Færsluflokkur: Fjölmiðlar
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Mér leiðast uppskafningar
Mér datt það svona í hug þar sem ég sat og las Moggann hvað mér leiðast uppskafningar af báðum kynjum á öllum aldri í öllum flokkum og utan þeirra.
Verst þykir mér þó að hlusta á uppskafninga á sjálfshátíð.
Æi, mér datt þetta sem sagt í hug af einhverjum ástæðum.
Jájá.
![]() |
ESB-umsókn þolir enga bið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Sjálfseyðing Stöðvar 2
Auðjöfrastöðin nr. 2 er greinilega að vinna í því allan sólarhringinn að eyða sjálfri sér.
Fyrst fór Sölvi Tryggvason, frábær fréttmaður sem varð þess valdandi að ég nennti að horfa á Ísland í dag.
Síðan hann var rekinn er Ísland í dag einn stór og feitur brandari. Það er hlegið meira af glystvíburunum Sindra og Sigrúnu en ríkisstjórninni og er þá mikið sagt.
Nú er Sigmundur rekinn og konan hans líka sem verið hefur útsendingarstjóri á Stöð 2 frá 1986.
Þeir eru ekki upprifnir yfir reynslu starfsfólksins þarna ríku karlarnir.
Ég varð óneitanlega fyrir vonbrigðum með Sigmund Erni í Kryddsíldarhavaríinu á gamlárs en annars hefur mér fundist hann fínn.
Ætli það verði honum ekki til bjargar að losna undan bévuðum ríkisbubbunum sem ætla að reka fréttastofu sem er ritskoðuð frá A-Ö?
Mig langar eiginlega að óska þeim hjónum til hamingju með að vera laus undan oki auðjöfrana sem nota fjölmiðilinn sem PR-stofu til að réttlæta ömurlega tilvist sína.
En það er alltaf sorglegt þegar fólk er rekið úr vinnu og það fyrirvaralaust.
Ég vona að fólk taki sig saman og segi upp áskrift á þessari subbustöð sem þar sem hlutdrægni og ritskoðun er að verða aðalmarkmiðið.
Oj bara.
![]() |
Frjáls undan oki auðjöfra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Lyfi byltingin!
Það er ekki vafi í mínum huga.
Stjórnin er teknískt fallin, það er einungis spurning um hvort hún fellur formlega fyrir helgi eða eftir.
Ekkert hvort heldur hvenær.
Við vorum að ræða saman ég og húsbandið en hann var að koma úr vinnu og sagði mér að bærinn væri fullur af brosandi fólki á öllum aldri.
Ég fékk alveg hlýju í hjartað vegna þess að fólk hefur haft svo fá tækifæri til að brosa undanfarið.
Ég sagði mínum heittelskaða það sem ég segi við ykkur,
allt væri við það sama hefðu mótmælendur ekki verið svona virkir, úthaldsgóðir og harðákveðnir í að hafa áhrif á gang mála.
Ég er svo stolt af okkur öllum, en mest af dálítið sérstökum konum sem ég þekki og hafa nánast búið niðri í bæ undanfarið.
Skessan , Katrín, Lára Hanna, María ásamt Hrönn sem kemur alla leið í bæinn með Selfossstrætó og fleiri og fleiri.
En björninn er ekki unninn, fullt af fólki er niðri við Alþingishús.
En það er komin hreyfing á hlutina og það er almenningi að þakka.
Lifi byltingin!
![]() |
Samþykktu ályktun um stjórnarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Hriplek Samfylking ala gamla Framsókn
Ég verð þreytt og leið í hvert einasta sinn sem þingmenn Samfylkingar opna munninn.
Málið er að þeir eru að verða eins og gamla Framsókn, opnir í báða enda og líka í miðjunni.
Hriplekir alla leið.
Tveir ráðherrar flokksins úr ríkisstjórninni hafa lýst yfir að þeir vilji kosningar, gerðu það strax eftir hrun.
Svo hafa komið mis gáfulegar einkaskoðanir þingmanna flokksins í fjölmiðlum með reglulegu millibili.
Fyrst hélt ég að það hefði þýðingu, að ráðherrar og þingmenn lýstu yfir andstöðu við stjórnina sem þeir sitja í.
En eins og með Framsókn þá meina þeir ekki endilega það sem þeir segja og segja ekki endilega það sem þeir meina.
Nú segir Ágúst Ólafur það óhjákvæmilegt að kjósa í vor.
Varaformaðurinn hefur talað.
Held ég að þetta sé einhver tímamótayfirlýsing og Samfó sé á leið í stjórnarslit?
Nei, ekkert endilega.
En ég skil þessa krísu hjá Samfó. Þeir eru að misbjóða sjálfum sér og því sem þeir standa fyrir á hverjum einasta degi.
Í Samfylkingunni er fullt af góðu fólki, ég held að því svíði undan hegðun flokksins þessa dagana.
Og hvaða alvöru jafnaðarmannaflokkur hangir með íhaldinu í stjórn og varpar flestum sínum prinsippum fyrir róða nema það kosti hann heilan helling?
Ég dauðvorkenni þessum nútíma Framsóknarflokki.
Ójá.
![]() |
Óhjákvæmilegt að kjósa í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Hvað sagðirðu Sturla?
Sturla Böðvarsson sagði orðrétt í Fréttablaðinu í morgun að uppivöðsluseggir stöðvi ekki þingstörf.
Ha?
Hvað sagirðu Sturla minn?
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Þingfundur fellur niður - ekki mótmælin
Þeir eru búnir að fella niður þingfundinn sem átti að hefjast klukkan þrettán.
Væntanlega vegna hávaðamengunar utanhúss.
Árinn sjálfur.
Hvenær á þá að afgreiða bjór- og vínmannréttindamálið hans Sigurðar Kára?
Nú eða reykherbergi á veitingastöðum?
Ég er miður mín, það er skelfilegt að ekki sé hægt að afgreiða þessi þjóðþrifamál.
Bévítans mótmælendurnir!
Allir út að mótmæla.
![]() |
Þingfundur fellur niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Spilið endilega á fiðlu meðan Reykjavík brennur!
Dagurinn í gær verður lesinn fyrir próf í sögubókum framtíðarinnar.
Eftir að ég kom heim af Austurvelli lá ég í fréttamiðlum til að fylgjast með atburðarásinni.
Mogginn stóð sig frábærlega og sjónvarpið gerði mótmælunum góð skil, fréttastofa RÚV sýndi beint frá þinghúsinu.
Kastljósið tók gullið aftur að þessu sinni.
Ég beið með öndina í hálsinum eftir fréttum. Ég horfði á Stöð 2 og þeir afgreiddu mótmælin á mettíma, enda enn í fýlu út í mótmælendur eftir Kryddsíldina.
Nú hlýtur glysgengið í Íslandi í dag að taka sig alvarlega og fjalla um atburði dagsins, hugsaði ég vongóð, en ég er hætt að horfa á Ísland í dag vegna andúðar minnar á glansmyndum af mógúlum, heilsuræktarumfjöllunum og almennu kjaftæði um ekkert. Ætlaði að endurskoða afstöðu mína og gefa þeim séns. Engum er alls varnað.
Nei, nei, á ekki að skjóta mann í ennið bara? Nú var nærmynd af Bjarna Ben djúníor. Ekki seinna vænna, maðurinn háaldraður og áhugi á þingmanninum sem kannski verður ráðherra bráðum eða seinna í sögulegu hámarki.
Ísland í dag þ.e. fólkið veinaði af löngun eftir þessari nærmynd. Loksins kom hún og það ekki degi of seint.
Nú veit ég; Að Bjarni á það til að fara í annarra manna nærbuxur.
Að Bjarni er athyglissjúkur en er samt alveg skemmtilegur sko.
Að hann kann ógeðslega margt og það sem hann ekki kann er að hann að læra, eins og á píanó.
Bjarni syngur á morgnanna og er latur á heimili.
Hann fæddist EKKI með silfurskeið í munni, eða hefur alltaf haft fyrir öllu alveg sjálfur þrátt fyrir að hafa fæðst með silfurborðbúnað fyrir 12 milli varanna, segir konan hans eða eitthvað í þá veruna.
Niðurstaða Íslands í dag eftir heví rannsóknarvinnu: Bjarni er krútt.
Það er eitthvað sjúklega snúið og móðursýkislega firrt við að hafa þetta "ekkert að gerast - tjillum og verum glöð" í magasínþætti þegar miðborgin logar í byltingu og sögulegir hlutir eru að gerast.
Ég held að þeir ættu að leggja niður þennan vesæla þátt á Stöð 2 og sýna Gossip girl í staðinn.
Spilið endilega á fiðlu meðan Reykjavík brennur!
![]() |
Mótmæli fram á nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Í startholunum
Helga Vala Helgadóttir, formaður Reykjavíkurfélags Samfylkingarinnar er búin að fá nóg. Hún segir að hún og margir félagar hennar vilji ekki þessa ríkisstjórn.
Flott viðtal við Helgu Völu er í myndbandi tengdu fréttinni.
HV segir að þjóðin sé í Alþingisgarðinum.
Það er rétt hjá henni.
Ég veit það, Helga Vala veit það, allir sem voru við Alþingishúsið í dag vita það.
En þeir ná ekki þessari staðreynd þeir sem innandyra sitja.
Þá meina ég ríkisstjórnina og stjórnarflokkana.
Ég vil þjóðstjórn og nýjar kosningar.
Við viljum það flest.
Hvernig væri að hætta að þrásitja þrátt fyrir að það sé löngu kominn tími á að hysja upp um sig og fara heim?
Þekkir þetta fólk ekki sinn vitjunartíma?
Veit það ekki hvenær er komið nóg?
En þetta er eitt frábærasta afmæli sem ég hef átt eftir að ég var fertug, ég hef trú á Íslendingum og eftir daginn í dag þá veit ég að þetta hefst á endanum.
Hvenær eru næstu mótmæli?
Ég er í startholunum.
Jabb.
![]() |
Þjóðin var í Alþingisgarðinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 19. janúar 2009
Ég býð í ammmæli - úje
Ég verð eitthvað ára á morgun.
Skiptir ekki máli hversu lengi ég er búin að velkjast hér á meðal oss en ég sé enga ástæðu til að gera mér ekki glaðan dag og það svo eftir verði tekið.
Ég býð því öllum sem ég þekki og líka hinum í afmælið mitt við Alþingishúsið kl. 13,00.
Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri ekki gaman að vera með samspil - hljóðfæri eru ekki skilyrði, pottar og sleifar framkalla líka flottan rytma.
Sjáumst kát.
Og skiljið afmælisgjafirnar eftir við styttuna af Jóni þegar þið farið.
Plís kræ mí a river.
Ég þarf á samúð að halda þetta styttist óðum hjá mér í annan endann.
Sjitt
![]() |
Hvetja til mótmælastöðu við Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Mánudagur, 19. janúar 2009
Landráð
Fyrir mér er hugtakið "landráð" skelfilegt. Landráð er svo ljótur verknaður að ég næ varla utan um gjörninginn.
Landráð minnir mig á Vidkun Quistling þann auma norska landráðamann sem seldi þjóð sína nasistum forðum.
Það er ekki hægt að ganga lengra í svikum við heila þjóð en að framselja hana í hendur óvinanna.
Nú eða taka hagsmuni sjálfs síns og fámennra hópa fram yfir þjóðarhag.
Með skelfilegum afleiðingum auðvitað.
Grétar Mar segir ríkisstjórnina seka um landráð. Hér.
Hann segir það ekki ég.
En ég hugsa eitt og annað og það skal viðurkennast að "landráð" kemur æ oftar upp í huga mér þessa dagana.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr