálsakoti, alveg ótrúlegt kæruleysi.
Geir passaðu þig að verða ekki of hippalegur í klæðaburði.
Mér finnst Geir alveg algjörlega laus við næmni þegar kemur að því að meta stöðuna.
Honum finnst ósanngjarnt að Björgvin ÞURFI að segja af sér, þeir hafa verið í svo góðum fíling í ríkisstjórninni.
Þrátt fyrir ákall um brottvikningu Davíðs sé búið að hljóma síðan í haust, ekki bara á Íslandi heldur víða um heim, þá daufheyrist Geir. Hann ætlar ekki að láta róta sér eitt né neitt.
Það sem ég er að velta fyrir mér þessa stundina er hvort þrjóskan í Geir varðandi breytingar verði til þess að stjórnin springur?
Ef svo er þakka ég honum alveg kærlega fyrir þennan eiginleika og set viðkomandi löst í jákvæðnidálkinn þar sem hann mun þá losa íslenska þjóð undan stjórn sem er að ganga af okkur dauðum hér á skerinu.
Farin.
![]() |
Geir: Má ekki missa dampinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Enginn þrýstingur segir Björgvin
Ég ætla að leyfa mér að vera neikvæð og segja að afsögn Björgvins komi allt of seint.
Einnig set ég stórt spurningamerki við þá merkilegu yfirlýsingu Björgvins sem segist segja af sér án þess að NOKKUR hafi þrýst á hann.
Ég myndi segja að þúsundir Íslendingar væru einhverjir.
En auðvitað á Björgvin við að enginn í klíkunni hafi þrýst á hann.
En..
Björgvin afsalar sér biðlaunarétti.
Nú eru margir í heilagri hamingju og aðdáunarkasti yfir þessum gjörningi Björgvins.
Ég er svöl með þetta, maðurinn er einfaldlega að gera það sem aðrir stjórnmálamenn gera víða um siðmenntaðan heiminn og væru löngu búnir að finnst mér líklegt.
Ég fagna því að það er farið að hitna undir þaulsætnum ríkisstjórnarmeðlimum.
En ég efa ekki að Björgvin G. er líka að hugsa um sína pólitísku framtíð og það er allt í lagi, hann stóð upp og fór, ekki leiðinlegt.
Það er auðvitað fagnaðarefni að einhver axli loksins ábyrgð en hafi þessum elskum dottið í hug að mótmælendur leggi upp laupana þá eru þeir ekki alveg að ná þessu með búggíbyltinguna.
Davíð er enn í Seðló.
Ríkisstjórnin lafir enn.
Á meðan verður mótmælt og það af fullum krafti.
En ég óska Björgvini G. Sigurðssyni velfarnaðar, hamingju og góðra efna í framtíðinni.
Meira var það ekki í bili.
Adjö!
![]() |
Afsalar sér rétti til biðlauna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 23. janúar 2009
Hvað gerist nú?
Það er skelfilega sorglegt að Geir Haarde skuli vera svona veikur.
Auðvitað sendir maður honum óskir um góðan bata ásamt hlýjum kveðjum.
En Geir og ISG ætla að láta kjósa 9. maí en halda stjórnarsamstarfinu áfram.
Fyrirgefið, en það getum við ekki sætt okkur við.
Ríkisstjórnin er jafn vanhæf og hún hefur verið allan tíma frá hruni, ekkert hefur breyst þar.
Reyndar eru báðir forystumenn ríkisstjórnarinnar að kljást við veikindi og ganga því haltir til leiks.
Nú reynir á stjórnarliða og almenna flokksmenn í Samfylkingunni.
Láta þeir þetta yfir sig ganga?
Við verðum að mótmæla sem aldrei fyrr.
Búsáhaldabyltingin lifi!
![]() |
Geir: Kosið í maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
Föstudagur, 23. janúar 2009
Appelsínugula byltingin er hafin - úje
Það er enn slatti af fólki niður við Alþingi og flestir í appelsínugulu. Sú litfagra bylting er hafin og ég er hluti af henni.
Það má sjá á síðunni minni, ég er ekkert fyrir hálfkák, allt líf mitt er appelsínugult fram að þjóðstjórn, eða réttara sagt, fram að stjórnarslitum. Frá því verður ekki vikið.
Appelsínugult er litur búddistanna. Það eru flott trúarbrögð. Fylgjendur þeirra eru ekki að troða trú sinni upp á annað fólk, elska friðinn og svona.
Ef ég vildi endilega ganga í trúfélag þá færi ég þangað. En ég vil ekki fæðast aftur sem kakkalakki eða könguló, það er bara ekki ég. Ég vil fæðast aftur sem John Lennon eða Martin Luther King.
Já, ég á mér draum.
Appelsínugulur matur er fínn.
Gulrætur og appelsínur. Nammi.
Blóm eru falleg í þessum tón og fleira og fleira.
Hér verða borðaðar gulrætur út í eitt þar til yfir líkur.
Ég vil benda ykkur á tilmæli frá Röddum fólksins að mótmæla ekki eftir klukkan átta annað kvöld og á laugardagskvöldið.
Þá er djamm í bænum og djammararnir myndu kannski vilja slást í hópinn með afleiðingum.
En á laugardeginum verður fundur á Austurvelli kl. þrjú eins og venulega.
Svo má auðvitað fremja trommuslátt niðri við Alþingi allan guðslangan morgundaginn.
Svei mér þá ég á ekki til appelsínugula flík í öllu mínu fatasafni.
Ekki lit að sjá í skápunum. Ekki einu sinni hálsklútur.
Allt svart, brúnt og grátt.
Hvernig átti ég að vita að ég væri á leið í byltingu og að mig myndi vanta júníform?
Jæja, farin að lúlla.
Friður og hamingja veri með yður öllum.
Hari Kristna.
P.s. Ég ætla að segja ykkur það svona í trúnaði að í mínum huga heitir þessi bylting ekkert annað en pottabyltingin.
![]() |
Mótmælt í góðri sátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr