Færsluflokkur: Bækur
Laugardagur, 14. júní 2008
Ég sukka á laugardögum
Þó brennivín og pillur hafi verið bannfærðar af mér til æviloka, einn dag í einu, held ég samt sukkhefðinni um helgar.
Þ.e. ég stelst í suðusúkkulaði. Jabb, þrátt fyrir diabetes og alles.
Það er liður í þeirri viðleitni minni að verða fullkomin.
Sko, málið er einfalt, maður deyr örugglega þegar verkefni lífsins eru frágengin og kláruð.
Þar sem ég er búin að öllu held ég í þennan súkkulaðilöst eins og hundur hangir á roði.
Annars verð ég verkefnalaus. Hehemm.
Ekki láta mig ljúga ykkur full, ég er svo auðug í ófullkomnu deildinni að ég á eftir að lifa allra kvenna lengst.
Það væri samt ógeðslega kaldhæðnislegt ef ég hrykki uppaf í dag eða á morgun.
Og ég er búin að hamast maður lifandi. Búin að þvo, skipta á rúmum, þrífa allt hátt og lágt, hreinsa undan Bördí Jennýarsyni, sem þessa daga dvelst á Kommúnistaávarpinu uppi á bókaskáp. Bördí er glaður með ávarpið alveg eins og hann naut sín í botn þegar hann bjó á Bítlaávarpi Einars Más. En nú er Einar kominn aftur í heilagra manna tölu með nýjustu bókinni sinni, Rimlum hugans, og því fær fuglskrúttið ekki að subba út þetta ágæta ritverk.
Og svo kemur hún Jenný Una til gistingar um kvöldmatarleytið. Amman grét hana út úr foreldrunum.
Það er liff í lífinu. Ekki spurning.
Adjö mina vänner.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 5. júní 2008
1984 hvað?
Skáldsagan 1984 eftir Orwell þótti klikkuð þegar hún kom út á sínum tíma. Sjónvarp á heimilum sem fylgdist með fólki var svo fjarlæg hugmynd að það tók því ekki að velta því fyrir sér einu sinni.
Það hefur heldur betur komið í ljós að 1984 var barnaleikur miðað við raunveruleikann sem við búum við í dag.
Það eru alls staðar myndavélar, hlerunartæki og skráningar á persónulegum högum fólks.
Það er alltaf verið að ganga lengra með að móta alla einstaklinga í sama form. Ef þú reykir þá ertu óalandi og óferjandi. Ég er t.d. með það á hreinu að það er ekki langt í það að reykingar í einkabílum verði bannaðar. Svo verða það svalirnar, og á endanum íbúðirnar. Á meðan selur ríkið tóbak sem aldrei fyrr og neitar allri ábyrgð á ósómanum.
Og svo eru það ofsóknirnar á hendur fólki sem smellur ekki inn í vigtarkvótann. Auðvitað veit ég að offita er stórhættuleg mannfólkinu, eins og reykingarnar, en ég er meira að tala um þyngd svona almennt.
Nú hefur komið til tals að láta fólk borga flugmiða eftir vigt. Er ekki í lagi? Rosalega er heimurinn að verða grimmur.
Þú þarna feitabollann þín, það verða 200.000 þús. krónur fyrir þitt feita rassgat en þú þarna nástrá og anorexíusjúklingur átt að borga 20.000 þús. Og góða ferð fíflin ykkar.
Ég þarf ekki að hafa áhyggjur, enda í eðlilegum holdum, en þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um heim sem verður æ miskunarlausari gagnvart fólki sem passar ekki í hið fyrirfram gefna norm.
Krakkar klár í bátana, nú verður siglt í sumarfríið.
Úje.
![]() |
Farmiðaverð eftir þyngd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Miðvikudagur, 4. júní 2008
Fegurð og grimmd
Ég er búin að vera á leiðinni að bókablogga í dálítin tíma og nú kýli ég á það.
Ég hef nefnilega lofað bloggvinum mínum að blogga um bækurnar sem ég er að lesa.
Sköpunarsögur er ein eigulegasta bók sem ég hef fengið í hendurnar lengi. Í henni segja 12 af okkar bestu rithöfundum, Pétri Blöndal (nei, ekki þeim skarfi sem á Alþingi situr) hvernig vinnuferli þeirra er, þegar þau skrifa. Myndirnar í bókinni eru margar og fallegar og teknar af Kristni Ingvarssyni.
Svona bók er í þeirri katagóríu sem ég kalla "sparibækur". Hún er falleg, fróðleg og það er hægt að glugga í hana endalaust.
Ég mæli með henni og ég er komin með afmælisgjöf á línuna fyrir alla mína lesandi vini.
Og svo las ég þessa um daginn.
Sagan er að mér skilst að einhverju leyti sannsöguleg. Hún segir frá dreng í í dönskum smábæ sem á þýska móður og verður fyrir stöðugu einelti og ofsóknum frá nánast öllum bæjarbúum, vegna þjóðernis móðurinnar. Mamman fer ekki varhluta af fordómum bæjarbúa, hún er algjörlega einangruð. Þessi bók er ekki falleg en hún inniheldur boðskap sem á erindi til allra. Ég grenjaði auðvitað flóði, enda nísta örlög drengsins mann inn að beini.
Ég mæli sterklega með þessari, hún er í kilju og auðvelt að skella henni í töskuna þegar þið dúllurnar mínar, haldið í sveitina.
Ég hef ekki bloggað um bækur sem mér líka ekki, kannski ætti ég að gera það. Hm... hugs... sé til.
Farin að lúlla.
Eða þannig.
Bækur | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Mánudagur, 19. maí 2008
Sjúklegur hugarheimur Kötlu Christiansen Lange
Einhvern tímann mun ég skrifa bók. Er reyndar löngu byrjuð, en ég er í heilagri pásu.
En það eitt og sér skiptir ekki máli.
Bloggtuðararnir (þessar elskur) sem velta sér upp úr því hvernig best sé að ná í talningu á síðurnar sínar, minnast oft á að fyrirsagnir vegi þungt.
Það er nokkuð til í þessu, ég veit að þegar fyrirsagnirnar eru mergjaðar þá eykst lesningin. En það er ekki það sem ég er að velta mér upp úr, heldur hitt að titill bókar hlýtur þá að skipta heilmiklu máli.
Titill þarf ekki endilega að vísa til innihalds. Segjum að ég myndi skrifa bók um örlagasögu fjölskyldu. Mergjað kvikindi. Og þá kæmi höfuðverkurinn. Hvað ætti bókin að heita?
Ég var með nafn á minni sögu. Hún átti að heita Kerlingabók. En svo stal bloggarinn í mér nafninu af sjálfri mér og ef ég klára einhvern tímann viðkomandi bók, þá verður hún að hafa nafn. Krassandi nafn. Titillinn mætti fela í sér loforð um geggjaða lesningu.
Hvað með:
"P.N.G." Persona non grata? Töff nafn en alls ekki viðeigandi í þessu tilfelli.
"Klámsögur úr vesturbænum"? Erfitt þar sem að klám myndi að líkindum ekki vera til staðar í bókinni, þannig að þar færu margir "karlar" (af báðum kynjum) fýluferð inn í sjúkan hugarheim höfundar. Því í bókinni verða allir sífellt á bæn og dansandi engladansa ala Þórbergur, til að sarga úr sér bölvaða gredduna. Jeræt. Svo má ekki gleyma þeirri staðreynd að bókin myndi frekar gerast í Austurbænum. Það er allt háheilagt vestur í bæ. Veit það af eigin reynslu.
"Ævintýri og örlög íslenskra lyftukvenna með hægðartregðu" er mergjað nafn. En það er engin innistæða fyrir titlinum þannig að ég get ekki notað hann.
Eru til lyftukonur?
Kannski ég setji bara viðeigandi titil sem vísar í efni bókarinnar. Ég er að hugsa um að láta hana heita "Hinn sjúklegi hugarheimur Kötlu Christiansen Lange", því það er sennilega það sem kemur til með að vera þungamiðja bókarinnar.
Er þó að hugsa um að breyta nafni aðalhetjunnar í Etnu, ef ske kynni að Katla mín ætti sér margar nöfnur, það gæti komið illa við þær blessaðar, því trúið mér að Katla vinkonan er snarblússandi geggjuð, enda komin af hálfklikkaðri kellingu sem býr fyrir ofan snjólínu í Borg Óttans.
Og í guðanna bænum hættið þið nú að láta mig ljúga ykkur full.
Farin að ydda fjaðurpennann.
Bítmæleggælofitt!
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Bækur og boltar
Ég sat úti á svölum í dag og las og las og las. Það gerði ég sko eftir að hafa sumarþrifið svalirnar, garðhúsgögnin og grillið. Ok, ég ryksugaði grillið aðeins.
Ég skúraði líka og bar eitt og annað ofan í geymslu en ég ætla ekki að fara nánar út í það plebbarnir ykkar.
Ég er að lesa skáldævisögu Guðbergs Bergssonar sem er komin út í kilju. Hún kom upphaflega út í tveimur bindum en er sem sagt kominn í eina bók núna.
Það er ekki til fallegri orðatónlist en sú sem Guðbergur Bergsson skapar. Í nútímanum auðvitað. Ég fer í hrifningarvímu og langar að stökkva út á næsta horn upp á eplakassa og deila með mér upplifuninni. Ég veit, ég er tilfinningavöndull og ógeðslega hrifnæm og væmin. Ég segi ykkur það krakkar mínir að ef þið kunnið að lesa og hafið ekki lesið þessar bækur, gerið það núna. Kiljur eru svo hentugar í bústaðinn, á ströndina, í bílinn (ef þið eru ekki að keyra, bara svo mér verði ekki súað hérna) og á kaffihúsið.
Og meðfram Guðbergi (eða framhjá honum, eftir því hvernig á það er litið) er ég að glugga í nýútkomið ritsafn með ljóðum Þórarins Eldjárns. Þar fer enn einn snillingur orðsins. Ég á flestar bækurnar hans en það er frábært að fá þær í einni bók. Þórarinn er með mestum húmoristum og ljóðasnillingum á Íslandi fyrr og síðar, leyfi ég mér að segja.
Það er ekki leiðinlegt lífið í bókaveröldinni börnin góð.
Hvað mynduð þið gera ef þið hefðuð mig ekki til að forlesa fyrir ykkur? Ha???
Þið þyrftuð að glápa á Kiljuna öllum stundum og pæla í gegnum hvurn doðrantinn á fætur öðrum, mörgum hundleiðinlegum. Jájá.
Farin að dýfa mér í bók.
Sko, þið sem eruð að bíða eftir boltanum sem nefndur er í fyrirsögninni - hann er ekki til umfjöllunar hér, mér fannst þetta bara svo krúttleg fyrirsögn.
Þorrí.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Af týndum gleraugum og maístjörnu
Þetta kvöld, frá kvöldmat eða svo, hefur verið lyginni líkast. Ég týndi nefnilega gleraugunum mínum. Ég er nærsýn með afbrigðum. Ég byrjaði ekki að nota gleraugu fyrr en fyrir 10 árum, fannst ekki nógu hipp og kúl að vera gleraugnaglámur. Ég fór í gegnum erfitt nám í Svíþjóð, t.d. án þess að sjá á töfluna. Veit ekki hvernig ég glósaði, en það tókst.
Ég eignaðist fyrrverandi vini í búntum, þar sem ég lét hjá líða að heilsa þeim á götu. Sá þá ekki, enda sé ég ca. 15 cm. frá mér, það sem lengra er burtu er í móðu. Og nú get ég ekki fúnkerað án þess að hafa gleraugun.
Þau eru nærri því ósýnileg, með títanumgjörð, þetta eru týpugleraugu (víst Ibba, þetta eru mín týpugleraugu) og ég fann þau ekki þegar ég fór að horfa á fréttir. Ég ein heima og ég sé ekkert frá mér þannig að ég hríslaðist um og leitaði og fann ekkert. Ég var ekki sjón að sjá, hefði einhver séð mig. Góð ráð voru dýr, fréttir voru að hefjast og ég verð að sjá þær, báðum megin.
Hafið þið prufað að halda á sjónvarpinu á meðan þið horfið á það? Ekki? Það er hm.. sérstök lífsreynsla.
Ég skreið síðan um allt hús og leitaði, ég legg hluti frá mér á ólíklegustu stöðum, stundum hef ég lagt frá mér brillurnar inni í fataskáp og ég finn þau aldrei, húsband geri það. Ég rak hausinn af alefli í bókaskápinn þar sem ég skreið um allt, án árangurs.
Minn heittelskaði brunaði heim áðan, mér til bjargar. Hann gekk inn, beygði sig niður við borðstofuborðið og tók upp gleraugun. Jájá, heldur að hann sé eitthvað.
Ég gat horft á Kiljuna óruglaða, en það gera reyndar allir Íslendingar en í mínu tilfelli var það kraftaverk "in the making".
Ég sé!
Gleðilegan 1. maí og þið látið ykkur auðvitað ekki vanta í baráttuna á morgun.
Fram þjáðir menn í þúsund löndum!
Maístjarnan gjöriðisvovel!
Bækur | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Ég skammast mín..
Ég skil núna letina og kyrrsetuna í sjálfri mér bæði í gær og í dag. Ég álpaðist nefnilega til að mæla mig. Er með bullandi hita (Hallgerður, ekki orð). Þetta er frábært, nú get ég bloggað, lesið og gert það sem mér sýnist án þess að vera með samviskubit.
Vér húsmæður (hélt aldrei að ég ætti eftir að kalla mig þessu starfsheiti) erum vanmetin stétt. Það segi ég satt. Ég er að djóka, ég lulla mér í gegnum það litla sem þarf að gera hér á kæleiksheimilinu.
Ég skammast mín fyrir sumt. Ég er snobbuð á vissan hátt. Ji, hvað þetta hljómar agalega. Ég vil t.d. ekki að fólk viti eftirfarandi..
..að ég borða sviðakjamma af og til (mjög sjaldan), það er eitthvað svo lítið cosmopolitan að borða andlit sem liggur bara í öllu sínu hálfa veldi á disknum manns. Svo smalalegt og ódannað.
..að ég þjáist af sjúklegri kurteisi þegar ég hringi í stofnanir og fer í búðir og banka. Það er algjörlega ógeðslegt hvað ég kann mig vel. Mig langar að vera töffari. Kúl og snörp í tali. Ekki fokka í mér hérna bankakona, þið vitið.
..að mig getur hlakkað til að horfa á American Idol, alveg allan mánudaginn. Halló, maður er ekki sterkur á hinu andlega svelli með svona glataðan sjónvarpssmekk. Enda segi ég ykkur það að ég dreg fyrir gluggana og lækka hljóðið, til vonar og vara af því ég er beisíklí á því að fólk haldi að ég horfi bara á Kiljuna og Mannamál, sem ég geri auðvitað. En plebbagenið er alltaf að hrjá mig með reglulegu millibili.
..að ég er ekkert hipp og kúl þegar ég fer í ferðalög, ekkert vön og "ekkert að kippa mér upp við strætóferðir á milli landa syndrómið", eins og flestir Íslendingar sem eru alltaf á ferð og flugi. Ferðalög eru ennþá alveg biggtæm gigg hjá mér og ég er uppveðruð í marga daga áður og eftir. Sama hvað ég ferðast mikið. Ég er svo leim að mér finnst það ennþá stórviðburður að koma í fríhöfnina.
Halló, þetta er hitinn sem talar.
Ég er auðvitað ekkert svona mikill plebbi. Eða hvað.
Yfir og út, ég er farin í rúmið með Guðbergi Bergssyni. Ekkert svona aularnir ykkar. Bók eftir manninn. Róleg með ykkar saurugu hugsanir.
Arg
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Bókablæti
Mig vantar stærri íbúð. Sko, ég er með bókafetish og þær hrannast upp hér og bókahillur eru allar kjaftfullar og ég hef ekki pláss fyrir fleiri.
Nú hef ég hafið bókastöflun á gólfi við hilluvegg. Bækur og föt, einkum svört föt, eru minn veikleiki. Ég sagði frá því hérna á blogginu um daginn, að ég tryði því að svara væri að leita í bókum og ég er ekki að grínast.
Níu ára gömul var ég búin að lesa bókasafnið í Verkó, upp til agna. Nema ættfræðibækur og símaskrá safnsins. Þá bar vel í veiði. Ég fann hnausþykka bók sem hét "Dóttir Rómar". Ég fór með hana heim, ásamt Möttu Maju vinkonu minni frá Bergen í Noregi (já, bókinni um hana). Konan sem afgreiddi mig hélt að ég væri ekki nógu gömul fyrir bókina, ætti kannski að taka hana seinna, en ég lét varnaðarorðin sem vind um eyru þjóta.
Ég man ekki efni bókarinnar upp á tíu en í níu ára hausnum á mér uppgötvaði ég heim sem var ekki í glanslitum. Bókin var um vændiskonu og algjörlega undir rós, og eins og vanalega þorði ég engan að spyrja. En þarna áttaði ég mig á að heimurinn væri stór, óhugnanlegur, spennandi og máekki, án þess að hafa hugmynd um hvers vegna.
Hvað um það, ég kaupi mér bækur á laugardögum. Reyndar ekki núna á þeim síðastliðnum, en ég hugsa sem svo, búandi hér uppi í óbyggðum, að geri ég mér ekki sérstaka ferð í Eymundsson, þá á ég aldrei beinlínis leið þangað og þá enda ég með að lesa í blöðunum allar þær bækur sem ég VERÐ að eignast. Ég er að safna arfi fyrir frumburðinn. Fataskápurinn gegnir líka hlutverki í málefnum um erfðir, en til annarra og síðari fæddra dætra. Það er ekki eins og maður skilji eftir sig gull á lager.
Næsta laugardag verður gaman að lifa. Ég ætla að kaupa nýju bókina hans Þórarins Eldjárn. Komplett ritsafn í einni bók.
Lífið er fokkings dásamlegt.
Úje.
![]() |
4,6 bækur á hverja þúsund íbúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 20. apríl 2008
Karl í kápu og kjól
Þessi Benedikt páfakarl er að meika það bigg í Ameríku. Merkilegt hvað fólk er yfirkomið yfir þessum karli í kjól og kápu (og lélegan skartgripasmekk) með vafasama fortíð.
Reyndar merkilegt að geta misst sig í hrifningarvímu yfir páfa svona yfir höfuð. Það mætti halda að þessir karlar væru Beatles eða eitthvað.
Ég er ekki stútfull af umburðarlyndi gagnvart kaþólskri trú, til þess eru staðreyndir um margt misjafnt allt of margar.
Ég er alltaf að hallast að því meir og meir, að trúarsöfnuði, bæði litla og stóra, ætti að leggja niður.
Sjáið sértrúarliðið þarna í Texas, með konurnar í ljótu kjólunum, þar sem fjölkvæni viðgengst og saklaus börn veltast innan um þetta kolruglaða biblíuþyljandi lið. Hvers slags samfélag er það sem lætur svona hluti grassera og ná hæstu hæðum í viðbjóði?
Kaþólskir prestar hafa misnotað börn í gegnum aldirnar, selt fátæku fólki syndaaflausnir frá Guði, rakað að sér fé, alið á hatri og fordómum, logið sig bláa í framan og verið minna heilagir en verstu kvikindi dýraríkisins.
Þjóðkirkjan, þessi sem við fæðumst inn í, og maður þarf að skrifa sig úr, þegar það ætti að vera á hinn veginn, viðheldur mannréttindabrotum og neitar að gera öllum meðlimum sínum jafn hátt (eða lágt) undir höfði. Fokk og svínarí.
Nú er ég komin á skrið. Öfgafullir múslímar eru líka stórhættulegir, en ég nenni ekki út í það mál núna, enda aðrir fullfærir í þeirri deild, svo ég segi ekki meir.
En Boston Legal er að byrja. Nú er að sjá hvað Danny Crane gerir af sér þetta sunnudagskvöldið.
Ómægodd, hvað mér er uppsigað við trúarlega hræsnara.
Í Guðs friði
![]() |
Páfi heimsækir Ground Zero |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Ég gleymdi að spyrja
Ég var stórundarlegt barn. Ég áttaði mig reyndar ekki á því fyrr en nýverið.
Vó, hvað ég var furðuleg. Mínar stelpur spurðu mig út í eitt um alla skapaða hluti, frá því þeim tókst að mynda setningu, ef ekki fyrr, svei mér þá. Ég hins vegar, var farin að lesa bækur í samlede verker, upp úr sex ára. Skildi auðvitað ekki helminginn, en einhvern veginn þróaðist sú hugmynd með mér þarna á þessum árum, að allra svara væri að leita í bókum. Ég trúi því örlítið ennþá.
Ég held að ég hafi bloggað um harm minn gagnvart stráfellingu náinna ættingja útvarpsþulanna sem fluttu dánartilkynningarnar. Mennirnir sögðu: Elskuleg dóttir mín, faðir okkar, móðir okkar, lést í gær sóandó. Ég var miður mín og frústreruð yfir öllum þessum dauðsföllum sem sífellt áttu sér stað hjá starfsfólki útvarpsins, en vissi samt að það var eitthvað bogið við þetta. Spurði ég? Nei, ég fattaði einhverju ári eða seinna að þeir voru að lesa upp tilkynningar frá öðru fólki.
Ég hélt lengi vel að amma mín segði satt, þegar hún laug því að mér þessi elska, að börnin kæmu út um magann á konum, eftir að Guð hefði komið þeim fyrir þar. Ég spurði í huganum af hverju Guð, sem var almáttugur samkvæmt ömmu minni, hefði verið að fara þennan óþarfa milliveg við að koma börnum í heiminn þegar hann hefði getað skellt þeim beint í vögguna? Ég spurði ekki nánar út í þetta en komst að hinu sanna útí porti í Verkó, hvar óuppdregnir strákandskotar fræddu mig um eðli barnsfæðinga, pre- og post.
Annars var mamma mín mjög oft ófrísk. Það var dáldið í tísku þá og bara krúttlegt. Alltaf jafn gaman að fá ný systkini (sem 99% voru stelpur), til að krúttast með. Enda bjó ég hjá ömmu minni og gat dregið mig í hlé þegar ég var ekki í stuði fyrir grislinga.
En mér er það minnisstætt að amma mín elskuleg, sagði jafnan við mömmu í ásökunartón; Anna Björg, hvað er að heyra, ertu nú ólétt einn ganginn enn, ætlarðu aldrei að hætta?
Ég er enn að velta þessu fyrir mér, sko með sök móður minnar í óléttunni. Ætli það hafi verið mikið um meyfæðingar þegar ég var lítil?
Ég veit það ekki því ég gleymdi að spyrja.
Dem, dem, dem.
Bækur | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr